Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Inside Llewyn Davis Nýjasta kvikmynd hinna mikils- virtu Coen-bræðra, Joel og Ethan. Í henni segir af tónlistar- og hug- sjónamanninum Llewyn Davis sem á erfitt með að hasla sér völl í tón- listarlífi New York-borgar árið 1961. Kaldir vetrarvindar næða um götur borgarinnar og Davis reynir að draga fram lífið og yfirstíga ýmsar hindranir sem verða á vegi hans. Davis áttar sig fljótlega á því að hugsanlega er hann sjálfur stærsta hindrunin á leið til frægðar og frama. Með aðalhlutverk fara Oscar Isaac, Carey Mulligan, Gar- rett Hedlund, John Goodman og Justin Timberlake. Metacritic: 92/100 Nurse Spennutryllir sem segir af Danni, nýútskrifaðri hjúkrunarkonu sem ráðin hefur verið til starfa á sjúkra- húsi og hlakkar mikið til að hefja störf. Á sjúkrahúsinu kynnist hún hjúkrunarkonunni Abby sem í fyrstu virðist bæði hlý, hvetjandi og hjálpsöm en annað kemur þó á dag- inn þegar þær bregða sér saman út á lífið. Abby reynist vera úlfur í sauðargæru og leikur sér að Danni eins og köttur að mús. Leikstjóri er Douglas Aarniokoski og með aðal- hlutverk fara Paz de la Huerta, Katrina Bowden, Corbin Bleu og Niecy Nash. Enga samantekt á gagnrýni er að finna á Metacritic. Miele Kvikmyndin Miele, eða Hunang, fjallar um líknardráp og hefur hlot- ið fjölda viðurkenninga og verð- launa. Aðalpersóna myndarinnar, Irene, sem kölluð er Hunang, hefur þann starfa að hlúa að dauðvona fólks og aðstoða m.a. með lyfjagjöf- um. Dag einn gefur hún einum sjúk- linganna, Grimaldi, of stóran lyfja- skammt og kemst í kjölfarið að því að hann er ekki veikur. Samband þeirra verður í kjölfarið þrungið spennu og gjörbreytir lífi Irene. Leikstjóri myndarinnar er Valeria Golino og með aðalhlutverk fara Jasmine Trinca, Carlo Cecchi og Li- bero De Rienzo. Enga samantekt á gagnrýni er að finna. Lífsleikni Gillz Fjórir sjónvarpsþættir Egils Ein- arssonar, Gillz, hafa verið klipptir saman í kvikmynd sem frumsýnd verður í dag í Sambíóunum. Í Lífs- leikni Gillz fræðir Egill áhorfendur um eitt og annað með gamansömum dæmisögum og kennir þeim að haga sér rétt við ýmsar aðstæður. Meðal þeirra sem leggja Agli lið eru Pétur Jóhann Sigfússon, Andri Freyr Viðarsson, Hannes Óli Ágústsson og Hilmar Guðjónsson. Strögl Maður og köttur í kvikmynd Coen-bræðra, Inside Llewyn Davis. Coen, spennutryllir, líknardráp og Gillz Bíófrumsýningar Breska hljómsveitin Massive Attack mun koma fram á nýrri tónlistar- hátíð, Secret Solstice, sem haldin verður á íþróttasvæði Þróttar í Laugardal í sum- ar, 20.-22. júní. Hljómsveitin verður aðalatriði hátíðarinnar enda stórsveit í tónlist- arsögunni, braut- ryðjandi trip hop- tónlistar. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1988 í Bristol og hefur hlotið fjölda verð- launa á ferli sínum, m.a. evrópsku MTV-tónlistarverðlaunin og Q- verðlaunin ensku. Hún hefur sent frá sér fimm breiðskífur og hafa þær selst í yfir ellefu milljónum eintaka á heimsvísu. Af þekktum smellum Massive Attack, sem eru æði marg- ir, má nefna „Protection“, „Mezz- anine“ og „Teardrop“. Massive At- tack er skipuð Robert „3D“ Del Naja og Grant „Daddy G“ Marshall en á tónleikum kemur fram með þeim fjöldi tónlistarmanna. Að hátíðinni standa Friðrik Ólafs- son og breski tónleikahaldarinn Jack Robinson en Robinson hefur m.a. staðið fyrir tónlistarhátíðunum Outlook og Dimensions í Króatíu. Friðrik hefur komið að skipulagn- ingu ýmissa tónleika undanfarin tíu ár eða þar um bil, hefur haldið tugi tónleika í Bretlandi og hér heima og þá m.a. á Nasa og Faktorý. Secret Solstice verður stærð- arinnar útihátíð, 7.000 miðar í boði og stefnt að því að selja útlendingum 2-3.000 miða. Hátíðin á í samstarfi við flugfélagið WOW um að flytja þá til landsins, að sögn Friðriks. Tón- leikar hátíðarinnar fara fram á fimm stöðum, tveimur stórum sviðum og tveimur smærri auk þess sem leikið verður í stóru tjaldi, að sögn Frið- riks. Nokkrar hljómsveitir og plötu- snúðar hafa verið kynnt til leiks, auk Massive Attack íslensku hljómsveit- irnar Mammút, Sísí Ey og múm, raf- tónlistarmaðurinn Skream, lettn- eska sveitin Solaris og tónlistar- maðurinn Woodkid. Friðrik segir að tilkynnt verði um helgina um fleiri tónlistarmenn sem koma fram á há- tíðinni og þar verði danstónlist áber- andi. Í næstu kynningarlotu verði svo hip hop, rokk og popp í öndvegi. „Við erum að tala við dúndurstór nöfn sem eiga eftir að koma á óvart og munu vekja mikla lukku,“ segir Friðrik. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu hátíðarinnar, secret- solstice.is, og fer miðasala fram á henni. helgisnaer@mbl.is Massive Attack heldur tónleika í Laugardal  Aðalatriði nýrrar tónlistarhátíðar, Secret Solstice Ljósmynd/Jezhotwells Væntanlegir Massive Attack, Robert del Naja og Grant Marshall, á rokkhá- tíðinni Eurockéennes de Belfort í Frakklandi árið 2008. Friðrik Ólafsson MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ EGILSHÖLLÁLFABAKKA LÍFSLEIKNIGILLZ KL.3:30-5:45-8-10:20-10:50 LÍFSLEIKNIGILLZVIP KL.3:30-5:45-8-10:20 GRUDGEMATCH KL.8-10:30 JACKRYAN KL.8-10:30 LASTVEGAS KL.5:45-8-10:20 AMERICANHUSTLE KL.8 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 4 - 5 - 6 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3:20 - 5:40 KRINGLUNNI LÍFSLEIKNIGILLZ KL. 5:45 -8 -10:20 12YEARSASLAVE KL. 6 -9 WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10 LÍFSLEIKNIGILLZ KL. 5:40 -8 -10:20 GRUDGEMATCH KL. 8 -10:25 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 5:40 JACK RYAN KL. 8 12 YEARS A SLAVE KL. 5:15 LAST VEGAS KL. 8 - 10:20 AMERICAN HUSTLE KL. 5:15 - 10:15 NÚMERUÐ SÆTI LÍFSLEIKNIGILLZ KL. 8 -10:20 GRUDGEMATCH KL. 10:20 LASTVEGAS KL. 8 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM Á KÖFLUM ÍSLTAL3D KL. 5:50 KEFLAVÍK IT’S GOING TO BE LEGENDARY FRÁBÆR GRÍNMYND MEÐ ROBERTDENIROOGSYLVESTERSTALLONE Í AÐALHLUTVERKUM AKUREYRI LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:45-8-10:20 GRUDGEMATCH KL. 10:20 LAST VEGAS KL. 8 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 24 Ó SK A RS TI LN EF N IN G A R DREPFYNDIN GAMANMYND MEÐ BESTU GRÍNLEIKURUM LANDSINS FRÁBÆR SKEMMTUN FRÁ FYRSTU MÍNÚTU 12 12 12 L L 7Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! 31.000 GESTIR ÍSL TAL Ævintýrið heldur áfram 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun Sýnd í 3D 48 ramma 16 Hún er hjúkrunarfræðingur á daginn, en kaldrifjaður morðingi á kvöldin! -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar NURSE 3D Sýnd kl. 8 - 10 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8-10:20 47 RONIN 3D Sýnd kl. 10:30 THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 5 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 3D Sýnd kl. 3:45 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 3:45 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:45 - 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.