Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 27
þekkt Gunnar fyrir þetta tímabil urðu kynni okkar nánari meðan hann vann hjá Olíufélaginu (Esso). Starf hans var erilsamt og fullt ábyrgðar. Hvort tveggja leysti Gunnar með prýði. Hann var málefnalegur og sanngjarn svo eftir var tekið. Með geðprýði og góðu skapi veittist honum létt að leysa meiningarmun milli manna. Eftir hefðbundin starfslok Gunnars fluttu þau hjón til Hveragerðis og eyddu þar efri árunum. Fyrir nokkrum árum gerði hjartakvilli vart við sig. Svokallaður hjartagangráður var græddur í brjóstholið. Hann gerði létt grín að þessum að- skotahlut þótt nauðsynlegur væri. Létt skapgerð lét ekki bif- ast. Í rás tímans reyndi meira á gangráðinn á meðan hjartað gaf eftir. Þar kom að mannleg inngrip dugðu ekki til þrátt fyrir fyrir- myndarumönnun ágætrar eigin- konu og færustu lækna. Meðvit- und hnignaði smátt og smátt þar til ferðin á annað tilverustig tók við. Með söknuði sé ég eftir góðum dreng. Eiginkonu Gunnars, börn- um og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Ágúst Karlsson. Gunnar Jónsson vinur okkar er látinn. Við höfum þekkt hann lengi, en nánari vinskapur okkar hófst þegar þau Jóna fluttust í Hveragerði. Gunnar var spaug- samur og skemmtilegur. Hann var handverksmaður góður, það sást t.d. á því er hann gerði við hjólhýsi þeirra hjóna eftir að það hafði skemmst. Gunnar og Jóna áttu landskika rétt hjá Hvamms- tanga, þaðan sem hann var ætt- aður, þangað fóru þau með hjól- hýsið á sumrin og undu sér vel við fallegt vatn. Gunnar og Jón gerðu upp bát í félagi sem Gunnar átti og fóru tvisvar á sjó frá Þorlákshöfn, í annað skipti fengu þeir tvo fiska og voru báðir ánægðir með það. Jón fór mjög oft í seinni tíð til þeirra á morgnana til að vitja vin- ar síns og einnig á spítalann þeg- ar Gunnar var þar. Þegar við sáum hann síðast snemma morg- uns á Selfossi kom hann út í glugga og kallaði til okkar að hann kæmi heim með vorinu. Víst er komið vor hjá Gunnari og veik- indin að baki. Hann var trúaður maður og er örugglega umvafinn englum núna. Jóna hefur verið hans klettur, hún keyrði bæði til Reykjavíkur og Selfoss í alls kon- ar veðri til að styðja við og vera hjá sínum manni. Við sendum fjölskyldu Gunn- ars okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sönn vinátta deyr aldr- ei. Guðríður og Jón. Við kveðjum í dag hjartkæran fjölskylduvin, Gunnar Jónsson, fv. málarameistara, lögregluþjón o.fl. Sú vinátta hefur staðið um nær sextíu ára skeið. Það er margs að minnast. All- ar heimsóknirnar til hans og Jónu, sem hafa búið í Reykjavík, á Húsavík og í Hveragerði. Á heimilum þeirra mætti manni hlýtt og vinalegt viðmót og hin mikla gestrisni sem þau sýndu allri okkar fjölskyldu. Á yngri ár- um muna börnin eftir glaðværum og gefandi fjölskylduföður, sem sérstaklega sóttist eftir að veita börnum eftirtekt og láta þeim líða vel í návist sinni. Þessu muna börnin eftir. Gunnars er nú sárt saknað og við færum honum þakklæti fyrir allt og allt. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Jónu, barna þeirra og fjöl- skyldna. Kveðjur berast frá Ernu og Djum í Taílandi, Steinunni, Hildi, Vilhjálmi og fjölskyldum þeirra. Við minnumst Gunnars með virðingu og þökk. Minning hans mun lifa með okkur. Erna og Guðmundur. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 ✝ ÞorbjörnKarlsson fæddist á Hnaukum í Áltafirði 17.10. 1941. Hann lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 26.12. 2013. Foreldrar hans voru þau Guðbjörg Hólmfríður Árna- dóttir, f. 21.3. 1904, d. 7.9. 1992, og Karl Lúðvíksson, f. 25.4. 1904, d. 16.7. 1985. Bræður Þorbjörns eru Árni, f. 14.2. 1936, d. 11.12. 2000, og Kristján, f. 16.11. 1943. Þorbjörn kynntist árið 1984 Jensínu Janusdóttur, f. 12.2. 1947. Þau giftu sig 15.4. 1995. á Djúpavog. Þorbjörn vann ým- is störf, í bræðslunni á Djúpa- vogi og nokkur sumur hjá sím- anum við línulagnir. Árið 1974 hóf hann akstur vöruflutn- ingabíla hjá Birni Ólafssyni á milli Reykjavíkur og Hafnar sem og um sunnanverða Aust- firði. Það var svo árið 1980 sem hann fór að aka fyrir Ingimar Þórðarson milli Reykjavíkur, Egilsstaða og Seyðisfjarðar og allt til ársins 1995 er Ingimar hætti störfum sökum aldurs. Haustið 1995 fór hann aftur austur á Djúpavog á síld- arvertíð. Hann hóf störf árið 1996 hjá Sjávarfiski í Hafn- arfirði og vann þar til ársins 2003. Þá byrjaði hann hjá Essó sem síðar varð N1 þar sem hann lauk starfsferli sínum árið 2010. Útförin fór fram í kyrrþey hinn 15. janúar 2014. Foreldrar hennar voru Janus Guð- mundsson, f. 14.1. 1915, d. 17.3. 1967, og Jóhanna Ás- geirsdóttir, f. 20.5. 1923, d. 29.10. 2004. Jensína átti fyrir fjögur börn, þau eru: 1) Janus Óla- son, f. 15.11. 1965. 2) Sigurður Óli Óla- son, f. 5.7. 1970. 3) Jóhanna Guðrún Guðbjörns- dóttir, f. 9.10. 1976. 4) Jón Þor- geir Guðbjörnsson, f. 9.7. 1979. Þorbjörn bjó fyrstu sex ár ævi sinnar á Hnaukum í Áltafirði en árið 1947 fluttist fjölskyldan í Kambsel. Árið 1966 fluttist hann Látinn er kær frændi okkar Þor- björn eða Bjössi frændi eins og við kölluðum hann. Fyrstu minningar okkar um hann eru í Kambseli þar sem hann ólst upp frá sjö ára aldri með foreldrum sínum og bræðum. Þaðan eigum við góðar minningar en við fengum að vera þar í sveit ásamt fleira frændfólki okkar. Bjössi var svolítið stríðinn eins og þeir bræður, en þeir voru alltaf skemmtilegir og umfram allt góðir við okkur. Bjössi stríddi okkur oft með Gilitrutt sem gat verið við- sjárverð þannig að það var vissara fyrir okkur að vera stillt. Bjössi vann ýmis verkamannastörf en lengi vel var hann flutningabíl- stjóri og ók frá Reykjavík og aust- ur á firði. Á ferðum sínum á flutn- ingabílnum komst hann stundum í hann krappan, í vondum veðrum, vegir voru vondir þannig að það skipti máli að geta bjargað sér þegar eitthvað fór úrskeiðis. Bjössi var lunkinn viðgerðarmað- ur og áræðinn og lagði í hann þrátt fyrir vond veður. Í seinni tíð átti hann Land Rover-jeppa og gamla Farmal-dráttarvél sem hann hafði yndi af að gera upp og stússast í og notaði Farmalinn til að slá í kring- um sumarbústaðinn. Hann var dagfarsprúður og glaðlyndur maður, hjálpsamur, úrræðagóður og alltaf tilbúinn að greiða götu þeirra sem til hans leituðu. Hann átti við heilsubrest að stríða síðustu misseri og naut því kannski ekki ævikvöldsins sem skyldi. Við söknum hans og minn- umst með virðingu og þökk. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir.) Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu og barna hennar og fjöl- skyldna þeirra. Blessuð sé minning Þorbjörns. Kristrún Björg, Jón Halldór og fjölskyldur. Ég vil með nokkrum orðum minnast Þorbjörns Karlssonar sem nú er látinn. Þorbirni kynnt- ist ég sumarið 1975 er ég hóf akst- ur vöruflutningabíls milli Nes- kaupstaðar og Reykjavíkur. Þorbjörn var þá einnig að aka flutningabíl austur á firði, allt austur á Fáskrúðsfjörð. Við áttum því oft samleið og tókst fljótlega með okkur góður vinskapur. Á þessum árum voru vegir slæmir og bílarnir sem hann ók fyrstu ár- in gamlir og slitnir. Það var því ýmislegt sem henti við akstur á þessari löngu og oft erfiðu leið. Þorbjörn þótti alveg einstaklega úrræðagóður við að bjarga sér ef eitthvað bilaði og lagði þá jafnvel nótt við dag til að komast á leið- arenda með þann varning sem hann flutti. Mér fannst Þorbjörn oft hugsa í lausnum, hvort heldur var við lest- un bílsins, akstur hans við erfiðar aðstæður eða gera við það sem úr- skeiðis fór. Man ég að eitt sinn er bilaði hjá honum hjöruliður vafði hann enda hans með einangrunar- bandi, smurði vel í og hélt svo för sinni áfram og skilaði sér á leið- arenda. Hann þekkti þá bíla sem hann ók í smáatriðum og má segja það sama um þjóðvegina milli Reykjavíkur og Austfjarða. Margir nutu hjálpsemi hans enda var hann alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum vegfarendum og skipti þá engu þótt dagurinn dygði ekki til að komast á leiðarenda, þá var nóttinni bara bætt við. Þorbjörn var lítillátur maður sem kom vel í ljós er það var nefnt við hann að hann væri laginn viðgerðarmað- ur. Það sagðist hann alls ekki vera, hann kynni hins vegar að skrúfa með lykli og eitthvað kynni hann á önnur verkfæri. Flest þau ár sem Þorbjörn var við akstur flutningabíls voru veg- ir sjaldan ruddir og hálkuvarnir varla til. Þá var bara að setja á keðjur og taka fram skófluna og moka sig áfram enda minn maður ekki mikið fyrir að gefast upp þótt veður væru slæm og ófærð mikil. Mikil breyting varð á hög- um Þorbjörns er hann hóf akstur flutningabíls milli Reykjavíkur og Egilsstaða enda var aðbúnaður hans svo miklu betri þá, oftast með góða og öfluga bíla, sem hann kunni vel að meta. Þorbjörn hafði óhemjumikinn áhuga á bíl- um, sérstaklega flutningabílum, og hafði gaman af að ræða um þá. Síðustu árin sem Þorbjörn stund- aði vinnu afgreiddi hann elds- neyti fyrir N1 og sá ég hann þá oft aðstoða bíleigendur með smá- lagfæringar á bílum þeirra, svona rétt á meðan hann dældi elds- neytinu á þá. Ég votta aðstandendum Þor- björns og þá sérstaklega Jensínu eiginkonu hans, börnum hennar og Kristjáni bróður hans innilega samúð mína. Minningin lifir um góðan og heiðarlegan dreng. Sigursteinn Steinþórsson. Þorbjörn Karlsson Í dag kveðjum við systurnar „einustu ömmusystur“ okkar, eins og við kölluðum hana alltaf, og Oddný elskaði það að vera sú „einasta eina“ enda minnti hún okkur oft á það. Þegar við minnumst hennar rifjast alltaf upp ein hefð á aðfangadagskvöld þegar pakkaflóðinu lauk. Það var að fara á Móabarðið þar sem alltaf var svo gaman og mikið fjör. Oddný og Ómar tóku alltaf vel á móti og buðu upp á heimalagað konfekt (piparmyntudropa) sem þau lærðu að búa til í Danmörku. Okkur eru minnisstæð lifandi kert- in á jólatrénu, því það var alltaf lif- andi jólatré hjá þeim, en vorum samt alltaf pínu hræddar um að myndi kvikna í trénu. Allt var með svolítið dönskum hætti og gaman. Alltaf var dansað í kringum jóla- Hrafnhildur Oddný Kristbjörnsdóttir ✝ HrafnhildurOddný Krist- björnsdóttir fædd- ist 24. mars 1938. Hún lést 26. janúar 2014. Útför hennar fór fram 6. febrúar 2014. tréð, sungið og spilað með. Oddný, eða Bobba eins og við kölluðum hana þegar við vorum smástelp- ur, var alla tíð svona „arty-smarty“, með stóra áberandi skartgripi, sérstök í klæðaburði og örugg með sig. Hún hafði einstakan áhuga á fjölskyldutengslum og var ekki lengi að finna út hver var tengdur hverjum og hvaðan. Oft fengum við símtöl frá henni þar sem hún var að grafast fyrir um þennan og hinn, já eða segja okkur frá því hvernig þessi eða hinn tengdist bæði okkur og mökum okkar. Okkur eru minnisstæðar stórfjölskylduferðirnar upp í summó, þar sem Ómar og Oddný kenndu okkur og börnunum okkar ýmis sönglög sem eiga heima ein- mitt og einungis í útilegum. Oddný hafði mjög gaman af því þegar hún frétti að Goði, sem þá var fjögurra ára, hefði sungið „í Flatey fæddist Gunna“ í leikskólanum. Þessar vís- ur kunnum við ennþá og munum syngja þessi lög alla tíð með skemmtilegu fólki og minnast þeirra hjóna. Árið eftir að Ómar lést sendi hún í pósti til Brynju litlu í Stokkhólmi gamalt kver með vís- unum um jólasveinana, grýlu og jólaköttinn eftir Jóhannes úr Kötl- um. Það fylgdi með lítið bréf þar sem stóð að henni og Ómari hefði alltaf fundist að öll börn ættu að eiga þetta og að þetta væri sent í minningu Ómars. Svona gat hún verið hugulsöm. Það hefur og verð- ur áfram gaman að lesa vísurnar á aðventunni í útlandinu. Alla tíð hefur okkur þótt vænt um símtöl og kveðjur á afmælisdögunum okkar frá Oddnýju, alltaf mundi hún eftir þeim, jafnvel síðastliðinn desember þegar hún var mikið veik. Við berum Stínu, Issu, Árna Birni og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við eigum góðar minningar um okkar einustu einu. Soffía D. og Halla Dóra. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi þriðjudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. febrúar klukkan 14.00. Sigurjón Jónsson, Málfríður Gylfadóttir Blöndal, Sigríður Jóns Katrínardóttir, Sævar H. Hermanníusson, Ingibjörg Jónsdóttir, Denis Dubayle, Katrín Jónsdóttir, Högni Jónsson, Elín Rósa Snorradóttir, Rannveig Jónsdóttir, Halldór Jónsson, Áslaug Jónsdóttir, Sigurþór Hólm Tryggvason, Sif Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU HARALDSDÓTTUR, Hlynsölum 1, Kópavogi. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélagið Líf. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Óskar Karl Stefánsson, Elly Sigfúsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, Skúli Gunnar Sigfússon, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, GUÐJÓN JÓSEFSSON, Víðivöllum 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 15. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Fossheima. Vilborg Sigurðardóttir, Gunnar Guðjónsson, Vilborg Jóna Gunnarsdóttir, Guðfinna Þórdís Gunnarsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HAUKS HARALDSSONAR, Austurgerði 4, Reykjavík. Auður Jónsdóttir, Jón Haukur Hauksson, Brandur A. Hauksson, Margrét Hauksdóttir, Hannes Guðmundsson, Ólafur Þór Hauksson, Guðný Þ. Ólafsdóttir, Kristín Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hugheilar þakkir til ykkar allra sem heiðrað hafið minningu ástkærrar móður okkar, INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR frá Miklaholti, Stórateig 42, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A6 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir einstaka umönnun, hlýju og virðingu við hana í veikindum hennar. Kristín Magnúsdóttir, Jón Magnússon og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, EINAR ERLENDSSON, Litlagerði 15, Hvolsvelli, varð bráðkvaddur laugardaginn 8. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Helgi Sigurður Einarsson, Anna Björk Magnúsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.