Morgunblaðið - 13.02.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 13.02.2014, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Hvernig myndi maðurbregðast við ef maðurynni stóra vinninginn ílottóinu og gæti gert allt sem mann dreymdi um og keypt allt sem hugurinn girntist? Þessari spurningu þarf Jocelyne að svara í Óskalistanum eftir franska rithöfund- inn Grégoire De- lacourt í afbragðs- þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Í upphafi bókar er Jocelyne 47 ára gömul og á tvö uppkomin börn með eiginmanni sín- um til rúmlega tuttugu ára. Hún segist vera hamingjusöm með eig- inmanni sínum þrátt fyrir að síðar komi í ljós að hann hafi árum saman beitt hana bæði líkamlegu og and- legu ofbeldi. En Jocelyne er sér raunar meðvituð um að maður sé „alltaf að ljúga að sjálfum sér“ (bls. 9). Jocelyne rekur eigin vefn- aðarvöruverslun og heldur úti bloggi um hannyrðir. Hún þurfti snemma að sjá fyrir þar sem hún var aðeins 17 ára þegar móðir hennar lést svip- lega og faðir hennar veiktist fljót- lega í kjölfarið. Að sögn Jocelyne hafa draumar hennar „lagt á flótta“ (bls. 21). Daginn sem Jocelyne vinnur 18.547.301 evru og 28 sent í lottói eða sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna verða straumhvörf í lífi hennar. Hún ákveður að segja engum fréttirnar strax meðan hún er að átta sig á hlutunum, enda ljóst að það að „láta drauma annarra rætast felur í sér þá áhættu að eyðileggja þá“ (bls. 112). Jocelyne skoðar líf sitt, gleymda drauma og væntingar og gerir í framhaldinu nokkra ólíka óskalista þar sem bæði má finna efnislega hluti og markmið. Framan af bókinni er stíllinn fremur lágstemmdur og fyrstu per- sónu frásögnin ræður ríkjum. Les- endur fá að kynnast Jocelyne og þeim atburðum sem mótað hafa hana sem manneskju. Í seinni hluta bókar færist sjónarhorn söguhöf- undar yfir á aðrar lykilpersónur verksins og við þau umskipti verður bókin fullmelódramatísk. Sagan er stutt og auðlæsileg, en býður ekki upp á mikla dýpt í persónusköpun. Þótt Grégoire Delacourt, höfundur bókarinnar, velti upp ýmsum áhuga- verðum spurningum um samspil auðs og hamingju, þá er úrvinnslan of grunn til að vera sérlega eft- irminnileg. Höfundur Grégoire Delacourt veltir upp spurningum um auð og hamingju. Er hamingjan föl? Skáldsaga Óskalistinn bbmnn Eftir Grégoire Delacourt. Guðrún Vil- mundardóttir íslenskaði. 153 bls. Bjartur, 2014. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR BÆKUR Bandaríski fornleifafræðingurinn Jesse Byock heldur erindi hjá Mið- aldastofu Háskóla Íslands í dag kl. 16.30 í stofu 311 í Árnagarði. Jesse Byock, sem er prófessor við UCLA í Bandaríkjunum og Há- skóla Íslands, stýrir umfangs- miklum fornleifauppgrefti í Mos- fellsdal. „Þar hafa fengist mikilsverðar upplýsingar um lifn- aðarhætti í Mosfellsdal á öldunum fyrst eftir landnám þar sem saman fléttast heiðinn og kristinn átrún- aður. Þær fjölbreyttu og oft vel varðveittu fornleifar sem fundist hafa í þessu verkefni gefa býsna glögga mynd af pólitískum, trúar- legum og efnahagslegum hliðum mannlífs í Mosfellsdal á þessum tíma,“ segir m.a. í tilkynningu. Allir eru velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Fornleifafræðingur Jesse Byock Jesse Byock fjallar um rannsóknir sínar „Öll þessi ár kona góð, öll þessi ár“ er yfirskrift fyrirlesturs sem Guð- björn Sigurmundsson, MA í íslensk- um bókmenntum og íslenskukenn- ari við Menntaskólann í Kópavogi, flytur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Hljóðbergi í Hannesarholti í kvöld kl. 20. „Erindið fjallar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar á árunum 1945-1959 sem kalla má æskuskeið hans, það fyrsta af þremur. Litið verður til erlendra áhrifavalda á ljóð Sigfúsar og hvernig þessi áhrif birtast í fyrstu tveimur ljóðabókum skáldsins. Þá verður einnig fjallað um atómskáldin og stöðu Sigfúsar innan hópsins þar sem hann tók að sér forystuhlutverk vegna afburða- þekkingar á ljóðlist samtímans,“ segir m.a. í tilkynningu. Æskuskeið Sigfús Daðason skáld. Rannsóknarkvöld í Hannesarholti Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriggja daga tónlistarveisla hefst í kvöld í Hörpu, tónlistarhátíðin Són- ar Reykjavík sem nú er haldin öðru sinni. 67 atriði eru á dagskrá hátíð- arinnar og fer hún fram á fimm svið- um. Ryuichi Sakamoto kom fram á hátíðinni í fyrra og snýr nú aftur með Taylor Deupree og halda þeir tónleika í Silfurbergi kl. 20. Saka- moto og Deupree þykja með áhrifa- mestu tónlistarmönnum heims þeg- ar kemur að tilraunakenndri raf- tónlist og eru tónleikar þeirra meðal hápunkta hátíðarinnar. Af öðrum er- lendum tónlistarmönnum sem troða upp í kvöld má nefna Danann Eloq, réttu nafni August Fenger Janson, sem þykir mikið undrabarn og nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu. Íslenskir tónlistarmenn og hljóm- sveitir verða í öndvegi í kvöld, þ.á m. Högni Egilsson, GusGus, Good Mo- on Deer, Hermigervill, Introbeats og Fura. Fura er tiltölulega ný hljómsveit og sendi frá sér fyrstu smáskífuna í fyrra, „Demons“, og mánudaginn síðasta aðra smáskífu, „Poems of the Past“. Fura er skipuð söngkonunni Björt Sigfinnsdóttur og tvíeykinu Halli Jónssyni og Jan- usi Rasmussen en Janus er einnig liðsmaður Bloodgroup. Grúví tónlist „Við byrjuðum að vinna saman í byrjun árs 2012 og höfum verið að þróa okkur síðan,“ segir Björt. Fura hélt tvenna tónleika í fyrra á Iceland Airwaves á sk. „off-venue“ dagskrá og kemur í fyrsta sinn fram á Sónar í kvöld. „Það eru miklar andstæður, þungir taktar og undirspil við mjög léttar og fíngerðar laglínur og rödd,“ svarar Björt þegar hún er beðin að lýsa tónlist Furu. „Þetta er samt al- veg grúví tónlist,“ bætir hún við. – Þið eruð að vinna að fyrstu breiðskífunni ykkar, ekki satt? „Jú, við stefnum á að gefa út EP- plötu á árinu og erum komin með efni hátt upp í heila plötu þannig að það kemur í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Björt. Tilraunakennt og taktfast  Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu í kvöld  Íslenskir tónlistarmenn í öndvegi á fyrsta hátíðardegi Fura Björt Sigfinnsdóttir er í hljómsveitinni Furu ásamt Halli Jónssyni og Janusi Rasmussen. Fura leikur á Sónar í kvöld, í Kaldalóni kl. 21. Silfurberg ● Kl. 20. Ryuichi Sakamoto & Taylor Deupree ● Kl. 21.30. HE ● Kl. 22.45. Eloq ● Kl. 23.45. GusGus Kaldalón ● Kl. 20. DADA ● Kl. 21. Fura ● Kl. 22. Good Moon Deer ● Kl. 23. Muted ● Kl. 00. Tanya & Marlon Flói ● Kl. 20. Tonik ● Kl. 21. Introbeats ● Kl. 22. Kiriyama Family ● Kl. 23. Moses Hightower ● Kl. 00. Hermigervill 14 atriði á þremur sviðum DAGSKRÁ KVÖLDSINS Á SÓNAR REYKJAVÍK Víðfrægur Ryuichi Sakamoto kemur fram á Sónar í kvöld með Taylor Deupree. – Hvernig líst þér á dagskrá Són- ar, einhverjir listamenn þar sem þú ert sérstaklega spennt fyrir? „Já, ég er mjög spennt fyrir When Saints Go Machine, þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hlakka líka til að sjá Good Moon Deer, mér finnst þeir alltaf mjög skemmtilegir og Hermigervill líka, af þessum ís- lensku böndum. Ég sá Sakamoto í fyrra og hann var rosalega flottur,“ svarar Björt. Þeir sem vilja kynna sér tónlist- armenn kvöldsins og hlusta á lög eft- ir þá geta gert það á vef Sónar Reykjavík, sonarreykjavik.com.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.