Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 52
Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík - Sími 577 6500 - Fax 577 6505
Geymslubox Ýmsarstærðirog gerðir
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Svona hljóðar 65. grein Stjórnar-
skrár Íslands: „Allir skulu vera jafn-
ir fyrir lögum og njóta mannrétt-
inda án tillits til kynferðis, trúar-
bragða, skoðana, þjóðernisuppruna,
kynþáttar, litarháttar, efnahags,
ætternis og stöðu að öðru leyti. Kon-
ur og karlar skulu njóta jafns réttar
í hvívetna.“
Samkvæmt þessari stjórnar-
skrárgrein er ljóst að ekki má mis-
muna fólki á grundvelli kynferðis.
Þetta þýðir að ekki megi gera betur
við annað kynið en hitt á grundvelli
einhverrar lagasetn-
ingar og lagasetning
má ekki hafa í för
með sér mismunun á
milli kynja á vegum
þeirra sem sýsla með
hag fólks.
Það er algjörlega
ómögulegt að hægt sé
að setja á einhverja
kynjakvóta, þar sem
tryggt er að útkoma
kynjanna samkvæmt
einhverjum mæli-
kvarða verði á ákveð-
inn hátt, án þess að þar með sé beitt
mismunun á grundvelli kyns. Ef
engin slík mismunun færi fram þýð-
ir það að útkoma kynjanna væri ná-
kvæmlega eins án kynjakvótans og
með kynjakvótanum, og væri þá til-
gangslaust að beita kynjakvóta.
Það er enginn vandi fyrir dómara
að skera úr um hvar mismunun af
þessu tagi hefur verið beitt vegna
lagasetningar. Hann þarf aðeins að
ákvarða hvaða athafnir hafa átt sér
stað vegna hinnar mismununarvald-
andi löggjafar (t.d. einstaklingur A
var skipaður í einhverja stöðu
vegna löggjafarinnar) og krefjast
þess að ákvarðanaferlið sé endur-
tekið án slíkrar mismununar.
Hins vegar verða menn að gera
sér grein fyrir að mismunur er ekki
alltaf rekjanlegur til mismununar.
T.d. er mismunur á fjölda kvenna
og karla sem sitja í stjórnum fyrir-
tækja sennilega ekki vegna mis-
mununar (þótt enginn geti vitað
slíkt með vissu án þess að skoða í
smáatriðum sérhverja einstaka
skipun í stjórn fyrirtækja). Hann
byggist á því að þegar menn skipa í
stjórn fyrirtækja vilja menn forðast
að velja einstaklinga sem eru
hættulega heimskir, eða fljótfærir,
hættulega siðblindir og óheiðarlegir
eða sýnt er að ekki sé hægt að
treysta þeim. Að auki vilja menn
helst ekki hvatyrta, eða hvassyrta
svo ekki sé talað um ógæfumenn,
inn á stjórnarfundi þar sem örlög og
gæfa fyrirtækja er ákveðin. Ýmsir
ótaldir eiginleikar svo sem skraf-
girni bætast við þessa upptalningu
og getur það verið misjafnt eftir því
hver er að skipa stjórnarmenn.
Fólk er því gjarnt á að velja ein-
hverjar persónur sem það þekkir og
þekkir þannig að það beri eitthvert
traust til þeirra. Úr leik dæmast all-
ir þeir sem fólk þekkir
lítið eða ekki. Ekkert
bendir til þess að mis-
munun á grundvelli
kyns leiki þarna hlut-
verk, þótt líklegt sé að
fólk sem ræður í fyrir-
tækjastjórnir þekki al-
mennt betur til hegð-
unar og fortíðar ýmissa
karlmanna þegar kem-
ur að rekstri og við-
skiptum stofnana og
fyrirtækja.
Sú hugmynd að leiðrétta ein-
hverja ímyndaða kynjamismunun
með kynjakvóta er því ekki bara yf-
irgengilega heimskuleg (ætla mætti
að hún sé upprunnin hjá örvitadeild
femínista) og þar að auki hugsan-
lega hættuleg farsælum fyrirtækja-
rekstri í landinu. Það sem er miklu
alvarlegra er að hún er beint og
augljóst brot á Stjórnarskrá Ís-
lands. Fjöldi málaferla mun því lík-
legast hljótast af kynjakvótanum.
Það eitt og án frekari rökstuðnings
ætti að nægja til að vísa kynjakvót-
um út í hafsauga.
En ennþá hættulegri og skaðlegri
framtíðargjafir bíða okkar frá ör-
vitadeild femínista. Þeir vilja leið-
rétta útkomu kosninga hvað kynja-
fjölda varðar á Alþingi og í ríkis-
stjórn með öllum tiltækum og
ótiltækum ráðum. Stjórnarskrá,
mannréttindi og lýðræði er þar eng-
in fyrirstaða. Þeir vilja því afnema
lýðræði og meirihlutakosningar og
helst með því að fjölga meðlimum
frá örvitadeild femínista á Alþingi
og í ríkisstjórn.
Reynsla okkar af kynjafasisma
þeirra er ekki slík, að þetta geti tal-
ist björt framtíðarsýn. Þótt sjálfur
sé ég ekki í aðdáunarhópi flestra
þeirra karlmanna sem á þingi sitja,
og sé alveg til í að skipta þeim út
fyrir greindar, hófsamar og víðsýn-
ar konur, þá er ég ófús að setja hér
upp einhver konar „bimbocracy tal-
ibanskra femínista“.
Kynjakvótar brjóta
stjórnarskrána
Eftir Árna Thoroddsen
» Það er algjörlega
ómögulegt að hægt
sé að setja á einhverja
kynjakvóta.
Árni Thoroddsen
Höfundur er kerfishönnuður.
Þið skiluðuð góðu
búi, þið segið það
sjálf, en við, vinnufólk-
ið á góða býlinu, höfð-
um þann lúxus einan
að horfa á ykkur, fína
fólkið í þinginu, gegn
um sjónvarpið og
hlusta á ykkur, stjórn-
vitringana, ausa af
viskubrunni skynsem-
innar. Og þá vaknar
spurningin: „Hvers vegna fyrirlítið
þið okkur svona ?“
Nú, þegar við, sem lækkuðum í
launum um helming eða jafnvel
misstum vinnuna alveg ásamt því
að sjá skuldir okkar vaxa yfir höf-
uð, og skattana hækka upp fyrir
eyru, sjáum vonarneista kvikna í
myrkrinu, einhvern sem vill bæta
okkur að einhverju leyti þau áföll,
sem við urðum fyrir, þá tryllist þú
og þínir flokksfélagar og rifnið
hreinlega á límingunum. „Þykjast
niðursetningarnir eiga einhvern
rétt hér á Góða búinu?“ Það vantar
ekki rökin hjá ykkur gegn þessari
ósvinnu. „Þetta fólk fer á eyðslu-
fyllerí og verðbólgan gleypir okkur,
við verðum að hafa vit fyrir þessum
lýð sem kann ekkert með peninga
að fara.“
Þið, sem allt vissuð, fenguð tvö
ár til að búa samfélagið undir
kreppuna, þið sögðuð að þetta yrði
mjúk lending og séð yrði fyrir öllu.
Síðan fenguð þið fjögur ár til
enduruppbyggingar eftir mjúku
lendinguna, þið fenguð að velja
ykkur samstarfsflokk og voruð var-
in falli, gegn þremur loforðum –
sem að sjálfsögðu voru svikin – og
síðan fenguð þið fullt umboð í kosn-
ingunum. Þá fengum við orðið að
ofan, sem minnti á borðbæn ráðs-
mannsins á munaðarleysingjahæl-
inu hans Olivers Twist; „Það sem
þið nú takið á móti, megi Guð gefa
að þið verðið umvafin þakklæti.“
Já, við fengum það og ekki smátt
skammtað. Ó, hvað við
fengum það! Og við
fengum þrjá skriflega
samninga um kjara-
bætur fyrir milligöngu
ASÍ og þið svikuð þá
alla líka, þau einu sem
fengu eitthvað í malla-
kútinn sinn voru litlu
svöngu börnin í Bruss-
el, að ógleymdum ríf-
lega björguðum bönk-
um og sparisjóðum.
Helstu rök ykkar
gegn leiðréttingu á
skuldum heimilanna, sem þið höfð-
uð engan áhuga á þegar þið voruð í
stjórn, eru þau að ef ekki fái allir
skuldaleiðréttingu, þá megi enginn
fá. Við þessum rökum vil ég segja
það, að þegar góður vinur minn
datt á hausinn um daginn, þá ók ég
honum á slysavarðstofuna. Þar
setti hjúkrunarkonan á hann plást-
ur og kyssti hann á illtið. Ég fékk
engan plástur og því síður koss og
það eina sem ég fékk, var stöðu-
mælasekt, því eins og Dagur B.
segir: „Enginn má fara á slysavarð-
stofuna, án þess að fá stöðumæla-
sekt.“ Samt var ég glaður yfir því
að vinur minn fengi bót sinna
meina.
Góða búið ykkar er undarleg
samsetning gjaldþrota heilbrigðis-
kerfis, ólæsra unglinga, láglauna-
fólks, glæsilegra bankastofnana,
sem þið standið svo dyggilega vörð
um, og örvasa gamalmenna bund-
inna á klafa skulda, eða bara í rúm-
in sín.
Hvers vegna lítið þið svona niður
á okkur?
Fyrirspurn
til formanns
Samfylkingarinnar
Eftir Kristján
Hall
» Þykjast niður-
setningarnir eiga
einhvern rétt hér
á Góða búinu?
Kristján Hall
Höfundur er atvinnulaus eftir-
launaþegi.
Kæra heilbrigðis-
kerfi. Ég trúi því varla
að þú sért fallið frá. Í
raun er þó ekki hægt
að segja það, þú ert
eiginlega í dauðadái,
viðhaldið af vægum til-
raunum til að halda þér
gangandi. Gerðar eru
tilraunir með smá-
skammtameðölum sem
duga skammt og koma
of seint. Tilraunum
sem þú mátt ekki við. Ég man þegar
við rugluðum saman reytum okkar,
hvað ég var vongóð, hvað þú varst
aðdáunarverður máttarstólpi og fyr-
irmynd. Ég var svo stolt af því að
vera meðlimur þinn, að fá að vera
hluti af hjarta þínu, sem við starfs-
fólk þitt erum. Þú varst svo sterkt
og lifandi þrátt fyrir stöðugt litla
næringu og alúð. Þú varst sko að
nálgast það að vera fremst meðal
jafningja á svo mörgum sviðum, eins
og ég segi, þrátt fyrir allt. Ég upp-
lifði mig örugga í návist þinni og það
var gaman að vera til. Í kjölfar veik-
inda systur þinnar, fjármálakerfis-
ins, sem bæði voru af
andlegum og líkam-
legum toga, þá varð
strax ljóst að þú mynd-
ir þurfa að líða fyrir
þau veikindi. Þó að
okkur, hjarta þínu,
hefði aldrei dottið í hug
að fjarlægja líffæri úr
veikburða einstaklingi
þá þótti þeim er stjórn-
uðu þér það ekkert til-
tökumál. Þetta var víst
nauðsynlegt. Við mót-
mæltum og létum þá
vita að þetta væri röng
stefna að taka í meðhöndlun þinni og
ekki var víst að fórnarkostnaðurinn
við að reyna að bjarga systur þinni
væri forsvaranlegur. Þetta hefur
satt að segja verið eins og að horfa á
hægfara flugslys. Eftir röð niður-
skurða, þar sem snitti af þér hér og
þar hafa verið skorin af, stundum
smátt og smátt en stundum stórir
mikilvægir þættir í þinni tilvist, hef-
ur þú nú fallið. Þú ert ekki lengur á
góðri leið eða orðið fremst meðal
jafningja. Þú hefur bæði stór-
skaddað hjarta og heili þinn hefur
gjörsamlega aftengst restinni af lík-
amanum. Heilmikið af hjarta þínu
hefur flúið þig. Við höfum hreinlega
ekki verið metin að verðleikum, álag
á okkur hefur sífellt aukist og eins
og við vitum þá starfar slíkt hjarta
ekki ýkja vel og gefst upp að lokum.
En það er eins og heili þinn skilji
ekki að án hjartans lifir hann ekki né
restin af kerfinu. Hjartað heldur
þessu öllu saman gangandi. Nú er sú
tíð að líða. Nú erum við starfsfólk
þitt, hjarta þitt, hætt að vera með-
virk. Við höfum sjálfsvirðingu og
getum ekki meir. Hvíl í friði, ef þú
getur, við erum að pæla í að sækja
um hjá systur þinni, þar fær svona
hjartans fólk bónusa og jólagjafir í
verðlaun fyrir álagsstundir.
Deyr fé, deyja frændur, deyr fólk
… eða eitthvað þannig.
Blessuð sé minning íslenska heil-
brigðiskerfisins.
Minningargrein um íslenska
heilbrigðiskerfið
Eftir Guðrúnu Ösp
Theodórsdóttur » Gerðar eru
tilraunir með
smáskammtameðölum
sem duga skammt
og koma of seint.
Guðrún Ösp
Theodórsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.