Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 HJÖRDÍS ÝR JOHNSON 4. SÆTI Fjölskyldumál Menntamál Íþróttamál Þjónusta við eldri borgara Kynntu þér nánar: www.hjordisjohnson.is Nýr kraftur í bæjarstjórn Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi 8. febrúar. Hlíðasmára 19 - Kl. 09:00-18:00 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Undirbúningur að rafrænum íbúa- kosningum eða atkvæðagreiðslum um einstök málefni í sveitarfélögum er að komast á skrið. Eins og fram hefur komið verður kosið með raf- rænu kosningakerfi sem spænska fyrirtækið Scytl hefur þróað í tveimur sveitarfélögum í vor eða síðar á árinu. Eftir kynningarfund í fyrradag hafa sveitarfélög verið hvött til að bregðast skjótt við og gera til- raun með raf- ræna atkvæða- greiðslu meðal íbúa. Þjóðskrá skrifaði nýverið undir samning við Scytl um af- not af búnaði til að nota við raf- rænar kosningar og þurfa fyrstu tvö sveitarfélögin sem efna til at- kvæðagreiðslu með þessu kerfi ekki að borga fyrir afnotin af því. „Við viljum styðja eins og við mögulega getum við framþróun þessa kerfis. Það styttist í að al- mennar kosningar geti orðið raf- rænar og að notuð verði rafræn kjörskrá. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt, sem er verið að taka í mjög góðu samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þjóðskrár og innan- ríkisráðuneytisins,“ segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fram kom á kynningarfundinum að heppilegur tími til að halda fyrri tilraunakosningarnar sé fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í lok maí. Heppilegt sé að fyrstu íbúakosn- ingar með rafræna kerfinu verði t.d. snemma í apríl en engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það. Erlendir sérfræðingar verða viðstaddir fyrri kosninguna og miðla reynslu og þekkingu og er að þeirra mati æskilegt að hafa einn og hálfan mánuð til undirbúnings, bæði til að móta verkefnið með sveitarfélaginu og ganga frá upp- setningu rafrænna kjörseðla. Þarf að liggja fyrir ekki síðar en 25. febrúar hvaða tvö sveitarfélög ætla að ríða á vaðið og efna til rafrænna íbúakosninga. Karl Björnsson bendir á að þótt fyrstu atkvæðagreiðslurnar verði í tveimur sveitarfélögum án endur- gjalds megi vel vera að fleiri sveit- arfélög sækist eftir að leggja mál- efni fyrir íbúa með þessu kerfi en þau verði þá væntanlega sjálf að bera kostnaðinn af því. Undirbúa rafræna íbúakosningu í vor  „Það styttist í að almennar kosningar geti orðið rafrænar og að notuð verði rafræn kjörskrá“ Karl Björnsson Borgarráð samþykkti í gær breyt- ingar á aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030, þar sem brugðist er við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Þannig er kominn inn fyrirvari um uppbyggingu í Vatnsmýri, eins og stofnunin lagði til. Daginn áður hafði málið verið af- greitt af meirihluta umhverfis- og skipulagsráðs en tillaga frá sjálfstæð- ismönnum í minnihluta um frestun var felld. Í tillögu sjálfstæðismanna var lagt til að bera ætti viðbrögð borgarinnar undir Skipulagsstofnun og fá staðfestingu á að þau væru full- nægjandi, áður en lengra væri haldið. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, undr- ast hraðann á afgreiðslu málsins. Nær hefði verið að ræða þessar breytingar betur. „Við gerðum athugasemdir við málsmeðferðina. Skipulagsstofnun hafði gert athugasemdir við veiga- mikil og umdeild atriði í aðalskipulag- inu, eins og uppbygginguna í Vatns- mýri og mislæg gatnamót, og við töldum eðlilegt að borgin svaraði fyrst Skipulagsstofnun áður en breyt- ingarnar voru gerðar,“ segir Júlíus og bendir á að Skipulagsstofnun hefði að mörgu leyti verið að taka undir gagnrýni Sjálfstæðisflokksins á að- alskipulagstillöguna, eins og það að ekki væri hægt að ákveða frekari uppbyggingu kringum flugvöllinn í Vatnsmýri án samráðs við samgöngu- yfirvöld. Þessu hafi nú verið breytt en Júlíus telur að enn vanti upp á ýmis atriði í aðalskipulaginu, sem hefði þurft að fara betur yfir. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa fylgt hefðbundinni málsmeðferð við vinnu á nýju aðalskipulagi. Brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulags- stofnunar með sama hætti og áður, ekki hafi verið þörf á að bera breyt- ingarnar fyrst undir Skipulags- stofnun. bjb@mbl.is Borgin afgreiðir nýtt aðalskipulag  Hraði málsins gagnrýndur Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Var dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í desember 2012 staðfestur. Þá var maðurinn dæmdur til greiðslu 1,2 milljóna kr. í skaðabætur til tveggja manna sem slösuðust í árásinni. Maðurinn var ákærður í maí 2012 fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás með því að hafa að kvöldi 30. ágúst 2010 brotið sér leið inn í íbúð- arhúsnæði og veist þar að tveimur mönnum. Fram kemur að hann hafi ítrekað slegið með kúbeini, af miklu afli, í átt að höfði þeirra beggja og reyndu þeir að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og hand- leggi með þeim afleiðingum að högg- in höfnuðu flest þar. Við þetta hlaut annar þeirra beinbrot með talsverðri tilfærslu á hægri handlegg og yfir- borðsáverka á vinstri framhandlegg og hinn maðurinn hlaut opið bein- brot á vinstri handlegg við olnboga og liðhlaup í vinstri olnboga. Þá ákærði lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu manninn fyrir lík- amsárás með því að hafa 10. sept- ember 2010 gripið í háls konu í verslun og skellt höfði hennar utan í hillu í versluninni með þeim afleið- ingum að hún hlaut mar og yfir- borðsáverka á höfði og andliti og tognun á hálshrygg. Málin tvö voru sameinuð. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að maðurinn hafi verið sakfelldur í ágúst og september 2010 fyrir lík- amsárásir. Með broti mannsins fyrr- greindan dag rauf hann skilorð og var dómurinn því tekinn upp og manninum dæmd refsing í einu lagi fyrir bæði málin. Dómar frá árinu 2005 vegna líkamsárása höfðu ítrek- unaráhrif. Við ákvörðun refsingar var litið til þess mikla dráttar sem varð á rannsókn og saksókn í málinu. Var refsing mannsins ákveðin 15 mánaða fangelsi og honum gert að greiða tveimur brotaþolum skaða- bætur. Réðst inn og sló menn með kúbeini  Maður dæmdur í 15 mánaða fangelsi Morgunblaðið/Sverrir Árás Hæstiréttur staðfesti dóminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.