Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á þriðja hundrað ferða er á dag- skrá Útivistar á þessu ári. Svo margir leiðangrar, lengri sem skemmri, hafa ekki sést með sama hætti áður í áætlun félagsins. Þetta endurspeglar, að sögn Þórarins Eyfjörð for- manns Útivistar, hve öflug starf- semin er orðin. Útivist og ferða- lög af ýmsu tagi eru orðin ríkjandi þáttur í lífi tuga þúsunda Íslendinga. „Fólk er að leita í íslenska náttúru og feg- urð fjallana. Og þetta er allur pakk- inn; stuttar kvöldgöngur, nokkurra daga sumarleyfisferðir og erfiðar toppaferðir og fleira,“ segir Þórar- inn. Lagt upp frá Toppstöðinni Nefnir þar fyrst Útivistarrækt- ina: gönguferðir um Elliðaárdal á mánudögum og miðvikudögum. Lagt er upp frá Toppstöðinni kl. 18:00 á mánudögum en hálftím- anum síðar á miðvikudögum. Ekk- ert þátttökugjald er í þessum göng- um sem henta vel fólki sem til dæmis vill komast í þjálfun til þess að geta farið í meira krefjandi verk- efni í fyllingu tímans. „Ferðanefndir Útivistar setja upp dagskrána en allir félagsmenn geta komið með tillögur. Nýjar ferðir eru nær undantekningalaust hug- myndir úr grasrót félagsins og þannig ræðst ferðaframboðið af því hvað félagsmenn vilja. Með þessum hugmyndapottum koma alltaf fram ný og spennandi verkefni,“ segir Þórarinn. Frá Reykjanestá Raðgöngur hafa lengi verið áber- andi þáttur í starfi Útivistar, en þá eru teknar fyrir lengri leiðir og bút- ar úr þeim teknir yfir lengri tíma. Er þá farið um slóðir sem hafa sér- stöðu, með tilliti til náttúru, sögu eða annarra þátta. Útivistarfólk hefur til dæmis nokkrum sinnum gengið Reykjaveginn svonefnda, það er frá Reykjanestá og þaðan svo í norðaustur yfir fjöll og firn- indi. Er þessi leið einmitt í boði þetta ár. Fyrsti leggurinn verður tekinn um aðra helgi, sunnudaginn 2. febr- úar. Þá verður gengið frá Valahnúk á Reykjanesi og þaðan svo fram á ystu nöf, fram á Öngulbrjótsnef þar sem brimið ber klettana. Á þessari leið er náttúrufar um margt ein- stakt; óvíða sjást ummerki eldvirkni jafn skýrt. „Það er ástæða til að velta fyrir sér hversu lengi verður hægt að bjóða upp á þessa raðgöngu. Hve- nær framkvæmdir á svæðinu ná því marki að þetta hættir að þykja spennandi?“ segir Þórarinn og held- ur áfram. „Fyrir nokkrum áratug- um var þetta eitt helsta útivistar- svæðið í nágrenni borgarinnar. Enn má finna óspillta náttúru á Reykja- nesi og það verður án efa verkefni næstu missera að verja það land- svæði sem enn hefur ekki orðið náttúruvígvélunum að bráð. Þetta á einnig við um ýmsar náttúruperlur á hálendi Íslands.“ Fimmvörðuháls um hverja helgi Í sumar er á vegum Útivistar gengið nánast um hverja helgi yfir Fimmvörðuháls, sem mörgum er hugleikinn eftir jarðeldana fyrir fjórum árum. Þar á Útivist skála og í raun er þessi leið milli jökla eitt af kjörlendum félagsins. Auk þess stendur félagið að afar fjölbreyttum ferðum, dagsferðum, helgarferðum, lengri gönguferðum svo og skíða-, hjóla- og jeppaferðum. Auk þessa eru mjög öflugir hópar starfandi innan félagsins, en það eru Everest- hópurinn, Fjallarefir og kvennahóp- ur og starfa þeir hver eftir sinni dagskránni. Gönguferðirnar úr grasrótinni  Margt á döfinni hjá Útivist og fjölbreytt ferðaáætlun  Þjálfun fyrir krefjandi verkefni  Hugmynda- pottar og spennandi verkefni  Raðganga um Reykjaveg sem talinn er í hættu vegna framkvæmda Þórarinn Eyfjörð Ljósmynd/Kristinn Atlason Fjöll Útivistarfólk í jökulhelli. Í ferðaáætlun kennir ýmissa grasa og leiðangrarnir eru fyrir byrjendur sem aðra. Í dag, fimmtudag, verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Drátturinn fer fram í húsnæði Stangveiðifélags Reykjavíkur á Raf- stöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega kl. 17.30. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram, segir í frétt frá fé- laginu. Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir eru hátt í eitt þús- und. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og við útdrátt hreindýraveiðileyfa. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í. Flestir sóttu um að veiða fyrir hádegi í vikunni 12.-18. júlí. Dregið um veiðileyfi í Elliðaánum í beinni Unnur Brá Kon- ráðsdóttir alþing- ismaður hefur verið kjörin for- maður þing- mannanefndar Hoyvíkursamn- ingsins. Brandur Sandoy þingmað- ur á færeyska Lögþinginu hef- ur verið kjörinn varaformaður nefndarinnar. Á fundinum var möguleg þátt- taka Grænlands í Hoyvíkursamn- ingnum rædd og var ákveðið að kanna kosti þess og galla frekar. Málið verður tekið upp að nýju á fundi nefndarinnar sem haldin verð- ur í september síðar á þessu ári, seg- ir í tilkynningu. Stofnað var til þingnefndar Hoy- víkusamningsins árið 2011. Alþingi Íslands og Lögþing Færeyja tilnefna hvort um sig sex þingmenn í nefnd- ina. Landsþing Grænlands tilnefnir sex þingmenn sem eru áheyrna- fulltrúar í nefndinni með málfrelsi. Ísland og Færeyjar samþykktu Hoyvíkursamninginn árið 2006. Samningurinn tryggir að sam- kvæmt meginreglu sé frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki á milli landanna. Auk þess tryggir samningurinn ýmiss konar samstarf landanna, svo sem á sviði menntunar, rannsókna og menningar. Þátttaka Grænlendinga tekin til skoðunar Unnur Brá Konráðsdóttir STUTT Tvær gönguleiðir á sunnanverðu hálendinu njóta mikilla vin- sælda; það er Laugavegurinn og svonefndur Strútsstígur. Sú síðarnefnd er frá Hólaskjóli á Nyrðra-Fjallabaki og norðan Mýr- dalsjökuls í Hvanngil á Rangárvallaafrétti. Það var Útivistarfólk sem opnaði þessa leið á sínum tíma og það nam einnig land á Skaftártunguafrétti á leiðinni Sveinstindur – Skælingar. „Útivist opnaði þessi svæði í lok 10. áratugarins með því að gera upp gömul gangnamannahús og reisa nýja skála sem mæta þörfum gönguhópa. Þessar leiðir þjóna bæði því hlutverki að kynna fyrir útivistarfólki ný og spennandi svæði. Eitt af því sem við útivistarfólk verðum að fara að huga að er hæfileg dreifing ferðamanna um viðkvæmt hálendi. Þessar leiðir koma mjög sterkt þar inn enda algjör gullkorn. Einstaklega góðir og spenn- andi valkostir,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Hæfileg dreifing fólks um viðkvæmt svæði STRÚTSSTÍGUR OG SKÆLINGAR VINSÆLAR SLÓÐIR MEÐAL ÚTIVISTARFÓLKS Strútsskáli Göngugarpar á góðum degi. F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.