Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Réttarhöld yfir þremur stjórnend- um Anglo Irish Bank hófust á mið- vikudag en þeir eru sakaðir um að hafa staðið á bak við lánveitingar til kaupa á hlutabréfum í bankanum árið 2008. Málið er eitt flóknasta fjársvikamál í sögu Írlands en til að tryggja framgang þess ákvað dóm- arinn að kviðdómurinn yrði skip- aður 15 einstaklingum í stað 12, ef vera skyldi að einhverjir heltust úr lestinni á þeim mánuðum sem rétt- arhöldin standa yfir. Ákærðir eru Sean FitzPatrick, fyrrverandi stjórnarformaður og að- alframkvæmdastjóri Anglo Irish Bank, Willie McAteer, yfirmaður áhættustýringar hjá bankanum, og Pat Whelan, yfirmaður lánasviðs. Ákærurnar á hendur þeim eru sex- tán talsins en Whelan á jafnframt yfir höfði sér sjö ákærur vegna skjalafals. Mennirnir þrír hafa allir neitað sök. Leynilegar lánveitingar Á fyrsta degi réttarhaldanna lýsti saksóknarinn í málinu því hvernig stjórnendur Anglo Irish Bank hefðu falast eftir 660 milljónum punda frá viðskiptavinum bankans í suður- hluta Frakklands og Portúgals til að vinda ofan af leynilegum fjárfest- ingum nokkurra efnuðustu kaup- sýslumanna Írlands. „Þetta voru lánveitingar undir afar óvenjulegum kringumstæðum, sem höfðu ekkert að gera með hefðbundna starfsemi bankans,“ hefur Telegraph eftir saksóknaranum Paul O’Higgins. Kviðdómendur fengu að heyra hvernig stjórnendur bankans hefðu ákveðið að lána fjármuni til Sean Quinn, sem eitt sinn var ríkasti maður Írlands, og annarra auð- manna, sem hafa verið kallaðir Maple 10, til leynilegra kaupa á hlutabréfum í bankanum. Tilgangur lánveitinganna var að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum. Upphaflega stóð til að lánveiting- arnar næmu 660 milljónum punda en samfara lækkandi verði hluta- bréfa í bankanum minnkaði umfang lánveitinganna og að lokum námu lán til auðmannanna tíu 370 millj- ónum punda og lán til fjölskyldu Quinn 145 milljónum. Tekinn yfir af ríkinu Samkvæmt Financial Times er málið það fyrsta sem höfðað er gegn stjórnendum fjármálafyrirtækis í tengslum við atburðarásina sem leiddi til þess að írska efnahags- og fasteignabólan sprakk. Anglo Irish Bank var tekinn yfir af írska ríkinu árið 2009 og endurnefndur Irish Bank Resolution Corporation í kjöl- farið. 100 vitni kölluð til Saksóknarar í málinu segja að umræddar lánveitingar 2008 hafi brotið gegn írskum fyrirtækjalög- um vegna þess að þær voru skipu- lagðar af bankanum, fyrir bankann. Tilgangurinn með þeim var m.a. að vinda ofan af eignarhlut Quinns í bankanum en hann átti fjórðung hlutabréfa og stjórnendur bankans vildu ekki vera bundnir örlögum eins manns, samkvæmt saksóknara. Gríðarlegt magn sönnunargagna hefur verið lagt fram í málinu, þar á meðal vitnisburður 800 vitna. Þá er gert ráð fyrir að 100 vitni verði köll- uð fyrir á meðan málflutningur fer fram, þeirra á meðal lögreglumenn, embættismenn frá írska seðlabank- anum, fyrrverandi starfsmenn Anglo Irish Bank og bankamenn frá Morgan Stanley. Réttað yfir stjórnend- um Anglo Irish Bank  Lánuðu fyrir hlutabréfum til að halda verðinu uppi AFP Fjársvikamál Sean FitzPatrick var viðstaddur réttarhöldin á miðvikudag. Stjórnendurnir eru ákærðir fyrir ólögmætar lánveitingar árið 2008. Pat Whelan Willie McAteer Í gær, degi eftir að stjórnvöld í Norð- ur- og Suður-Kóreu náðu sam- komulagi um endurfundi fjölskyldu- meðlima sem voru aðskildir í Kóreustríðinu 1950-1953, hótuðu stjórnvöld í Norður-Kóreu að draga samkomulagið til baka. Þau segja hneyksli að suðurkóresk stjórnvöld hyggist taka þátt í fyrirhuguðum ár- legum heræfingum með Bandaríkj- unum, á sama tíma og nágrannalönd- in tvö hafi náð saman um sátt og samstarf. „Samræður og æfingar ögr- andi hernaðar geta ekki farið saman,“ sagði í tilkynningu frá norðurkóresku varnarmálastofnuninni, NDC. Yfirlýsing Norður-Kóreumanna kemur ekki á óvart en margir höfðu spáð því að stjórnvöld í Pyongyang myndu nota samkomulagið til þess að reyna að fá stjórnvöld í Seúl til að gefa eftir í öðrum málum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, Kim Min-Seok, sagði hins vegar að heræfingarnar myndu sannarlega fara fram. Norðurkóreska varnarmálaráðu- neytið gagnrýndi einnig frásagnir fjölmiðla í Suður-Kóreu af heimsókn norðurkóreska leiðtogans Kims Jong-Uns á munaðarleysingjahæli. Þar náðust myndir af honum þar sem hann stóð í svefnsal barnanna, íklæddur skóm, sem hið íhaldssama suðurkóreska dagblað Chosun Ilbo kallaði „óhugsandi“ dónaskap. Í til- kynningu varnarmálaráðuneytisins sagðist það tilneytt til að endurskoða áðurnefnt samkomulag, svo lengi sem vegið væri að virðingu leiðtogans. AFP Söknuður Síðustu endurfundir aðskildra fjölskyldna fóru fram 2010. Hóta að hætta við endurfundina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.