Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Rauð viðvörun vegna óveðurs  Hæsta hættustig vegna aftakaveðurs í Bretlandi  Ekkert lát á flóðunum Breska veðurstofan gaf í gær út „rauða viðvörun“, sem er hæsta hættustigið, vegna aftakaveðurs á norðvestanverðu Englandi og í vesturhluta Wales. Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem veðurstofan gef- ur út rauða viðvörun sem felur í sér að hætta er talin á manntjóni og miklu eignatjóni og fólk er hvatt til að forðast hættusvæðin. Að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins var talið að vindhraðinn gæti orðið allt að 55 m/s. Ótt- ast var að fárviðrið myndi valda rafmagnsleysi og varað var við háum öldum á strandsvæðum í vestanverðu Wales og norðvesturhluta Englands. Ekkert lát var á flóðum vegna mikils úrhellis í Bretlandi síðustu daga og spáð var áframhaldandi rigningu víða á landinu í gær. Íbúum á fjórtán stöðum var talin stafa hætta af flóðum í sýslunum Birkshire og Surrey, vestan við Lundúnir, og á tveimur stöðum í Somerset á suðvestanverðu Englandi. Vatn hefur flætt inn í meira en 1.000 íbúðir vestan við Lundúnir eftir að Thames flæddi yfir bakka sína. EPA Allt á floti Björgunarmenn vaða vatn á götu í bænum Staines-upon-Thames í Surrey. Nokkrum íbúum var bjargað úr umflotnum húsum í bænum í gær eftir að Thames flæddi yfir bakka sína. Talsmenn stóru flokkanna í Bret- landi ætla að senda skoskum kjós- endum þau skilaboð að bresk stjórn- völd myndu hafna myntbandalagi við Skotland ef þeir samþykkja sjálf- stæði í þjóðaratkvæði sem fram fer í september, að sögn breska dag- blaðsins The Guardian. George Osborne, fjármálaráð- herra Bretlands, Danny Alexander, talsmaður Frjálslyndra demókrata í fjármálum, og Ed Balls, talsmaður Verkamannaflokksins, ætla að vara skoska kjósendur við því að sjálf- stætt Skotland geti ekki haldið pundinu, að sögn The Guardian. Blaðið hefur eftir skoskum and- stæðingi sjálfstæðis Skotlands að slík álitamál geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðinu. „Tvær fylkingar hafa búið um sig í skotgröfum – um 35% styðja sambandið við Bretland og láta ekki haggast og um 25% styðja sjálfstæði. Síðan eru um 35% í miðjunni sem ljá sennilega máls á sjálfstæði en þurfa að vera alveg viss um að því fylgi ekki nein hætta, einkum efnahagsleg.“ Myndu ekki taka við skuldum Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, vill að Skotland verði sjálfstætt ríki en haldi pundinu. Breski seðlabanka- stjórinn Mark Carney hefur sagt að að ef sjálfstætt Skotland vilji halda pundinu þurfi Skotar að sætta sig við „nokkurt valdaframsal“. Talsmaður Salmonds sakaði í gær bresk stjórnvöld um að reyna að „kúga“ Skota til að greiða atkvæði gegn sjálfstæði og sagði að Skotar myndu ekki taka við hluta af skuld- um Bretlands nema þeir fengju að halda pundinu. Það myndi stórskaða bresk fyrirtæki ef bresk stjórnvöld hafna myntbandalagi við sjálfstætt Skotland. bogi@mbl.is Hafna mynt- bandalagi Vill pundið Alex Salmond, forsætis- ráðherra heimastjórnar Skotlands.  Sjálfstætt Skotland haldi ekki pundinu AFP Um 2.500 hjón voru gefin saman í einu lagi í Suður-Kóreu í gær á vegum Einingarkirkjunnar, sem kennd er við stofnanda hennar, Sun Myung Moon. Þetta var önnur fjöldahjónavígslan á vegum kirkjunnar frá því að Moon lést í september 2012, 92 ára að aldri. Ekkja hans, Hak Ja Han, sem er 71 árs, stjórnaði hjónavígslunni sem fór fram í höfuðstöðvum kirkjunnar í Gapyeong, austan við höfuðborgina Seoul. Mörg hjónanna voru pöruð saman við sérstaka trúlofunarathöfn sem fór fram undir stjórn ekkjunnar nokkrum dögum fyrir hjónavígsluna. Þúsundir hjóna gefnar saman í einu lagi EPA fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta eykmeð tvír ðlahangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu hetBruc ta með hráskinku, balsam nmgrill uðu Miðjarðar- hafsgræ K r a b b a - salat f ðboskum kryddjurtum í brau B r u c h e t t a Mimeð jarðarhafs-tapende aR i s rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn ónmeð japönsku maj sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott á salatið. Hollt oggott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Vísindamenn hyggjast rað- greina allt gena- mengi Ríkharðs 3. til að afla frek- ari upplýsinga um konunginn, m.a. um háralit hans, augnalit, forfeður og skyldleika við fólk sem lifir núna. Þetta er í fyrsta skipti sem allt genamengi sögufrægs manns er raðgreint, að sögn The Telegraph. Bein konungsins fundust undir bílastæði í Leicester og rannsókn hefur leitt í ljós að hann var krypp- lingur. Ennfremur hafa fundist vís- bendingar um að hann hafi verið með þráðorm, sníkil sem var al- gengur á Englandi þegar Rík- harður var uppi. Vísindamenn vona að DNA-rannsóknin leiði m.a. í ljós hvort málverk, sem til eru af hon- um, gefi rétta mynd af útliti hans. ENGLAND Genamengi Rík- harðs 3. raðgreint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.