Morgunblaðið - 13.02.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.02.2014, Qupperneq 10
Íslenskar konur Sannlega góðir ljósmyndarar sem gaman er að kynnast. Í dag kl. 14 býður Þjóðminjasafn Ís- lands leiðsögn sem sérstaklega er ætluð foreldrum í fæðingarorlofi. Víða eru starfræktir svokallaðir foreldramorgnar en með leiðsögn fyrir foreldra í fæðingarorlofi vill Þjóðminjasafnið taka þátt í þjónustu fyrir þennan hóp fólks. Að þessu sinni verður sýningin Betur sjá augu, Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872- 2013 í Myndasal safnsins skoðuð. Á sýningunni er að finna ljósmyndaverk eftir 34 konur sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið við ljós- myndun hér á landi, flestar sem at- vinnuljósmyndarar en einstaka sem áhugaljósmyndarar. Í þessum mynd- um nýtur persónuleg sýn og sköpun ljósmyndaranna sín vel. Myndirnar í Þjóðminjasafni tiheyra flokknum fjöl- skylda/heimilislíf og portrett/ mannlíf. Leiðsögnin er ókeypis og all- ir foreldrar í fæðingarorlofi eru vel- komnir. Endilega … … fáið leiðsögn í fæðingarorlofi 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég keyri sjálf blómin ogpakkana til viðtakendaog það er besti parturinnaf þessu starfi, að fá að afhenda á tröppunum heima hjá fólki. Viðtakendur eru alltaf mjög ánægðir, því fæstir eiga von á send- ingu og eru skemmtilega hissa og glaðir að sjá mig með blóm í fanginu. Ég hef fengið mörg knús og kossa,“ segir Eva Sæland en hún stofnaði nýlega vefverslunina Reykjavík Gift Shop. „Þetta er alhliða gjafaþjón- usta og góður valkostur fyrir þá sem vilja spara sér tíma og fyrirhöfn. Fólk fer inn á síðuna, velur blóm, gjafavöru og kort, ég skrifa textann í kortið, pakka öllu inn og kem gjöf- inni til viðtakanda. Þetta er líka frá- bær valkostur fyrir þá sem búa í út- löndum og langar að senda ætt- ingjum eða vinum blóm og gjöf á stórum stundum.“ Fyrsti launaseðillinn Blómvendirnir hjá Evu koma beint frá bónda og eru handbundnir heima í sveitinni hennar, en hún er dóttir blómabændanna Áslaugar og Sveins Sæland sem búa á Espiflöt í Biskupstungum. „Axel bróðir minn hefur tekið að mestu við búinu og Ív- ar bróðir minn sér um að mynda fyr- ir mig það sem ég set á síðuna, svo þetta er sannkölluð systkinasam- vinna. Þetta er notaleg samvinna, ég bý í bænum, fer heim í sveitina um helgar og þar dúllum við Ívar okkur við myndatöku og pabbi setur saman vendina fyrir mig. Hann er fullkom- inn hugmyndasmiður að vöndunum“ Eðli málsins samkvæmt eru blóm Evu nánast í blóð borin og hún var mjög ung þegar hún byrjaði að vinna í blómunum heima á Espiflöt. „Ég held að ég hafi fengið minn fyrsta launaseðil þegar ég var sjö ára. Frá því við systkinin gátum unnið og nýst eitthvað til verka vor- um við á launaskrá hjá foreldrum okkar. Ég vann við blómin alveg fram til tvítugs og þá var ég vissu- lega búin að fá nóg af þeim, flutti til Ítalíu og síðar til Danmerkur og Englands,“ segir Eva sem flutti heim fyrir rúmi ári og starfar sem rekstrarstjóri hjá Kron ehf. „Mér finnst svo gaman að sinna þeim rekstri að það kveikti hugmyndina Ég hef fengið mörg knús og kossa Eva Sæland var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að vinna við blómin heima á Espiflöt þar sem hún ólst upp hjá blómabændunum foreldrum sínum. Nú rekur hún sitt eigið fyrirtæki, alhliða gjafaþjónustu með blóm og gjafavöru. Axel bróðir ræktar blómin, Ívar bróðir tekur myndir og pabbi setur saman vendina. Blómafjölskyldan á Espiflöt Sveinn, Áslaug, Ívar, Eva og Axel. Ljósmynd/Ívar Sveinsson Eva Kemur færandi hendi, hér með pakka og uppáhladsblómin sín, liljur. Bergrós Kjartansdóttir og Dýrfinna Torfadóttir ætla að opna sýningu á safnasvæðinu Görðum, Akranesi, næstkomandi laugardag 15. febrúar kl. 14. Þar sýnir Bergrós handprjón- aðar flíkur sem hún hefur hannað, en hún ætlar líka að kynna vef sinn tíbrá.is. Dýrfinna sýnir nýjustu skart- gripalínuna sína. Dýrfinna Torfadóttir er gullsmiður á Akranesi og Bergrós Kjartansdóttir er prjónahönnuður og býr í Reykjavík, en báðar eru þær fæddar og uppaldar á Ísafirði. Á síð- unni tíbrá.is er hægt að skoða hönn- un Bergrósar og á vefsíðunni didi- torfa.com er hægt að skoða það sem Dýrfinna er að gera, skart, skúlptúra og lágmyndir. Þetta eru heldur betur skapandi vestfirskar konur sem fara sínar eigin leiðir. Í verkum Dýrfinnu eru sögð kallast á nálægð sjávar, hrikaleg fjöll og hin viðkvæma vest- firska flóra. Sjávarskart fjallkon- unnar er til dæmis eitt af því sem komið hefur úr smiðju hennar, en það er hálsmen þar sem hún sækir mynstrin í íslenska skautbúninga- hefð. Allir eru velkomnir á opnunina á laugardaginn á Akranesi. Vefsíðan www.diditorfa.com Sjávarskart Munstrið sækir Dýr- finna í íslenska skautbúninginn. Sýning Bergrósar og Dýrfinnu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.