Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Ég hlakka til, mér líst ljómandi vel á að verða fertug. Mér líðuralltaf eins og ég sé 25 ára og finnst ekkert breytast þótt ár-unum fjölgi,“ sagði Brynhildur Bjarnadóttir. Hún er doktor í skógvistfræði og lektor í náttúruvísindum við Háskólann á Akur- eyri. Maður Brynhildar er Sigurður Ingi Friðleifsson og þau eiga fjögur börn. Brynhildur sagði að dagurinn yrði hefðbundinn, rólegur og nota- legur afmælisdagur með fjölskyldunni. Frekara tilstand bíður þar til síðar. En eru einhver afmæli henni eftirminnileg? „Í minningunni er alltaf brjálað veður á Norðurlandi á þessum degi, yfirleitt stórhríð og læti. Annars held ég að spái ágætlega núna,“ sagði Brynhildur sem ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. „Þegar ég varð þrítug bjó ég úti í Svíþjóð. Vinkonur mínar komu óvænt til mín. Það var mjög ánægjulegt.“ Brynhildur lærði skógvistfræði í Lundi og lauk doktorsprófi 2009. „Skógvistfræðingar skoða skóginn út frá vistkerfinu, þ.e. samspili allra lífvera í skóginum. Hvernig vistkerfið vinnur, hvaða ferlar eiga sér stað, hvað breytist þegar skógur vex upp á skóglausu landi, hvaða áhrif það hefur á fuglalíf, dýralíf, jarðveg og svo framvegis. Ég hef einkum fengist við rannsóknir á kolefnisbindingu trjáa,“ sagði Brynhildur. Hún sagði íslenska skóga vaxa alveg jafn vel og skóga í öðrum löndum á svipaðri breiddargráðu. gudni@mbl.is Brynhildur Bjarnadóttir Ph.D., 40 ára Fjölskylda Brynhildar F.v.: Sindri, Katrín, hjónin Brynhildur Bjarna- dóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson, Sölvi (fyrir framan) og Valdís. Stórhríð og læti á bernskuafmælum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þessir krakkar í Hrísey héldu tombólu 23. nóv- ember 2013. Þau söfnuðu 5.617 krónum sem þau styrktu Rauða krossinn með. Þau heita: Dísella Carmen Hermannsdóttir (9 ára), Christian Freyr Hermannsson (7 ára), Victoría Líf Her- mannsdóttir (5 ára), Tara Naomí Hermannsdóttir (5 ára), Guðný Ösp Hrafnhildardóttir (9 ára) og Guðmar Gísli Þrast- arson (7 ára). Hlutavelta Reykjavík Aría fæddist 14. maí. Hún vó 3.704 g og var 54 cm löng. For- eldrar hennar eru Aníta Zogaj og Va- lon Drea. Nýir borgarar Dalvík Einar fæddist 4. maí. Hann vó 3.580 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Júlíana Kristjánsdóttir og Ísak Einarsson. P áll Bragi fæddist í Reykjavík 7.2. 1944 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964, stundaði laganám við HÍ til 1967, lauk prófi í við- skiptafræði frá Viðskiptaháskól- anum í Árósum 1978 og stundaði þar nám í alþjóðaviðskiptum 1990- 91. Páll Bragi var fulltrúi hjá Al- menna bókafélaginu 1967-72, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar 1972-74, kerfisfræðingur og sölumaður hjá IBM á Íslandi 1978-81, framkvæmdastjóri hjá Hafskip hf. 1981-85, forstjóri Skrif- stofuvéla hf. 1985-87, fjármálastjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins hf. 1989-92, framkvæmdastjóri hjá Vátryggingafélaginu Skandia Ís- land 1992-93, framkvæmdastjóri Þjóðsögu ehf. 1993-2002, jafnframt Arnar og Örlygs ehf. 1995-98 og Nýja Bókafélagsins ehf. 1999-2002. Hjá Eddu útgáfu hf. var hann starf- andi stjórnarformaður árið 2002, framkvæmdastjóri 2002-2003, for- stjóri og útgefandi 2003-2006 og stjórnarformaður 2007-2008. Páll Bragi sat í stjórn Vöku 1964- 65 og varaformaður 1966-67, í stjórn Heimdallar 1965-67 og vara- formaður 1969-71, í stjórn Hjálp- arstofnunar kirkjunnar 1978-82, í framkvæmdanefnd hennar 1979-80, var ritari í stjórn Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga 1979-81, sat í undirbúningsnefnd að stofnun útgáfunnar Skálholts, sat í stjórn hennar og var formaður fram- kvæmdanefndar 1981-83, í stjórn Kaupstefnunnar í Reykjavík hf. 1981-86, sat í samgöngunefnd Sjálf- stæðisflokksins 1983-85, var for- Páll Bragi Kristjónsson – fyrrv. forstjóri – 70 ára Hópurinn Stefanía og Páll Bragi með börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Á myndinni er ekki Sigrún og fjölskylda.. Í bókaútgáfu um árabil Framkvæmdastjórn Hafskips árið 1983 Jón Hákon Magnússon, Björg- ólfur Guðmundsson, Ragnar Kjartansson og Páll Bragi Kristjónsson. Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Gæði og falleg hönnun frá Russell Hobbs Útsölustaðir: Verslanir Húsasmiðjunnar um land allt Verslanir ELKO Byggt og Búið, Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.