Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Missti 99 kíló án þess að fara í … 2. Schumacher berst við … 3. Hættir eftir 18 ár hjá Símanum 4. Safnar peningum fyrir frænku í … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Miðar á tónleika Bubba Morthens og Björgvins Halldórssonar í Eldborg Hörpu 5. apríl nk. seldust upp á fyrsta söludegi og vegna mikillar eft- irspurnar hefur aukatónleikum verið bætt við. Fara þeir fram degi fyrr, 4. apríl, kl. 20. Á tónleikunum munu Bubbi og Bó flytja eigin lög og lög hvor annars ásamt hljómsveit en kynnir verður grínistinn Ari Eldjárn. Björgvin og Bubbi halda aukatónleika  Uppsetning Óskabarna ógæf- unnar og Borgar- leikhússins á Bláskjá, eftir Tyrf- ing Tyrfingsson, hefur fallið í mjög góðan jarðveg leikhúsunnenda. Sökum þessa hef- ur verið ákveðið að framlengja sýn- ingartímabilið um tvær vikur, eða fram til 15. mars, og bæta sex sýn- ingum við þær sex sem þegar var bú- ið að ráðgera. Nýtt íslenskt leikrit fellur í góðan jarðveg  Rithöfundurinn Andri Snær Magna- son, sem hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í þriðja sinn á dögunum fyrir Tímakistuna, fjallar um tilurð bóka sinna í fyrirlestri sem fram fer í dag kl. 12 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Fyr- irlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? Andri Snær fjallar um tilurð bóka sinna Á föstudag Norðaustan 8-15 m/s og víða él, en þurrt að kalla suðvestan- og vestanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins fyrir norðan. Á laugardag Norðan 10-15 m/s. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjartviðri að mestu um landið sunn- anvert og þurrt að kalla austanlands. Hiti víða 0 til 4 stig en sums staðar vægt frost til landsins. VEÐUR Liverpool og Tottenham þokuðu sér nær þremur efstu liðum ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Það er of snemmt að tala um fimm liða baráttu um titilinn en það er líka of snemmt að afskrifa þann möguleika að annað eða bæði þessi lið skjóti sér upp á milli hinna þriggja, Chelsea, Arsenal og Manchester City. »1 Fimm liða barátta um titilinn? „Ég er að fara að keppa í þremur greinum og hef mestar væntingar til stórsvigsins. Þar hefur mér gengið best. Aðalmarkmiðið hjá mér er að komast í aðra umferð, sem ég held að 50 efstu komist í, og mér finnst líklegast að það takist í stór- sviginu,“ segir Helga María Vil- hjálmsdóttir sem keppir í risasvigi á vetrarólymp- íuleikunum á laugardag- inn. »4 Hefur mestar væntingar til stórsvigsins í Sotsjí Lið Hamars í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik vann góðan útisigur á KR í gærkvöld, 85:68. Liðið er nú ein- ungis tveimur stigum á eftir Val sem situr í fjórða sætinu sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úr- slitakeppninni. Snæfell vann Val á heimavelli sínum og nálgast deildar- meistaratitilinn óðfluga eftir ellefu sigurleiki í röð. »2 Hamar nálgast fjórða sætið og ætlar í úrslit ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það er mál manna að fátt gerist í menningunni á Akranesi án þess að Bíóhöllin komi við sögu, en í fyrra kom rekstrarfélag hennar, Vinir Hallarinnar, að yfir 470 viðburðum. Því kom það ekki á óvart á dögunum þegar Ísólfur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Bíóhallarinnar, var útnefndur Skagamaður ársins 2013. Ísólfur tók við rekstri Bíóhall- arinnar 2002 og endurreisti hana sem alhliða menningarhús. Frá 2004 hafa hann og félagar hans, Vinir Hallarinnar, leigt húsið af Akranes- kaupstað og síðan hefur hver menn- ingarviðburðurinn rekið annan, hvort sem um er að ræða bíósýn- ingar, tónleika, leiksýningar eða annað. Vinir Hallarinnar fengu til dæmis að koma að því skemmtilega verkefni að endurvekja hljómsveit- ina Dúmbó og Steina með tónleikum á Akranesi, Hvolsvelli og í Hörpu. Tónlistarhátíðin Lopapeysan hefur verið haldin í tengslum við Írska daga undanfarin 10 ár að frumkvæði Vina Hallarinnar, en tónleikana eða dansleikinn, eins og Ísólfur kallar viðburðinn, sækja um 3.000 manns árlega. Og svo má lengi telja. Samvinnan mikilvæg „Meginmarkmið Vina Hallarinnar er að blása lífi í menninguna á Akra- nesi, vera þátttakandi í að efla menninguna í heimabyggð og tengja fólk saman, en tónlistarlíf bæjarins er frábært,“ segir Ísólfur. Hann segist alla tíð hafa haft trú á verkefninu enda ávallt verið með frábært lið með sér. „Ég er mjög þakklátur öllum samverka- mönnum mínum sem gera starfið skemmtilegt og gefandi. Það gekk hægt í byrjun og við tókum mörg hliðar- spor, gerðum margar tilraunir. Eftir að við fundum réttu leiðina hefur gengið vel og við höfum verið með stærri viðburði.“ Í áratugi var Bíóhöllin helsta mið- stöð Skagamanna og Ísólfur hefur nú endurvakið þá ímynd. „Í menn- ingunni er okkur ekkert óviðkom- andi,“ segir hann. Ísólfur bætir við að húsið hafi verið nútímavætt sem fjölnotahús og því sé hægt að vera með bíósýningu klukkan fjögur og allt tilbúið til tónleikahalds fyrir aft- an tjald um kvöldið. Þetta megi þakka Akraneskaupstað og fimm milljóna króna framlagi frá HB Granda í tilefni af 70 ára afmæli Bíó- hallarinnar 2012. „Hugmyndin gengur upp og aðrir eru farnir að horfa til okkar. Við viljum einmitt stuðla að samvinnu sem flestra, leiða fólk saman til að heildin verði stór. Að menningin blómstri sem víðast.“ Efla menningu í heimabyggð  Ísólfur Haralds- son Skagamaður ársins 2013 Skagamaður ársins 2013 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, og Ísólfur Haraldsson eftir útnefninguna. Bíóhöllin á Akranesi er eitt elsta starfandi kvikmynda- og menning- arhús landsins. Húsið á sér merka sögu. Hjónin Ingunn Sveinsdóttir og Haraldur Böðvarsson, langamma og langafi Ísólfs, létu reisa það árið 1942 og ákváðu að rekstrar- ágóðanum, ef ein- hver yrði, skyldi varið til stuðn- ings og uppbygg- ingar menning- ar- og mannúðarmála á Akranesi. 365 sæti voru í Bíóhöllinni og voru viðburðir í henni gjarnan vel sóttir. Í fyrstu fór ágóðinn í að byggja upp Sjúkrahús Akraness og í árs- lok 1949 var hægt að afhenda Akraneskaupstað sjúkrahúsið full- gert og skuldlaust. Síðustu ára- tugina hefur tekjuafgangur Bíó- hallarinnar farið í að halda húsinu við og einnig hefur bæjarfélagið komið þar myndarlega að verki. Allar götur síðan húsið var reist, hefur fjölbreytt menningarlíf farið þar fram, kvikmyndasýningar, tón- leikar, leiklist og fleira. Bíóhöllin á sér merka sögu EITT ELSTA STARFANDI KVIKMYNDA- OG MENNINGARHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.