Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ættingjar og tengdafólk nokkurra af æðstu ráðamönnum Kína, þeirra á meðal Xi Jinping forseta, hafa notað aflandsfélög í skattaskjólum til að fela auð sinn, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) birtu í gær. Niðurstöðurnar byggjast á upplýs- ingum í 2,5 milljónum skjala sem lekið var í samtökin. Aflandsfélögin geta verið lögleg og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ráða- mennirnir viti af eignum ættingja sinna og tengdafólks í skattaskjólum. Aflandseignirnar vekja hins vegar spurningar um mögulega hagsmuna- árekstra og hvort ættingjar og tengdafólk ráðamannanna noti áhrif sín til að skara eld að sinni köku. Segir rökin ósannfærandi Sama dag og niðurstöður rann- sóknarinnar voru birtar hófust réttar- höld í máli kínverska lögfræðingsins Xu Zhiyong sem var ákærður fyrir þátttöku í mótmælum gegn spillingu. Xu hafði m.a. krafist þess að upplýs- ingar um eignir kínverskra ráða- manna og skyldmenna þeirra yrðu gerðar opinberar. Í rannsóknarskýrslu ICIJ kemur fram að nær 22.000 íbúar meginlands Kína og Hong Kong eiga af- landsfélög. Á meðal þeirra eru mágur Xi Jinping forseta, sonur og tengda- sonur Wen Jiabao, fyrrverandi for- sætisráðherra, tengdasonur Deng heitins Xiaoping, fyrrverandi leiðtoga Kína, og dóttir Li Peng, fyrrverandi forsætisráðherra. Um 90% þeirra sem nota skatta- skjólin stofnuðu aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjum, oft með að- stoð vestrænna fyrirtækja á borð við UBS og PricewaterhouseCoopers, að sögn rannsóknarmannanna. Sjö af hundraði Kínverjanna eiga af- landsfélög á Samóaeyjum og þrjú prósent í öðrum skattaskjólum. Deng Jiagui, mágur Xi Jinping for- seta, á aflandsfélög á Jómfrúaeyjum. Deng kvæntist systur forsetans árið 1996 og hefur auðgast á byggingu og sölu fasteigna og fjárfestingum. Að sögn ICIJ á Deng m.a. 50% hlut í fé- laginu Excellent Effort Property De- velopment á Bresku Jómfrúaeyjum. Alþjóðasamtökin hafa eftir Minxin Pei, prófessor í stjórnmálafræði við Claremont McKenna-háskóla í Kali- forníu, að þótt það væri „strangt til tekið ekki ólöglegt“ að eiga slík af- landsfélög þá tengist þau oft „hags- munaárekstrum og dulinni notkun á pólitískum völdum“. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að rök rann- sóknarmannanna væru ósannfærandi og vektu spurningar um hvort annar- legar hvatir lægju að baki rannsókn- inni. Sögð hafa safnað miklum auði The New York Times skýrði frá því árið 2012 að fjölskylda Wen Jiabao, þáverandi forsætisráðherra Kína, hefði auðgast gríðarlega á valdatíma hans. Fjárfestingar fjölskyldunnar voru metnar á jafnvirði 350 milljarða króna. Kínversk stjórnvöld sögðu að enginn fótur væri fyrir fréttinni og lýstu henni sem tilraun til að valda kínversku stjórninni álitshnekki. The New York Times sagði í nóv- ember að bandaríski bankinn JPMorgan hefði ráðið dóttur Wen sem ráðgjafa og blaðið sagði það lið í viðleitni bankans til að auka umsvif sín í Kína með því að ráða ættingja og tengdafólk kínverskra ráðamanna. Blaðið sagði að bankinn hefði greitt aflandsfélaginu Fullmark Consult- ants 1,8 milljónir dollara (jafnvirði 209 milljóna króna) fyrir ráðgjöfina. Gögn ICIJ benda til þess að tengda- sonur forsætisráðherrans fyrrver- andi hafi stofnað félagið á Bresku Jómfrúaeyjum árið 2004 og hann hafi verið eini skráði eigandi þess til ársins 2006. Sögð fela auð í skatta- skjólum  Aflandseignir ættingja og tengda- fólks ráðamanna í Kína afhjúpaðar EPA Andóf Stuðningsmenn Xu Zhiyong mótmæla réttarhöldum yfir honum í Peking. Xu var ákærður fyrir að taka þátt í mótmælum gegn spillingu. Li Xiaolin dóttir Zhang Xin meðstofnandi byggingarfyrirtækisins SOHO China Pony Ma meðstofnandi netrisans Tencent Zhang Zhidong meðstofnandi Tencent Yang Huiyan auðugasta konan í Kína Li Peng fyrrv. forsætisráðherra Hong Kong Eignir Kínverja í skattaskjólum rannsakaðar Heimild: ICIJ/Offshore Leaks Database ICIJ byggir þetta á upplýsingum í 2,5 milljónum skjala sem lekið var í samtökin Ættingjar æðstu ráðamanna Kína og auðugustu menn landsins hafa notað skattaskjól í öðrum löndum til að fela auð sinn, að sögn Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ Skattaskjól sem Kínverjar nota: Á meðal þeirra sem eiga eignir í skattaskjólum: Ekki hafa komið fram neinar upplýsingar um að ráðamennirnir viti um þessar eignir ættingja sinna Nær 22.000 manns á meginlandi Kína og í Hong Kong og 16.000 Taívanar eiga aflandseignir Deng Jiagui mágur Ættingjar æðstu ráðamanna Liu Chunhang tengdasonur Wen Yunsong sonur Hu Yishi frændi Wu Jianchang tengdasonur Xi Jinping forseti Wen Jiabao fyrrv. forsætisráðherra Nokkrir af auðugustu mönnum Kína Hu Jintao fyrrverandi forseti Deng Xiaoping fyrrv. leiðtogi, lést 1997 Taívan Kína Aflands- félög 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 Bresku- Jómfrúr- eyjar Samóa- eyjar Önnur Réttarhöld hófust í gær í máli kín- verska lögfræðingsins Xu Zhiyong sem var saksóttur fyrir að taka þátt í mótmælum gegn spillingu. Saksóknarar kröfðust þess að Xu fengi hámarksrefsingu og yrði dæmdur í fimm ára fangelsi. Verjandi Xu Zhiyong sagði að hann hefði neitað að svara spurn- ingum dómara og saksóknara. „Þeir reyndu í tíu mínútur að fá hann til að tala,“ hafði fréttaveit- an AFP eftir verjandanum. „Hann sagði ekki orð allt réttarhaldið.“ Xu hefur bar- ist fyrir mann- réttindum í Kína, m.a. réttindum fanga sem hafa verið dæmdir til dauða. Minnst fimm aðrir verða dregnir fyrir rétt í vikunni fyrir að taka þátt í mót- mælunum. Talið er nánast öruggt að þeir verði sakfelldir og dæmdir í fangelsi. Á 5 ára fangelsi yfir höfði sér SAKSÓTTUR FYRIR AÐ MÓTMÆLA SPILLINGU Xu Zhiyong Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is m ag gi @ 12 og 3. is 21 .8 51 /0 1. 13 m ag gi @ 12 og 3 is 21 85 1/ 01 13 Flokkunarílát til notkunar innan húss FLOKKUNARBARIR Eitt hólf 20 l. 2 x 11 l. 3 x 11 l. 1 x 8 l. karfaTvistur (á sleða) Þristur (á sleða) Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm. 2 x 40 l. á vagni 2 x 90 l. á vagni Ás (á sleða)2 x 60 l. á vagni 2 x 10 l. + karfa. Mál: 25 x 38/35 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 38 x 66/66 cm. Allar upplýsingar í síma 535 2510 Mál: 31 x 46/36 cm. Mál: 31 x 46/36 cm. Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm. Mál: 25 x 31/44 cm. Mál: 25 x 47/44 cm. Fyrir lífræna söfnun. Mál: 18 x 22/22.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.