Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014
Maðurinn, svínið og
rottan eru alætur. Á
maðurinn sinn þátt í
mataræði bæði svína
og rotta. Flest spen-
dýr nærast á mjög fá-
brotnum mat í hófi og
eru flest húsdýrin þá
með talin. Mann-
skepnan lifir núna á
svo fjölbreyttum mat
að spurningin er
hvort hún sé ekki að
eyðileggja heilsuna með ofáti og
röngu fæðuvali. Þá er vafasamt að
ristillinn sé gerður fyrir agnúa
nútíma-alætumataræðis. Gegnum
tíðina virðist sem einhæft mataræði
hinna efnaminni hafi fært þeim
betri heilsu en allsnægtir hinna
efnameiri sem fengu ýmsa lífsstíls-
sjúkdóma sem eru almenningseign í
dag.
Melting okkar byggist á að efna-
hvatar meltingarvegarins brjóti
niður fæðuna í smærri efni og
myndi loks graut. Í þörmunum frá-
sogast hin smáu líf- og næring-
arefni um þarmatoturnar inn í blóð-
ið og sogæðavökva. Restin sem
ekki var brotin niður heldur áfram
yfir í ristilinn. Hér melta örverur
ristilsins, einkum gerlar, það sem
líkamanum reyndist um megn að
brjóta niður. Sýrugerlar brjóta hér
niður jurtatrefjar (líkt og hjá jórt-
urdýrum) til eigin næringar og losa
vítamín og lífræn steinefni sem frá-
sogast síðan úr ristlinum í blóðið.
Sé neytt mikillar prótínríkrar fæðu
(kjöt og fiskur) eru það rotn-
unargerlarnir sem brjóta restar
hennar niður sér til matar en fjöldi
eiturefna myndast líka sem fara út
í blóðið. Þrátt fyrir mikla líkams-
hreyfingu á þó lifrin erfitt með að
afeitra nema sum þessara efna sem
þá hlaðast upp í líkamanum. Það er
því betra að borða meira fyrir sýru-
gerlana en rotnunargerlana. Stein-
efnin eru hjá manninum mest í
blóði og innyflum og okkur lífs-
nauðsynleg. Hvort meltingin er í
lagi sést best á hægð-
unum sem eiga að vera
eðlilegar, reglulegar
eða minnst einu sinni á
dag. Þeim sem staðla
mataræðið með minni
fjölbreytni gengur bet-
ur að halda ristlinum
og flóru hans í lagi og
losna við hægðatregðu
og fylgikvilla hennar
sem eyðileggja ristilinn
að lokum. Ristillinn er
viðkvæmur og auðvelt
að valda skemmdum á
honum með því að blanda saman
mörgum tegundum frá degi til
dags. Það er oft í ristlinum sem
heilbrigði einstaklingsins ræðst er
aldurinn færist yfir en örverurnar
þar dafna best við stöðuga og rétta
næringu ásamt nægum vökva. Líf-
rænu steinefnin er aðallega að
finna í mat úr jurtaríkinu og mest í
hýði. Það vill oft gleymast að eins
og með prótínin er það ekki hlut-
fallið milli efnanna heldur efni sem
minnst er af sem skipta máli. Vanti
eina amínósýru í prótínuppbygging-
una eða eitt steinefnanna í efna-
skiptin gagnast hin ekki (lögmál
sem þýski efnafræðingurinn Liebig
sannaði á sínum tíma). Í dýraríkinu
er lítið af járni og matur þaðan því
léleg uppspretta steinefna. Heppi-
legasta mataræðið er líkast til
blanda mjólkurafurða og matar úr
jurtríkinu, ferskt og óunnið, sumt
borðað hrátt og annað lítið soðið.
Einfaldur einstaklingsbundinn mat-
ur tiltölulega fárra tegunda sem
halda ristlinum heilbrigðum með
yfirgnæfandi starfsemi sýrugerla
sem gefa reglulegar, eðlilegar
hægðir stuðlar því að bestu heilsu
og heilbrigði.
Mataræði og melt-
ingin í ristlinum
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi
Stefánsson
» Íslendingar þurfa
ekki að vera alætur í
dag, heldur að læra að
borða fyrir heilsuna
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Í nýlegri skýrslu
Seðlabankans1) um val-
kosti í gjaldmið-
ilsmálum kemur fram
að þó að finna megi til-
vik þar sem krónan
hefur gagnast til að
draga úr efnahags-
áföllum þá er mynt-
svæðið okkar það lítið
að í raun stuðlar krón-
an að sveiflum og
óstöðugleika og dregur
úr atvinnuframboði fremur en hitt.
Seðlabankinn kemst líka að þeirri
niðurstöðu að „við evruaðild mun
landsframleiðsla aukast um 1,5-
11%, eða um 65-179 ma.kr. á ári“.
Ávinningurinn í lífskjörum er hins
vegar mun meiri eða 20-30%. Þetta
gerist með því meðallaun hækka að
raungildi þegar fyrirtækin njóta
stöðugleika, lægri vaxta, gjaldeyr-
isthöft hverfa og fjárfestingar
aukast. Kaupmáttur ráðstöf-
unartekna hækkar, verð vöru og
þjónustu lækkar, vextir af skuldum
lækka og það verður talsvert meira
til skiptanna hjá heimilunum þegar
við erum búin að kaupa sama magn
af vörum og þjónustu og greiða af
lánum. Við getum nýtt þann afgang
til að lækka skuldir,
draga úr yfirvinnu og
njóta frístunda. Þegar
á allt þetta er litið ger-
ir þetta a.m.k. 20-30%
í lífskjörum.
Traustur gjaldmið-
ill getur gert
kraftaverk
Skoðum nánar áhrif
evrunnar á helstu at-
vinnugreinar í landinu.
Allar njóta þær þess
að fjármagnskostn-
aður lækkar, verðtrygging verður
óþörf, fjármagnshöft hverfa og að
til kemur varanlegur stöðugleiki
með traustum gjaldmiðli. Fjárfest-
ingar aukast í arðsamari atvinnu-
rekstri og arðsamari fyrirtæki
greiða betri laun. Lítum á áhrif evr-
unnar á einstakar atvinnugreinar:
1. Sjávarútvegurinn býr nú orðið
við minni tekjusveiflur en áður
vegna aflamarks og auðlindagjald
Krónan skerðir
lífskjör okkar
um 20-30%
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson
Guðjón
Sigurbjartsson
» Samtals mun evran
og tollfrjáls innflutn-
ingur matvæla bæta hag
heimilanna um 25% til
40%.
Gunnar og Sigurjóna unnu
hjá Bridgedeild Breiðfirðinga
Nú er lokið fjögurra kvölda keppni
í tvímenningi. Úrslit urðu þessi:
Gunnar Guðmss. – Sigurjóna Björgvd. 803
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 791
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 760
Sunnudaginn 9.2. var spilað á ell-
efu borðum. Hæsta skor í N/S:
Sigurjóna Björgvd. – Gunnar Guðmss. 275
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 264
Hörður Gunnarss. – Þórður Ingólfsson 237
Austur/Vestur:
Ingibj. Guðmundsd – Kristín Andrews 254
Jón V. Jómundss. – Friðrik Jónsson 246
Ólöf Ólafsd. – Ragnar Haraldsson 238
Næsta sunnudag, 16.2., verður
spilaður eins kvölds tvímenningur en
sunnudaginn 23.2. hefst þriggja
kvölda hraðsveitakeppni.
Skráning er hjá Ólafi í síma 698-
6538 og Sturlaugi í síma 869-7338.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Bridgefélag eldri
borgara í Hafnarfirði
Föstudaginn 4. febrúar var spil-
aður tvímenningur með þátttöku 32
para.
Efstu pör í N/S (prósentskor):
Ragnar Björnsson - Óskar Karlsson 63,3
Friðrik Jónsson - Björn Svavarsson 58,3
Örn Einarss. - Guðlaugur Ellertss. 57,9
AV:
Tómas Sigurjs.- Jóhannes Guðmannss.57,4
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 57,1
Nanna Eiríksd. - Sigfús Skúlason 56,7
Þriðjudaginn 7. febrúar var spil-
aður 30 para tvímenningur. Efstu
pör í N/S:
Bjarni Þórarinsson - Ragnar Björnss. 60,6
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 59,8
Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 56,4
AV:
Svanh. Gunnarsd. - Jón Lárusson 58,7
Bergljót Gunnarsd. - Sveinn Snorras. 55,8
Sigurður Tómass. - Guðjón Eyjólfsson 55,6
Bridsfélag eldri borgara spilar á
þriðjudögum og föstudögum í félags-
heimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í
Hafnarfirði.
Spilaður er eins dags tvímenning-
ur. Heimasíða félagsins er
www.bridge.is/bfeh.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR
FRÁBÆR TILBOÐ
Í GANGI
UMGJARÐIR+GLER
FRÁ 19.900,-
MIKIÐ ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR
LINSUMÁTANIR