Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 17
Almennur stuðningur er við frekari flutning verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna. Óljóst er hins vegar hvenær næsta skref verður stigið. Málefni fatlaðra voru flutt í ársbyrjun 2011. Nú stendur yfir mat á faglegum og fjárhagslegum þáttum þeirrar tilfærslu. Nefnd á vegum innanríkisráðuneytis hefur lagt til að næst verði málefni aldraðra, heilsugæsla og heimahjúkrun flutt samhliða til sveitarfélaganna. Ýmis ljón eru á veginum áður en það gerist. Núverandi þjónusta þykir ekki nógu skýr og of margþætt í framkvæmd og fjármögnun. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 9 1 9 Draumaferð á hverjum degi Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Gerðu allar ferðir að draumaferðum á Mercedes-Benz B-Class. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur B-Class til sýnis og reynsluaksturs. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class 160 CDI, dísil, beinskiptur 6 gíra. Verð frá 4.790.000 kr. Ýmis ljón eru á veginum áður en hægt verður að stíga næsta skref í flutningi verkefna frá ríkinu til sveit- arfélaga. Það snýst um flutning þjón- ustu við aldraða. Þetta segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, í sam- tali við Morgunblaðið. Málefni fatlaðra flutt 2011 „Frá árinu 2009 hefur mest orka okkar hjá sambandinu farið í að und- irbúa og styðja við framkvæmd á flutningi á þjón- ustu við fatlað fólk frá ríki til sveitar- félaga sem tók gildi 1. janúar 2011,“ segir Karl. Hann segir að nú standi yfir endur- mat á faglegum og fjárhagslegum þáttum þess flutn- ings. Stefnt sé að því að ákveða endanlegt útsvarshlut- fall til að fjármagna þessa tilfærslu á þessu ári, en hún á að taka gildi á því næsta. „Á þessu ári er útsvarshlutfallið sem fjármagnar verkefnið 1,24% stig og hefur tekjuskattur til ríkisins verðið lækkaður samsvarandi. Fjár- hagslegt umfang tilfærslunnar er metið á um 13,2 ma.kr. á þessu ári. Í þeirri fjárhæð er ekki kostnaður við tilraunaverkefni um NPA (notenda- stýrð persónuleg aðstoð) sem ríkið fjármagnar sérstaklega og er að um- fangi um 160 m.kr. á þessu ári,“ segir Karl. Óskýr þjónusta ríkisins Mörg undanfarin ár hafa verið í gangi viðræður milli ríkis og sveitar- félaga um hugsanlegan flutning á þjónustu við aldrað fólk frá ríki til sveitarfélaga. „Æ betur verður ljóst að þar eru ýmis ljón í veginum. Nú- verandi þjónusta af hálfu ríkisins er ekki nógu skýr og of margþætt í framkvæmd og fjármögnun. Sökum þess er það mat fulltrúa sveitarfélaga að það þurfi að koma henni í fastari og samræmdari skorður áður en hægt verði með góðu móti að flytja ábyrgð og fjármögnun þjónustunnar milli stjórnsýslustiga,“ segir Karl. Hann efnir sem dæmi að fjármögnun hjúkrunarheimila virðist ekki vera einsleit. Uppi sé ágreiningur milli nú- verandi rekstraraðila hjúkrunar- heimila og ríkisins um nauðsynegar fjárhæðir daggjalda auk þess sem menn telji að þau eigi að dekka mis- munandi rekstrarkostnað. Kallar á mikla vinnu Karl segir að hugmyndir hafi kom- ið fram um að innleiða nýtt greiðslu- fyrirkomulag sem byggist á nýjum forsendum. Einnig vanti stórlega upp á að í gildi séu þjónustusamningar milli ríkisins og viðkomandi stofnana í öldrunarþjónustu. Að auki séu uppi hugmyndir um að taka upp breytt vinnubrögð í hjúkrunarmati. Öllu þessu til viðbótar sé til staðar ágrein- ingur um meðhöndlun lífeyris- skuldbindinga milli aðila. „Allt þetta kallar á mikla vinnu og útfærslu sem þarf að fara fram áður en sveitarfélögin geta með góðu móti tekið ábyrgð á þessari þjónustu. Rík- ið þarf sem sagt að vinna sína heima- vinnu áður en til tilfærslu á þjónustu við aldrað fólk kemur en sambandið og sveitarfélögin eru að sjálfsögðu tilbúin að hjálpa til við þá úrvinnslu,“ segir Karl Björnsson. Karl bætir við að flestir séu sam- mála um að þetta verkefni á sviði öldrunarþjónustu eigi betur heima hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Sveitarfélögin séu best til þess fallin að sinna nærþjónustuverkefnum. Í sveitarfélögum eins og á Akureyri, sem hafi þetta verkefni og heilsu- gæsluna einnig á grundvelli þjón- ustusamninga við ríkið, hafi að flestra mati tekist mjög vel til við að sam- þætta þjónustuverkefni af sama meiði. Þannig hafi skilvirknin aukist og þjónustustigið hækkað að margra mati. gudmundur@mbl.is Ýmis ljón á vegi næstu tilfærslu  Margt þarf að skýrast betur um málefni aldraðra Morgunblaðið/Jakob Fannar Aldraðir Lengi hefur verið rætt um að flytja málefni aldraðra frá ríki til sveitarfélaga. Það hefur reynst flóknara en talið var í fyrstu. Sveitarfélögin segja að ríkið þurfi að vinna heimavinnu sína mun betur áður en næsta skref verður stigið. Karl Björnsson  Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um sveitarfélögin, eða lög- hreppana eins og þau hétu þá, er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld. Þar segir að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Tilvist sveitarfélaganna á Íslandi má rekja til þeirra lýðræðislegu hefða sem landnámsmenn þekktu til úr norrænni menningu fyrri heimkynna. Upphaflegt hlutverk sveitarfélaganna mót- aðist á grundvelli samhjálpar. Þótt sjálfstæði löghreppanna hafi end- anlega verið afnumið af Danakonungi árið 1809 höfðu þeir í raun glatað því miklu fyrr. Sveitarfélögin voru síðan endurreist með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en þá var lagður grunnur að þeirri sveitarfé- lagaskipan sem gilti fram undir síðustu aldamót. Sveitarfélögin grundvallar- eining í stjórnskipan Íslands Sveitarfélög Þau eru núna 74.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.