Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Fyrir um þremur áratugum var tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi slík að helst mátti líkja við faraldur. Heilbrigðisyfirvöld, hér á landi sem víðar, sammæltust um að for- varna væri þörf gegn þessum vágesti sem lagði alltof marga að velli á besta aldri. Framingham-hóprannsóknin í Bandaríkjunum og Hjartavernd- arrannsóknin á Íslandi höfðu þá leitt í ljós helstu áhættuþætti krans- æðasjúkdóma, svo sem reykingar, háþrýsting og hækkað kólesteról í blóði. Eitt af mörgum mikilvægum atriðum í forvörnum heilbrigðisyf- irvalda á Íslandi voru því ráðlegg- ingar um mataræði til að lækka kól- esteról í blóði Íslendinga, sem var mjög hátt, að meðaltali 6,5-7,0 mmol/l, samkvæmt mælingum Hjartaverndar. Sú niðurstaða kom ekki beinlínis á óvart þar sem rann- sóknir þess tíma höfðu sýnt að neysla á mettaðri fitu hækkaði kólesteról í blóði og íslenskt mataræði einkennd- ist einmitt af óvenjumikilli neyslu á mettaðri fitu. Á þessum tíma var ný- mjólkurneysla Íslendinga ein sú allra mesta í Evrópu, en léttmjólk stóð Ís- lendingum alls ekki til boða á þessum tíma. Þessi staðreynd, ásamt al- mennri notkun á hörðu smjörlíki við matargerð, bakstur og matvælafram- leiðslu, átti stóran þátt í að mettaða, harða fitan var svo fyrirferðarmikil í íslensku fæði, svo ekki sé minnst á allt kexið og sætabrauðið sem sann- arlega lagði einnig sitt af mörkum til fituneyslunnar. Ráðleggingar Manneldisráðs Manneldisráð Íslands birti því ráð- leggingar á þessum tíma þar sem megináhersla var lögð á að minnka mettaða fitu í fæðinu og auka hlut grænmetis og ávaxta. Hvatt var til þess að velja fituminni mjólkurvörur í stað þeirra feitu og nota olíu í mat- argerð í staðinn fyrir hart smjörlíki eða smjör. Almenningur og mat- vælaframleiðendur brugðust við og mataræðið færðist í hollustuátt. Létt- mjólk kom á markaðinn árið 1982 og í kjölfarið birtist fjöldi annarra fitu- minni mjólkurvara. Notkun á jurta- olíum við matargerð varð almenn að hætti Miðjarðarhafslanda þar sem kransæðasjúkdómar voru fátíðari, en notkun á hörðu smjörlíki og smjöri minnkaði stórum. Jafnframt jókst neysla á grænmeti og ávöxtum, og þar átti lækkun og loks afnám tolla og aðflutningsgjalda drjúgan þátt. Harða transfitan í fæðu minnkaði jafnframt þegar skaðsemi hennar varð frekar ljós, ekki síst vegna minni neyslu á hörðu smjörlíki, uns böndum var loks komið á transfitu með nýleg- um lögum af Alþingi. Þessar miklu breytingar á fæðuvali og framleiðslu urðu til þess að neysla Íslendinga á mettaðri fitu hefur minnkað um meira en fjórðung frá árinu 1990, úr rúmum 20% í innan við 15%,og neysla á transfitu hefur minnkað um meira en helming, úr 2% í 0,8%. Breytingar á kólesteról-gildi Íslendinga Rannsóknastöð Hjartaverndar hef- ur mælt kólesteról í blóði Íslendinga allt frá árinu 1967. Niðurstöðurnar sýna samfellda lækkun síðustu þrjá áratugi, sem rekja má fyrst og fremst til áðurnefndra breytinga á mataræði Íslendinga. Rannsóknastöð Hjarta- verndar hefur birt niðurstöður rann- sóknar sem náði yfir tímabilið 1981- 2006 og lesa má nánar um í netútgáfu PLoS One nóvember 2010. Á þessu tímabili fækkaði ótímabærum dauðs- föllum af völdum kransæðasjúkdóma meðal Íslendinga um 80% í aldurshópi undir 75 ára. Þetta jafngildir um 300 færri dauðsföllum á ári ef allt hefði haldist óbreytt frá árinu 1981. Rann- sóknin leiddi í ljós að sterkasti þáttur- inn í þessari fækkun kransæðatilfella var sú lækkun sem orðið hafði á með- algildi kólesteróls, um 15% hjá báðum kynjum á tímabilinu, og skýrði nálægt þriðjung fækkunarinnar. Kólester- óllækkunin var áhrifameiri en læknis- fræðilegar meðferðir, svo sem krans- æðaaðgerðir og önnur meðferð á sjúkrahúsunum, til samans. Umskipti í fram- leiðslu mjólkurafurða Ástæða er til að vekja athygli á þessum frábæra árangri nú þegar fréttir berast af 20% aukningu á smjörframleiðslu á þessu hausti jafn- framt því sem lýst hefur verið yfir að stefnt sé að auknu fitumagni íslenskr- ar mjólkur á næsta ári. Þessi áhugi á fituríkum matvörum tengist hugsan- lega vinsælum megrunarkúr (lágkol- vetna-háfitufæði), sem sumum nýtist vel í tímabundinni megrun. Sannar- lega er ástæða til að beita hvers kyns ráðum til að stemma stigu við mikilli ofþyngd sem nú ógnar heilsu fjölda fólks. Þar getur lágkolvetnafæðið meðal annars komið að gagni, ekki síst fyrir þá sem eiga við mikla offitu að stríða. Meðan fólk er að léttast er lítil hætta á að kólesteról í blóði hækki, og þá skiptir mestu máli að ná þyngdinni niður. Öðru máli gegnir þegar slíkt fæði er ráðlagt sem lífs- stíll til langframa. Engar langtíma- niðurstöður eru til varðandi heilbrigði þessa lífsstíls, andstætt því sem við höfum um árangur íslensks matar- æðis síðustu áratugi. Heilsusamlega leiðin til að minnka kolvetni og fækka hitaeiningum er að borða sem allra minnst af sætindum, kökum, hvítu hveiti, kexi og sætum drykkjum. Nýjar norrænar ráðlegg- ingar um mataræði Seint á árinu 2013 voru kynntar til sögunnar nýjar ráðleggingar um næringu og mataræði á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar, unnar af hópi sérfræðinga frá öllum löndum á Norðurlöndum. Þar er lögð meg- ináhersla á hollar matarvenjur og fæðuval frekar en að einblína á ein- stök næringarefni. Í stuttu máli telst mesta hollustan fólgin í mataræði þar sem áhersla er lögð á mat úr jurtaríkinu, það er gróf- ar heilkornavörur, grænmeti, ávexti, baunir, ertur, hnetur, fræ og jurta- olíur, ásamt fiski og mögrum mjólk- urvörum. Mikið unnar kjötvörur, sætindi, snakk og gosdrykkir tengj- ast frekar verri heilsufarslíkum og lé- legri næringu. Þegar kemur að fitu og kolvetnum er áherslan öðru fremur á gæði og samsetningu frekar en magn hvors um sig. Því er eindregið mælt með grófum korntegundum á borð við hafra, heilhveiti og rúg í stað þeirra fínunnu. Eins er það samsetning fit- unnar fremur en magn sem skiptir máli. Þar skiptir mestu máli að velja mjúka, ómettaða fitu frekar en harða mettaða eða transfitu. Ráðleggingar um hófsemi varðandi mettaða fitu eru því alls óbreyttar frá fyrri ráðlegg- ingum. Hins vegar skiptir fitumagnið litlu máli svo framarlega sem fitan er mjúk eða ómettuð og orkuneyslu stillt í hóf. Rétt eins og fyrr, er því lögð áhersla á að nota olíu og mjúka, ómettaða fitu í stað þeirrar hörðu. Ef farið er eftir ýktustu ráðlegg- ingum lágkolvetnafæðisins er ávöxt- um og rótargrænmeti nánast ýtt út. Í því sambandi er mikilvægt að benda á nýlegar rannsóknir, bæði frá Banda- ríkjunum og Bretlandi, sem benda á ágæti ávaxta til að hindra kransæða- sjúkdóma. Mataræði skiptir því verulegu máli í baráttunni við kransæðasjúkdóma, sem enn eru önnur algengasta dán- arorsök á Íslandi. Nú þegar boðað hefur verið afturhvarf til fyrra horfs í framleiðslu feitra mjólkurafurða er vert að staldra við og íhuga hvað ís- lensk reynsla síðustu áratuga hefur kennt okkur. Mataræði og kransæðasjúkdómar á Íslandi Eftir Gunnar Sigurðsson og Laufeyju Steingrímsdóttur »Heilsusamlega leiðin til að minnka kol- vetni og fækka hitaein- ingum er að borða sem allra minnst af sætind- um, kökum, hvítu hveiti, kexi og sætum drykkjum. Gunnar er læknir. Laufey er prófessor í næringarfræði. Gunnar Sigurðsson Laufey Steingrímsdóttir GJÖRIÐ SVO VEL!Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.