Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 1 4
Stofnað 1913 37. tölublað 102. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
FENGIÐ MÖRG
KNÚS OG KOSSA
FYRIR BLÓMIN
RÓMANTÍKIN
VINSÆL ÁRIÐ
UM KRING
LEIKSTÝRIR
DROTTNINGUM Í
LÍSU OG LÍSU
VIÐSKIPTABLAÐ JÓN GUNNAR 34EVA SÆLAND 10
Morgunblaðið/Árni
Glitnir Skipti krónum í gjaldeyri fyrir millj-
arða til að greiða erlendum ráðgjöfum.
Eftir breytingar á lögum um
gjaldeyrismál í mars 2012 byrjaði
slitastjórn Glitnis að nýta krónur
sem bankinn átti í reiðufé til að
greiða aðkeyptan erlendan lög-
fræði- og ráðgjafakostnað.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stóð þetta yfir í tæplega ár.
Nemur upphæðin í krónum talið
sem Glitnir skipti yfir í gjaldeyri í
gegnum gjaldeyrismarkað nokkr-
um milljörðum. Glitnir hætti þessu
fyrirkomulagi seint 2012 eftir að
hafa fengið þau skilaboð frá Seðla-
bankanum að þetta væri afar illa
séð. hordur@mbl.is »Viðskipti
Greiddi milljarða til
erlendra ráðgjafa
með krónum
Hverfi frá verðtryggingu
» Fram kemur í stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar að sam-
hliða skuldaleiðréttingu sé
„æskilegt að breyta sem flest-
um verðtryggðum lánum í
óverðtryggð“.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðtryggð lán voru vinsælli hjá
heimilunum en óverðtryggð í
fyrra.
Þetta kemur fram í svari Seðla-
bankans um þróun útlána í fyrra.
Regína Bjarnadóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Arion
banka, telur að aukinn vaxtamunur
á óverðtryggðum og verðtryggðum
íbúðalánum eigi þátt í að margir
taki verðtryggð lán. Greiðslubyrði
óverðtryggðra lána sé enda hærri.
Seðlabankinn hefur greint efna-
hagsleg áhrif leiðréttingar lána.
Vegna hennar verði hagvöxtur
0,2% hærri árin 2014-18 en ella.
Leiðréttingin geti hins vegar ýtt
undir verðbólgu og skapað fram-
leiðsluspennu sem brugðist verði
við með hærri vöxtum en ella.
Telur Regína að hærri vextir
geti leitt til þess að ungt fólk bíði
með að kaupa sína fyrstu eign.
Bankar láni yfirleitt ekki umfram
80% af markaðsvirði eignar og eft-
ir því sem kostnaður við lántöku
aukist sé það ungu fólki í hag að
safna sem mestu eigin fé þar til
skattleysi séreignar rennur út.
„Þetta gæti orðið til þess að setja
meiri þrýsting á leigumarkaðinn.“
MMinnihluti lána » 15
Verðtryggðu lánin í sókn
Meirihluti lántaka velur verðtryggð íbúðalán Greiðslubyrði óverðtryggðra
íbúðalána er mörgum ofviða Seðlabankinn telur leiðréttingu kalla á hærri vexti
Við höfnina Hugmynd að breytingu
á húsinu við Geirsgötu 11.
Líklegra er að húsið að Geirsgötu
11 við Reykjavíkurhöfn verði rifið
en að í því verði aftur atvinnu-
starfsemi.
Brim hf. á húsið sem er um 2.500
fermetrar að stærð og nú notað
sem geymsla. Fyrirtækið gerði
samning við Faxaflóahafnir 2012
um að gera húsið upp og koma lífi í
það aftur. Brim lagði fram hug-
mynd um breytingar á útliti húss-
ins og að í því yrði fiskvinnsla, sýn-
ingarrými, fiskmarkaður og
útimarkaður, skrifstofur fyrirtæk-
isins, veitingasala og aðstaða fyrir
sjóstangaveiðifólk. Stjórn Faxaflóa-
hafna tók vel í þá hugmynd.
Nú blasir annað við því Guð-
mundur Kristjánsson, forstjóri
Brims hf., segir að búið sé að slá
þessa hugmynd út af borðinu með
nýju skipulagi Reykjavíkurborgar
þar sem fylla á höfnina af íbúða-
blokkum, en íbúðablokkir og fisk-
vinnsla fari ekki saman.
„Húsið verður örugglega rifið og
byggð þarna íbúðablokk eða hótel.
Borgin vill það. Ég get ekki verið
með fiskvinnslu þarna og íbúða-
blokkir allt í kring sem drepa allt
mannlíf,“ segir Guðmundur.
ingveldur@mbl.is »4
Íbúðir og fiskur fara ekki saman
Húsið að Geirsgötu 11 verður líklega rifið og byggð blokk
Engu er líkara en að þessi drengur hafi gengið á
vatni á Reykjavíkurtjörn þegar ljósmyndara bar
að garði í gær. Mildur febrúardagur sýndi tjörn-
ina í tveimur fösum þar sem þykkur klakinn und-
ir yfirborðinu bar heppilega þunga drengsins
sem virðist þó treysta ísnum fullkomlega. Hitinn
á höfuðborgarsvæðinu fór mest upp í sex stig í
dag og samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verð-
ur álíka milt veðri áfram næstu daga.
Mildir febrúardagar í höfuðborginni
Morgunblaðið/Kristinn
Reykjavíkurtjörn glæsileg í hlákunni
Nærri 89%
þeirra sem
komu á heilsu-
gæslustöðvar
Heilsugæslu
höfuðborg-
arsvæðisins
(HH) í nóv-
ember og des-
ember sl. töldu
að mjög eða
frekar vel hefði verið leyst úr er-
indum þeirra. Rúmlega 75% svar-
enda kváðust bera mikið eða frek-
ar mikið traust til HH.
Þetta kemur fram í nýrri þjón-
ustukönnun sem rannsóknafyr-
irtækið Maskína gerði fyrir HH.
»12
Heilsugæslan nýtur
mikils trausts
Heilsugæsla Flestir
eru ánægðir.
Margt þarf að skýrast betur um
málefni aldraðra áður en hægt
verður að flytja þennan málaflokk
frá ríkinu til sveitarfélaganna.
Þetta segir Karl Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, í viðtali við Morgun-
blaðið.
Karl segir að núverandi þjónusta
hjá ríkinu sé ekki nægilega skýr og
of margþætt í framkvæmd og fjár-
mögnun. Koma þurfi henni í fastari
og samræmdari skorður áður en
hægt verði að flytja ábyrgð og fjár-
mögnun þjónustunnar á milli
stjórnsýslustiga. »16-17
Ljón á vegi tilfærslu