Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 31
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014
Grímsnesi, en það húsnæði er nú
verið að stækka.
Sveinn sat í byggingarnefnd
Gerðasafns, byggingarnefnd Sal-
arins og bókasafns Kópavogs og á
tímabili í byggingarstaðlaráði.
Viðurkenningar Sveins og sam-
starfsmanna eru m.a. samkeppni
um skipulag Fífuhvammslands, 3.
verðlaun; samkeppni um skipulag í
Geldinganesi, 2. verðlaun; sam-
keppni um skipulag í Grafarholti, 3.
verðlaun; samkeppni um Grunn-
skólann í Grindavík, 1. verðlaun.
Hamraskólinn var tilnefndur til
menningarverðlauna DV og veittar
voru viðurkenningar umhverfisráðs
Kópavogs fyrir leikskólann Álfa-
hvarfi, leikskólann Baugakór 25 og
einbýlishús í Logasölum 7.
Helstu áhugamál Sveins í gegn-
um tíðina hafa verið ferðir um land-
ið á hestum og jeppum, en hann
hélt hesta í þrjá áratugi.
Hann smitaðist illa af véladellu á
verkstæðinu hjá föður sínum og í
bílskúrnum bíður nú vélfákur eftir
vorinu.
Fjölskylda
Eiginkona Sveins er Anna Sig-
ríður Guðmundsdóttir, f. 20.12.
1948, ferðaþjónustubóndi.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Guðmundsson, f. 9.9. 1923,
d. 7.3. 2012, bóndi á Núpi undir
Vestur-Eyjafjöllum, og Ásta Svein-
bjarnardóttir, f. 5.8. 1923, d. 11.11.
2013, húsfreyja á Núpi.
Börnin eru Guðmundur Hlír
Sveinsson, f. 20.4. 1980, verkfræð-
ingur, búsettur í Kópavogi en kona
hans er Þórhildur Birgisdóttir,
MA. í alþjóðasamskiptum og er
sonur þeirra Sveinn Gauti Guð-
mundsson, f. 2007; Kristín Erla
Sveinsdóttir, f. 18.4. 1980 hjúkr-
unarfræðingur, búsett í Reykjavík
en maður hennar er Valgeir Hall-
dórsson tölvunarfræðingur og eru
börn þeirra Selma Valgeirdóttir, f.
2003, Tinna Rún Valgeirsdóttir, f.
2006, og Sölvi Steinn Valgeirsson,
f. 2011.
Systkini Sveins eru Jón Ív-
arsson, f. 19.2. 1951, flugstjóri bú-
settur í Kópavogi, og Kristín El-
ínborg Ívarssdóttir, f. 21.4. 1959,
kennari, búsett í Kópavogi.
Foreldrar Sveins voru Ívar Jóns-
son, f. 18.9. 1904, d. 6.11. 1978,
járnsmiður, skrifvélavirki, löggiltur
skjalaþýðandi og dómtúlkur í
Kópavogi, og Guðbjörg Steindórs-
dóttir, f. 29.2. 1924, d. 27. 4. 2010,
húsfreyja og matráður hjá VST.
Úr frændgarði Sveins Ívarssonar
Sveinn
Ívarsson
Guðbjörg Einarsdóttir
þvottakona í Rvík
Jón Ólafsson
sjóm. í Rvík
Sólrún Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Þórbergur Þórðarson
rithöfundur í Rvík
Guðbjörg Steindórsdóttir
húsfr. í Kópavogi
Anna Benediktsdóttir
húsfr. á Hala
Þórður Steinsson
b. á Hala í Suðursveit
Halldóra Ívarssdóttir
húsfr. í Stykkishólmi.
Ebeneser Matthíass.
trésm. í Stykkishólmi
Hólmfríður Th. Ebenesersdóttir
húsfr. í Skálmarnesmúla.
Þórður Þórðarson
b. í Djúpadal
Ívar Jónsson
járnsm. skjalaþýð. og dómtúlkur í Kópav.
Salome Guðrún
Jónsdóttir
fatahönnuður
Gunnar
Guðmundss.
próf. og
yfirlæknir í
Rvík
Guðrún
Salóme
Guðmundsd.
húsfr. í Rvík
Guðmundur
Gunnarsson
arkitekt
Gunnþóra
Guðmundsd.
arkitekt
Guðmundur
Magnússon
sagnfr.
Steinþór
Þórðarson
bóndi Hala
Torfi
Steinþórsson
skólastjóri og
hreppstjóri á
Hala
Steinþór
Torfason
b. í Hala
Fjölnir Torfason
kennari og
ferðaþjónustub.
á Hala
Jón Þórðarsson
b. í Skálmarnesmúla.
Steinunn
Þórðardóttir
húsfr. í Rvík
María
Hafliðad.
húsfr. í Rvík
Hilmar Þór
Björnsson
arkitekt
Þórður Þorsteinsson
b. á Þórisstöðum í Djúpadal
Þorsteinn Thorsteinsson
útvegsb. í Æðey
Pétur J. Thorsteinsson
útgerðarm. í BíldudalMuggur
Katrín Thorsteinson
húsfr. í Viðey
Pétur Thorsteinson
sendiherra
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Þórisstöðum
Jón
Jónss.
b. í
Djúpa-
dal
Björn
Jónsson
annar
ráðherra
Íslands,
faðir
Sveins
Björns-
sonar
forseta
og Ólafs
Björns-
sonar,
stofnanda
Morgun-
blaðsins
Steinunn
Jónsdóttir
húsfr. á
Arngerðar-
eyri
Halldóra
Jónsd.
húsfr. í
Rvík
Ásdís Sveinsdóttir
húsfr. í Rvík, móðir Guðbjargar Thoroddsen
leikkonu og Ásdísar Thoroddsen kvikmyndagm.
Auður Sveinsdóttir Laxness
móðir Sigríðar Halldórsdóttur húsfr. í Rvík og
Guðnýjar Halldórsdóttur kvikmyndagerðam.
Fríða Sveinsdóttir
röntgentæknir í Rvík, móðir Helgu
Bragadóttur arkitekts, Halldóru Bragadóttur
arkitekts og Sveins Bragason arkitekts
Baldvin Halldórsson
leikari, faðir Páls Baldvins Baldvinssonar gagnr.
Jón Halldórsson
trésmiður í Rvík, faðir Kristínar Jónsdóttur
arkitekts
Ragna Halldórsdóttir
húsfr. í Rvík, móðir Halldórs Kristinssonar
tónlistarm., föður Rúnars Halldórssonar
arkitekts í Kaupm.h.
Emilía Borg leikkona fæddistí Reykjavík 13.2. 1901. Em-ilía var af miklum leik-
araættum. Foreldar hennar voru
Borgþór Jósefsson, bæjargjaldkeri í
Reykjavík, og k.h., Stefanía Guð-
mundsdóttir sem var langþekktasta
leikkona Reykvíkinga á bernskuár-
um Leikfélags Reykjavíkur.
Systur Emilíu voru leikkonurnar
Þóra Borg, sem lék um áratuga
skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
og Anna Borg, leikkona við Kon-
unglega leikhúsið í Kaupmannahöfn
og fremsta leikkona Íslendinga á
sinni tíð, eiginkona Pouls Reumert,
eins þekktasta leikara Dana.
Bróðir þeirra systra var Geir
Borg, forstjóri Kola og salts, faðir
Sunnu Borg sem hefur verið í hópi
þekktustu leikara á Akureyri og
formaður Leikfélags Akureyrar.
Bróðir Borgþórs var Jón Bach-
mann, faðir Hallgríms, ljósameist-
ara Þjóðleikhússins, föður Helgu
Bachmann leikkonu, móður Helgu
Völu, fjölmiðlakonu, leikkonu og
lögfræðings. Systir Hallgríms var
svo Rósa, langamma Bjarkar Guð-
mundsdóttur söngkonu sem hefur
auðvitað einnig fengist við leiklist.
Emilía ólst upp í sögufrægu húsi
sem enn stendur, númer 5 við Lauf-
ásveg, og átti reyndar heima þar
alla tíð. Þar höfðu áður búið þekktir
einstaklingar á borð við Jón Árna-
son þjóðsagnasafnara, Þorvald
Thoroddsen náttúrufræðing og Jón
Ólafsson, ritstjóra og skáld sem orti
Íslendingabrag.
Emilía stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík, lauk prófum
frá Tónlistarskólanum 1936 og
stundaði síðan píanókennslu að að-
alstarfi um árabil.
Emilía hóf leikferil sinn á barns-
aldri hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Hún lék m.a. með móður sinni á
vegum Leikfélags Íslendinga í
Winnipeg 1920-22 og var vinsæl
leikkona á vegum Leikfélags
Reykjavíkur um áratuga skeið. Auk
þess lék hún í mörgum útvarps-
leikritum, las sögur í Ríkisútvarpið
og sá um margvíslegan annan upp-
lestur þar.
Emilía lést á aðfangadag 1984.
Merkir Íslendingar
Emilía Borg
95 ára
Gunnar H. Melsted
85 ára
Ingibjörg J. Jónasdóttir
75 ára
Bjarni Ó. Árnason
Björn Baldvinsson
Edda Kristjánsdóttir
Erla Gígja Þorvaldsdóttir
Eygló Gréta Andrésdóttir
Guðjón Jónsson
Hulda Steinsdóttir
70 ára
Guðni Guðmundsson
Guðný Davíðsdóttir
Hilda Hilmarsdóttir
Karl Þ. Jónasson
Kolbrún Guðveigsdóttir
Kristín Jónsdóttir
60 ára
Bergrós Hilmarsdóttir
Björn Eðvald Baldursson
Guðmundur Hagalín
Guðmundsson
Guðný María Sigurðardóttir
Kjartan Óskarsson
Kristján Jósteinsson
Magnús Haraldsson
Ómar Grétar Ingvarsson
Snorri Guðlaugur
Tómasson
Steinunn Erla Árnadóttir
Valur Magnússon
Þórunn Gyða
Kristjánsdóttir
50 ára
Arnar Sigurðsson
Bergþóra Þórhallsdóttir
Daníel Karel Niddam
Halldór Gunnar Jónasson
Helena V. Kristjánsdóttir
Hilmar Vilhjálmsson
Ingiþór Björnsson
Sigríður Þ. Þorleifsdóttir
Sigþóra Vigfúsdóttir
Sjöfn Jónsdóttir
Skúli Rúnar Hilmarsson
Unnur Arnsteinsdóttir
40 ára
Haraldur Þór Vilhjálmsson
Hywel Ap Dafydd Lloyd
Jónella Sigurjónsdóttir
Kristinn Benedikt
Valdimarsson
María E. Rosique Sanchis
Óli Kári Ólason
Vésteinn Gauti Hauksson
30 ára
Anna Rut Ágústsdóttir
Eva Dröfn Sævarsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Haukur Már Sveinsson
Jóhann Valdimar Eyjólfsson
Kolbrún Eva Valgeirsdóttir
Lilja Rós Jensen
Nanna Berglind
Baldursdóttir
Ólöf Rut Ómarsdóttir
Sigurður Jón Ásbergsson
Svanur Kristjánsson
Til hamingju með daginn
30 ára Ögmundur ólst
upp í Keflavík, er þar bú-
settur, lauk MS-prófi í
jarðfræði frá Háskólanum
í Árósum og er jarðfræð-
ingur hjá ÍSOR.
Maki: Kristín Erla Ólafs-
dóttir, f. 1984, tannlæknir.
Dóttir: Alda, f. 2012.
Foreldrar: Erlendur Jóns-
son, f .1950, húsasmíða-
meistari, og Alda Ög-
mundsdóttir, f. 1950,
skólaritari Tónlistarskól-
ans í Reykjanesbæ.
Ögmundur
Erlendsson
30 ára Sigurður ólst upp
í Reykjavík, lauk BS-prófi í
iðnaðarverkfræði frá HÍ,
er með CFA-vottun frá
Bandaríkjunum, og starf-
ar við áhættustýringu hjá
Íslandsbanka.
Maki: Elísabet Rún Sig-
urðardóttir, f. 1987, sér-
fræðingur hjá Lýsi.
Foreldrar: Vilborg Sigríð-
ur Óskarsdóttir, f. 1959,
húsfreyja, og Sigurður
Jakob Pétursson, f. 1958,
sölumaður.
Sigurður Smári
Sigurðsson
30 ára Valur ólst upp á
Blönduósi, býr í Reykjavík
og er skrifstofumaður hjá
Greyteam í Reykjavík.
Bræður: Þorri Snæ-
björnsson, f. 1987, BA í
sálfræði, og Fróði Snæ-
björnsson, f. 1995, fram-
haldsskólanemi.
Foreldrar: Kristín Guð-
jónsdóttir, f. 1963, skrif-
stofumaður hjá sýslu-
manni á Blönduósi,og
Snæbjörn Adolfsson, f.
1948, d. 2012, vélvirki.
Valur Óðinn
Valsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón