Morgunblaðið - 13.02.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 13.02.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Menn eru að kveikja á hugmyndinni,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, um hugsanlega stofn- un kvíguhótela í nautgriparæktinni hér á landi. Vísbendingar eru um að einhverjir mjólkur- framleiðendur gætu hugsað sér að fela öðrum bændum uppeldi kvíga sinna og jafnframt er nokkur áhugi á meðal bænda fyrir því að setja upp slík kvíguhótel. Kemur það fram í svörum sem berast í viðhorfskönnun LK meðal félagsmanna en niðurstöður liggja ekki fyrir. Hugmynd frá nágrannalöndunum „Það tíðkast í nágrannalöndunum að bændur sem hættir eru mjólkurframleiðslu en vilja vera áfram með skepnur og nýta aðstöðuna, hafa breytt fjósum sínum til að taka að sér uppeldi kvíga fyrir aðra,“ segir Baldur Helgi. Hann getur þess að þetta hafi ekki verið stundað hér í neinum mæli í áratugi en einhver vísir hafi verið að slíku á Lundi á Akureyri fyrir áratugum. Forsendan fyrir stofnun kvíguhótela er að mjólkurframleiðendur sjái sér hag í því að semja við hótelið um að ala kvígukálfa frá þriggja mán- aða aldri og þar til fyrsti burður nálgast, við rúm- lega tveggja ára aldur. Hóteleigandinn þarf að láta sæða kvíguna á réttum tíma með ákveðnu nauti og afhenda hana til eigandans á tilsettum tíma. Helst þarf að vera hægt að gera samninga til langs tíma. Baldur tekur fram að fleiri sýni áhuga á að reka kvíguhótel en nýta sér þjónustuna. Menn vilji greinilega helst ala upp eigin gripi. Niðurstöður könnunarinnar liggi þó ekki fyrir. Geta sparað fjárfestingar Hagur kúabóndans felst í því að geta aukið mjólkurframleiðsluna án þess að ráðast í meiri- háttar framkvæmdir við nýbyggingar. Einnig tak- markar geymslurými fyrir búfjáráburð víða fjölg- un mjólkurkúa. Baldur tekur fram að eftir sé að útfæra hug- myndina frekar, greina kostnað og gera drög að samningi. Vilja stofna kvíguhótel  Bændur sýna áhuga á að nýta aflögð fjós til að ala upp kvígur fyrir aðra  Kúabændur gætu aukið mjólkurframleiðsluna án mikilla fjárfestinga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppeldi Væntanlegir gestir kvíguhótelanna eru ungir að árum og dvelja þar fram að fyrsta burði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Norðmenn hafa farið þess á leit við íslensk yfirvöld að fallið verði frá takmörkunum á lonuveiðum þeirra í íslenskri lögsögu á þessari vertíð. Samkvæmt samningum ríkjanna mega Norðmenn aðeins stunda veið- arnar til og með 15. febrúar, þ.e. á laugardag, og ekki fara suður fyrir línu sem dregin er í austur frá punkti aðeins norðan við Hvalnes. Erindið barst sjávarútvegsráðu- neytinu í gær og hefur ekki verið svarað. Alls hafa 25 norsk skip leyfi til veiða í lögsögunni í senn og undan- farið hafa þau fyllt þann kvóta auk þess sem nokkur hafa beðið á hliðar- línunni eftir að komast að. Kvóti Norðmanna er tæplega 41 þúsund tonn, en aflinn til þessa mun vera sáralítill og hafa einhver skipanna gefist upp á leitinni. Fyrstu norsku skipin komu inn í lögsöguna upp úr 20. janúar og fjölg- aði þeim síðan jafnt og þétt. Í brælu um mánaðamótin, samfara aflaleysi, héldu þau inn á hafnir eystra og voru þar í nokkra daga. Frá 4. febrúar hafa þau nánast stöðugt verið 25 talsins við loðnuleit fyrir Aust- fjörðum. Veður hamlar veiðum Á loðnumiðunum fyrir Suðurlandi var ekkert hægt að aðhafast í gær vegna veðurs. Dagana á undan hafði orðið vart við loðnu og nokkur ís- lensk skip fengið afla. Sex færeysk skip hafa fengið leyfi til loðnuveiða við landið og eru þau fyrstu komin á miðin undan Suðurlandi. Norðmenn vilja fram- lengingu Lítill afli Norska skipið Brennholm við bryggju á Seyðisfirði í vetur.  Hafa leitað mikið en lítið fengið af loðnu Ljósmynd/Unnar Björn Már Ólafsson Jón Pétur Jónsson Sérstakur saksóknari hefur ákært þá Lárus Weld- ing, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, og Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankastjóra Saga Capi- tal, í tengslum við hið svokallaða Stím-mál. Fleiri mál sameinuð í eitt Ákærurnar voru að sögn Ólafs Þórs Hauksson- ar, sérstaks saksóknara, birtar þremenningunum í gær og hafa því ekki enn verið birtar opinberlega. Að sögn Ólafs eru í ákærunni tvö mál sameinuð í eitt. „Það er svipað og við höfum verið að gera t.d. í markaðsmisnotkunarmáli, bæði Kaupþings og Landsbankans, þar sem var ákært upp úr fleiri en einu máli,“ segir Ólafur. Málið verður þingfest 28. febrúar nk. í Héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið Stím var stofnað árið 2007 og keypti það hlutabréf í FL Group og Glitni fyrir tugi milljarða króna. Kaupin voru að miklu leyti fjármögnuð með láni frá Glitni og veð fyrir láninu voru aðeins í hlutabréfunum sjálfum. Á þessum tíma var FL Group stærsti hluthafi Glitnis og átti Glitnir 32,5% hlut í Stími. Árið 2010 fóru fram umfangsmiklar húsleitir vegna rannsókna embættis sérstaks sak- sóknara á Glitni. Voru þá þremenningarnir færðir til yfirheyrslna. Segist ekki hafa haft umboð Þorvaldur Lúðvík setti á Facebook-síðu sína í gær eftirfarandi tilkynningu vegna ákærunnar: „Í dag barst mér ákæra frá embætti sérstaks sak- sóknara. Í henni er ég ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum framkvæmdastjóra hjá Glitni vegna viðskipta með skuldabréf sem Stím ehf. gaf út. Nánar er tiltekið að ég hafi með „hvatningu og liðsinni“ stuðlað að fjártjóni sem síðar varð, en ekki lá fyrir að myndi verða er viðskiptin áttu sér stað árið 2008. Þess ber að geta sérstaklega að ég vann ekki í Glitni fyrr eða síðar, né hafði umboð fyrir hönd þess banka. Þá er að ákveðnu leyti léttir að þremur og hálfu ári eftir að hafa fengið stöðu sakbornings skuli nú leitast við að skýra það.“ Sérstakur saksóknari ákærir þrjá vegna Stím-málsins  Tveir bankastjórar og einn framkvæmdastjóri ákærðir  Fyrirtaka 28. febrúar Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Tveir fyrrverandi starfsmenn ákærðir. Viðar Guðjónsson Anna Lilja Þórisdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að upp hafi komið þau sjónar- mið í samræðum deiluaðila í makríl- deilunni að eðlilegt sé að semja um alla flökkustofna í heild sinni. Þessum sjónarmiðum hafi verið velt upp af öllum deiluaðilum án þess að form- legar viðræður þess efnis hafi farið fram. Til þessa hefur verið reynt að ná samningum um hvern flökkustofn fyrir sig en án árangurs. Flökku- stofnarnir sem um ræðir eru síld, loðna og kolmunni auk makríls. „Það er engin samninganefnd sem beinlín- is hefur lagt þetta til. En það hefur verið rætt að það sé óforsvaranlegt að ekki séu samningar um alla þessa fjóra flökkustofna,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að slíkar hugmyndir hafi vaknað í ljósi þess hve erfiðlega samningsaðilum hefur gengið að ná saman um markrílveiðar. Því íhugi menn að þörf sé á breyttum vinnu- brögðum. Staða makrílmálsins var rædd á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gærkvöldi. Fram kom í samtali mbl.is við Sigurð Inga að beð- ið væri niðurstöðu tvíhliða viðræðna Evrópusambandsins og Norðmanna um gagnkvæma samninga um veiðar í lögsögu landanna sem um ræðir. Í framhaldinu verði ákveðið hvort ástæða þyki til að boða til nýs samn- ingafundar. „En það styttist í að menn þurfi annaðhvort að ná nið- urstöðu eða slíta viðræðum, þannig að menn geti þá farið að hugsa til þeirra hagsmuna sem hvert strand- ríki þarf að hugsa til, jafnvel að út- hluta kvóta einhliða,“ segir hann. Samið verði um alla stofna  Styttist í að annaðhvort verði niðurstaða eða slit á viðræðum í makríldeilu  Deiluaðilar hafa viðrað hugmyndir um að semja um alla stofna í einu Morgunblaðið/Kristinn Meta stöðuna Ráðherrar upplýstu utanríkismálanefnd um stöðu makríldeilunnar í gærkvöldi. Karlmaður á sextugsaldri brann í andliti þegar hann fékk straum úr háspennustreng í jörðu þar sem hann var við vinnu fyrir Rarik nærri nýrri dælustöð við botn Eskifjarðar í fyrradag. Skv. upplýsingum frá starfsmanni fyrirtækisins fór betur en á horfðist og stóð maðurinn upp eftir að hann hafði fengið strauminn í sig. Þrír menn voru við vinnu þegar sprenging varð og kastaðist hinn slasaði frá en hinum varð ekki meint af. Mennirnir voru með varnartjald yfir sér en eftir sprenginguna sviðn- aði um 80 cm gat á það. Þá var hinn slasaði með öryggisgleraugu á sér sem vörnuðu því að ekki fór verr. Maðurinn hefur unnið hjá fyrir- tækinu í um 30 ár. Hann var þó flutt- ur á Sjúkrahúsið í Neskaupstað þar sem hann dvelur til aðhlynningar. vidar@mbl.is Brann í and- liti vegna rafstraums

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.