Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 51

Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Skaflaspjall Þessi krummi og mávurinn félagi hans sátu að spjalli í gær við Reykjavíkurhöfn, kannski veltu þeir fyrir sér hvort skaflinn næði að bráðna fyrir næsta hret eða hvar æti væri að fá. RAX Það er afar ánægju- legt að þrátt fyrir mikið aðhald í ríkisrekstr- inum hafi tekist að ganga strax í það brýna verkefni að efla lög- gæsluna í landinu. Nú- verandi ríkisstjórn lagði áherslu á það í stjórnarsáttmálanum að forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar. Ákveðið var að verja 500 milljónum í eflingu lögreglunnar og er það fjár- magn varanlegt. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra skipaði sl. haust þverpólitískan starfshóp til að meta hvernig best væri að út- deila fjármagni þessu. Skipaði hún undirrit- aðan sem formann nefndarinnar og var það mér mikill heiður að fá að fara fyrir þessum hópi, sem samanstóð af öflugu fólki úr öllum flokkum. Hópurinn lagði áherslu á að efla löggæslu á landsbyggð- inni þar sem þörfin var hvað brýnust. Þá var sérstaklega horft til þess að lögreglan gæti betur sinnt af- brotavörnum og tryggt öryggi íbúa og þeirra sem sinna löggæslumálum. Nefndin byggði á forgangsröðun nefndar sem starfaði á síðasta kjör- tímabili og skilaði drögum að lög- gæsluáætlun, en um hana ríkti þver- pólitísk sátt. Tillögur okkar snúa að fjórum þáttum. Í fyrsta lagi fjölgun lögreglumanna; í öðru lagi auknum akstri ökutækja lögreglu; í þriðja lagi búnaði og þjálfun og í fjórða mann- auðsmálum. Lögreglumönnum mun fjölga um 44 til viðbótar við þá 10 lög- reglumenn sem gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. En þeim er ætl- að að hafa eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og rannsóknum á kynferðisbrotum hins vegar. Þótti okkur rökrétt að leggja áherslu á að fjölga lögreglumönnum á þeim svæðum þar sem lengst er að sækja frekari aðstoð í neyð. Við þá vinnu höfðum við til hliðsjónar fækk- un stöðugilda í umdæmum, en fengn- ar voru tillögur frá hverjum lög- reglustjóra fyrir sig. Nauðsynlegt var að auka fjárveitingar sem varið er í akstur ökutækja lögreglu gagngert til að auka sýnilegt eftirlit á þjóð- vegum landsins. Þetta var gert til stemma stigu við hraðakstri, ölvunar- akstri og umferðaróhöppum. Enn fremur var ákveðið að viðbragðsgeta lögreglunnar yrði styrkt með aukinni þjálfun lögreglumanna og kaupum á nauðsynlegum búnaði. Undanfarið hefur veikindahlutfall lögreglumanna aukist samhliða auknu álagi. Reynt er að bregðast við þeirri þróun með því að ráðstafa frekari fjármunum í mannauðsmál innan lögreglunnar. Innanríkisráðherra hefur sam- þykkt tillögurnar og þær verið kynnt- ar. Nú verður hafist handa við að koma þeim í framkvæmd í samvinnu við lögregluembættin. Áhrifa þeirra ætti að gæta innan fárra mánaða. Ör- yggi okkar sem og gesta verður betur tryggt eftir þetta jákvæða skref í lög- gæslumálum. Ljóst er að þetta er að- eins fyrsta skrefið í eflingu lögregl- unnar. Enn má gera betur til að efla lögregluna og að því munum við áfram vinna í sameiningu inni á Al- þingi. Lifið heil. Eftir Vilhjálm Árnason »Hópurinn lagði áherslu á að efla lög- gæslu á landsbyggðinni þar sem þörfin var hvað brýnust. Vilhjálmur Árnason Höfundur er þingmaður. 500 milljónum varið í eflingu lögreglunnar Áratuga gamlar hugmyndir um þverun Skerjafjarðar með brú frá Suðurgötu yfir á Álftanes og vegalagn- ingu meðfram norður- strönd Álftaness, hafa verið endurvaktar í tengslum við borgar- stjórnarkosningar í vor. Þessar hugmyndir fengu mikinn byr í valdatíð R-listans í borginni vegna óraunsærra hugmynda vinstri manna um ofurþéttingu byggðar í miðborginni, ásamt byggð í stað flugvallar í Vatnsmýri með tilheyr- andi umferðaröngþveiti. Vinstri menn og sumir sjálfstæð- ismenn hafa rætt um landfyllingar víða í vesturborginni á und- anförnum árum, ásamt fyrirhugaðri gerð mikilla undirganga um mið- borgina. Í stuttu máli sagt eru þess- ar hugmyndir ýmist óraunhæfar frá um- ferðarsjónarmiðum eða óæskilegar frá um- hverfis- og náttúru- verndarsjónarmiðum. Skerjafjörðurinn er náttúruperla Eins og Seltirn- ingar, Reykvíkingar, Kópavogsbúar, Garðbæingar og Álft- nesingar þekkja, er meira eða minna ósnortin strandlengja meðfram Skerjafirðinum í þessum sveitar- félögum. Fagurt er strandríkið, þegar gengið er frá Seltjarnarnesi inn með Nauthólsvíkinni, en enn fegurri eru norðurstrendur Álfta- ness. Sannkallaður unaðsreitur og fuglaparadís og ósnortið Gálga- hraunið í grennd. Rétt er að benda á, að vegarlagning meðfram norður- strönd Álftaness felur í sér hrikaleg og margfalt meiri náttúruspjöll en vegarlagning milli hraunanna norð- an Prýðishverfis í Garðabæ, Garða- hrauns og Gálgahrauns. Vegarlagn- ing milli þessara tveggja hrauna skerðir útivistarsvæði norðan Prýð- ishverfis og mun valda hávaðameng- un fyrir íbúana. En að bera þá umhverfisröskun saman við vegar- lagningu meðfram norðurströnd nessins er út í hött. Því vil ég hvetja alla náttúruverndarsinna, þ. á m. Hraunavini sem og allan almenning, til að beita sér af alefli gegn vegar- lagningu um Álftanes yfir Skerja- fjörðinn. Til þess að hægt sé að forð- ast það umhverfisslys er nauðsynlegt að hverfa frá ofur- byggðarþéttingarstefnu og flugvall- arandstöðu núverandi borgarstjórn- armeirihluta í Reykjavík. Göngustígur frá Bessa- staðanesi til Seltjarnarness? Líklega er draumurinn um sam- felldan göngustíg meðfram fjöru- borði Skerjafjarðar frá Seltjarnar- nesi til Bessastaðaness ekki raun- hæfur. Auðvelt væri að leggja slíkan göngustig frá Bessastaðanesi að Sjálandshverfi, sem myndi auka að- gengi almennings að þeirri náttúru- paradís sem Álftanesfjörur eru, og efla vitund hans um verðmæti þeirra. Við Löngulínu í Garðabæ er blokkabyggð á landfyllingum, en þaðan er auðvelt að leggja stíg að suðurströnd Arnarness. Ekki er hægt að leggja stíg meðfram norð- urströnd Arnarness, þar sem byggðin nær niður að fjöruborði. Göngustígar eru að sunnan- og norðanverðu á Kársnesinu í Kópa- vogi, en landfyllingar og iðnaðar- svæði hindra gerð samfelldra göngustíga meðfram sjónum. Ég tel, að með hugvitssemi megi tengja þessa stíga eða gönguleiðir þannig, að náttúruunnendur á höfuðborg- arsvæðinu geti varið fögrum sól- skinsdegi til að ganga meðfram Skerjafirðinum og einsett sér að vernda þá náttúru, sem þeir munu þá kynnast! Við þekkjum flest göngustíginn frá Ægisíðu til Heið- merkur um Elliðaárdalinn og við þekkjum Vatnsmýrina, lífríki tjarn- arinnar og flugvöllinn. Verndun þessara svæða helst í hendur við verndun Skerjafjarðarins og al- mannahagsmuni. Það sama á við um norðurströnd Álftaness. Síðast en ekki síst, þá er ósnortin fjara með gönguleiðum við Leirvoginn til fyr- irmyndar í þessum efnum. Þar hef- ur ríkt sú framsýni, sem núverandi borgaryfirvöld í Reykjavík skortir svo átakanlega. Eftir Ólaf F. Magnússon » ... eru þessar hug- myndir ýmist óraun- hæfar frá umferðarsjón- armiðum eða óæski- legar frá umhverfis- og náttúruverndarsjónar- miðum. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgar- stjóri. Verndum Skerjafjörðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.