Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Helsta áskorun mín sem leikstjóra
felst í því að koma einlægni verksins
til skila á trúverðugan hátt, því þetta
er einlægt verk og hjartnæmt,“ seg-
ir Jón Gunnar sem leikstýrir írska
verðlaunaleikritinu Lísa og Lísa eft-
ir Amy Conroy í þýðingu Karls
Ágúst Úlfssonar sem Leikfélag Ak-
ureyrar frumsýnir í Rýminu annað
kvöld kl. 20.
Leikritið fjallar um tvær konur á
sjötugsaldri sem báðar nefnast Lísa
og hafa búið saman, hálfvegis í fel-
um, í þrjátíu ár. Fyrir atbeina ungs
leikskálds hafa þær nú tekið ákvörð-
un um að koma út úr skápnum og
segja sögu sína á leiksviði. Í hlut-
verkum nafnanna eru Sunna Borg
og Saga Geirdal Jónsdóttir, sem
báðar hafa leikið í tugum leiksýn-
inga hjá LA á sl. áratugum. „Þetta
er í fyrsta sinn sem ég leikstýri
Sunnu og Sögu, en þær eru og hafa
verið drottningar í akureyrsku leik-
listarlífi sl. 40 ár. Það hefur verið
einstaklega ánægjulegt að leikstýra
svona reynslumiklum og færum leik-
urum. En segja má að ég sé orðinn
nokkuð sjóaður í að leikstýra
reynsluboltum LA,“ segir Jón Gunn-
ar kíminn, en í fyrra leikstýrði hann
Ég var einu sinni frægur með Að-
alsteini Bergdal, Gesti Einari Jón-
assyni og Þráni Karlssyni.
Leikrit í leikritinu
Eitt af því sem er mjög spennandi
í uppsetningu verksins er að koma
leikritinu í leikritinu til skila með
sem bestum hætti. „Saga og Sunna
eru í verkinu að leika konur, sem
hafa enga leik- eða sviðsreynslu, að
leika á sviði fyrir framan áhorfendur
þar sem þær segja sögu sína. Það
hefur verið mjög skemmtileg áskor-
un að koma því til skila. Það fallega
við verkið er að þær eru svolítið óör-
uggar í sviðsframkomu sinni og
þurfa alltaf að fara eftir fyrirmælum
leikstjóra, sem hefur leikstýrt þessu
með öðrum hætti en ég myndi leik-
stýra þessu,“ segir Jón Gunnar og
heldur áfram til útskýringar: „Ég
þarf í raun að setja mig í hlutverk
annars leikstjóra, sem lætur þær t.d.
standa á ákveðnum stað þegar til-
tekin setning fellur og setjast niður
eða tala á sama tíma. Þetta er allt
skrifað inn í handritið og skemmti-
legt að takast á við það.“
Verkið fært nær áhorfendum
Spurður um nálgun sína að öðru
leyti bendir Jón Gunnar á að Karl
Ágúst staðfæri verkið þannig að það
gerist á Akureyri. „Okkur fannst
mikilvægt að færa verkið nær ís-
lenskum áhorfendum,“ segir Jón
Gunnar og bendir á að uppfærsla LA
á leikritinu sé sú fyrsta utan hins
enskumælandi heims. Jón Gunnar
lýkur lofsorði á leikmynd og búninga
Móeiðar Helgadóttur. „Hún hefur
algjörlega umbreytt Rýminu. Við
látum áhorfendur sitja á upphækk-
uðum pöllum allt í kringum leik-
rýmið, þannig að þeir horfa bók-
staflega ofan í líf kvennanna.
Hljóðmyndin samanstendur af tón-
list sem leikkonur verksins leika af
vínylplötum sem eru á sviðinu.“ Að
sögn Jóns Gunnars vann leikhóp-
urinn mikla undirbúnings- og rann-
sóknarvinnu á æfingatímanum. „Við
fengum m.a. tíu konur frá Hinsegin
Norðurlandi á æfingu til okkar til að
ræða málin, sem var bæði gaman og
lærdómsríkt fyrir okkur. Yngri kyn-
slóðir eru meira áberandi í allri um-
ræðu um samkynhneigða og spurn-
ing hvort auðveldara sé fyrir yngra
fólk en elda að koma út úr skápnum.
Verkið vekur þannig upp spurningar
um hvort búið sé að opna þessa hlið
á umræðunni nógu mikið.“
„Einlægt verk og hjartnæmt“
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Lísu og Lísu eftir Amy Conroy í Rýminu annað kvöld kl. 20
Leikstjórinn Jón Gunnar segir ánægjulegt að leikstýra drottningunum í akureyrsku leiklistarlífi
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Út úr skápnum Saga Geirdal Jónsdóttir og Sunna Borg leika lesbíur sem farið hafa leynt með samband sitt áratugum saman en vilja losna úr feluleiknum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Leikstjórinn Jón Gunnar í leikmynd
uppsetningarinnar í Rýminu.
Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík
Sími: 553 1620 • laugaas.is
LAUGA-ÁS
SPECIAL
Steiktur fiskur gratín
m.a. á matseðli
Árin segja sitt
–– Meira fyrir lesendur
.
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16,
þriðjudaginn
18. febrúar.
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað Food and Fun matarhátíðinni
laugardaginn 22. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Food and Fun
verður haldin í
Reykjavík
27. febrúar
- 3. mars.