Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 VARANLEG VERÐLÆKKUN Á HEIMILISTÆKJUM ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 HLUTI AF BYGMA 77.900 kr Ofn Electrolux ofn 74 ltr Á Íslandi eru mikil vannýtt tæki-færi til atvinnuuppbyggingar. Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, nefndi í viðtali við Morg- unblaðið í gær að skattaumhverfið hér á landi þyrfti að vera hagstæðara til að vega upp á móti því að landið er langt frá erlendum mörkuðum og til að laða að erlenda fjárfesta.    Vinstri stjórnin steig fjölmörgskref í öfuga átt í þessum efn- um og flest þeirra á eftir að stíga til baka. Mikilvægt er að það verði gert fyrr en síðar til að fjárfestar fari aftur að horfa til Íslands með fjárfestingar í huga.    En Ísland þarf að vera móttæki-legt að öðru leyti líka. Eyjólf- ur Árni bendir á að „annaðhvort eða“ hugsunarháttur sé óskyn- samlegur þegar kemur að nýtingu og verndun náttúruauðlinda. Hann nefnir að lýsandi dæmi um þetta sé að „ein mesta uppbygging í orku- frekum iðnaði hér á landi átti sér stað á árunum 1995-2008. Oft er nú talað um að orkuver og verk- smiðjur spilli fyrir ferðamennsku en nú blómstrar ferðamannaiðn- aðurinn sem aldrei fyrr, sem betur fer, þrátt fyrir hrakspár ýmissa í aðra átt.“    Þetta eru réttmætar ábendingarog menn hljóta að velta fyrir sér hvers vegna lítið sem ekkert hafi gerst í uppbyggingu á orku- frekum iðnaði árum saman þrátt fyrir að ýmsu leyti kjöraðstæður.    Og menn hljóta ekki síður aðvelta því fyrir sér hversu lengi enn þurfi að bíða þess að fyrrnefnd uppbygging hefjist á nýjan leik. Eyjólfur Árni Rafnsson Hvenær hefst upp- byggingin á ný? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.2., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 2 slydda Akureyri 4 rigning Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló -1 snjókoma Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur 1 alskýjað Helsinki -3 heiðskírt Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 5 skúrir Dublin 6 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 6 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 7 skúrir Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 5 þoka Moskva -5 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 16 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 11 skúrir Winnipeg -18 léttskýjað Montreal -16 skýjað New York -3 skýjað Chicago -16 léttskýjað Orlando 15 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:49 17:35 ÍSAFJÖRÐUR 10:08 17:27 SIGLUFJÖRÐUR 9:51 17:09 DJÚPIVOGUR 9:22 17:01 Ný skrifstofa innan velferðarsviðs Reykjavíkur hefur tekið til starfa og ber hún heitið „skrifstofa þjónustu heim“. Skrifstofustjórinn sem stýrir skrifstofunni ber m.a. ábyrgð á heimaþjónustu Reykjavíkur en alls ekki eingöngu og því þótti heitið skrifstofa heimaþjónustu ekki nægi- lega lýsandi, eftir því sem má ráða af upplýsingum frá Reykjavíkuborg. Í svari frá borginni er bent á að verið sé að breyta skipuriti velferð- arsviðs. Grunnhugmyndafræðin að nýju skipuriti byggist á samþættri þjónustustarfsemi og því að ein- staklingar fái þjónustu á grundvelli einstaklingsbundins mats. Skýringin á titlinum skrifstofa þjónustu heim felst í því að verksvið skrifstofunnar er víðara en einungis heimaþjónusta, segir í svari borg- arinnar. Undir hana fellur öll ein- staklingsbundin þjónusta sem vel- ferðarsvið veitir auk matarþjónustu og samskipta við Landspítalann fyrir hönd sviðsins. Undir skrifstofustjóra skrifstofu þjónustan heim verða þrjár deildir; deild heimaþjónustu, deild stuðningsþjónustu og deild hús- næðis- og búsetuþjónustu. Þess má geta að þegar Hagvangur auglýsti laus störf deildarstjóra á skrifstofuna í janúar var heiti hennar skrifað „skrifstofa Þjónustu heim“ en borgin mun skrifa þjónustu með litlu þorni. runarp@mbl.is Ný skrifstofa þjónustu heim  Skrifstofa heimaþjónustu þótti ekki nægilega lýsandi  Samþætt þjónusta Borg Veitir þjónustu, ekki Þjónustu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu vegna fæðingaráverka. Móðir drengs fór fram á það fyrir hönd ólögráða sonar síns að viður- kennd yrði með dómi skaðabóta- skylda íslenska ríkisins vegna tjóns sem drengurinn varð fyrir í fæðingu, en um er að ræða áverka á handlegg og öxl. Héraðsdómur segir enga sönnun liggja fyrir í málinu til stuðnings því að umrædda fæðingaráverka drengsins sé að rekja til of þröngrar mjaðmagrindar móður. Engin fag- leg rök séu fyrir því að senda eigi all- ar frumbyrjur í grindarmælingu eins og stefnandi hélt fram. Það er mat héraðsdóms, að stefn- andi hafi hvorki fært sönnur á né leitt líkur að því að umræddan fæð- ingaráverka drengsins sé að rekja til vanrækslu eða mistaka starfsmanna ríkisins, hvorki starfsmanna heilsu- gæslustöðvarinnar sem önnuðust skoðun og eftirlit með móðurinni meðan á meðgöngu stóð, né þeirra heilbrigðisstarfsmanna LSH sem komu að og aðstoðuðu við fæð- inguna. Mistök við fæðingu ekki sönnuð  Sýknað af kröfu vegna fæðingaráverka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.