Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Tuttugu og fimm sóttu um tólf stöður deildarlækna á lyflækningasviði Landspítalans sem auglýstar voru í lok janúar en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Eftirspurnin eftir störfunum sætir nokkrum tíðindum, þar sem mannekla hefur plagað lyf- lækningasviðið síðustu misseri, en gerðar hafa verið ákveðnar skipu- lagsbreytingar sem virðast hugnast unglæknum. Davíð O. Arnar, framkvæmda- stjóri lyflækningasviðs, segir vöntun á unglæknum hafa skapað mikla erf- iðleika fyrir sviðið og sett af stað nei- kvæða keðjuverkun en unnið hafi verið að umbótum. „Við breyttum um nálgun, bæði var skipt um stjórnend- ur víða á lyflækningasviðinu í haust og síðan endurskipulögðum við þetta deildarlæknaprógramm. Niðurstað- an er sú að það sækja 25 um 12 stöður, sem er mjög ánægjulegt og mikil umskipti frá því sem var,“ segir hann. Davíð segir að- gerðirnar m.a. fel- ast í því að standa vörð um kennslu- þáttinn til að ná meira jafnvægi milli náms og vinnu- framlags. Hann segir aðgerðirnar hafa verið fjármagnaðar með styrk frá heilbrigðisráðuneytinu en fyrst og fremst hafi verið um skipulags- og viðhorfsbreytingar að ræða. „Þetta kostar ekki neina formúu, alls ekki,“ segir hann. Davíð segir þessi umskipti í af- stöðu unglæknanna afar mikilvæg en fjölþætt vandamál blasi enn við lyf- lækningasviðinu. „Það hefur til að mynda verið mikið álag á hjúkrunar- fræðingunum, og að vissu leyti und- irmönnun þar, og við erum að reyna að bæta úr því. Þá hefur verið skort- ur á sérfræðilæknum og þegar vant- ar deildarlækna bætist álag á þá,“ út- skýrir hann. „Svo eru ákveðin skipu- lagsmál sem við þurfum að taka á, þannig að það er af mörgu að taka.“ Davíð segist ekki gera ráð fyrir að þessi góða nýliðun á lyflækningasvið- inu verði til þess að tómarúm mynd- ist annars staðar í heilbrigðisþjón- ustunni. Flestir umsækjendanna ljúka kandidatsári sínu í sumar og hefja störf þá eða með haustinu. „Við erum líka að vinna í því að laða að hjúkrunarfræðinga og efla nýliðun meðal sérfræðilækna, þannig að ef allt gengur eftir vonast ég til að mönnunin á sviðinu verði mjög góð strax í haust,“ segir Davíð. Umbæt- urnar séu stórt og mikið verkefni en því miði í rétta átt. Meiri eftirspurn eftir störfum í kjölfar skipulagsbreytinga  25 sóttu um 12 stöður á lyflækningasviði  Skref í rétta átt Davíð O. Arnar Samningamenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins hafa ákveðið að ræða ekki við fjöl- miðla næstu fjórar vikurnar. Náist ekki samkomulag um sjúkraflutn- inga innan fjögurra vikna hefjast viðræður um verklok. Samkomulag er milli aðila um að ræða ekki málið við fjölmiðla meðan reynt er að leita samninga um málið. „Menn komust að þessari sameiginlegu niðurstöðu á meðan verið var að þreifa betur á málinu. Með þessu móti teljum við að hægt sé að ein- beita sér að verkinu í ákveðinn í tíma og koma svo að lokum með sameiginlega yfirlýsingu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu. Seinasti samningur milli slökkvi- liðsins og ríkisins rann út árið 2011 og ekki hefur tekist að undirrita nýjan samning þrátt fyrir mikla viðleitni. vidar@mbl.is Samningamenn ætla ekki að ræða við fjöl- miðla á meðan viðræðurnar standa yfir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Verði frumvarpið að lögum þá von- umst við til þess að það geti leitt til minni útgjalda ríkissjóðs og skýrari yfirsýn fáist yfir alla fjárlagagerð- ina.. Það er algjörlega nauðsynlegt að hagræða í ríkisrekstrinum, draga úr útgjöldum og spara,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar, en hún hefur ásamt Guð- laugi Þór Þórðarsyni, varaformanni fjárlaganefndar, og öðrum í meiri- hluta nefndarinnar lagt fram frum- varp á Alþingi til breytinga á fjöl- mörgum lagaákvæðum um markaðar tekjur ríkissjóðs. Með mörkuðum tekjum er átt við lögþvingaðar rík- istekjur sem sam- kvæmt sérlögum eru sérstaklega eyrnamerktar til þess að standa undir kostnaði við tiltekna mála- flokka, verkefni eða stofnan- arekstur. Í frum- varpinu eru lagð- ar til breytingar á einum 63 lagabálkum í því skyni að leggja þessar tekjur af. Verði frumvarpið að lögum munu tekjurnar renna beint í ríkissjóð. Í greinargerð með frum- varpinu segir að viðkomandi fjár- lagaliðir fái í staðinn beint framlag úr ríkissjóði, jafnhátt áætluðum tekjum. Þannig feli frumvarpið ekki í sér skerðingu á framlögum til stofn- ana heldur eingöngu breytingu á framsetningu reikningsskila þeirra. Vigdís bendir á að markaðar tekjur séu hátt í 20% af fjárlögunum, eða um 100 milljarðar króna. Sam- kvæmt könnun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins er er þetta hlutfall hvergi hærra, að Írlandi undanskildu. Hefur verið eyðsluhvetjandi „Þetta er mjög ógegnsætt fyrir- komulag og óskilvirkt. Það er raun- verulega eyðsluhvetjandi fyrir þær stofnanir sem hafa markaðar tekjur og þekkist varla í nágrannalöndum okkar. Breytingin myndi einfalda fjárlagagerðina til muna og gera hana markvissari, tekjurnar munu renna beint í ríkissjóð og síðan metur fjárveitingavaldið hvað þarf til,“ seg- ir Vigdís, sem vonast til að betri sam- vinna náist fram milli framkvæmda- valdsins, undirstofnana þess og fjárveitingavaldsins. Ávinningur af breytingunni er frekar talinn upp í greinargerð frum- varpsins. Ákvarðanir um ráðstöfun ríkistekna verði einungis teknar í fjárlögum og fjáraukalögum og eft- iráheimildir í lokafjárlögum leggist því af. Óvissu verði eytt um það hverjar séu fjárheimildir stofnana á fjárlagaárinu og „útgjaldavöxtur í gegnum sjálfvirkt streymi ríkistekna til stofnana“ er sagður leggjast af. Afnemi markaðar tekjur  Meirihluti fjárlaganefndar vill að tekjur af ýmsum gjöldum renni beint í ríkis- sjóð en ekki til stofnana  Fá í staðinn bein framlög  Eftiráheimildir leggjast af Vigdís Hauksdóttir Frumvarpið nær til breytinga á yfir 60 lagabálkum um margs- konar stofnanir og málaflokka á vegum ríkisins. Í öllum liðum er ákvæðum breytt þannig að markaðar tekjur af ýmsum gjöldum og eftirliti falla brott og í staðinn lagt til að þær renni beint í ríkissjóð. Sem dæmi um þessi gjöld er strandveiðigjald, sem mun fara beint í ríkissjóð, Fiskistofugjald, markaðsgjald Íslandsstofu, gjald vegna ólög- mæts afla, vörugjald af öku- tækjum og eldsneyti og þá munu olíugjald og kílómetra- gjald, sem til þessa hafa runnið til Vegagerðarinnar, renna beint í ríkissjóð. Olíugjaldið í ríkissjóð MARKAÐAR TEKJUR Lokað var fyrir bílaumferð á Laugavegi við Bar- ónsstíg og upp Vitastíg frá Hverfisgötu í gær á meðan verið var að lagfæra hellulögn á gatna- mótum Laugavegar og Vitastígs. Skipt var út seinlögn og undirlag lagfært. Til stóð að opna veginn að nýju síðdegis. Gangandi vegfarendur gátu farið hjáleið um Barónsstíg, niður Grett- isgötu og Frakkastíg meðan á framkvæmdunum stóð. vidar@mbl.is Laugavegur lokaður vegna hellulagnar Morgunblaðið/RAX Engin bílaumferð meðan steinlögnum var skipt út og undirlag lagað „Staðan er lítið breytt en það eru nú samt kannski einhver veik, já- kvæð teikn á lofti,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, en samninganefndir Kennarasam- bandsins funduðu á vinnufundi í gær með samninganefnd ríkisins. Fundur samninganefndanna mun halda áfram í dag. Samninganefnd Félags fram- haldsskólakennara mun svo í dag halda fund með trúnaðarmönnum sínum og formönnum kennara- félaganna. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur, formanns félags- ins, verður á fundinum farið yfir stöðu viðræðnanna. Veik, jákvæð teikn á lofti í viðræðum kennara og ríkisins Neyðaráætlun vegna flug- verndar var virkjuð í gær eftir að hótun barst flug- félaginu WOW air um að sprengja væri um borð í vél sem var á leið til Íslands frá London. Vélin lenti á Keflavík- urflugvelli en 145 farþegar voru um borð og 7 manna áhöfn. Rann- sókn lögreglu leiddi í ljós að 13 ára strákur hringdi inn hótunina og hefur hann gengist við því. 13 ára drengur hringdi inn hótun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.