Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Afar misjafnt er eftir löndum hvernig
brotthvarf frá námi er skilgreint.
Sumir þeirra sem teljast brotthvarfs-
nemendur hér á landi, myndu teljast
útskrifaðir í öðrum Evrópulöndum.
Álíka margir piltar og stúlkur hverfa
frá námi, slök skólasókn er algeng-
asta ástæðan og úrræði skortir fyrir
ungmenni sem líður illa í skóla. Þetta
er meðal þess sem kom fram á morg-
unverðarfundi samtakanna Náum
áttum í gærmorgun þar sem fjallað
var um brotthvarf úr framhaldsskól-
um.
„Hvenær hættir maður í skóla og
hvenær hættir maður ekki í skóla?“
spurði Magnús Þorkelsson, skóla-
meistari Flensborgarskólans, í erindi
sínu. Hann sagði afar misjafnt eftir
löndum hvernig brotthvarf úr fram-
haldsskólum væri skilgreint. Upp-
bygging skólakerfa, persónubundnir,
kynbundnir og félagslegir þættir
væri oft nefnt sem ástæður og Magn-
ús spurði hvaða þættir væru á færi
skólans að fást við.
„Brotthvarf er talið vont vegna
þess að lífsgæði þeirra sem hætta eru
jafnan talin verri en þeirra sem ljúka
framhaldsskólanámi. Ísland sker sig
þó úr í OECD-samanburði, því
menntun virðist ekki vera metin til
launa á jafn afgerandi hátt hér á landi
og í mörgum ríkjum OECD,“ sagði
Magnús. „Fjölmargt í íslenska skóla-
kerfinu ýtir undir brottfall.“
Nemandinn ræður úrslitum
Hann sagði að nokkur hópur þeirra
sem væru skilgreindir sem brott-
hvarfsnemendur hefði lokið tilskild-
um einingafjölda, en hefði engu að
síður ekki lokið stúdentsprófi. „Í
mörgum löndum OECD og Evrópu
væri þessi hópur skilgreindur sem út-
skrifaður,“ sagði Magnús.
Hann lýsti þeim úrræðum sem
gripið hefur verið til í Flensborg til
aðstoðar brotthvarfsnemendum.
„En á endanum er það nemand-
inn sjálfur og vilji hans sem ræður úr-
slitum.“
Í erindi Kristrúnar Birgisdóttur,
sérfræðings í mennta- og menningar-
málaráðuneytinu, kom fram að brott-
hvarf úr íslenskum framhaldsskólum
mældist 28% í fyrravor, en ráðuneyt-
ið kallaði eftir upplýsingum frá skóla-
meisturum framhaldsskólanna um
nemendur sem höfðu horfið frá námi
á vorönn í fyrra og var það í fyrsta
skiptið sem slíkum upplýsingum var
safnað með svo kerfisbundnum hætti.
Ekki kynjamunur
Ekki er marktækur kynjamunur í
hópi brotthvarfsnemenda, 1.002
hættu námi vorið 2013, 507 piltar og
495 stúlkur. Flestir voru 20 ára eða
yngri og 44,81% brottfallsins er úr
fjórum skólum. Ástæðurnar sem
nefndar voru eru ýmsar en sú algeng-
asta var fall á mætingu. Önnur algeng
ástæða er atvinna.
Í máli Kristrúnar kom fram að
sumir í þessum hópi eiga mjög brotna
skólagöngu og dæmi eru um að fram-
haldsskólanemendur hafi stundað
nám í 5-6 skólum.
Eiga rétt á að fá hjálp
„Oft er spurt: Hvað getur skólinn
gert? Ég vil frekar spyrja: hvað getur
íslenska þjóðin gert fyrir þau börn
sem þurfa á úrræðum að halda?“
spurði Þorbjörn Jensson, forstöðu-
maður Fjölsmiðjunnar í erindi sínu.
Hann sagði of fá úrræði vera fyrir
ungmenni sem liði illa í skólum af
ýmsum ástæðum.
Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir
ungt fólk á aldrinum 16-24 ára þar
sem kostur gefst á að þjálfa sig fyrir
almennan vinnumarkað eða nám.
Flestir eru yngri en 18 ára og sumir
eru enn í grunnskóla.„Við höfum
fundið leið fyrir um 80% af þeim sem
hafa verið hjá okkur, þ.e. þau hafa
farið í nám eða vinnu.“
„Þó að við séum að sinna ákveðnum
hóp erum við hvergi nærri að sinna
öllum sem þurfa á því að halda,“ sagði
Þorbjörn. „Þetta er hópur sem getur
lagt heilmikið af mörkum og á skilið
og rétt á hjálp.“
Slæleg mæting helsta ástæðan
Brotthvarfsnemendur á Íslandi gætu talist útskrifaðir í öðrum löndum Úrræði skortir fyrir þá
nemendur sem líður illa í skóla Dæmi um að nemendur hafi stundað nám í 5-6 framhaldsskólum
Morgunblaðið/Arnaldur
Hvítir kollar Afar misjafnt er eftir löndum hvernig brottfall úr framhaldsskólum er skilgreint, en rúmlega 1.000 ís-
lenskir framhaldsskólanemendur hurfu frá námi síðasta vor. Margar ástæður eru tilgreindar í þessum efnum.
1.002 hurfu frá námi
vorið 2013
» 63 hættu námi vegna líkam-
legra veikinda.
» 113 hættu námi vegna ým-
issa andlegra veikinda eins og
t.d. félagsfælni, kvíða og þung-
lyndis.
» 80 brotthvarfsnemendur
sögðu ýmsa námserfiðleika
ástæðuna, áhugaleysi eða að
námið hefði verið of erfitt.
» 30 sögðu að fjárhags-
aðstæður hefðu verið ástæðan.
Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar sagði nokkurn hluta
hópsins þar koma úr unglingadeildum grunnskólanna. „Oft er
það hópur sem hatar skólann. Sum hafa lent í einelti og
sum eru tölvufíklar. Þetta eru krakkar sem eru pínulítið á
hliðarlínunni.“
Hann sagði að um 70% þeirra sem sækja Fjölsmiðj-
una væru yngri en 18 ára, flest hefðu þau horfið frá
námi. Yfirleitt eru þau í 18-24 mánuði í Fjölsmiðjunni.
„Við bjóðum upp á hlutanám, þau geta t.d. farið í
einstök fög í framhaldsskólum, þau eru þá
að hluta í skóla og koma síðan í vinnu í
Fjölsmiðjunni,“ sagði Þorbjörn.
Eru pínulítið á hliðarlínunni
FJÖLSMIÐJAN ER VINNUSETUR FÓLKS Á ALDRINUM 16-24 ÁRA
Þorbjörn Jensson
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga
Mercedes Benz E200
Árgerð 2007
Ekinn 69.000
Sjálfskiptur
Ný vetrardekk
Fallegur bíll
Verð: 3.650.000,-
Upplýsingar í
síma 698 9898
til sölu