Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að taka á honum stóra þín- um til þess að komast fram úr öllu því sem gera þarf. Hikaðu ekki við að tjá vini þínum skoðanir þínar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skalt aldrei reikna með stuðningi annarra sem gefnum hlut. Njóttu þess sem þú hefur og þakkaðu fyrir það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft á aðstoð að halda til þess að hrinda áhugamáli þínu í framkvæmd. Hlát- ur getur læknað margt en þó ekki allt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Mundu hvað það getur verið auðvelt að brjóta aðra niður, tal- aðu því varlega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður hugsanlega valin/n til að gegna tilteknu hlutverki með mjög áberandi hætti í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað í fari félaga þíns vekur með þér ugg enda á ýmislegt eftir að koma á dag- inn. Haltu hugmynd fyrir þig eða milli þín og náins vinar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tilfinningarnar koma upp á yfirborðið og það er í hæsta máta eðlilegt. Enginn ætti að þurfa að burðast einn með áhyggjur sínar. Losaðu þig við þínar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í hita dagsins gefst oft lítill tími til að hrósa mönnum fyrir þeirra framlag. Hlustaðu á þá eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir segja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er góður dagur til að leggja upp í langferð bæði í bókstaflegum og tákn- rænum skilningi. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið í minningunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að sjá fyrir næsta skref í starfi þínu því svo kann að fara að þú þurfir að taka það fyrr en þú ætlar. Þú færð óvænt- an reikning, skoðaðu hann vel áður en þú hleypur til og borgar hann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Misklíð innan fjölskyldunnar eða ósætti við viðskiptafélaga mun draga dilk á eftir sér. Láttu ekki hugfallast heldur gakktu æðrulaus til verks. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú geislar af gleði og gæðir umhverfi þitt hlýju og kátínu. Húmorinn þinn er stund- um svartur, passaðu að fara ekki yfir strikið, fólk er misviðkvæmt. Mér hættir til að fara ekkirétt með nöfn eins og kom fyrir mig í Vísnahorni á laug- ardag, þegar ég sagði að Helgi R. Einarsson í Mosfellssveit væri Jónsson og kann ég enga skýr- ingu á því, hef enda beðist afsök- unar. Þessi rangfeðrun tók á sig mynd í göngutúr Helga með tík- inni Tátu: Af þessu hlýst nú tæpast tjón né teljast syndir neinar og fagurt nafnið finnst mér Jón en faðir minn hét Einar. Í síðustu viku birtust tvær limrur eftir Kristján Karlsson í Vísnahorni, þar sem „Lima“ bar á góma. Fleiri eru kunnugir á þeim slóðum. Hringfari yrkir: Flestum er leiðin til Lima löng (nema gegnum síma). Þar Mia Farrow átti mök við Pizarro, mann, sem er, hreint út sagt prima. Karlinn á Laugaveginum var með á nótunum: Í Reykjavík, London og Líma er langsótt vor örlagaglíma í erindisleysu. Mín er kerling með kveisu og komst ekki neitt, – nema í síma. Það eru fleiri heimsborgir en þessar þrjár. Jóhann Hannesson orti: „Ég er gras, Viltu gefa mér tóm?“ mælti gárungi suður í Róm. Þegar á átti að herða þorði enginn að verða við ósk hans. Hún þótti ekki fróm. Hjálmar Freysteinsson fylgist vel með: Nýjar höfum fréttir fengið, finna má þeim eflaust stað. Æseif málið afturgengið! Efnilegur draugur það!!. Ármann Þorgrímsson yrkir um góðan gest: Leti aldrei gefur grið gleði fer um bekki. Langafa sinn leikur við svo leiðist honum ekki. Jón Hjaltason orti þegar Stein- grímur J. Sigfússon kvaddi og vék „í orði“ fyrir Katrínu Jak- obsdóttur: Vart mun hann ráð sitt kunna af kæti er kænlega bregður á dömuna fæti. Hann berst ekki á því enginn má sjá hver ekur nú bílnum úr aftursæti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af limrum, draugagangi og heimsborgum Víkverji er orðinn nokkuð lang-eygður eftir haldgóðum ráðum fyrir klakabrynjuna sem hefur ver- ið yfir mestöllu suðvesturhorninu síðustu vikur. Sem betur fer virðist sem að eitthvað hafi hlýnandi veð- ur náð að bræða klakann. Hið til- tölulega nýtilkomna töframeðal að setja sand en ekki salt á klakann hefur hins vegar ekki skilað neinu öðru en því að anddyrið að híbýli Víkverja líkist einna helst sand- kassa. Víkverji er ekki fyrr búinn að sópa og ryksuga sandinn í burtu en annar skammtur er kominn inn. x x x Víkverji var nýbúinn að bölva ogragna sandkassanum mikla heima hjá sér þegar hann tók eftir því að Dagur B. Eggertsson var spurður út í það hvort ekki væri ráð að blanda salti út í sandinn. Hann tók nú ekki illa í það fyrir ut- an að það væri alltaf kvartað ef of mikið salt væri notað. Víkverji tel- ur að það mætti alveg gera könnun á því hvort að það sé meirihluti fólks sem kvartar undan saltinu, eða í raun bara háværi minnihlut- inn, sem allt of oft fær sitt fram? Hvað sem því líður er það þó já- kvætt að Dagur hafi tekið vel í þessa fyrirspurn, þó að ólíklegt sé að nokkuð meira verði gert með hana. x x x Annars hefur vikan ekki veriðmjög spennandi fréttalega séð og fátt sem hefur virkilega kveikt glóð í hjarta Víkverja. Það er kannski helst fréttin um að meiri- hluti fólks vilji skólagjöld í Háskóla Íslands. Víkverji ætlar sér engan veginn að blanda sér í þá umræðu enda getur öll umræða um skóla- gjöld orðið býsna heit. Það sem Víkverja leikur þó forvitni á að vita er það hvers vegna „skráning- argjaldið“ svonefnda slagar núna upp í heilar 75.000 krónur? Síðan Víkverji var upp á sitt besta hefur gjaldið hækkað um heilar 50.000 krónur. Varla hefur kostnaðurinn við það að taka nafn manns niður á blað aukist svo mikið á einum ára- tug. Hvenær borgar maður skrán- ingargjald og hvenær borgar mað- ur skólagjald? víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu RENNIHURÐIR Á KYNNINGARVERÐI Sparar pláss Öruggt og traust Einfalt í uppsetningu Tilbúnar til afgreiðslu vegghengdar agila 50 rennihurðabrautir með hertu 8mm sýruþveignu gleri og fingurgróp á frábæru verði, 99.500 kr Í klípu „ÉG VAR EKKERT AÐ LJÚGA ÞEGAR ÉG SAGÐI AÐ FÉLAGSMÁLAKERFIÐ VÆRI EINS OG VÖLUNDARHÚS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG FRÉTTI AÐ ÞIÐ VÆRUÐ AÐ LEITA AÐ STARFSMANNI SEM GÆTI UNNIÐ SJÁLFSTÆTT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dreyma um hann dreyma þig. SKO, ERFÐA- GRIPIR. SEM ELSTI SONURINN ... ER KOMIÐ AÐ MÉR AÐ BERA HATTINN. VEISTU EINU SINNI HVAR HANN HEFUR VERIÐ? ÞETTA HLJÓTA AÐ VERA MISTÖK ... VIÐ VORUM EKKI MEÐ EFTIRRÉTTI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.