Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 45

Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 45
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA AF GARDÍNUEFNUM Á ÚTSÖLU OG ELDHÚSKÖPPUM PÚÐAVER ÁTILBOÐI 2.000 kr. stykkið Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Borgið 2 fáið 3 Kosið verður til sveitarstjórna um land allt eftir fjóra mánuði. Enn er margt óljóst um framboð einstakra manna og flokka, stefnumál og átakalínur. Ljóst er þó að víða verða miklar breytingar á samsetningu sveitarstjórna landsins. Skoðanakannanir benda til þess að meirihlutar í nokkrum stærstu sveitarfélögunum séu fallnir. Nýtt fólk sest þá í valdastóla. Ný framboð, einkum Björt framtíð og Píratar, virðast eiga hljómgrunn og stefnir í að þau eignist sína fyrstu sveit- arstjórnarmenn. Jón Gnarr hættir í vor og ólíklegt er að borgarbúar eignist að nýju jafn litríkan og óvenjulegan borgarstjóra. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR inn fengi aðeins einn bæjarfulltrúa kjörinn en hefur nú sex eftir glæsi- legan og óvæntan stórsigur í kosn- ingunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í bænum en þó aðeins með þrjá fulltrúa. Hann á einn fulltrúa í núverandi bæjarstjórn og hefur sá ákveðið að draga sig í hlé. Fyrir kosningarnar 2010 var Sjálfstæð- isflokkurinn með fjóra fulltrúa í bæj- arstjórninni. Meirihluti í Árborg fallinn Sjálfstæðisflokkurinn náði hrein- um meirihluta í bæjarstjórn Árborg- ar í kosningunum 2010. Hann fellur í vor samkvæmt könnun sem Morg- unblaðið birti 26. nóvember. Fengi flokkurinn fjóra fulltrúa í stað þeirra fimm sem hann hefur. Eyþór Arn- alds hefur verið oddviti sjálfstæð- ismanna á kjörtímabilinu, en hann verður ekki í framboði í vor. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hefur lýst yfir áhuga á því að taka sæti Eyþórs á framboðslistanum. Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni í Árborg og Björt framtíð næði inn fulltrúa á kostnað Samfylk- ingarinnar. Óvissa í Kópavogi Í Kópavogi heldur meirihlutinn í bæjarstjórn velli samkvæmt könnun sem Morgunblaðið birti í lok nóv- ember. Einn flokkanna, Y-listi Kópavogsbúa, þurrkast að vísu út en á móti vegur að Sjálfstæðisflokk- urinn bætir við sig manni. En þrátt fyrir að þetta yrðu úrslit- in ríkir óvissa um framtíð meirihlut- ans. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi framsóknarmanna til margra ára verður ekki í framboði. Uppá- komurnar í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi að undanförnu þykja hafa veikt hann sem samstarfskost. Þá er og óljóst hvort Ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri heldur oddvitasætinu. Öflugur frambjóðandi, Margrét Friðriksdóttir skólameistari, sækist einnig eftir því að leiða listann. Nokkur þekktustu andlitin í bæjarstjórn Kópavogs kveðja í vor. Auk Ómars hætta Gunnar I. Birg- isson og Samfylkingarfulltrúarnir Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson. Halda höfuðvígjum Kannanir benda til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í tveimur stórum sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu, í Garðabæ og Mosfellsbæ. Einnig er hann talinn öruggur með meirihluta á Seltjarnarnesi. Samkvæmt könnun sem Morgunblaðið birti 29. nóv- ember fengi flokkurinn níu af ellefu bæjarfulltrúum í Garðabæ. Í Mos- fellsbæ fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex fulltrúa og gæti myndað meiri- hluta einn samkvæmt könnun bæj- arblaðsins Mosfellings í desember. Hann er nú í samstarfi við VG. Í Reykjanesbæ héldi Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta sínum sam- kvæmt könnun 30. nóvember, en missti einn fulltrúa og væri ekki lengur með meirihluta kjósenda á bak við sig. Árni Sigfúson er sem fyrr sterkur í sessi sem foringi listans. Tvö ný framboð, Björt fram- tíð og Píratar, fengju hvor sinn fulltrúann í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar. Morgunblaðið/Ómar Mosfellsbær Sjálfstæðismenn hafa byr í seglin og líklegt að þeir stjórni bæjarfélaginu áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.