Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Afar misjafnt er eftir löndum hvernig brotthvarf frá námi er skilgreint. Sumir þeirra sem teljast brotthvarfs- nemendur hér á landi, myndu teljast útskrifaðir í öðrum Evrópulöndum. Álíka margir piltar og stúlkur hverfa frá námi, slök skólasókn er algeng- asta ástæðan og úrræði skortir fyrir ungmenni sem líður illa í skóla. Þetta er meðal þess sem kom fram á morg- unverðarfundi samtakanna Náum áttum í gærmorgun þar sem fjallað var um brotthvarf úr framhaldsskól- um. „Hvenær hættir maður í skóla og hvenær hættir maður ekki í skóla?“ spurði Magnús Þorkelsson, skóla- meistari Flensborgarskólans, í erindi sínu. Hann sagði afar misjafnt eftir löndum hvernig brotthvarf úr fram- haldsskólum væri skilgreint. Upp- bygging skólakerfa, persónubundnir, kynbundnir og félagslegir þættir væri oft nefnt sem ástæður og Magn- ús spurði hvaða þættir væru á færi skólans að fást við. „Brotthvarf er talið vont vegna þess að lífsgæði þeirra sem hætta eru jafnan talin verri en þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi. Ísland sker sig þó úr í OECD-samanburði, því menntun virðist ekki vera metin til launa á jafn afgerandi hátt hér á landi og í mörgum ríkjum OECD,“ sagði Magnús. „Fjölmargt í íslenska skóla- kerfinu ýtir undir brottfall.“ Nemandinn ræður úrslitum Hann sagði að nokkur hópur þeirra sem væru skilgreindir sem brott- hvarfsnemendur hefði lokið tilskild- um einingafjölda, en hefði engu að síður ekki lokið stúdentsprófi. „Í mörgum löndum OECD og Evrópu væri þessi hópur skilgreindur sem út- skrifaður,“ sagði Magnús. Hann lýsti þeim úrræðum sem gripið hefur verið til í Flensborg til aðstoðar brotthvarfsnemendum. „En á endanum er það nemand- inn sjálfur og vilji hans sem ræður úr- slitum.“ Í erindi Kristrúnar Birgisdóttur, sérfræðings í mennta- og menningar- málaráðuneytinu, kom fram að brott- hvarf úr íslenskum framhaldsskólum mældist 28% í fyrravor, en ráðuneyt- ið kallaði eftir upplýsingum frá skóla- meisturum framhaldsskólanna um nemendur sem höfðu horfið frá námi á vorönn í fyrra og var það í fyrsta skiptið sem slíkum upplýsingum var safnað með svo kerfisbundnum hætti. Ekki kynjamunur Ekki er marktækur kynjamunur í hópi brotthvarfsnemenda, 1.002 hættu námi vorið 2013, 507 piltar og 495 stúlkur. Flestir voru 20 ára eða yngri og 44,81% brottfallsins er úr fjórum skólum. Ástæðurnar sem nefndar voru eru ýmsar en sú algeng- asta var fall á mætingu. Önnur algeng ástæða er atvinna. Í máli Kristrúnar kom fram að sumir í þessum hópi eiga mjög brotna skólagöngu og dæmi eru um að fram- haldsskólanemendur hafi stundað nám í 5-6 skólum. Eiga rétt á að fá hjálp „Oft er spurt: Hvað getur skólinn gert? Ég vil frekar spyrja: hvað getur íslenska þjóðin gert fyrir þau börn sem þurfa á úrræðum að halda?“ spurði Þorbjörn Jensson, forstöðu- maður Fjölsmiðjunnar í erindi sínu. Hann sagði of fá úrræði vera fyrir ungmenni sem liði illa í skólum af ýmsum ástæðum. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára þar sem kostur gefst á að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Flestir eru yngri en 18 ára og sumir eru enn í grunnskóla.„Við höfum fundið leið fyrir um 80% af þeim sem hafa verið hjá okkur, þ.e. þau hafa farið í nám eða vinnu.“ „Þó að við séum að sinna ákveðnum hóp erum við hvergi nærri að sinna öllum sem þurfa á því að halda,“ sagði Þorbjörn. „Þetta er hópur sem getur lagt heilmikið af mörkum og á skilið og rétt á hjálp.“ Slæleg mæting helsta ástæðan  Brotthvarfsnemendur á Íslandi gætu talist útskrifaðir í öðrum löndum  Úrræði skortir fyrir þá nemendur sem líður illa í skóla  Dæmi um að nemendur hafi stundað nám í 5-6 framhaldsskólum Morgunblaðið/Arnaldur Hvítir kollar Afar misjafnt er eftir löndum hvernig brottfall úr framhaldsskólum er skilgreint, en rúmlega 1.000 ís- lenskir framhaldsskólanemendur hurfu frá námi síðasta vor. Margar ástæður eru tilgreindar í þessum efnum. 1.002 hurfu frá námi vorið 2013 » 63 hættu námi vegna líkam- legra veikinda. » 113 hættu námi vegna ým- issa andlegra veikinda eins og t.d. félagsfælni, kvíða og þung- lyndis. » 80 brotthvarfsnemendur sögðu ýmsa námserfiðleika ástæðuna, áhugaleysi eða að námið hefði verið of erfitt. » 30 sögðu að fjárhags- aðstæður hefðu verið ástæðan. Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar sagði nokkurn hluta hópsins þar koma úr unglingadeildum grunnskólanna. „Oft er það hópur sem hatar skólann. Sum hafa lent í einelti og sum eru tölvufíklar. Þetta eru krakkar sem eru pínulítið á hliðarlínunni.“ Hann sagði að um 70% þeirra sem sækja Fjölsmiðj- una væru yngri en 18 ára, flest hefðu þau horfið frá námi. Yfirleitt eru þau í 18-24 mánuði í Fjölsmiðjunni. „Við bjóðum upp á hlutanám, þau geta t.d. farið í einstök fög í framhaldsskólum, þau eru þá að hluta í skóla og koma síðan í vinnu í Fjölsmiðjunni,“ sagði Þorbjörn. Eru pínulítið á hliðarlínunni FJÖLSMIÐJAN ER VINNUSETUR FÓLKS Á ALDRINUM 16-24 ÁRA Þorbjörn Jensson ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Mercedes Benz E200 Árgerð 2007 Ekinn 69.000 Sjálfskiptur Ný vetrardekk Fallegur bíll Verð: 3.650.000,- Upplýsingar í síma 698 9898 til sölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.