Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 16
VERKEFNIN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Óvissa ríkir um það hvenær hafist verður handa um frekari tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokksins frá því í fyrravor segir ekkert um þetta efni sem hönd á festir. Aðeins segir að ríkisstjórnin leggi áherslu á „áframhaldandi styrkingu sveitarstjórnarstigsins og frekara samráð við sveitar- félögin um flutning verkefna til þeirra.“ Ríkisstjórnin hefur þó nýlega beitt sér fyrir flutningi ýmissa verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta. Voru lög um það sam- þykkt á Alþingi á síðasta ári. Hef- ur sú tilfærsla mælst vel fyrir hjá sveitarfélögunum Núverandi innanríkisráðherra og þar með ráðherra sveitarstjórn- armála, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, var lengi borgarfulltrúi í Reykjavík og borgarstjóri um tíma. Á þeim vettvangi sýndi hún til- færslu verkefna frá ríki til sveitar- félaga mikinn áhuga. Líklegt er því að hún eigi eftir að beita sér á þessu sviði. Tillögur liggja fyrir Fyrir tveimur árum skilaði nefnd á vegum innanríkisráðuneytsins undir formennsku Þorleifs Gunn- laugssonar tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þær voru margþættar, lutu meðal annars að rafrænni stjórnsýslu, lýðræðislegri þátttöku, mannréttindamálum, fjár- málum sveitarfélaganna, samvinnu þeirra og sameiningu og síðan einnig að verkaskiptingu á milli þeirra og ríkisins. Lagði nefndin til að áfram yrði haldið á þeirri braut að flytja verkefni frá ríki til sveit- arfélaga. Tillaga nefndarinnar var að mál- efni aldraðra, heilsugæsla og heimahjúkrun yrðu flutt samhliða til sveitarfélaga. Taldi nefndin að þetta ætti að gerast á árunum 2014 til 2015. Núverandi ríkisstjórn fékk þess- ar tillögur í arf en hefur ekki kveð- ið upp úr um hvernig hún hyggst bregðast við þeim. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði ekki tekið af skar- ið í þessu máli. Í stjórnarsáttmála hennar var aðeins talað um að stefnt skyldi að flutningi á mál- efnum aldraðra „á komandi árum“. Starfandi er á vegum velferð- arráðuneytisins nefnd sem fjallar um flutning verkefna á sviði þjón- ustu við aldraða. Eins og fram kemur í viðtali við Karl Björnsson, framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, hefur komið á daginn að ýmis ljón eru í vegi fyrir því að sú tilfærsla geti gengið hratt fyrir sig. Núverandi þjónusta af hálfu ríkisins þykir ekki nógu skýr og er of margþætt í fram- kvæmd og fjármögnun. Efling nýtur stuðnings Ljóst er að það er ríkjandi skoð- un meðal sveitarstjórnarfulltrúa og alþingismanna að rétt sé að efla sveitarstjórnarstigið. Fjöldi lítilla sveitarfélaga er sagður veikja kerf- ið. Ekki er þó verið að vinna að til- lögugerð um frekari sameiningu sveitarfélaga í stærri einingar um þessar mundir. Víða í sveitar- félögum er andstaða við frekari sameiningu og hafa tillögur um slíkt verið felldar í almennum at- kvæðagreiðslum. Í áliti nefndarinnar um eflingu sveitarstjórna frá 2012 var bent á það að tilraunaverkefni tveggja sveitarfélaga á sviði þjónustu við aldraða hefði tekist vel. Reynslan af því styddi almenna tilfærslu verkefnisins til sveitarfélaganna. Nefndin kvaðst ekki telja skyn- samlegt að vinna að fleiri stórum verkefnatilfærslum á meðan unnið væri að tilfærslu á málefnum aldr- aðra, heilsugæslu og heimahjúkrun. Aftur á móti vildi nefndin að gert yrði mögulegt með sérsamn- ingum að einstök sveitarfélög tækju að sér önnur verkefni sem ríkið annast í dag. Bent var á að landshlutasamtök sveitarfélaga hefðu tekið við rekstri almennings- samgangna á sínum svæðum, en til viðbótar um æskileg tilraunaverk- efnu nefndi hún framhaldsskóla, vegagerð og ýmis eftirlitsverkefni. Ekki nægilegt fjármagn Sveitarfélögin tóku fyrir nokkr- um árum við rekstri grunnskól- anna. Flutningurinn á málefnum fatlaðra 2011 var hins vegar að því leyti frábrugðinn flutningi grunn- skólans að þess var krafist að á hverju þjónustusvæði væru að lág- marki átta þúsund íbúar. Nokkrar undantekningar hafa þó verið gerð- ar og eru þjónustusvæðin fimmtán að tölu á landinu öllu. Flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga bar oft á góma í hringborðsumræðunum sem Morg- unblaðið efndi til á síðasta ári. Það sjónarmið var áberandi að sveit- arfélögin hefðu ekki tryggt sér nægilegt fjármagn þegar grunn- skólinn var fluttur á sínum tíma. Hefði kostnaður við þá yfirfærslu verið vanmetinn og skapaði mikinn vanda. Ljóst er að sveitarfélögin eru misjafnlega í stakk búin til að taka á móti auknum verkefnum. Ræðst það af stærð þeirra og fjárhags- legri stöðu. Sum sveitarfélaganna gætu til dæmis stigið stór skref sem öðrum sveitarfélögum eru ógerleg. Þannig nefndi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í hringborðsumræðum Morgunblaðs- ins í fyrra að sveitarfélagið hefði áhuga á að taka yfir allan skóla- rekstur og fá að ráðstafa fjár- munum á milli skólastiga eftir því sem hagkvæmt væri talið. Gengið hefur treglega að skapa umræður um þetta við menntamálaráðu- neytið sem fer með málefni fram- haldsskólans. Efling lýðræðis Eins og fyrr var nefnt kynnti nefndin um eflingu sveitarstjórna einnig hugmyndir um rafræna stjórnsýslu og lýðræðislega þátt- töku íbúa. Vildi hún að innanrík- isráðuneytið og samband sveitarfé- laga sameinuðust um eina þjónustugátt fyrir rafræna þjón- ustu hins opinbera. Gáttin Ísland.is er nú rekin af Þjóðskrá Íslands. Þá vildi nefndin að öll kosningalög yrðu sameinuð í einum lagabálki þar sem einnig væru ákvæði um rafrænar kosningar. Nefndin stakk einnig upp á því að hafist yrði handa um tilraunaverkefni í fram- kvæmd undirskriftasafnana, skoð- anakannana og fleiri þátta í þeim tilgangi að byggja upp þekkingu opinberra aðila og efla traust al- mennings á slíkri framkvæmd. Morgunblaðið/Sverrir Óvissa ríkir um flutning verkefna  Tillögur liggja fyrir um að málefni aldraðra, heilsugæsla og heimahjúkr- un verði flutt til sveitarfélaganna Fatlaðir Umsýsla málefna fatlaðs fólks var flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Nú stendur yfir end- urmat á faglegum og fjárhagslegum þátt- um þess flutnings. 1. - 15. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.