Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Deiliskipulag fyrir næsta íbúða- hverfi Akureyrar var kynnt á dög- unum, en það verður byggt í landi Nausta, syðst í bæjarlandinu. Full- byggt nær hverfið að Kjarnaskógi.    Fyrstu tveir áfangar hverfisins hafa þegar risið með blandaðri byggð og sá þriðji, Hagar, er sunnan Naustabæjanna og Naustagils og er aðskilinn frá fyrri áföngum með stofnanasvæði og opnu svæði, sem gert er ráð fyrir að nái upp frá gilinu til fjalls þvert í gegnum byggðina.    Að tillögu nafnanefndar Akur- eyrarbæjar er lagt til að götur verði kenndar við þekkta einstaklinga úr sögu bæjarins til þess að halda á lofti nöfnum heiðursborgara, skálda og annarra sem sett hafa svip á bæinn.    Hugmyndir að götunöfnum eru þessar: Davíðshagi (eftir Davíð Stef- ánssyni, skáldi frá Fagraskógi), Ein- arshagi (Einar Olgeirsson stjórn- málamaður), Elísabetarhagi (Elísabet Sigríður Geirmundsdóttir listakona), Finnshagi (Finnur Jóns- son prófessor), Geirþrúðarhagi (Geirþrúður Thyrrestrup sem átti sér merka kvennasögu á Akureyri), Gudmannshagi (Gudmannsfeðgar sem lengi ráku verslun á Akureyri, sá yngri, Friðrik, gaf bænum spít- alann Gudmanns Minde), Halldóru- hagi (Halldóra Bjarnadóttir, skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar), Kristjánshagi (Kristján Einarsson skáld frá Djúpalæk), Matthíasarhagi (Matthías Jochumsson, skáld og prestur), Ólafarhagi (Ólöf Sigurð- ardóttir skáld frá Hlöðum), Stein- dórshagi (Steindór Steindórsson, náttúrufræðingur og skólameistari), Wilhelmínuhagi (Wilhelmína Lever, litrík og merk persóna í sögu Akur- eyrar).    Samstarf Akureyrar og Grafar- vogs í Reykjavík í velferðarmálum er í undirbúningi. Þetta var sam- þykkt á sameiginlegum fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur og bæjar- stjórnar Akureyrar, sem fram fór í Ráðhúsinu í Reykjavík á dögunum.    Markmið samstarfsins er að Miðgarður, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, geti nýtt sér jákvæða reynslu Ak- ureyrar, sem allt frá árinu 1997 hef- ur þróað samþætta velferðarþjón- ustu í nærsamfélagi fyrir alla bæjarbúa, segir í frétt á vef Akur- eyrarbæjar. „Ennfremur að Akur- eyrarbær njóti góðs af frumkvöðla- verkefnum Miðgarðs, s.s. í forvarnarmálum og sérfræðiþjón- ustu við börn og barnafjölskyldur.“    Um 18.000 manns búa bæði á Akureyri og í Grafarvogi. Akureyri gerðist reynslusveitarfélag árið 1997 og tók þá við nærþjónustu við fatl- aða íbúa og aldraða frá ríkinu. Vel- ferðarþjónusta bæjarins þróaðist hratt og farið var að tala um Akur- eyrarmódelið í velferðarþjónustu fljótlega upp úr aldamótum.    Stjórn Akureyrarstofu ákvað á dögunum að selja húsnæði við Kaup- vangsstræti (Listagilið) þar sem Deiglan er til húsa og gesta- vinnustofa, við litla hrifningu stjórn- ar Myndlistarfélagsins, svo vægt sé til orða tekið. Sendi félagið frá sér harðorða ályktun þar sem bæjaryfir- völd eru hvött til að falla frá fyrir- hugaðri sölu og landsmenn allir raunar hvattir til að standa vörð um Listagilið. Stjórn Myndlistarfélags- ins segir að meiri reisn hafi verið yf- ir akureyrskum stjórnmálamönnum 1992 en nú, en þá var uppbygging á svæðinu ákveðin í kjölfar þess að iðnaðarstarfsemi á vegum SÍS og KEA var flutt annað.    Halla Björk Reynisdóttir, for- maður stjórnar Akureyrarstofu, segir standa til að ráðast í nauðsyn- legar endurbætur á húsi Listasafns- ins, hinum megin götunnar.    „Koma á öllu húsnæðinu í notkun fyrir starfsemi safnsins, eins og staðið hefur til frá upphafi,“ segir Halla Björk. Sýningarrými safnsins stækki mikið auk þess sem útbúin verði þar gestavinnustofa/íbúð.    „Nú er svo komið að ekki verður bætt við húsnæði án þess að reyna að losa annað rými í staðinn sem hef- ur verri nýtingu. Ég hef óskað eftir fundi með Myndlistarfélaginu sem hefur mótmælt þessu harðlega, en hef ekki enn fengið svör frá þeim. Ég hef enga trú á öðru en að farsæl lausn náist í málinu, þar sem allir eru sammála um mikilvægi öflugs menningarstarfs í Gilinu,“ segir Halla Björk við Morgunblaðið.    Áhugaverð sýning hefst í Iðn- aðarsafninu um helgina, tileinkuð ís- lenskum bjór. Þar má m.a. líta miða utan af íslensku öli, sem fyrirhugað var að brugga 1927 en varð reyndar aldrei að veruleika vegna þess að bruggarinn fórst í sjóslysi áður en starfsemi hófst. Hagar þekkts fólks úr bæjarlíf- inu í deiglunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listagilið Hluta þessa húss við Kaupvangsstræti vill Akureyrarbær selja. Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Hagahverfi Deiliskipulag næsta hluti Naustahverfis syðst og efst á Akureyri, sunnan við Naustagil og Nausta- bæina. Gatan hægri megin, með grænu punktunum, er leiðin sem nú er ekin að Kjarnaskógi og Hömrum. Félag stjórn- málafræðinga stendur í kvöld fyrir umræðu- fundi um próf- kjör. Þrír framsögu- menn flytja stutt erindi um ýmsar hliðar prófkjara. Þeir eru Rósa G. Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur, Hulda Þórisdóttir lektor og Svanur Kristjánsson prófessor. Fundurinn verður í Hannesar- holti við Grundarstíg í Reykjavík og hefst kl. 19:30. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þ. Þórðarson al- þingismaður. Fundur um ýmsar hliðar prófkjara Heimdallur, fé- lag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, stend- ur fyrir opnum fundi um stöðu refsistefnunnar gegn fíkniefnum og hvort hún hafi skilað tilætluðum ár- angri. Fundurinn verður í kvöld í Valhöll og hefst klukkan 20. Framsögumenn eru Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur og frétta- maður, Gunnlaugur Jónsson fram- kvæmdastjóri og Kristján Þór Júl- íusson heilbrigðisráðherra. Fundarstjóri verður Davíð Þorláks- son lögmaður. Rætt um refsistefnu gegn fíkniefnum STUTT bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár Margrét Friðriksdóttir skólameist- ari hefur ákveðið að þiggja annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar í vor. „Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem studdu mig í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Kópavogi sl. laugardag. Þó að ég hafi ekki náð markmiði mínu verður niðurstaðan að teljast góður árangur þar sem ég er að koma ný inn í stjórnmálin,“ segir Margrét í tilkynningu. „Ég hef áhuga og metn- að fyrir hönd Kópavogsbúa og vil af heilindum leggja mitt af mörkum til að vinna að málefnum bæjarfélags- ins. Nú þurfum við að horfa til framtíðar og stilla upp sterkum og samhentum lista sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ég hlakka til að hefja störf á þessum nýja vettvangi og vænti þess að reynsla mín sem skólameistari í MK nýtist vel, í þeim störfum sem bíða mín, með hags- muni allra Kópavogsbúa að leiðar- ljósi.“ Margrét þiggur annað sætið Margrét Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.