Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Eyrún Björg Magnúsdóttir er 35 ára í dag Á þeytingi Eyrún hefur gaman af því að ferðast og fór m.a. til Möltu síðastliðið sumar og heimsótti vinkonu sína í Danmörku. Með kokkadrauma í kennslustörfin Mér finnst gaman að eiga afmæli; mér finnst að maður eigi aðfagna því að hafa náð ári í viðbót,“ segir Eyrún BjörgMagnúsdóttir framhaldsskólakennari, sem er 35 ára í dag. Hún segist ætla að halda upp á daginn á árshátíð nemenda Fjöl- brautaskóla Suðurlands, þar sem hún kennir félagsfræði og stjórn- málafræði, en hún segir starf sitt afar gefandi. „Það sem mér finnst skemmtilegast er að fá krakkana til að hugsa,“ segir hún og bætir við að áhugi hennar á kennslu hafi einmitt verið kveiktur á fram- haldsskólaárum hennar. Í þá daga átti hún reyndar líka annan draum, sem er ástríða í dag. „Þegar ég var yngri var löngun í mér til að verða kokkur og það blundar alltaf í mér pínu löngun til að reka smá veitingahús eða svo- leiðis þjónustu,“ segir Eyrún. „En svo hef ég bara mjög gaman af því að halda matarboð og elda fyrir fjölskyldu og vini. Prófa eitt- hvað nýtt. Ég fer mjög sjaldan eftir uppskriftum, þetta er meira til- finning,“ segir hún. Eyrún hefur mikinn áhuga á pólitík og samfélagslegri umræðu en segist verja mestum tíma utan vinnu við uppeldi barnanna þriggja: 13 ára tvíbura og 4 ára gamallar stúlku. Þá er jafnan mikið dýralíf á heimilinu. „Tvíburastelpan er dugleg að koma með flækingsdýr heim og reyna að bjarga þeim,“ útskýrir Eyrún, sem er ánægð með áhugamál dótturinnar. „Börn hafa gott af því að vera í kringum dýr,“ segir hún. „Þau kenna okkur að hafa tilfinningar og bera ábyrgð og hugsa um þá sem minna mega sín.“ holmfridur@mbl.is Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjanesbær Hrafntinna Þórunn fæddist 8. maí kl. 3. Hún vó 4390 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Laufey Svala Hill og Hans Ingi Þor- valdsson. Nýir borgarar Kópavogur Sveinn Theodór fæddist 4. október kl. 0.31. Hann vó 3482 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Martins Sveinbjörnsdóttir og Oddur Tryggvi Elvarsson. S veinn fæddist í Reykjavík 13.2. 1954 en ólst upp við Hraunbrautina í vest- urbæ Kópavogs: „Þar rak pabbi járn- smíðaverkstæði á neðstu hæð húss- ins. Það var mikil gæfa að alast upp á járnsmíðaverkstæði og hefur hjálpað mér mikið sem arkitekt.“ Sveinn var í Kársnesskóla og Gagnfræðaskóla Kópavogs, lauk stúdentsprófi frá MT og prófi í arkitektúr frá Arkitektaskólanum í Árósum 1981. Að námi loknu starfaði Sveinn á skipulagsdeild Kópavogsbæjar til 1985, stofnaði þá Arkitektaþjón- ustuna sf. ásamt frænda sínum Guðmundi Gunnarssyni arkitekt en hana ráku þeir í 10 ár. Þá stofnaði Sveinn stofu undir eigin nafni og hefur starfrækt hana síðan: „Verk- efnin hafa verið margvísleg, s.s. skipulag hverfa og endurskoðun skipulaga hjá Kópavogsbæ, hönnun skólabygginga, flugstöðvarbygging í Kulusuk, en nýjasta verkefnið er reiðhöll Hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi. Hún er stærsta reiðhöll landsins.“ Við bankahrunið stofnaði Sveinn ferðaþjónustufyrtækið IceBlue sem býður upp á ferðir á sér- útbúnum jeppum og gistingu í Sveinn Ívarsson arkitekt – 60 ára Steinarnir tala Sveinn á æskuslóðum afa síns, meistara Þórbergs, á Hala, ásamt Sindra, vini sínum. Arkitekt selur norðurljós „Græna gullið“ Sveinn að selja norðurljósin eins og Einar Benediktsson. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.