Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 ✝ Gunnar Jóns-son fæddist 4. júní 1932 í Reykja- vík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 5. febr- úar 2014. Foreldrar hans voru Ólöf Guð- mundsdóttir, f. 1902, d. 1946, og Jón Jónsson, f. 1902, d. 1948. Bræður Gunnars voru Magnús Jónsson, f. 1933, Vignir Ársæls- son, f. 1924, d. 1979, og Guð- mundur Ársælsson, f. 1925, d. 1995. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Jóna Jónsdóttir, f. 1933, frá Fáskrúðsfirði. For- eldrar hennar voru Stefanía Sig- ríður Ólafsdóttir, f. 1894, d. 1971, og Jón Oddsson, f. 1891, d. an í Hvammstangakirkju á vígsludegi kirkjunnar 21. júlí 1957. Gunnar lauk námi sem húsa- málari 1952. Árið 1953 hóf hann störf sem sölumaður hjá heild- verslun Ásbjörns Ólafssonar í Reykjavík. Gunnar réðst til starfa hjá lögreglunni árið 1957 en lét af störfum þar árið 1965 er hann hóf akstur hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Árið síðar flutti fjöl- skyldan til Húsavíkur. 1977 tók hann við starfi deildarstjóra í bíla- og skipaafgreiðslu KÞ. Gunnar og Jóna fluttu aftur til Reykjavíkur árið 1986. Þá gerð- ist hann lagerstjóri hjá versl- uninni Miklagarði og var þar til loka árs 1990. Síðustu tíu ár starfsævinnar starfaði Gunnar sem verkstjóri í Gasstöð olíufé- lagsins Esso. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 13. febr- úar 2014 kl. 13.00. 1933. Börn Gunnars og Jónu eru: 1) Jó- hann, f. 1957, kvæntur Huldu Jónsdóttur, f. 1959. Börn þeirra eru Lára Sóley, Jón Hafsteinn og Bene- dikt Þór. Sonur Jó- hanns er Aðalsteinn Gunnar. 2) Stef- anía, f. 1960, gift Óskari Aðalbjarn- arsyni, f. 1969. Börn þeirra eru Erla og Atli. Börn Stefaníu eru Jóna og Viktor. 3) Hermína, f. 1961, gift Val Gunnarssyni, f. 1958. Börn þeirra eru Hildur, Gunnar og Vikar. Dóttir Herm- ínu er Ólöf. Dóttir Vals er Birg- itta Maggý. Barnabarnabörn Gunnars og Jónu eru 7 talsins. Gunnar og Jóna voru gefin sam- Ég var búin að panta mér flug frá Noregi á miðvikudag til að hitta pabba sem varð skyndilega verri af sjúkdómi sínum. En áður en ég komst af stað hringdi systir mín og sagði að pabbi hefði dáið um morguninn. Þó svo að ég ætti von á þessum fréttum þá varð áfallið stórt. Elsku pabbi sem alltaf var svo sterkur og bar sig svo vel. Hann hafði stórt hjarta og fullt af visku. Og alltaf hafði hann einhver skapandi verk í gangi. Hans stóra áhugamál í gegnum lífið var að taka ljós- myndir og af því njótum við góðs í dag. Pabbi sendi mér oft tölvu- póst, hann hafði einstaka frá- sagnargáfu og bréfin voru full af húmor. Síðustu ár notaði hann skype óspart og við áttum mörg góð samtöl. Árið 2000 komu pabbi og mamma á ferðabílnum sínum til Noregs í sína fyrstu heimsókn til okkar og við fórum saman í ferðalag um Noreg. Við tókum oft ferjur og á meðan við biðum eftr ferjunum fann pabbi alltaf einhvern Norsara til að tala við. Hann var aldrei hræddur við að hafa samskipti við fólk þótt hann kynni ekki tungumálið. Hann var líka duglegur að rækta vinskapinn sem hann hafði stofn- að til. Vinir mínir nutu alltaf mik- illar gestrisni í mínum foreldra- húsum. Best þótti mér að hafa pabba með þegar ég var að sýna norskum vinum mínum Ísland. Hann bjó yfir svo miklum fróð- leik og hafði gaman af að segja frá. Hann hefur alltaf verið mikill bílskúrskarl enda alltaf að dunda við eitthvað og allt sem hann gerði var gert með vandvirkni. Í dag kveðjum við föður, tengda- föður, afa og langafa með söknuð í hjarta, og einnig þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta tilveru hans í svo mörg ár. Hvíl í friði. Hermína Gunnarsdóttir. Elsku faðir minn er fallinn frá. Ég fann það á mér síðustu vikur að það færi að styttast í veru hans hér á jörðu en maður er samt aldrei viðbúinn. Hann hafði verið á spítala í rúmar fjórar vikur áð- ur en hann lést. Alltaf var von á honum heim, búinn að panta sér göngugrind með sæti sem hann gæti sest á þegar hann þreyttist. Pabbi var mikill bílskúrskarl og nágranni hans kom stundum við hjá honum í bílskúrnum í Hvera- gerði. Sá gekk um með göngu- grind. Ég hafði orð á því við pabba að nú gætu þeir farið sam- an í göngutúr með grindurnar sínar. En pabbi var ekki mikið fyrir það að fara í göngutúra og sá þá bara fyrir sér sitja á grind- unum sínum með bílskúrinn op- inn. Ég held að pabbi hafi verið far- inn að undirbúa för sína en hann vildi vera viss um það að það myndu einhverjir áhugasamir viðhalda „blettinum“ sem kallað- ur er og er í Línakradal í Húna- vatnssýslu. Foreldrar mínir byrj- uðu fyrir um 20 árum að tæta upp landið og gróðursetja, en þetta land, sem var ca. 2,5 hektarar, hafði mágur minn erft. Foreldrar mínir eignuðust svo síðar land sem var fyrir neðan og að Mið- fjarðarvatni. Áður en þau hættu að vinna voru þau nær hverja helgi þarna á sumrin og síðar dvöldu þau nokkrar vikur á sumri. Þau áttu bát sem pabbi dyttaði að á hverju ári. Bátinn notuðu þau til að fara út á vatnið og leggja net. Þegar þau voru á staðnum var venjan að flagga. Það var ekki síður gert til þess að þeir sem leið áttu hjá gætu séð að þau voru á staðnum. Mjög oft kom fólk við hjá þeim á ferð sinni um landið, pabbi elskaði að hitta fólk. Við hjónin höfum aðeins komið að gróðursetningu og munum pottþétt viðhalda blettin- um og bátnum ásamt mörgu öðru góðu fólki. Hann átti annan bát heima í Hveragerði sem hann, ásamt vini sínum Jóni, gerði upp fyrir tveimur árum. Þeir höfðu farið nokkrum sinnum frá Þor- lákshöfn, en ætlunin var að fara miklu oftar. Pabbi var með stórar hugmyndir og langanir til að gera ýmsa hluti, en heilsan kom í veg fyrir það síðustu árin. Ég ætla nú ekki að hafa þessi orð fleiri og kveð pabba með söknuði. Hvíl í friði. Stefanía Gunnarsdóttir. Elsku afi minn. Ég vildi að ég gæti heyrt sögurnar þínar einu sinni enn og klárað að fara í gegn- um allar myndirnar með þér sem við náðum ekki að skoða saman. Þú elskaðir að taka myndir og deildir þessum frosnu augnablik- um gjarnan með þeim sem vildu sjá og heyra sögurnar á bak við þau. Þú mundir alltaf hverjir allir voru og af hvaða tilefni myndin var tekin. Mér er minnisstætt þegar ég kom með ástralskan skiptinema í heimsókn til ykkar ömmu, og þú settir hann niður inni í aukaher- bergi með fullt af albúmum og byrjaðir að segja frá. Ástralinn skildi varla meira enn tvö orð í ís- lensku, og þú talaðir ekki mikla ensku, en á þinn einstaka hátt tókst þér að gera þig skiljanleg- an. Fyrir manneskju sem ekki talaði annað mál en íslensku hafðir þú stóra hæfileika innan alþjóðlegra samskipta, sennilega eitt af því sem þú lærðir á ferða- lögum þínum um heiminn. Gult rafhjól, ljár, ferðabíll, trilla, lýsi, skyr með rjóma, rönd- ótt skyrta og axlabönd, langar ræður, ferðatöskumerkimiðar (taskan er aldrei of vel merkt). þetta eru nokkrir hlutir sem minna mig alltaf á þig og sem ósjálfrátt fá mig til að brosa út í annað – hversu skrítið sem það kannski hljómar Elsku afi, þú varst ein af stoð- unum í mínu lífi, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mína. Ég vildi óska að ég hefði náð að kveðja þig, en vona og trúi að þú hafir vitað hvað mér þótti vænt um þig. Ég sakna þín alveg ógurlega nú þegar. Ástarkveðjur. Ólöf. Elsku afi minn er fallinn frá. Hann var góður maður og kunni ýmislegt. Hann var alltaf til í að segja sögur af sér þegar hann var yngri og segja frá hvernig lífið hefði verið í gamla daga. Afi hafði verið hjartveikur í langan tíma en virtist alltaf vera svo hraustur. Honum fannst mjög gaman að fara með barnabörnin sín í ferða- lög um Ísland. Ég fór í eitt skiptið með honum, ömmu og Viljari litla frænda mínum hringinn í kring- um Ísland. Við ferðuðumst út um allt land, heimsóttum helstu ferðamannastaði Íslands og nokkur tjaldsvæði þar sem við gistum í hjólhýsi þeirra ömmu og afa. Afi var enginn tungumála- maður en gat alltaf gert sig skilj- anlegan með einhvers konar fingramáli og teikningum. Afi var mikið fyrir að taka myndir og var í því að sortera myndir í mynda- albúm sem er alltaf gaman að skoða, þar eru myndir frá því að maður var ungbarn þangað til maður er orðinn hávaxinn ung- lingur. Þegar ég var 11 ára sendi ég afa mínum tölvupóst og þar hafði ég búið til ljóð sem kallast Lífið og hljóðaði tölvupósturinn á þessa leið: „Mig langar bara að segja þér að þú ert mjög góður afi og ég hlakka til að sjá þig aftur. Ég bjó til ljóð sem heitir Lífið og er það svona: Lífið getur verið stutt. Lífið getur verið langt. Lífið er að lifa og þykja vænt um það. Maður skal lifa vel sitt líf og ekki hugsa um dauðann. Þú ert heppin/n að lifa. Svona var ljóðið sem ég bjó til en áður en ég kveð ætla ég að biðja þig um að senda skilaboð frá mér til ömmu að hún sé æð- isleg og hafi alltaf verið, en þú afi hefur líka alltaf verið æðislegur. Með bestu kveðju, Erla barna- barn.“ Eftir að afi dó fannst þessi póstur og hafði afi prentað hann út og sett í möppu. Þessi tölvu- póstur segir mikið um hvað mér þótti vænt um afa. Mér leið alltaf vel með honum og var gaman að heyra hann segja manni sögur frá yngri árum hans. Elsku afi, ég mun sakna þín mjög mikið og hugsa oft til þín. Erla Óskarsdóttir. Elsku afi. Ég stóð í bílskúrnum þínum fyrr í vikunni og skoðaði allt dótið þitt. Ég andaði að mér afalykt- inni og snerti hlutina þína. Þeir lágu á borðinu alveg eins og þú skildir við þá. Ég trúi ekki að þú sért ekki hjá okkur lengur. Þegar ég loka augunum sé ég þig fyrir mér í vinnugallanum þínum, þú varst alltaf eitthvað að brasa. Ég heyri hláturinn þinn, og ég heyri þig þrasa því þér fannst ég ekki fara nógu varlega. Þú lést mig alltaf finna að þér var ekki sama. Ég er þakklát fyrir það. Ég á margar minningar um þig frá því að ég var barn. Ég gleymi því til dæmis aldrei að alltaf þegar ég var í heimsókn á Hrísateignum þá píndirðu mig til að súpa stóra skeið af lýsi á morgnana. Mér fannst það alveg ógeðslega vont, en þú lofaðir að ég yrði jafn stór og sterk og þú svo ég lét mig hafa það. Ég vona að einhvern daginn geti ég sagt mig jafn stóra og sterka og þig. Mér fannst alltaf ótrúlega gaman að gramsa í dótinu inni í afaherbergi. Eitt sinn fann ég lít- ið upptökutæki sem þú leyfðir mér að leika mér með. Ég til- kynnti að ég ætlaði að verða einkaspæjari eða blaðakona. Síð- ar ætlaði ég að verða söngkona, smiður og á endanum læknir. Það var sama hvað það var, þú hvattir mig áfram Þú hafðir trú á mér. Ég elskaði að þú hafðir alltaf tíma til að sýna mér myndirnar þínar, og þú kunnir sögu um hverja einustu. Þú þekktir alla, og mundir eftir öllum og öllu. Þú vissir allt. Alltaf þegar ég er á ferðalagi hugsa ég til þín. Þú varst alltaf með á hreinu hvaða fjall var á vinstri hönd, og hvaða bær var á hægri hönd. Þú hafðir gaman að frímerkjum og þegar ég fór í bak- pokaferðalag urðu „póstkorta mánudagar“ til. Ég sendi þér póstkort fyrsta mánudaginn í hverju landi. Ég veit að þú hélst mikið upp á þau. Mér þótti vænt um að vita að þú hafðir áhuga á því sem ég var að gera. Þú hafðir einstaka hæfileika til að kynnast fólki. Þú spjallaðir, og skiptist á bréfum, við fólk á hin- um ýmsu tungumálum þó að þú kynnir bara íslensku. Þú lést ekk- ert stoppa þig. Elsku afi. Þú varst svo margt og þú skilur svo mikið eftir þig. Ég er stolt yfir að hafa átt jafn frábæran mann og þig sem afa, og ég mun aldrei hætta að minn- ast þín. Takk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Ástarkveðja, þín, Hildur. Elsku afi. Nú kveðjumst við í bili. Ég hélt að það myndi aldrei gerast. Ég hélt þú myndir lifa að eilífu, en þú munt alltaf lifa með mér. Þegar ég hugsa um okkar veg saman, þá áttum góðar stundir. Þú varst góður en samt strangur. Ég á margar minningar af okkur að dunda okkur saman þegar ég var lítil. Ég man eftir heitum örmum þínum þegar ég meiddi mig, og ströngum tóni þínum þegar ég var að prakkarast. Ég man þegar við vorum sam- an í ferðabílnum og ég sat með hárburstann hennar ömmu og sagði „hér á hægri hönd sjáum við Akrafjall“ og svo framvegis. Og ekki má gleyma gömlu veg- unum sem þú keyrðir á í eld- gamla daga. Þú sagðir „þarna keyrði ég þegar ég var ungur“. Við fórum út um allt og það er svo margt sem ég get sagt um ferðir okkar um landið. Þú þekktir fólk og ættingja úti um allt. Allir vissu hver þú varst. Ég man þegar við bjuggum í Baldursbrekku. Þú passaðir upp á okkur öll. Stóru strákarnir komu til þín til að tala um skelli- nöðrur og við börnin komum og fengum lakkrís. Ég var svo stolt yfir því að þetta væri afi minn. Ég gleymi því aldrei þegar við fórum út til að renna á þotu. Þú ýttir mér og ég klessti á stein og fékk gaddavír í nefið. Þú varst samtundis mættur til að hugga mig. Ég hló ekki mikið þá, en það geri ég núna þegar ég hugsa um þessa stund. Þú bjóst til snjóhús handa okk- ur og þér datt margt í hug sem við gátum dundað okkur við. Ég man þegar við mamma fluttum til Reykjavíkur, og hvað ég saknaði þín og ömmu. Þið komuð samt alltaf í heimsókn og færðuð öllum gjafir. Þið hugsuð- uð alltaf um alla, og gleymduð aldrei neinum. Ég hlakkaði alltaf til að verða alveg eins og þið þeg- ar ég yrði stór. Þú hefur alltaf verið stoltur af uppruna þínum og verið dugleg- ur við að segja mér hvaðan ég er. Ég hlakka til að geta sagt mínum barnabörnum allar sögurnar sem þú sagðir mér. Ég mun sakna þess að tala við þig á Skype þó að símtölin okkar hafi ekki verið löng, en ég mun sakna þess að heyra röddina þína. Hver á núna að segja mér hvernig veðrið á Íslandi er? Þú munt alltaf lifa í minning- unum. Ég elska þig, afi. Þín Jóna og fjölskylda. Sæll frændi – þannig var ávallt okkar kveðja í síma eða þegar við hittumst og alltaf var kveðja Gunnars glaðleg og innileg. Það er gott að tala við fólk þegar mað- ur finnur að samtalið er kærkom- ið. Þannig var Gunnar frændi gerður. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, kom fram af hispursleysi, blátt áfram og fagnandi. Ég var svo heppinn að eiga Gunnar frænda sem fyr- irmynd. Ein af fyrstu bernsku- minningum mínum um frænda var stór maður í lögreglubúningi – hetja í augum barnsins. Gunnar var glæsilegur maður, hávaxinn og glaðlyndur. Hann hafði unun af því að eiga samskipti við fólk og alls ófeiminn að tjá sig við menn og um málefni. Hann hafði þennan milda og kitlandi hlátur sem ég á eftir að sakna mikið. Hann hafði líka húmor fyrir sjálf- um sér og skoplegum aðstæðum og naut þess að vera húmorsmeg- in í samtölum. Auðvitað gat hann verið þver eins og ættin öll en það skemmdi aldrei fyrir, nema kannski þegar hann fyrir fáein- um árum fór fyrir Hafnarfjallið með hjólhýsið í bandvitlausu veðri. Hjólhýsið fauk á hliðina og skemmdist en annað slapp nema Gunnar frændi missti kúlið í nokkrar vikur. Gunnar var mjög ættrækin og lagði sig mjög fram um að hafa samband við ættingja sína, bæði fyrir austan og norðan. Meiri Húnvetning er vart hægt að finna og íslenska fánann hafði hann í hávegum hvert sem hann fór. Hann var mjög stoltur af því að afi hans hafði verið formaður fánanefndarinnar sem skóp ís- lenska fánann. Maður vissi alltaf þegar maður var á leið um þjóð- veginn í Línakradal hvort Gunn- ar og Jóna væru á Blettinum sín- um því þá blakti íslenski fáninn við hún. Við frændur ræddum alltaf reglulega saman í síma milli þess sem við hittumst og í samtölum okkar kom iðulega í ljós væntum- þykja hans í garð afkomendanna. Það var sama hvað gekk á, eins og gengur og gerist, alltaf skein stolt úr hjarta Gunnars þegar hann talaði um fólkið sitt. Hann var traustur maður með gott hjartalag sem naut þess að hjálpa öðrum. Hann var bóngóður með afbrigðum og naut þess að gleðja aðra með greiðvikni. Ég minnist allra hlutanna sem Gunnar bjó til eða endurgerði. Hvort sem það var dúkkuhús fyrir barnabörnin eða uppgerður trébátur til að nota við silungsveiðar á Miðfjarð- arvatninu þá var það vönduð smíði. Það lék allt í höndunum á Gunnari. Hann var sífellt að skapa eitthvað í kringum sig og naut þess að græða umhverfið. Dætur okkar höfðu sérstakt dá- læti á Gunnari frænda, sem alltaf átti handa þeim Prins Póló í hjól- hýsinu á sumrin þegar þær voru hnátur og hjá Gunnari og Jónu höfum við hjónin og dæturnar alltaf verið aufúsugestir og feng- ið höfðinglegar móttökur. Allir eiga sér sínar fyrirmynd- ir og það er mikilvægt öllu ungu fólki að fyrirmyndirnar séu góðar og traustsins verðar. Gunnar frændi var mín góða fyrirmynd frá því ég man eftir mér og fyrir það er ég þakklátur. Mikill föð- urlandsvinur og tryggðatröll er horfið á braut en góðar minning- ar verma hugann. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Vertu sæll, frændi. Ársæll, Gunnhildur og dætur. Góður drengur er fallinn frá. Gunnar andaðist á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 5. þessa mánaðar. Með örfáum orðum langar mig að minnast þessa félaga míns og samstarfsmanns yfir ákveðið tímabil. Starfssvið Gunnars var nokk- uð fjölþætt. Ungur lærði hann til húsamálunar og vann við þá iðn um tíma eftir að hafa lokið námi. Um tíma starfaði hann sem lög- regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Síðan gerðist hann langferðabílstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga ásamt deildarstjórn. Starfstíma hans hjá KÞ bjuggu þau hjón á Húsavík. Eftir flutn- ing til Reykjavíkur hófu þau hjónin störf hjá Miklagarði, stór- verslun í eigu Sambandsins. Starfsemi þeirrar verslunar var lögð niður. Fljótlega eftir þetta hóf Gunnar störf hjá Olíufélaginu hf. og vann sem verkstjóri í gasá- fyllistöð félagsins. Þótt ég hafi Gunnar Jónsson ✝ Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT DAGBJÖRT BJARNADÓTTIR, Maddí, áður til heimilis að Reykjavíkurvegi 39 (Tungu), Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi fimmtu- daginn 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Birna G. Flygenring, Albert Baldursson, Garðar Flygenring, Erna Flygenring, Pétur Þór Gunnarsson, Bjarni Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.