Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áfimm ára tímabili fá norsk-ar útgerðir afhent yfir 30ný skip ætluð til veiða áuppsjávarfiski og á úthaf- inu. Skipin eru hvert öðru glæsi- legra, en þau kosta nokkra milljarða hvert og er því um gífurlega fjárfest- ingu að ræða. Skipin sem afhent verða á þessu ári bætast við flotann þegar óvissa og erfiðleikar eru í út- gerð norskra uppsjávarskipa. Árið 2011 fengu norsk útgerðarfyrirtæki afhent fjögur ný skip, 2012 voru þau fimm, 2013 voru nýsmíðarnar 13 eða 15, misjafnt eftir norskum fréttum, þær verða átta á þessu ári og nú þegar hafa fjögur skip verið pöntuð til afgreiðslu 2015. Flest skipin eru smíðuð í Tyrklandi eða tíu talsins og níu hjá Kar- stensens Skibværft í Danmörku. Af skipunum tólf sem verða af- hent í ár og því næsta verða fjögur smíðuð í Tyrklandi, þrjú í Danmörku og fimm í Noregi. Áhyggjur koma fram í norskum miðlum vegna þess að hærra hlutfall skipanna skuli ekki vera byggt í Noregi. Ákvarðanir teknar í góðæri Í ársskýrslu norska útvegsins, Fiskebåt, kemur fram að sjö skip- anna sem voru afhent á síðasta ári eru ætluð til uppsjávarveiða og átta til veiða á þorski og öðrum bolfiski. Brýn þörf hafi verið á endurnýjun og nýju skipin séu samkeppnishæfari, sparneytnari og umhverfisvænni, en um leið afkasti þau meiru og vinnu- aðstaða áhafnar sé betri. Rakið er í skýrslunni að flestar ákvarðanir um nýsmíði hafi verið teknar 2011, sem hafi verið sögulega gott ár í útgerðinni. Þar hafi hjálpast að drjúgir kvótar og tiltölulega hátt verð á afurðum. Nú sé öldin önnur hvað varði uppsjávarflotann og er fjallað ítarlega um þá stöðu í Fisk- eribladet Fiskaren nýlega. Þar kemur fram að 2012 og 2013 hafi hallað undan fæti vegna lægra verðs fyrir makríl og síldaraf- urðir og minni kvóta, einkum í síld. Afkoman 2011 borið saman við 2013 sé eins og svart og hvítt. Kreppa sé þó alls ekki í greininni þó afkoman hafi versnað. Í leiðara segir meðal annars að það sé staðreynd að afkastageta upp- sjávarflotans sé illa nýtt og mörg skipanna liggi bundin við bryggju 2⁄3 hluta ársins. Ástandið hafi ekki batn- að með minnkandi samstarfi strand- ríkja við Norðaustur-Atlantshaf. Engin þörf sé á að stækka skipin því þau hafi þegar næga getu til að sækja til veiða hvert sem er í NA- Atlantshafi. Verkefnið sé að nýta getu þeirra betur með festu í kvóta- skipulagi og möguleikum til skipu- lagningar fram í tímann. Skammir og hrós Ísland fær sinn sess í umræðu blaðsins og undir fyrirsögninni Look to Iceland, er m.a. farið yfir mikil- vægi sjávarúrtvegs fyrir íslenskt samfélag. „Um leið og okkur gremst ruddaleg framkoma Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum sem þeir eiga samskipti og samstarf við, dáumst við að sköpunarhæfileikum þeirra. Hvernig þeir standa á sínu og hæfileikanum til að setja viðmið í framleiðslu og gæðum í meðhöndlun á fiskinum sem þeir landa,“ skrifar Nils Torsvik ritstjóri og á þetta síð- astnefnda einkum við um botnfisk. Fram kemur að verðmæti fyrir uppsjávarfisk hafi að meðaltali verið svipuð frá Íslandi og Noregi. Fyrir þorsk, ýsu, ufsa og flestar aðrar hvít- fisktegundir, sé útflutningsverðmæti frá Íslandi mun hærra en frá Noregi. Á síðasta ári hefðu Norðmenn fengið 4,5 milljörðum norskra króna meira eða sem nemur um 85 milljörðum ísl. króna hefðu þeir fengið sömu verð og Íslendingar. Torsvik klykkir út með að segja að Norðmenn eigi að læra af því hvernig Íslendingar meðhöndli hrá- efnið, en ekki hvernig þeir verði sér úti um það. Miklar fjárfestingar í norskri útgerð Ljósmynd/Jens G. Helgason Ingrid Majala Eitt norsku skipanna sem leitað hafa loðnu fyrir Austurlandi. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allar götur fráárinu 1945hafa Þjóð- verjar verið tregir til þess að láta til sín taka á vettvangi varnar- og öryggis- mála. Og kannski skiljanlega, í ljósi þeirra hörmunga sem heimsstyrjaldirnar tvær höfðu leitt yfir heimsbyggðina. Vest- ur-Þjóðverjar tóku engu að síð- ur þátt í varnarsamstarfi vest- rænna ríkja, enda lá ljóst fyrir að land þeirra yrði helsta víg- línan ef Kremlverjar létu til skarar skríða. Sú þátttaka þeirra mætti þó ávallt vissri tortryggni meðal bandamanna þeirra og haft var á orði að megintilgangur Atlantshafs- bandalagsins væri sá að „halda Rússum úti, Bandaríkjamönn- um inni og Þjóðverjum niðri“. En nú er öldin önnur. Á hinni árlegu öryggismálaráðstefnu í München, sem nýlega var hald- in í fimmtugasta sinn, kvað við nýjan tón í setningarræðu Joachims Gauck, forseta Þýskalands. Hann sagði að tími væri kominn til að Þjóðverjar hættu að finna til sektar vegna seinni heimsstyrjaldar og tækju á sig aukna ábyrgð í al- þjóðamálum. Í þeirri ábyrgð fælist meðal annars að Þjóð- verjar tækju þátt í hernaðar- aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna ef þörf krefði. Í svip- aðan streng tók svo Ursula von der Leyen, hinn nýi varnar- málaráðherra Þýskalands, sem bendir til þess að hugmyndir Gaucks njóti stuðn- ings hjá Merkel kanslara. Líklegt er að um- mæli Gaucks hefðu fallið í grýttan jarð- veg fyrir ekki svo löngu, bæði innan og utan Þýskalands. En á seinni árum hefur þörfin á því að „halda Þjóðverjunum niðri“ ekki virst vera svo brýn, og sóst hefur verið eftir þátttöku þeirra í hin- um ýmsu verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Atl- antshafsbandalagsins. Ef frá er talin þátttaka í friðargæslu á Balkanskaga hefur svarið hins vegar ávallt verið nei, banda- mönnum landsins til nokkurrar gremju. Helsta andspyrnan við hug- myndir af þessu tagi er því ekki lengur frá þeim þjóðum sem þurftu að glíma við þýska her- inn á sínum tíma, heldur eru það einkum Þjóðverjar sjálfir sem vilja ekki að herinn verði virkari en hann er nú. Minning- arnar eru ennþá það sárar þó að fennt hafi vel í sporin. Þeir hafa lært af sárri reynslu hvers kon- ar hörmunga hernaðarbrölt getur leitt til. Það er þó ekki síst þess vegna, að hægt er að velta því fyrir sér, nú þegar nærri eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar og tæp sjötíu frá lokum þeirrar síðari, hvort ekki sé kominn tími til að Þjóðverjar dragi strik yfir for- tíð sína og taki virkari þátt í varnarsamstarfi en verið hefur. Gauck kallar eftir þátttöku Þjóðverja í varnar- og öryggis- málum} Er rétti tíminn kominn? Eldra fólki þykirgaman að fylgjast með ung- viðinu ganga í gegn- um hin margvíslegu þroskaskeið. Vit- andi um að sama veginn hefur það farið og sú reynsla situr einhvers staðar á „harða diskinum“ en lykilorð hans er löngu gufað upp. Börnin babla, skríða, sveiflast um á sitj- andanum, staulast á fætur, byrja að tala, fyrst sitt eigið tungumál, sem smám saman lagar sig að talmáli umhverf- isins, sýna snilldartakta í eft- irhermum og geisla af leiftrandi ímyndunarafli, sem uppeldi og þroski ná því miður að þurrka að mestu úr persónu flestra með tímanum. Og upp úr tveggja ára aldri komast börnin á „nei-aldurinn.“ Höfundur sköpunarverksins (ekki trúa allir að höfundar- réttur þess liggi fyrir á aðeins einum stað) telur bersýnilega mikilvægt að hæfileikinn til að segja nei hafi frátekinn góðan tíma á þroskaskeiði hvers manns. Og það er sérdeilis eft- irtektarvert að sjá litla mann- eskju segja staðfast „nei“ fram- an í ofurefli liðs foreldra og ömmu og afa, af minnsta tilefni. Enda sýnir lífið að hæfileikinn til að segja nei og hafa þroskað þrek til að segja það þegar mikið liggur við, getur skipt sköpum. Þegar ungviðið telst komið til manns er þessi eignleiki sérlega mikilvægur. Því einmitt þá er verið að rífa sig undan áhrifa- valdi foreldra og uppalenda, sem er, hvort sem „þeim gömlu“ líkar það betur eða verr, óhjá- kvæmilegur þáttur í þroskaferl- inum. En engu að síður er þetta um leið einn hættulegasti tíminn á þroskaferlinum. Því um leið og ungmenni er að brjótast undan áhrifum þeirra sem unna þeim mest, er það hvað áhrifagjarnast fyrir mótun og leiðsögn annarra. Við þær aðstæður getur verið erfitt að segja nei, einmitt þegar að það er mikilvægara en í ann- an tíma. Þá þarf að finna gamla yfirskilvitlega aflið á ný sem sýndi sig þegar tveggja ára táta eða gutti gaf sig ekki fyrir al- ræðisöflum þeirrar stundar, pabba og mömmu, afa og ömmu og sagði nei og aftur nei upp í opið geðið á þeim. Það hefur margur goldið dýru verði að segja ekki nei þegar þess var þörf} Nei er lykilorð Þ egar ljóst var að þrír karlmenn yrðu í efstu sætum á framboðs- lista borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna í Reykjavík hófst upp mikill vandlætingarkór og voru vinstrimenn þar skiljanlega raddsterk- astir. Þeir tónuðu yfir borgarbúum að borg- arstjórnarflokkur sjálfstæðismanna væri öm- urleg tímaskekkja en reyndar alveg í takt við afturhaldssemina í Sjálfstæðisflokknum þar sem konur ættu yfirleitt ekki vísan framgang. Um leið steingleymdi þessi sami kór að listi Besta flokksins hafði byggst á karlmönnum í efstu sætum en þrátt fyrir það vann Besti flokkurinn glæstan sigur í Reykjavík. Senni- lega hentaði mönnum ekki að muna eftir þessari einokun karla á lista Besta flokksins heldur láta eins og slíkt gerðist einungis hjá Sjálfstæðisflokknum. Þegar það svo gerist að konur raða sér í efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörum þá er ekki talin ástæða til að fagna heldur þagað þunnu hljóði. Vinstri- menn hafa nefnilega alltaf eignað sér jafnréttisbarátt- una og þeim finnst vont þegar sjálfstæðismenn sýna áberandi jákvæða takta í þeim efnum. Í nýlegum prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum gerð- ist það að í fyrstu sex sætunum í Kópavogi eru fjórar konur, þar af þrjár í fyrstu fjóru sætunum, og í Hafn- arfirði eru einnig fjórar konur í fyrstu sex sætunum og ein þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, leiðir listann. Þarna er greinilega glæsilegur árangur kvenna meðan hlutur karlanna er heldur rýr. Ekki þótti þessi niðurstaða samt verulega fréttnæm og henni var ekki fagnað á áberandi hátt. Ef einhver vinstriflokkanna hefði átt í hlut hefðu fylgismenn barið sér á brjóst og haft stór orð um eigið ágæti og hugumstóra kvenfrelsishugsjón flokksins og fjölmiðlar hefðu myndað og sjónvarpað. En þar sem Sjálfstæðisflokkurinn átti í hlut þótti það óþarft. Það er athyglisvert að þessi úrslit urðu í frjálsu prófkjöri en ekki þvinguðu prófkjöri með kynjakvóta. Reglugerðarfólk, sem vill setja lög um alla skapaða hluti, heldur því nefnilega gjarnan fram að kynjakvótar séu mikil blessun og konur nái ekki áberandi ár- angri í prófkjöri án þeirra. Nýleg úrslit hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi og Hafnarfirði sýna að þetta er ekki rétt. Auk þess er ljóst að ef Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði ekki hætt í borgarmálum hefði hún fengið yfirburðakosningu í Reykjavík. Í Sjálfstæðisflokknum hefur ekki verið stemning fyrir kynjakvóta og þegar konur innan flokks tala gegn þeim kvóta er stundum látið í veðri vaka að þær séu að berj- ast gegn hagsmunum kynsystra sinna. Auðvitað er ekki svo. Þær eru einfaldlega á móti þvinguðum aðgerðum. Enda óþolandi að úrslitum prófkjörs sé hagrætt í þágu pólitískar rétthugsunar og vilji kjósenda hafður að engu. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Konur án kynjakvóta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Minni síldveiðar eru aðalástæða verri afkomu uppsjávarflotans norska síðustu tvö ár. Útgerðarmaður bendir þó á í Fiskaren að ungviði síldar í Barentshafi lofi góðu, jákvæð teikn séu í kolmunna og allir viti að meira sé af makríl en talið hafi verið. Makríldeilan fær sinn skerf í blaðinu og haft er eftir Gunnar Longva útgerðarmanni að hann óttist að samið verði um veiðar úr makrílstofn- inum. Hann hafi vonað að Noregur og ESB næðu saman og létu Ísland og Færeyjar sigla sinn sjó. Fái Íslendingar og Færeyingar aðgang að veiðum í norskri lögsögu sé framtíðin dimm í norskum uppsjávar- veiðum. Það væri stórslys, segir Longva. Hann bendir á að loðnukvótar séu litlir og í síldinni halli kannski enn undan fæti á næsta ári. Vonir hafi verið um aukna makrílveiði, en nú líti það ekki vel út. Aðgangur væri stórslys ERFIÐ STAÐA Í UPPSJÁVARVEIÐUM, EN JÁKVÆÐ TEIKN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.