Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 25
Hlynur, Njörður og fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur styrk til að lifa með þessum stóra missi og söknuði. Minningin lifir. Elísabet, Jósef og fjöl- skyldan á Baughóli 50, Húsavík. Við skyndilegt og ótímabært fráfall Steina frænda míns leitar sú spurning á hugann hvers vegna fjölskyldumaður á besta aldri sé tekinn frá fjölskyldu og vinum? Því miður verður fátt um svör, sama hvert litið er. Margar minningar leita á hugann og erf- itt er að sitja ein og rifja þær upp. Það var mikið reiðarslag þegar ég fékk fregnir af andláti þínu hinn 5. febrúar sl. en sá dagur var afmælisdagurinn hennar Ellu þinnar og kaldhæðnislegt að þú skyldir kveðja okkur þann dag. Þegar ég hugsa til baka koma margar ljúfar og góðar minning- ar fram í hugann og margar þeirra eru tengdar ykkur Bjarna bróður þínum sem ég veit að hef- ur tekið á móti þér opnum örm- um. Þið voruð svo góðir vinir og félagar. Alltaf nenntuð þið að hafa mig með ykkur og ógleymanlegar eru þær stundir sem ég átti með ykk- ur þegar þið bjugguð saman í Eyjaholtinu. Ein minning er sterkari en önnur en sú er þegar þið voruð nánast búnir að hræða úr mér líftóruna í Skálholti. Ferðin okkar saman til Spánar var ógleymanleg, við skemmtum okkur vel. Góðvild, gamansemi, hnyttni og stríðni voru einkenn- andi fyrir þig. Fjölskyldur okkar hafa alltaf verið samrýmdar og mikil tilhlökkun var þegar við vorum að fara suður að hitta ykk- ur eða þegar þið voruð að koma norður til okkar. Þó svo að langt væri á milli okkar og samveru- stundirnar væru ekki eins marg- ar og við hefðum kosið var alltaf eins og við hefðum hist í gær og því má treysta að fjölskyldan stendur þétt saman þegar erfið- leikar steðja að. Fjölskyldan var þér kær og stundirnar ykkar í sumarbústaðnum voru þér afar dýrmætar. Þú áttir mjög erfitt með að sætta þig við það þegar Bjarni bróðir þinn lést árið 1991, þá misstir þú mikið en þið voruð svo miklir vinir og félagar. Árið 2010 stóðu fjölskyldur okkar frammi fyrir miklu áfalli þegar feður okkar létust með mánaðar millibili, þá óraði okkur ekki fyrir því að í dag yrði komið að kveðju- stund þinni, elsku Steini minn. Ég veit að feður okkar, Bjarni bróðir þinn, amma og afi hafa tekið á móti þér opnum örmum og þú munt vaka yfir þinni kæru fjölskyldu. Kæra Sibba, það á enginn að þurfa að ganga í gegn- um það að horfa á eftir börnunum sínum úr þessu lífi en nú ert þú að kveðja þinn annan son og einnig búin að kveðja hann Jóa þinn. Ég vona að Guð gefi þér styrk til að standast þessa erfiðu þraut sem lögð er á þig. Elsku frændur mínir, Hlynur, Njörður, Þórhallur og fjölskyld- ur, missir ykkar er mikill, nú standið þið enn og aftur frammi fyrir því að kveðja ástvin. En minningar um góðan mann munu lifa með ykkur og þið verðið að reyna að láta þær létta ykkur þær erfiðu stundir sem framund- an eru án hans. Elsku Inga, Sól- veig Helga, Elísabet Ósk og Jó- hann Alexander, sorg ykkar er mikil og orð mega sín lítils á þess- ari stundu. Eins og þú sagðir sjálf, Inga mín, þá er erfiðasti og sárasti tíminn framundan, að komast yfir það að hann sé horf- inn. Þið eigið fallegar og góðar minningar um frábæran eigin- mann og föður og gott verður að ylja sér við þær minningar. Þið eigið mína dýpstu samúð. Hugur minn og hjarta er hjá ykkur á þessum erfiðu stundum. Elsku Steini minn, ég mun sakna þess að sjá ekki fallega brosið þitt eða finna fyrir stríðn- inni þinni. Ég veit að þú fylgist með okkur og vakir yfir okkur. Þín frænka að norðan, Guðríður Sigurðardóttir (Gugga) og börn. Í dag kveðjum við félagar í Björgunarsveitinni Ægi traustan félaga til margra ára. Þorsteinn Jóhannsson var tekinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Steini, eins og við kölluðum hann, var mjög virkur í björgunarsveitinni til margra ára. Hann átti sæti í stjórn Ægis og hélt utan um fjár- mál sveitarinnar. Oft er sagt að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Steini var einn sterkasti hlekk- urinn í okkar keðju allt til dán- ardags. Hann var mjög virkur í öllu starfi sveitarinnar og sér- staklega þegar kom að fjáröflun og verkefnum tengdum henni. Hann starfaði ótrauður áfram í þágu sveitarinnar eftir að hann veiktist í haust. Steini hefur verið burðarás í samstarfi Björgunar- sveitarinnar Ægis og Knatt- spyrnufélagsins Víðis um árlegt þorrablót Suðurnesjamanna sem haldið er í Garði í byrjun þorra. Þrátt fyrir veikindin átti Steini stóran þátt í skipulagningu þorrablótsins nú í lok janúar og mætti þangað með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að þrekið væri lítið í lokabaráttunni við þann ill- víga sjúkdóm sem Steini glímdi við. Við félagar í Björgunarsveit- inni Ægi þökkum Þorsteini Jó- hannssyni fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu sveitarinnar til margra ára. Ástvinum sendum við samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. F.h. félaga í Björgunarsveit- inni Ægi, Garði, Hilmar Bragi Bárðarson. Þegar við hugsum til baka til tímans í Gerðaskóla þá fannst okkur öllum að við myndum lifa að eilífu, framtíðin var svo fjarri og 2014 einhvers staðar langt í burtu. Dauðinn var eitthvað sem við nemendur í ’63-árganginum hugsuðum lítið um. Þessi árgang- ur í Gerðaskóla var mjög sam- heldinn hópur enda nemendur fá- ir og Garðurinn á þessum tíma lítið samfélag þar sem allir þekktu alla. Tíminn leið hratt í skólanum við leik og störf og tók Steini eða Steini hennar Sibbu/ Steini í Skálholti að fullu þátt í því sem samfélagið hafði upp á að bjóða á þeim tíma. Varði hann mark Víðis upp alla yngri flokka félagsins og spilaði oft upp fyrir sig eins og það var kallað þegar yngri leikmaður spilaði með sér eldri leikmönnum. Steini var þekktur á seinni árum fyrir að standa að brennunni við Víð- isvöllinn á gamlársdag en færri vita að Steini byrjaði ungur að safna í brennu, ekki byrjaður í skóla, og það var áhugamál sem hann varð aldrei leiður á. Þrátt fyrir að skólahópurinn hafi tvíst- rast eftir að námi í Gerðaskóla lauk höfum við haft þá reglu að hittast reglulega til að halda upp á fermingarafmæli okkar, alltaf hefur verið góð mæting. Nú verð- ur skarð fyrir skildi þegar við hittumst næst, enginn Steini í Skálholti/Steini hennar Sibbu til að gantast við og segja sögur úr Garðinum. Að leiðarlokum viljum við skólasystkinin þakka fyrir sam- fylgdina og sendum fjölskyldu hans og vinum hugheilar samúð- arkveðjur. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (GÖ) Hvíl í friði, kæri vinur. Þín skólasystkini úr Gerða- skóla, Halldóra Jóna Sigurðardóttir, Klemens Sæmundsson og Bryndís Knútsdóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 ✝ Smári Karls-son fæddist hinn 20.3. 1923 á Draflastöðum í Fnjóskadal. Hann lést hinn 23.1. 2014. Smári var sonur Kristólínu Guðjóns- dóttur, skipsþernu á Goðafossi, og Karls Markússonar bryta. Systkini Smára, sammæðra, voru þau Magnús, Kristjón Már og Rig- mor, en samfeðra þau Aagot, Haavard, Alfreð, Bertha og Jón. Smári var í fóstri í nokkur ár hjá hjónunum Guðrúnu Jón- asdóttur húsmóður og Sigurði V. Guðmundssyni, fiskmats- manni á Akureyri. Um árabil var hann tökubarn á sveitabæ uns hann fór aftur til Guðrúnar og Sigurðar. Smári útskrifaðist frá gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri en fór svo að vinna sem messagutti á Goðafossi, á stríðs- árunum, þar til hann hóf flug- nám í Flugskóla Konna Jóhann- flug í Austurlöndum stundaði hann líka. Smári stofnaði ung- ur, ásamt Jóhannesi Snorrasyni, flugstjóra, poppverksmiðju, sem sá bíógestum borgarinnar fyrir poppi um tíma. Hann stofnaði svo og rak, ásamt þeim Jóhann- esi Snorrasyni og Magnúsi Guð- mundssyni flugstjóra, flugskól- ann Cumulus. Einnig gerði Smári, ásamt Stefáni Gíslasyni flugstjóra, út sjóstanga- veiðiskipið Nóa og buðu þeir Ís- lendingum upp á stangveiðar ásamt Viðeyjarferðum. Hinn 25. ágúst 1949 kvæntist Smári Reg- ínu Benediktu Thoroddsen hjúkrunarfræðingi, dóttur Reg- ínu Magdalenu Benediktsdóttur húsmóður og Guðmundar Thor- oddsen læknis. Regína Bene- dikta var fædd 30.6. 1924. Hún lést 6.12. 2000. Smári og Regína bjuggu lengst af á Hátröð 9 í Kópavogi. Þau eignuðust fjögur börn; þau Hrafnhildi Rós, Smára Magnús, Marfríði Hrund og Skúla Þór, ellefu barnabörn og barna- barnabörnin eru orðin fjögur. Útför Smára fór fram 3. febr- úar 2014 frá Fossvogskapellu, í kyrrþey að ósk hins látna. essonar í Winnipeg í Kanada. Er hann lauk flugnámi hóf hann störf hjá Ca- nadian Pacific Airl- ines, tvítugur að aldri. Hann réði sig til Flugfélags Ís- lands árið 1944 og síðan til Loftleiða, árið 1947, sem síð- ar urðu Flugleiðir. Smári var einn af stofnendum Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA). Sat hann í stjórnum FÍA um árabil og var einnig gjaldkeri þess um tíma. Hann var aðstoðarflugmaður í fyrsta millilandaflugi Íslend- inga, en þá var flogið með vörur og farþega á Katalínuflugbáti til Largs í Skotlandi. Flugstjóri í þeirri ferð var Jóhannes Snorrason. Smári tók þátt í að fljúga með hjálpargögn til svelt- andi fólks í Bíafra og einnig tók hann þátt í mörgum leitum að týndum flugvélum. Hann fann þrjár vélar, m.a. vélina sem fórst í Héðinsfirði. Pílagríma- Þegar ég minnist pabba kem- ur upp í huga minn eftirminni- legur, ástríkur maður með stór- brotinn persónuleika sem lifði ævintýralegu og innihaldsríku lífi. Bernska pabba var hreinlega eins og hún hefði verið tekin upp úr einni af sögum Dickens. Hann var barn einstæðrar móður sem hafði ekki tök á að hafa börn sín hjá sér heldur vann hörðum höndum sem skipsþerna á Goða- fossi, til þess að geta framfleytt þeim. Pabbi var því sendur í fóst- ur til ástríkrar fjölskyldu á Ak- ureyri. En illu heilli báru örlögin hann af því heimili, sjö ára að aldri, á sveitabæ þar sem hann sætti miklu harðræði. Strauk pabbi þaðan á unglingsaldri og hélt á ný norður til Akureyrar. Þar lauk hann gagnfræðaprófi en réði sig að því loknu sem messagutta á Goðafoss og sigldi á stríðsárunum með móður sinni í skipalestunum. Með þessu móti gátu mæðginin safnað peningum fyrir flugnámi í Kanada. Það má með sanni segja að mesta lán pabba í lífinu hafi verið að kvænast mömmu minni, Reg- ínu Benediktu Thoroddsen. Er vart hægt að finna orð til að lýsa yndisleik hennar eða fegurð sál- arinnar. Munu allir sem henni kynntust hafa fundið fyrir þeim friði og ró er stafaði frá henni, þeirri góðvild og blíðu er ein- kenndi hana. Innri fegurð henn- ar birtist öllum stundum ljóslif- andi í augum hennar, sem ljómuðu af fegurð. Elskaði pabbi hana líka af öllum sínum lífs- og sálarkröftum, allt sitt líf. Voru þau saman flestum stundum og nutu þess hvað mest að sigla saman á öldum hafsins, á litla bátnum sínum. Mamma dó 6. desember árið 2000 og varð hún okkur öllum mikill harmdauði. Pabbi hafði persónuleika sem heillaði fólk. Hann var fyrst og fremst góðhjartaður, ærlegur maður, með óvenju góða kímni- gáfu. Og hann hafði einnig frá- bæra frásagnargáfu, var orð- heppinn, mælskur og fyndinn. Hann var líka einstaklega blíður og einlægur og hafði mikla með- líðan með öðrum, dýrum jafnt sem mönnum. Pabbi lifði lífinu af mikilli ástríðu. Hann var áhugasamur og fullur af lífsgleði og bjartsýni til hins síðasta. Þakklátur var hann, hjálpsamur og örlátur. Eftir að atvinnuflugi pabba lauk hófst nýtt ævintýri í lífi hans. Hann stundaði sjóinn grimmt með mömmu og 67 ára hóf hann að smíða litla flugvél sem hann stundaði listflug á í mörg ár. Litlum einkaflugvélum flaug hann þar til hann varð hálfníræð- ur. Hann fór í skútusiglingar, í Danmörku, árlega með fjölskyld- unni – þá seinustu 88 ára að aldri. Ég þakka pabba og mömmu af öllu hjarta fyrir það hversu þétt fjölskylda okkar hefur staðið saman í gegnum árin og ég þakka guði af öllu hjarta fyrir það að hafa átt þau að í lífinu. Hjá þeim var ekkert feimnismál að sýna tilfinningar og tjá ást. Við vorum sannarlega heitt elsk- uð af þeim og þau af okkur og við erum afar stolt af þeim. Þau skilja eftir sig mikla ást hjá ætt- ingjum og vinum, söknuð, mikið þakklæti – og ótal, ótal góðar minningar. Ég vil trúa því að nú séu pabbi og mamma sameinuð á ný – sigl- andi á litla bátnum sínum – í þetta sinn á öldum himinsins. Guð blessi minningu þeirra. Marfríður Hrund Smáradóttir Meira: mbl.is/minningar Fyrir rúmum fjörutíu árum kynntist ég Smára. Ég hafði aldrei upplifað eins fallegt, in- dælt og hlýtt heimili og fjöl- skyldu eins og fjölskyldu Smára og Regínu. Það var alltaf ynd- islegt að koma á Hátröð, heyra Smára segja frá og finna þá hlýju og umhyggju sem þar ríkti. Að vera hluti af fjölskyldu Smára var mjög verðmætt fyrir mig. Öll þau ár sem við Rós og krakk- arnir höfum búið erlendis höfum við reynt að halda hátíðir svipað og gert var á Hátröð. Smári minn, ég sakna þín inni- lega. Við sigldum og ræddum vandamál heimsins og leystum þau flest (a.m.k. þau sem við gát- um haft áhrif á). Börnin og barnabörnin hafa notið þess að kynnast þér og notið þess að hafa átt besta afa og langafa í heimi. Við söknum þín öll og yljum okkur við góðar minningar um ánægjulegar samverustundir. Jóhann Scheving, Rós og fjölskylda í Ameríku. Elsku besti afi minn. Það er svo sárt að kveðja en ég veit að nú ertu kominn á betri stað og í fangið hennar ömmu sem þú elskaðir svo heitt og saknaðir mikið. Margs er að minnast en það sem stendur upp úr er hversu góður og hlýr þú varst og alltaf til staðar fyrir alla í fjöl- skyldunni. Þú varst svo yfir þig stoltur af hverju litlu afreki eða áfanga sem við náðum og geisl- aðir alltaf af gleði og ánægju þegar þú fékkst að heyra af góð- um árangri í skóla og starfi. Þá gleymi ég aldrei flugtúrunum okkar þegar þú, flugmaðurinn með skírteini nr. 10, kenndir mér, flugmanninum með skír- teini nr. 4617, réttu tökin á vél- inni og gafst mér ýmis góð ráð í leiðinni. Ég verð dugleg að segja litlu langafastelpunni þinni, sem er á leiðinni í heiminn í apríl, frá langafa hennar sem var svo spenntur að hitta hana en náði því því miður ekki. Nú kveð ég í bili en við munum hittast á ný og þá verða fagnaðarfundir. Góða nótt, afi minn, ég elska þig. Dana Björk Erlingsdóttir. Við munum öll sakna afa svo mikið; nærveru hans, hlátursins og þó sérstaklega frásagnanna hans. Ég man að það fyrsta sem afi gerði alltaf þegar hann kom til Flórída, hvernig sem viðraði, var að skella sér í stuttbuxurnar og sitja í sólinni, jafnvel þótt öll- um öðrum þætti kalt úti! Ég er sérstaklega þakklátur fyrir að Ann, Charley og Harr- ison gátu eytt tíma með honum á Íslandi seinasta sumar. Harrison elskaði að láta langafa halda á sér, skoða með honum allar flug- vélamyndirnar á Hátröð og hlusta á langafa segja sögur. Við munum öll sakna hans mikið. Eyvindur og fjölskylda. Þakka þér fyrir allt elsku afi minn, ógleymanlegar stundir og óendanlega hlýju og ást í garð okkar, fjölskyldu þinnar. Ég mun varðveita minningu þína í hjarta mínu um ókomin ár, þar til við sjáumst að nýju. Guð blessi þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dótturdóttir, Anna Rós. Smári Karlsson HINSTA KVEÐJA Afi, Hátröð er mér minn- isstæð sem hlýjasti og besti staður sem til var. Að koma á Hátröð var alltaf eins og að koma heim, hvar sem við bjuggum. Hlýjan og ástúð- in sem þar ríkti var sérstök. Við söknum þess að fá þig ekki lengur í heimsókn, en metum allar okkar sam- verustundir og að Sophia og Alisa hefðu tækifæri til að kynnast þér. Við elskum þig öll og söknum þín, elsku afi. Smári Guðmundur, Alisa, Sophia og litla stelpan á leiðinni. Amma Fríða var einstök manneskja sem ég er afar þakklát fyrir að hafa þekkt. Glað- lyndi og kímnigáfa einkenndu hana og slíka ömmu er dýr- mætt að eiga. Ein af mínum fyrstu minn- ingum um hana er þegar hún passaði mig sem barn á Nes- haganum og talaði við pönnu- kökurnar sem hún bakaði og rassskellti þær svo með spað- anum. Mörgum árum síðar kenndi hún mér að baka pönnu- kökur í risinu þar sem ég bjó í íbúðinni fyrir ofan hana. Hún kenndi mér margt varðandi bakstur og eldamennsku enda gott að hafa ömmu á neðri hæð- inni þegar maður er nýfluttur að heiman. Hjá ömmu og afa borðaði ég í fyrsta skipti bleik- an fisk enda bragðaðist hann allt öðruvísi þar en heima. Seinna átti ég eftir að grilla sil- ung handa okkur á svölunum. Amma kenndi mér fyrst að prjóna og við komum handa- vinnukonunni, henni mömmu, á óvart einn daginn með hvíta treflinum sem ég hafði gert hjá Fríða Björg Loftsdóttir ✝ Fríða BjörgLoftsdóttir fæddist 29. júlí 1926. Hún lést 17. janúar 2014. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. henni. Það var því skrítin tilfinning að fitja upp lykkjur fyrir ömmu þegar hún gat það ekki lengur. Amma var mikil barnakona og það var einstakur tími þegar ég var í fæð- ingarorlofi með son minn að geta alltaf kíkt niður til ömmu eða fá hana óvænt upp í heim- sókn. Þrátt fyrir vaxandi mál- stol átti hún aldrei í erfiðleik- um með að tala við börn, sem hrifust alltaf af henni. Viku áð- ur en hún kvaddi þennan heim talaði hún í fyrsta og síðasta sinn við nöfnu sína (dóttur mína átta vikna) og virtust þær ekki í vandræðum með að skilja hvor aðra. Margt lærði ég af ömmu og margar góðar minningar mun ég varðveita um hana. Það mik- ilvægasta sem hún kenndi mér var þrátt fyrir allt hið ótrúlega jákvæða viðhorf til lífsins. Hún sá alltaf björtu og skoplegu hliðarnar á hlutunum og gerði sitt besta til að njóta hvers dags. Eins og hún sagði þá veit maður aldrei hversu margir dagarnir verða og best bara að njóta þeirra. Þessu mun ég reyna að fylgja og varðveita þannig minninguna um hana ömmu Fríðu. Björg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.