Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Hált á svellinu Klakinn er enn mikill víða, menn eru misstöðugir á svellinu í Laugardalnum. Golli Virkar refsistefnan gegn fíkniefnum? – Heimdallur stendur fyrir opnum fundi um stöðu refsistefnunnar gegn fíkniefnum. Einhvern veginn kemur ekki á óvart að þessi smái hópur ungs fólks spyrji þessa. Virkar refsistefnan; fækkar hraðakstursbrotum, nauðgunum, og morðum á Ís- landi og hefur gert vegna refs- inga, nú eða þá brotamönn- unum, t.d. pervertum? Hvaða ályktanir á að draga af því ef ekki dregur úr brotum í ein- hverjum brotaflokkum, svona yfirleitt? Af- nema refsingarnar? Eiturlyfjasmyglara má líkja við mann sem varpar sprengju inn í hóp fólks. Hann ætlar svo sem ekki að drepa neinn sér- stakan. En hann myrðir ákveðið hlutfall þeirra. Enginn unglingur „kaupir“ hlut- skipti eiturlyfjaneytandans. Oft og iðulega eru fórnarlömb nauðgarana óvarkárari en gengur og gerist um fólk. Minnkar það sök nauðgarans? Reyndar á það við um fórn- arlömb allra glæpa, því miður. Ég hefði ekki átt að bóna bílinn, þá hefði ég ekki freistað þjófsins. – Því er skemmst frá að segja að auðveldara er fyrir unglinga að verða sér úti um amfetamín en að komast inn á bannaða bíómynd. Eiturlyfjasalan fer fram nokkurn veginn fyrir opnum tjöldum, gjarnan úr bíl- um þar sem viðskiptavinirnir geta gengið að þeim vísum. Þórólfur Þórlindsson prófessor telur ástæðu þess að unglingar verða eitur- lyfjaneytendur oftar en ekki sé um að ræða að vera á röngum stað á röngum tíma. Á áttunda áratug liðinnar aldar hófust hryðjuverk til nýrrar hæðar. Stalín hafði að vísu, löngu fyrr, sem ungur maður gert sé grein fyrir og hafið hryðjuverk til vegsemd- ar í stjórnmálabaráttunni. Árangurinn var auðvitað framar vonum. Ráðstjórnarríkin voru fyrsta uppskeran, og svo koll af kolli. Ég skal fyrstur manna viðurkenna að ég ber ekki fullkomna virðingu fyrir öllum ung- liðum í flokknum sem ég hef verið félagi í frá 15 ára aldri. Framkoma gagnvart sam- herjum, „lýðræðisleg“ fram- kvæmd kosninga til forystu og ýmislegt fleira hefur sem sé ekki ýtt undir aðdáun mína á þeim öllum. Ekki bætir úr skák að hafa orðið vitni að þröngum hópi ungra manna gera hróp að félaga okkar á sjálfum landsfundi okkar sem vildi standa vörð um kristni okkar og kristna menningu. – En nóg um það. Davíð Þorláksson er ekki einn um að efast um áhrif refsinga. Hann ku vera lög- fræðingur og á að vera kunnugt um mis- munandi skoðanir þar um. Þar sýnist sitt hverjum. Ég er á hinn bóginn viss um að refsingar hafa áhrif. En það er næsta víst að refsingar hafa ekki áhrif á fíklana, brotaþol- ana, eins og allir aðrir sem eru fórnardýr glæpamannanna eru nefndir. Refsingar hafa áhrif (eða sömu áhrif) á eiturlyfjasala og aðra þá sem brjóta lög, vitandi vits, hvorki meiri né minni. Ekkert liggur fyrir í aðra veru. Það liggur fyrir að þessi Davíð Þorláks- son telur 5% flokk með „réttar skoðanir“ betri en okkar flokk sem bara hefur staðið vörð um Ísland, íslenskan almenning og ís- lenska hagsmuni í nærfellt eina öld. Kannski verður honum að ósk sinni, hver veit? Eftir Einar S. Hálfdánarson »Eiturlyfjasmyglara má líkja við mann sem varp- ar sprengju inn í hóp. Hann ætlar svo sem ekki að drepa neinn sérstakan. En hann myrðir ákveðið hlutfall. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Virkar refsistefna? Hinn 27. janúar sl. átti Egill Helgason sjónvarpsviðtal við hag- fræðinginn Guðrúnu Johnsen. Viðtalið átti að varpa ljósi á aðdrag- anda bankakreppunnar og var tekið í kjölfar út- gáfu bókar Guðrúnar, sem ber heitið „Bring- ing down the banking system“. Í þessu viðtali greinir Guðrún frá því að hagfræðingar almennt, en þó sérstaklega hún sjálf, hafi séð vand- ræðin fyrir. „Við sáum þetta gerast strax upp úr 2003-2004, [þá] byrja bjöllurnar að klingja og ljósin að blikka,“ segir Guðrún Johnsen: „Við- bragðstíminn var nægilega langur og gögnin lágu fyrir.“ Egill Helgason minnir Guðrúnu á að hún hafi samið skýrslu árið 2005, sem honum skilst að Guðrún hafi gengið með milli manna hér. „Greinin var skrifuð hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, þegar ég var að vinna þar.“ Að eigin sögn var Guðrún að vinna við að veita seðlabönkum í Austur- og Miðaustur-Evrópu aðstoð við að hemja útlánavöxt. „Það sem við náðum að spotta var hárrétt …“ segir Guðrún. „Greinin var send út um allt, auk þess reyndi ég að vekja athygli á henni, en menn voru bara að hugsa um annað.“ Niðurstöðuna dregur Egill Helga- son fram: „Það er ljóst af bók þinni að stjórnkerfið bregst.“ „Já, það er óhætt að segja það,“ svarar Guðrún Johnsen. Hún bætir við að átt hafi að endurskipuleggja bankakerfið 2006. Egill spyr: „Höfðu stjórnmálamenn- irnir tæki og tól til að grípa inn í?“ Guðrún segir þá: „Greinin sem ég skrifaði var allavega til.“ Nú þegar ljóst er að gögn öll lágu fyrir er komið að því að Guðrún Johnsen lýsi því hvers vegna þau komu ekki að gagni. Ráðningarferlið inn í stofnanir … virðist ótraust. „Sko, eftir höfðinu dansa limirnir,“ segir Guðrún Johnsen. „Þeir eru ekki með við- eigandi menntun til að sinna því starfi, þá kveikja menn ekki á perunni þó að skýrslur berist inn á borð hjá þeim.“ Egill Helgason tekur þessum fréttum um þekkingarleysi íslenska stjórnkerf- isins feginsamlega og bætir við sak- leysislegri spurningu: „Ertu að meina seðlabankastjórann, sem sat hér á þeim tíma?“ „Já,“ svarar Guð- rún, „allir þeir sem báru ábyrgð á fjármálakerfinu.“ Guðrún tekur það fram að það „verði að setja ákveðna resúrsa í fjár- málaeftirlit“. Menn þurfi helst að hafa doktorsgráðu í hagfræði til að skilja það sem gerist. Það þurfi fólk sem kann að stunda rannsóknir, rýna í gögn og draga ályktanir. „Og Seðla- bankinn,“ segir Egill Helgason. „Hvað þá,“ segir Guðrún Johnsen, „þú setur ekki óreynda flugmenn upp í orrustuþotur. Líf og dauði er háð því að menn meti þetta rétt.“ Nú er rétt að draga saman þau að- alatriði sem lýsa aðdraganda banka- kreppunnar, sem hefði mátt forðast ef menn hefðu hlustað á Guðrúnu Johnsen. Strax árin 2003-2004 sáu Guðrún og hennar félagar hvað var að gerast. Viðbragðstíminn var nægi- legur og gögn lágu fyrir. Ef gögnin voru ekki nógu góð, þá samdi Guðrún Johnsen skýrslu árið 2005 og dreifði henni um íslenska stjórnkerfið. Því miður voru menn að hugsa um annað. Í stjórnkerfinu, einkum í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti, var ekki til þekking á hagfræði. Þar kunnu menn ekki að gera rannsóknir og rýna í hagfræðileg gögn. Það voru óreyndir flugmenn í orrustuþotunni. Ég verð að viðurkenna að þessi lýsing lítur ekki vel út fyrir íslenska stjórnkerfið, Seðlabankann og Fjár- málaeftirlitið. Þær stofnanir allar saman eiga sér hins vegar hauk í horni þar sem hans er síst að vænta. Það vill svo til að árið 2006, hinn 10. maí, birtir Guðrún Johnsen grein í Viðskiptablaðinu. Þar fagnar hún því að út hafi komið „tvær viðamiklar og glæsilegar úttektir af íslenskum fjár- málastöðugleika. Annars vegar kom út ritið Fjármálastöðugleiki 2006, sem gefið er út af Seðlabanka Ís- lands, en hins vegar réð Viðskiptaráð Íslands tvo kunna hagfræðinga, Frederick Mishkin og Tryggva Þór Herbertsson, til að gera úttekt á fjár- málaumhverfi og fjármálasögu Ís- lands. Seðlabankamenn undirbjuggu leikmenn efnahagslífsins undir þá áskorun sem framundan er, þ.e. að draga úr útlánum og ofþenslu sem hér hefur ríkt. Félagarnir á vegum Viðskiptaráðs komust að því að ís- lenskt efnahagslíf stendur á styrkum stoðum. Grein þeirra virðist miðast við að tefla fram andsvari við vanga- veltum um, að þegar hafi gosið upp úr íslensku efnahagslífi og að efna- hagskreppa á borð við þá taílensku og þá tyrknesku sé einungis rétt handan við hornið. Það má ætla að þessar skýrslur Viðskiptaráðs og Seðlabankans hafi haft jákvæð áhrif, enda styrktist krónan hressilega í síðustu viku“. Svo mörg voru þau orð. Þessi lof- söngur um Seðlabankann og þá fé- lagana Mishkin og Tryggva Þór Her- bertsson er ritaður um mitt ár 2006. Það er rúmum þremur árum eftir að öll gögn um yfirvofandi kreppu lágu fyrir. Ef þær dygðu ekki, þá hafði Guðrún Johnsen samið sína skýrslu 2005 og kynnt hana fyrir öllum sem málið snerti án árangurs. Í greininni nefnir Guðrún rannsóknir sínar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvergi er þar getið um þá dóms- dagsspá um íslensk efnahagsmál, sem í greininni átti að vera, og hefði nýst til að endurskipuleggja banka- kerfið ef ólæsi hefði ekki háð stjórn- kerfinu. Hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þar sem Guðrún Johnsen starfaði um tíma og skrifaði að eigin sögn sína tímamótaskýrslu, fóru fram sér- stakar athuganir á fjármálastöð- ugleika Íslands. Þetta var gert að beiðni íslenskra stjórnvalda. Þessar athuganir voru þrjár talsins 2001- 2008. Mun ekkert land hafa farið fram á eins tíðar athuganir í aðdrag- anda bankakreppunnar og Ísland. Síðasta athugunin var gerð um mitt ár 2008. Umsögn um íslenska fjár- málaeftirlitið var jákvæð. Sá sem þetta ritar sat sem fasta- fulltrúi Íslands við OECD-borðið frá 2004 til 2009. Stofnunin gaf út skýrslur um efnahagsástand á Ís- landi með um 18 mánaða millibili. Þessar skýrslur eru athyglisverð lesning. Þar er mikið lof borið á þær breytingar á efnahagslífinu sem rík- isstjórnir Davíðs Oddssonar höfðu staðið fyrir. Í skýrslunni sem gefin var út í ágúst 2006 segir: „Losað hef- ur verið um eftirlit með starfsemi fjármálamarkaða, viðskiptabankar hafa verið einkavæddir. Þessi stefnu- mörkun í átt til frjálsræðis hefur tek- ist afbragsvel og ætti að halda áfram („This liberalisation programme has succeeded admirably and should be continued“ (leturbreyting er frá OECD).) Síðasta skýrslan fyrir áfallið var birt í febrúar 2008. Þar fer því víðs fjarri að spáð sé hruni bankanna. Efnahagur Íslands er sagður sveigj- anlegur og sterkur (resilient). Það er tekið fram að styrkja þurfi tök á pen- ingamálum og gæta aðhalds í ríkis- útgjöldum til að koma í veg fyrir óstöðugleika og viðhalda vexti. Tekið er fram að flestar mælingaraðferðir gefi til kynna að íslensku bankarnir séu heilbrigðir. Svo virðist sem Guðrún Johnsen hafi haft býsna góða aðstöðu til að fylgjast með rannsóknum og úttekt- um þeirra hagfræðistofnana sem mestrar tiltrúar njóta í heiminum. Hún vann um tíma hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Hún hefur væntanlega haft tækifæri til að kynna sér skýrslur OECD. Hún var ráðgjafi Rannsóknarnefndar Alþingis og hef- ur væntanlega haft aðgang að máls- vörn seðlabankastjóranna, þótt sú vörn hafi ekki fengist birt í prentaðri skýrslu nefndarinnar, eins og al- kunna er. Þegar tekið er tillit til þess sem þessar stofnanir létu frá sér fara, og lesin er grein Guðrúnar í Viðskipta- blaðinu um mitt ár 2006, er óhjá- kvæmilegt að komast að þeirri nið- urstöðu að hún hafi í raun alls ekki verið sá hrópandi í eyðimörkinni, sem hún vill nú vera láta. Á þeim tíma, sem hún barst með straumnum, voru reyndar langflestir hagfræðingar á sama báti og hún. Um tiltrú hennar á traustum grundvelli hagfræðinnar og fullyrð- ingar um algjöra vanþekkingu ís- lenska stjórnkerfisins á þeirri fræði- grein verður fjallað í annarri grein. Eftir Tómas Inga Olrich » Þegar tekið er tillit til þess sem þessar stofnanir létu frá sér fara, og lesin er grein Guðrúnar í Viðskipta- blaðinu um mitt ár 2006, er óhjákvæmilegt að komast að þeirri nið- urstöðu að hún hafi í raun alls ekki verið sá hrópandi í eyðimörk- inni, sem hún vill nú vera láta. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. menntamálaráðherra. Spákona í eyðimörkinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.