Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi flísar byggð við höfnina þá verði ekkert hafnarlíf, “ segir Guðmundur. Hver er þá núverandi hugmynd um notkun hússins Geirsgötu 11? „Húsið verður örugglega rifið og byggð þarna íbúðablokk eða hótel. Borgin vill það. Ég get ekki verið með fiskvinnslu þarna og íbúða- blokkir allt í kring sem drepa allt mannlíf. Höfnin er ein mesta menn- ingargersemi Reykjavíkur en nú á að fylla allt hafnarsvæðið af íbúða- blokkum og ekkert verður eftir sem tengist sjávarútvegi,“ segir Guð- mundur. Vilja að það færist líf í húsið Húsið á Geirsgötu 11 var byggt árið 1982. Þar var fyrst til húsa út- gerð Ríkisskipa, en síðar var þar fiskvinnsla Jóns Ásbjörnssonar hf. og Fiskkaupa hf. sem seldu Brim hf. húsið. Það hefur staðið að mestu autt síðan og er farið að láta á sjá. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að rætt hafi verið við Brim hf. um með hvaða hætti megi koma lífi í húsið aftur. Upphaflega hugmynd Brims um nýtingu hússins falli vel að þeirra hugmyndum um að auka lífið við höfnina enn frekar. „Eins og er er útlit hússins svæðinu ekki til sóma og við viljum umfram allt að það færist líf í húsið og að starfsemin verði tengd sjávarútvegi og fiskvinnslu,“ segir Gísli. Geirsgata 11 rifin eða fyllt af lífi?  Hugmynd um að hafa ferðamannafiskvinnslu og veitingastað í húsinu Geirsgötu 11 við Reykjavík- urhöfn  Slegið út af borðinu vegna fyrirhugaðra íbúðablokka við höfnina  Fer ekki saman Framtíðin? Upprunalega hugmyndin að nýtingu hússins. Það átti að laga það að utan, byggja við það, setja upp þakgarð og veitingahús svo dæmi séu tekið. Geirsgata 11 Brim hf. er eigandi fasteignarinnar sem er 2.573 fermetrar að stærð. Lóð fasteignarinnar er alls 4.805 fermetrar. Húsið var byggt 1982. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Enn meira líf gæti færst í hafn- arsvæði Reykjavíkurhafnar ef hug- mynd að andlitslyfting á húsinu Geirsgötu 11 verður að veruleika. Húsnæðið er í eigu Brims hf. Haust- ið 2012 gengu eigendur hússins frá samkomulagi við Faxaflóahafnir um að endurnýja ytra byrði hússins og færa aftur líf í það. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna 7. febrúar síðastliðinn var hugmynd Brims að breyttri nýtingu og breyttu útlit hússins tekin fyrir en í henni er gert ráð fyrir að í húsinu verði fiskvinnsla, sýningarrými fyrir almenning um sjávarútveg, fisk- markaður og útimarkaður, skrif- stofur fyrirtækisins, veitingasala og aðstaða fyrir sjóstangveiðifólk. Hafnarstjórnin tók jákvætt í tillög- una um breytingar á húsinu og lýsti sig reiðubúna til viðræðna um fram- hald málsins, samkvæmt fund- argerð. Íbúðablokkir drepa hafnarlífið Þrátt fyrir að stjórn Faxaflóa- hafna hafi verið að fjalla um málið í lok síðustu viku segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., að hugmyndin að breytingunni á Geirs- götu 11, sem var tekin fyrir á fund- inum, gangi ekki lengur upp. „Þetta er okkar upphaflega hug- mynd að tengja sjávarútveginn við ferðamennina og leyfa þeim að borða það sem kemur úr hafinu. En með nýjasta skipulagi Reykjavík- urborgar þar sem á að fylla alla höfnina af íbúðablokkum þá verður engin fiskvinnsla eða útgerð í höfn- inni. Það fer ekki saman og það er margbúið að segja við yfirvöld í Reykjavík að með því að setja íbúða- Morgunblaðið/Eggert Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal, sem stendur við vest- anverða innsiglinguna að Reykja- víkurhöfn, hefur vakið verðskuld- aða athygli síðan það var vígt í lok desember. Um er að ræða grasi vaxinn hól með steinþrepum sem leiða upp á topp hólsins þar sem stendur lítill fiskhjallur. Hóllinn er 26 metrar í þvermál og átta metra hár. Hæð og bratti hólsins hafa valdið nokkrum veg- farendum áhyggjum sem lúta að því að einhver eigi eftir að rúlla þarna niður og slasa sig. „Við erum ekki búin með fráganginn en það verður sett upp skilti þar sem fólki er bent á að það fari upp á eigin ábyrgð,“ segir höfundur verksins, Ólöf Nordal. „Það verður að hafa í huga að Þúfa er ekki útivistarsvæði eða leikvöllur, þetta er skúlptúr sem lýtur lögmálum efnis og forms og þennan skúlptúr má fara upp á ef vill en það er ekki beinlínis þannig að það sé nauðsynlegt. Fólk er vissulega dálítið leitt þarna upp enda verkið rýmisverk sem spilar á rýmisvitund áhorfandans. Áhættan er hluti af verkinu, þú ferð svolítið út á ystu nöf, eins og að fara í fjall- göngu.“ Þúfa stendur úti á Granda og þar má t.d. ganga út á gamla sjóvarnar- garðinn á eigin ábyrgð og er það mun hættulegra en að ganga upp á Þúfu. „Þú verður að taka ábyrgð á þér sjálfum og börnunum þínum í umhverfinu. Forræðishyggjan má ekki drepa allt,“ segir Ólöf. ingveld- ur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Þúfan Hóllinn er 26 metrar í þvermál og átta metra hár. Í verkið fóru um 2.400 rúmmetrar af jarðefni. Á eigin ábyrgð upp á Þúfu  Verkið er skúlptúr en ekki útivistarsvæði eða leikvöllur Alls tóku 15 fyrirtæki þátt í útboði um rekstur þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka í Sundahöfn í Reykja- vík. Fyrirtækið Drífa ehf. bauð best og tekur því við rekstri þjónustu- miðstöðvarinnar hinn 1. maí nk. en samningurinn er til fimm ára. Drífa ehf. er rúmlega fjörutíu ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri ferðamannaverslana en fyrirtækið framleiðir einnig útivist- arfatnað undir vörumerkinu Ice- wear. Fram kemur á vef Faxaflóa- hafna að Drífa ehf. hyggst bjóða farþegum skemmtiferðaskipa upp á ýmsa þjónustu og m.a. bjóða til sölu íslenskar lopapeysur, íslenskt handverk og matvæli. Einnig ætli fyrirtækið að bjóða ferðir til nágrannastaða Reykjavík- ur, bílaleiguþjónustu og hugsan- lega geta farþegar leigt reiðhjól. Þjónustumiðstöðin hefur verið starfrækt í fimm ár. sisi@mbl.is Faxaflóahafnir semja við Drífu ehf. um rekstur þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.