Morgunblaðið - 13.02.2014, Side 19

Morgunblaðið - 13.02.2014, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Varsjá. AFP. | Tugir hjóna halda á kampavínsglösum, gráhærð og skælbrosandi, við hátíðlega athöfn þeim til heiðurs í Varsjá. Þau hafa lifað af 50 ára hjónaband og í Pól- landi telst það yfrið nóg til að verð- skulda orðu frá forsetanum. „Til að uppfylla skilyrðið þarf fólk að skila heilum 18.000 vinnudögum. Það krefst miklu minni vinnu að fá aðrar orður, þannig að það er veru- legt afrek að vera saman í hnapp- heldunni í hálfa öld,“ sagði Hanna Gronkiewicz-Waltz, borgarstjóri Varsjár, þegar hún ávarpaði hjónin við athöfnina. Hjónin ganga ein í einu eftir rauð- um dregli til að taka við orðunni sem er silfurhúðuð með samanfléttaðar rósir í miðjunni og bleikan borða. Fjölskyldur þeirra fylgjast með og fagna fyrir aftan þau í Brúðkaups- höllinni svonefndu í Varsjá. Á ári hverju eru að meðaltali veittar 65.000 orður fyrir gullbrúð- kaup í Póllandi, samkvæmt upplýs- ingum frá pólska forsetaembættinu. Hjón eru heiðruð í fleiri löndum þeg- ar þau ná þessum áfanga, til að mynda fá bandarísk hjón kveðju frá forsetanum í Hvíta húsinu þegar þau halda upp á 50 ára hjúskaparafmæli. Bretar þurfa hins vegar að vera í 60 ár í hjónabandi til að fá kveðju frá drottningu sinni. Sjálf náði Elísabet 2. þeim áfanga fyrir sjö árum. Pólland er hins vegar eina landið þar sem hjón fá orðu frá forsetanum þegar þau halda upp á gullbrúð- kaupið, að sögn Megan Robertson, 54 ára forritara sem heldur uppi vef- síðu um orður í heiminum. Miklu al- gengara er að orður séu veittar fyrir hetjudáðir í hernaði. Vísbending um gildismat Robertson segir að mörg dæmi séu um að konur hafi fengið orður fyrir að fæða mörg börn, einkum í kommúnistaríkjum. Þegar komm- únistar voru við völd í Rúmeníu hafi konur fengið „orðu móðurhetj- unnar“ eftir að hafa fætt tíu börn. „Það er reyndar heilmikil hetjudáð í mínum augum.“ Robertson bætir við að orðuveit- ingar séu vísbending um hvað þjóðir telji mikilvægt, hvort sem orðurnar eru veittar fyrir einhver ákveðin störf, svo sem hermennsku, eða fyrir að geta af sér nógu mörg börn fyrir verksmiðjurnar og herinn. Pólska gullbrúðkaupsorðan var fyrst veitt árið 1960, að sögn Marcin Zaremba, sagnfræðiprófessors í Varsjá. Hann segir að orðan hafi verið liður í „íhaldsbyltingu“ í Pól- landi eftir dauða Jósefs Stalíns. Orðan endurspegli afstöðu pólsku valdaelítunnar til stalínismans og afturhvarfs hennar til hefðbundinna fjölskyldugilda. Leiðtogi pólska kommúnistaflokksins á þessum tíma, Wladyslaw Gomulka, hafi sjálf- ur verið í farsælu hjónabandi og haft ímugust á skilnuðum og hjúskapar- brotum. Skilnuðum hefur fjölgað í Póllandi á síðustu áratugum. Árið 1980 hafði 13% hjónbanda lokið með skilnaði, en tæpum 32% árið 2012. Skiln- aðarhlutfallið er þó enn miklu lægra í Póllandi en í löndum á borð við Lettland og Portúgal þar sem 70% hjónabanda lýkur með skilnaði. Fá orðu fyrir gullbrúðkaup  Hjón heiðruð fyrir 50 ára hjúskap AFP Afrekaði hálfa öld í hjónabandi Stoltur afi sýnir barnabarni orðuna sína eftir athöfn í Brúðkaupshöllinni í Varsjá. AFP Gullbrúðkaup Heiðurshjón með orðu frá forseta Póllands fyrir 50 ára hjónaband í blíðu og stríðu. CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymsluhólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN citroen.is • 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3 Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil VERÐ FRÁ: 2.382.470 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.990.000 KR. MEÐ VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.