Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0 Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna. Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og umfram allt eru þær sléttar. Helstu kostir: u Eldþolnar u Léttar og sléttar u Einstakt veður– og efnaþol u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum u Hávaða– og hitaeinangrun u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni ) u Fjöldi lita og efnisáferða u Allt að 20 ára ábyrgð þegar SLÉTT skal vera SLÉTT Sigurður Ægisson Siglufirði Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Múlagöngum, yst á Tröllaskaga, en þau tengja saman Ólafsfjörð og Dalvík, eru 3,4 km að lengd, einbreið, voru tekin í notkun í desember 1990, vígð 1. mars 1991 og eru um margt barn síns tíma. Verið er að endurnýja rafkerfi þeirra í heild sinni, til að uppfylla Evrópukröfur, nútíma örygg- isstaðla um lýsingu, merkingar og fleira. Verkið, sem á að vera að fullu lokið 15. apríl 2014, er í höndum Rafmanna ehf. á Akureyri, sem sjá um allt nema það að grafa í vegöxl- ina norðanverða til að unnt sé að koma þar niður ídráttarrörum, fjölpípurörum og aflstrengjum; sá verkþáttur, jarðvinnan, er í hönd- um RARIK, í gegnum und- irverktaka, Smára ehf. á Ólafsfirði. 89 upplýst umferðarskilti Aðalsteinn Þ. Arnarsson raf- magnsiðnfræðingur, einn af eig- endum Raffó ehf. á Siglufirði, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar. Segir hann að mjög stífar kröfur séu gerðar varðandi allt efni, út af brunavörnum o.s.frv. Alls verði 3.700 metrar settir niður af ídrátt- arrörum, 3.600 metrar af tvenns konar blásturs- eða fjölpípurörum og 15.500 metrar af aflstrengjum, sem bara eigi að notast í göng- unum. Þá verði festir á gangavegginn 23 nýir síma- og slökkvitækjaskáp- ar, sem muni hver um sig inni- halda IP neyðarsíma og tvö 6 kg duftslökkvitæki. Límmiðar með upplýsingum um notkun síma verði á fimm tungumálum. Þá verða upplýst umferðarskilti 89 talsins. Farsímakerfi í göngunum Koma á upp búnaði fyrir bæði GSM og TETRA símakerfi svo hægt verði að nota farsíma þar inni. Lokunarslám með skynjunar- búnaði verður komið fyrir í vegöxl rétt utan við gangamunna beggja vegna. Þær eiga að vera 5 metrar á lengd en búnaðurinn á samt að gera ráð fyrir þeim lengri eða allt að 9 metrar. Lyftitími á að vera 4-9 sekúndur og búnaðurinn gerð- ur fyrir a.m.k. 500 lokanir/opnanir á dag. Blikkljós verða fyrir utan göng sem og neyðarstjórnskápar. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp og hraðaupplýsingaskilti, sem og mengunarnemar til að mæla CO (kolsýrling), NO2 (köfnunarefnis- oxíð) og ryk, veðurnemar, úti og inni, og umferðargreinir. Þrjú tæknirými verða í göng- unum, í hellum. Einn var þar fyrir en hinir tveir sprengdir inn í berg- ið síðastliðið haust. Sá verkþáttur var boðinn út sérstaklega og var Þórsverk ehf. í Reykjavík verktaki þar. Eitt tæknirýmanna verður nærri gangamunnanum Ólafsfjarð- armegin, nánar tiltekið í útskoti 19, annað í miðjum göngum, í út- skoti 10, og hið þriðja í útskoti 2, Dalvíkurmegin. Um er að ræða gáma með fjarskiptaskápum og stýringum margs konar, sem hægt verður að stjórna frá Akureyri eða annars staðar og fylgjast með ýmsu, s.s. umferð og mengun. Slökkvilið Fjallabyggðar og við- bragðsaðilar á svæðinu hafa þrýst á Vegagerðina um að setja jafn- framt upp blásara í Múlagöngum og er það í skoðun, þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku í útboðs- gögnum. Að minnsta kosti er ljóst að nóg rafmagn mun verða til stað- ar ef út í þetta yrði farið. Í framhaldi þessa er í deiglunni að líta á Strákagöng, hugsanlega á næsta ári, en þau eru mjög komin til ára sinna, að ekki sé fastar að orði kveðið, voru formlega opnuð 10. nóvember 1967. Múlagöngin fá andlitslyftingu  Rafkerfið endurnýjað í heild sinni til að uppfylla nútímaöryggisstaðla um lýsingu, merkingar og fleira  Alls verða 89 upplýst umferðarskilti í göngunum  Búnaður fyrir GSM og TETRA símakerfi Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kapallinn lagður Leggja þarf marga kílómetra af rörum og köplum í göngunum. Grafið fyrir strengjum Starfsmenn Smára grafa fyrir rafmagnslínunum. Iðnir Bograð yfir tengikassa í Múlagöngum. Verkinu á að ljúka í apríl. Tengja Unnið við tengingu rafstrengs í rökkrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.