Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 23
mun jafna sveiflur að hluta. Krónan er óþörf og gengisfellingar skaðleg- ar. 2. Orkufrekur iðnaður, orku- vinnsla og álver. Sveiflur í eft- irspurn eftir afurðum hefur mest áhrif á afkomuna. Lækkun krónu veldur vanda fremur en hitt sbr. vandræði Orkuveitu Reykjavíkur vegna gengislána. 3. Ferðaþjónusta gefur út verðskrár í evrum og dollar. Geng- isáhætta minnkar við að kostnaður fellur til í sömu mynt. Ferðamönn- um fjölgar með lægra verði vöru og þjónustu og þeir munu versla meira. 4. Skapandi greinar og hátækni- iðnaður, fyrirtæki eins og Össur, Marel, Íslensk erfðagreining, kvik- myndagerð, tónlistarmenn og hug- búnaðargerð þurfa sárlega traustari efnahagsumgjörð. Fjármagnshöftin koma illa við þessar greinar. Ef umgjörðin batnar fara fyrirtækin síður úr landi, fjárfesting í nýsköp- un vex og vel launuðum störfum fjölgar. 5. Bankarnir hagnast á stöð- ugleika og minni gengisáhættu. Með evruna, ekki síst ef Ísland fær aðild að hinu nýja bankasambandi gegnum EES, fáum við væntanlega erlenda banka hingað, samkeppni við okkar banka og lægri vexti. Er- lendir bankar minnka hættu á krosseignatengslum og samþjöppun eignarhalds í bankarekstri, sem var einn helsti vandinn fyrir hrun. Okk- ar bankar munu geta hafið starf- semi erlendis, í þetta sinn með traustri umgjörð. Fjármagnskostn- aður á Íslandi er talin lækka um tugi ef ekki hundruð milljarða króna á ári við evru. Fyrir skuld- ugri heimil lækka vextir og verð vöru og þjónustu vegna þessa um 50 til 100 þús. kr. á mánuði, það er 10-20% af útgjöldum. 6. Verslun verður hagkvæmari með lægri vöxtum og minni um- sýslukostnaði. Netviðskipti framtíð- arinnar verða ódýrari og einfaldari í sama gjaldmiðli. Þetta lækkar verð vöru og þjónustu og úrvalið eykst. 7. Landbúnaðurinn hagnast á evrunni því flytja þarf inn flest að- föng svo sem áburð og tæki en út- flutningur er lítill. Kjarasamningarnir Mikilvægt er að ljúka aðild- arviðræðum að Evrópusambandinu og búa í haginn fyrir upptöku evru. Núverandi stjórnarflokkar standa enn ekki við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- hald viðræðnanna. Aðilar að kjarasamningum standa frammi fyrir þeim vanda að krónutöluhækkanir launa bæta ekki kaupmáttinn. Nú eru um ¾ lands- manna á því að rétt sé að ljúka að- ildarviðræðunum. Því miður tekur nokkur ár að fá fram ávinninginn af ESB og evruaðild. Strax ætti að opna á tollfrjálsan innflutning land- búnaðarafurða sem bætir hag heim- ilanna um 5-10%. Ofurtollar og inn- flutningsbönn á nauðsynjavöru eru glórulaus gagnvart heimilunum í landinu. Kröfur til stjórnvalda í þessum samningum ættu því að vera þessar: 1) Opnað verði á tollfrjálsan inn- flutning landbúnaðarafurða. 2) Haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla samhliða sveitarstjórn- arkosningunum í vor um hvort halda eigi áfram samninga- viðræðum við Evrópusambandið. Samtals munu þessir tveir liðir bæta hag heimilanna líklega um 25% til 40% þegar allt er komið fram. Að sjálfsögðu fylgja aðild að Evrópusambandinu ýmsir fleiri kostir og e.t.v. einhverjir gallar. Þjóðin mun taka afstöðu til þess þegar öll spilin eru komin á borðið og fram líða stundir. Með von um góða samninga sem bæta lífskjörin varanlega. 1) Seðlabanki Íslands. Sérritið: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur og smáatvinnurekandi. UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Nýverið kom út í Frakklandi tveggja binda verk sem fjallar um samband Íslands og Frakklands á 19. öld, Les relations franco-islandaises au dix-neuvième siècle. Útgangspunkturinn eru hinir frægu leið- angrar Paul Gaimards (1835 og 1836) og leið- angur Jérôme Napóle- ons (1856), en hann var bróðursonur Napóleons Bónaparte, keisara. Höf- undurinn er Gisèle Jónsson (1923- 2013), en hún og maður hennar, Sig- urður Jónsson, sjávarlíffræðingur (1926-2007), höfðu um áratugaskeið safnað til þessa verks. Nútíma- Íslendingi eru sjálfsagt lítil tíðindi að erlendir menn ferðist til landsins og skrifi um það bækur. En á nítjándu öld var verk Gaimards ein- hver viðamesta úttekt sem gerð hafði verið á háttum lands og þjóðar frá upphafi vega, tólf binda ritsafn ríkulega skreytt Íslandsmyndum málarans Auguste Meyer. Öll fram- ganga hinna frönsku könnuða virðist hafa komið landsmönnum þægilega á óvart, ekki síst hve innlifaðan áhuga þeir báru fyrir menningu og siðum landsmanna, ólíkt tómlæti sem þeir áttu að venjast af hálfu ný- lenduherranna dönsku. Sá sem hafði menninguna á sinni könnu, Xavier Marmier, er í senn undrandi á bók- menntaslagsíðu almennings og full- ur hneykslunar á bágum húsakosti og lífskjörum neðan við velsæm- ismörk. En áhugi hans er ekki ein- asta fræðilegur, hann virðist samkvæmt dag- bókarbrotum sem Gi- sèle frumbirtir hafa átt vingott við fjölda kvenna, stundum er hann með tvær í takinu og gerir helstu blóma- rós bæjarins, Málfríði Sveinsdóttur, frammi- stöðustúlku í Klúbbn- um, barn. Annar eft- irmáli nefnds leiðangurs var ári síðar í Kaupmannahöfn þar sem Gaimard hafði við- komu. Af því tilefni efndu íslenskir stúdentar til samsætis honum til heiðurs en við það tækifæri orti Jón- as Hallgrímsson og frumflutti ljóðið fræga: „Þú stóðst á tindi Heklu hám.“ Leiðangur Napóleons prins árið 1856 átti sér aðrar og praktískari rætur. Þegar hér var komið sögu héldu Frakkar úti miklum fiski- skipaflota við Íslandsstrendur og höfðu hug á að bæta enn í, sexfalda hann jafnvel að stærð og koma í því skyni á fót um 500 manna þorps- kjarna við Dýrafjörð sem átti að þjónusta flotann, reka spítala og halda úti herskipi með meiru. En Ís- lendingum þess tíma leist ekki meira en svo á blikuna og sáu í hendi sér að með svo miklum umsvifum myndu Frakkar taka yfir Spánarmarkaðinn sem landsmönnum var lífsnauðsyn. Þá var Dönum ekki skemmt sem sáu í anda hvernig Frakkar myndu færa sig upp á skaftið og taka á endanum höndina alla. Eða segjum Englend- ingum sem þótti nóg að hafa franska heimsveldið fyrir framan sig þótt þeir tækju sér ekki stöðu fyrir aftan þá líka. Í stuttu máli varð ekkert úr stórframkvæmdum. En tveggja binda verk Gisèle Jónsson um samband Íslendinga og Frakka á nítjándu öld bregður skæru ljósi á þessa sögu alla ásamt líflegri atburðalýsingu og frumbirt- ingu fjölda gagna. Verkið er veglega útgefið í stóru broti, ríkulega mynd- skreytt, bæði af grafíkmyndum höf- undarins og aðfengnum myndum sem efnið varða. Það ætti að vera ís- lenskum söfnum ávinningur að eign- ast þetta verk, svo og öllum áhuga- sömum um sögu lands og þjóðar á nítjándu öld. Forvitnilegt verk um Ísland á nítjándu öld Eftir Pétur Gunnarsson » Tveggja binda verk Gisèle Jónsson um samband Íslendinga og Frakka á nítjándu öld ætti að vera kærkomið öllum áhugasömum um sögu lands og þjóðar. Pétur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur. Í dag verður kynning milli klukkan 15 og 18 í Náttúrulækningabúðinni, Skólavörðustíg 20. Prjónahönnuðir Tinnu verða á staðnum og kynna nýjustu flíkurnar úr ÝR 56. Skólavörðustíg 20 • Opið mánudag - föstudag 11-18 og laugardaga 11-16 56 V er ð kr . 2 .1 9 5 · Ja nú ar 2 0 1 4 Brúðarþáttur í Náttúrulækningabúðina Rjúkandi heitt á könnunni Tilboð á garni, prjónum og blöðum - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.