Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 15
Q1 Q2 Q3 Q4 Hrein ný útlán stóru viðskiptabankanna þriggja til heimila* Í milljörðum króna á 1. - 4. ársfjórðungi 2013 *Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum.Að teknu tilliti til uppgreiðslna eru ný verðtryggð íbúðalán hærri en óverðtryggð árið 2013. Heimild: Peningamál Seðlabanka Íslands 12 10 8 6 4 2 0 -2 Óverðtryggð Verðtryggð Í erl. gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Q1 Q2 Q3 Q4 Q1 Q2 Q3 Q4 Q1 Q2 Q3 Q4 8,7 10,5 9,9 8,3 1,0 3,5 2,0 3,3 -0,5 -0,1 -0,6 -0,8 2,1 2,5 2,8 2,4 ur á vægi nýrra verðtryggðra og óverðtryggðra íbúðalána árið 2013 því að bíða. Þá ber að nefna að ofangreind sundurliðun útlána eftir ársfjórð- ungum er unnin samkvæmt nýrri að- ferðafræði hjá Seðlabankanum og er því ekki hægt að bera tölurnar sam- an við gögn frá fyrri árum. Heildarstofn útlána minnkar Fram kemur í Peningamálum að þrátt fyrir aukningu nýrra útlána haldi gengis- og verðleiðrétt bókfært virði heildarstofns útlána áfram að minnka. Sökum þess að ekki eru til samanburðarhæfar upplýsingar um útlán síðustu ára er ekki hægt að draga ályktanir um þróunina. Þá til dæmis hvort þrengra aðgengi að lánsfé kunni að skýra að hluta minnkun heildarstofns útlána 2013. Morgunblaðið sagði frá því í fyrra- sumar að verðtryggð íbúðalán væru aftur vinsælli en óverðtryggð íbúða- lán. Leiðrétti Morgunblaðið þá frétt sl. haust í frétt sem byggðist á tölum úr Peningamálum. Virtust þær tölur benda til að óverðtryggð íbúðalán hefðu verið vinsælli á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en verðtryggð íbúðalán á sama tímabili. Nú er hins vegar komið í ljós að verðtryggðu íbúðalánin voru eftir allt vinsælli í fyrra en á móti var jafn- framt meira um uppgreiðslur slíkra lána. Sem áður segir liggja ekki fyrir endanlegar tölur um þróun þeirra í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum stóðu verðtryggð útlán með veð í íbúð í 1.210 millj- örðum króna um áramótin en óverð- tryggðu lánin voru þá 133 milljarðar. Fram kemur í Peningamálum að hrein ný útlán Íbúðalánasjóðs hafi verið neikvæð um 4,4 milljarða króna í fyrra. Minnihluti lána óverðtryggður  Verðtryggð íbúðalán voru vinsælli en óverðtryggð íbúðalán í fyrra  Heimilin tóku 7 milljarða bílalán  Gengislánadómar lækka skuldir heimila  Hrein ný óverðtryggð útlán heimila voru 37,4 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Mýrargata 26 Framkvæmdum við þetta fjölbýlishús lýkur næsta sumar. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meirihluti nýrra útlána innlánsstofn- ana til heimila í fyrra var verð- tryggður. Séu uppgreiðslur lána hins vegar dregnar frá er niðurstaðan sú að vægi óverðtryggðra lána af hrein- um nýjum útlánum er hærra. Þetta má lesa í nýjum Peninga- málum Seðlabanka Íslands og er þróunin eftir ársfjórðungum sýnd á myndrænan hátt hér fyrir ofan. Tölurnar sýna hrein ný útlán, þ.e. ný útlán að frádregnum upp- greiðslum. Á þann mælikvarða voru óverðtryggð lán 37,4 milljarðar, bor- ið saman við 9,9 milljarða verðtryggð lán, alls 47,2 milljarðar króna. Stærstur hluti þessara lána var með veði í íbúðarhúsnæði. Meirihluti hreinna nýrra verðtryggðra íbúða- lána ber breytilega vexti en í tilfelli óverðtryggðra lána er hlutfallið milli lána sem bera fasta vexti og breyti- lega vexti svipað. Gengisdómar lækka skuldir Lán heimila í erlendum gjaldmiðl- um rýrnuðu hins vegar um 2 millj- arða, m.a. vegna endurútreiknings ólöglegra gengistryggðra lána í kjöl- far gengislánadóma. Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila vegna eignaleigusamninga námu 9,8 milljörðum og voru því nær jöfn verðtryggðum íbúðalánum, að frádregnum uppgreiðslum. Skv. upplýsingum frá Seðlabankanum eru þar af um 7 ma. vegna bílalána. Sem fyrr segir var meirihluti nýrra útlána til heimila í fyrra verð- tryggður. Frekari upplýsingar um verðtryggðu útlánin liggja ekki fyrir að svo stöddu og verður samanburð- FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 – Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 – Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands, Egilsst., 470 5070 – IB ehf., Selfossi, 480 8080 RENAULT KANGOO II, DÍSIL Verð:2.541.833 kr. án vsk. / 3.190.000 kr. m. vsk. 1,5 dísil – 90 hestöfl – Eyðsla 4,5 L/100 km* • Rennihurð á báðum hliðum • Topplúga að aftan • Skilrúm með glugga • Niðurfellanlegt farþegasæti • Útvarp með USB og AUX tengi • Handfrjáls símabúnaður • Hæðarstilling á bílstjórasæti ásamt hitara • Loftkæling (AC) www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. E N N E M M / S ÍA / N M 6 13 7 3 *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. P FRÍTT Í STÆÐI! FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU Fyrirhuguð niðurfærsla íbúðalána mun hafa margvísleg efnahagsleg áhrif og m.a. örva einkaneyslu. Þetta kemur fram í viðauka með Peningamálum um hin efnahagslegu áhrif fyrirhugaðrar aðgerðar og áhrif á verðbólgu 2014-2018. Segir þar að ætla megi að skuldir heimila geti vegna leiðréttingar að óbreyttu farið úr 102% af landsframleiðslu á 3. ársfjórðungi 2013 í 94%, þegar áhrifin eru komin að fullu fram. Seðlabanki Íslands (SÍ) metur bein auðsáhrif leiðrétt- ingar alls 121 milljarð og að miðað við þjóðhagslíkan bank- ans geti þetta aukið einkaneyslu varanlega um tæplega 7 milljarða eða sem nemur 0,7% af áætlaðri einkaneyslu árs- ins 2013. Fengust þær upplýsingar frá SÍ að hér væri að öðru óbreyttu átt við áhrif á einkaneyslu til frambúðar. Skammtímaáhrifin séu metin frá 5,5-8 milljörðum kr. fyrsta árið sem leiðréttingin kemur til framkvæmda. Leiðréttingin er tvískipt, annars vegar 80 milljarða niðurfærsla höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána og hins vegar 70 milljarða afborganir inn á höfuðstól íbúðalána í gegnum skattleysi á úttektum séreignarsparnaðar. Segir í greiningu Seðlabankans að niðurfærslan létti greiðslu- byrði heimila um 2,5 milljarða í ár og um 5-5,5 milljarða á ári eftir það. Að viðbættri úttekt séreignar léttist greiðslu- byrðin alls um 2,7 milljarða í ár og léttist hún svo frekar í 10,8 milljarða árið 2018. Greiðslubyrðin minni þar til lán eru uppgreidd Í svari frá Seðlabankanum vegna þessa er bent á að höfuðstólsleiðréttingin sé látin eiga sér stað öll í einu um mitt þetta ár og það þýði minnkun greiðslubyrði sem nem- ur afborgunum, vöxtum og verðbótum af því sem ríkis- sjóður yfirtekur frá og með þeim tíma – þ.e. í formi leið- réttingarhluta – og þar til lánin eru uppgreidd, nema hvað allar greiðslur verðtryggðra lána hækki með verðlagi. Minnkun greiðslubyrði vegna greiðslna inn á höfuðstól með séreignarsparnaði létti greiðslubyrðina smátt og smátt frá því að hún kemur til framkvæmda um mitt þetta ár og þar til henni lýkur þremur árum síðar, nema hvað allar greiðslur verðtryggðra lána hækki með verðlagi. Eft- ir það helst sú minnkun greiðslubyrði þar til lánin eru upp- greidd. Í greinargerð SÍ er bent á að lægri greiðslubyrði auki ráðstöfunartekjur heimila. Á hinn bóginn er bent á að innflutningur kunni að aukast vegna rýmri ráðstöfunar- tekna og meiri einkaneyslu en ella. Sú þróun geti þrýst gengi krónu niður og þannig ýtt undir verðbólgu. Áætlar SÍ að áhrif leiðréttingarinnar á verðbólguna verði líklega lítil í ár en leiði til 0,2 prósentum hærri verð- bólgu 2015 en ella, og 0,4 prósentum hærri verðbólgu 2016-17. Þá er talið líklegt að vextir SÍ verði 0,3 prósent- um hærri í ár og 0,6 prósentum hærri 2015 vegna leiðrétt- ingar og tæplega 1 prósenti hærri 2016-18. Leiðréttingin geti skapað framleiðsluspennu sem brugðist verði við með hærri vöxtum en ella. Þá verði hagvöxtur 0,2 prósentum meiri 2014-2018 en ella. Fram kemur í greiningu SÍ að bankaskattur muni skila ríkissjóði 62 ma. umfram þá 92 ma. sem ráðstafað verður vegna leiðréttingar. Gert er ráð fyrir að 36 ma. af 154 komi frá starfandi fjármálafyrir- tækjum en 118 ma. frá búum fallinna fjármálafyrirtækja. Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána, segir aðspurður að gert hafi verið ráð fyrir því í haust að bankaskattur skilaði um 14 milljörðum í ár. Sú tala hafi verið hækkuð um 22-23 ma. eftir að leiðréttingin var kynnt 30. nóv. sl., enda hafi skatturinn þá verið hækkaður. Því séu 62 milljarða um- framtekjur ríkissjóðs þessi fjögur ár hinar upphaflegu skatttekjur sem skatturinn hefði skilað. Seðlabankinn metur áhrif niðurfærslu íbúðalána Einholtsreiturinn Búseti hyggst reisa hér 205 íbúðir. Leiðréttingin eykur hagvöxt Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.