Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 9
Gengið hefur verið frá samningum í framhaldi af útboði byggingar- réttar í Úlfarsárdal og Reynisvatns- ási fyrir 504 milljónir króna. Önnur lóðasala í fyrra nam 718 milljónum króna og samtals voru því lóðir seldar fyrir rúmar 1.200 milljónir króna sem er yfir væntingum, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg. Í útboðinu sem lauk síðasta sum- ar bárust gild tilboð fyrir rúman milljarð. Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkur- borgar, segir á vef borgarinnar að margar skýringar séu á þessum mun tilboða og seldra lóða. „Menn hætta við af ýmsum ástæðum. Í sumum tilfellum var fjármögnun ekki klár og einnig gerðu sumir tilboð í margar eignir, en ganga svo aðeins að hluta sam- þykktra tilboða,“ segir Magnús. Lóðir seldar í Reykjavík fyrir 1,2 milljarða FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is 7/8 lengd Str. 34-46/48 kr. 14.900 Litir: galla og svart Komnar aftur :-) buxurnar Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Hefðarkötturinn Valdimar lifir í góðu yfirlæti á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi þar sem heim- ilismenn dekra við hann öllum stundum. Valdimar getur þó verið óheppinn og þurfti á dögunum sjálf- ur á hjúkrun á halda. „Það veitir heimilismönnum ómælda gleði að fylgjast með honum,“ segir Rebekka Ingadóttir, deildarstjóri Hrafnistu. Valdimar var ættleiddur á Hrafn- istu frá Kattholti síðastliðið haust. „Hann hafði verið þar í hálft ár og enginn vitjað hans. Hann átti rosa- lega bágt í fyrstu eftir að hann kom til okkar og slapp meðal annars út og týndist. Hér var öllu til tjaldað við leitina en við náðum honum sem betur fer aftur,“ segir Rebekka. Hún segir Valdimar vera yndis- legan kött sem njóti þess að vera innan um fólkið á Hrafnistu. „Hann fer bara inn á hvaða her- bergi sem er og kemur sér fyrir uppi í rúmi. Þau vilja stundum ekk- ert trufla hann og gefa honum bara plássið sitt. Einn einstaklingur sem býr á deildinni lokar vanalega her- bergi sínu þegar hann fer í mat, en Valdimar fer alltaf og krafsar í hann þar til hann kemur og opnar fyrir honum,“ segir hún. Þurfti sjúkraþjálfun eftir fótbrot Rebekka segir Valdimar vera óhappakött en hann fótbrotnaði um daginn. „Allt í einu steig kötturinn ekki í fótinn og þá þurfti auðvitað að senda starfsmann af deildinni með hann á dýraspítalann. Hann reynd- ist vera brotinn og þurfti að fara í gips greyið.“ Ekki var síður hugsað um Valdimar en heimilismenn því hann var hafður undir ströngu eft- irliti og sendur í endurhæfingu. „Sjúkraþjálfarinn okkar prófaði að setja hann á bretti og hjól, en hann var nú ekkert voðalega ánægð- ur með það,“ segir Rebekka glettin. „Að hafa dýr á hjúkrunarheimili er ofboðslega gefandi, bæði fyrir þá sem búa hér og vinna. Þeir sem ekki eru hrifnir af köttum sleppa því bara að sinna honum, en það er nú reyndar þannig að allir eru orðnir mjög hrifnir af honum Valdimar, hvort sem þeir eru kattavinir eða ekki.“ Fjölskrúðugt dýralíf Dýralífið er fjölskrúðugt á Hrafn- istu í Kópavogi, því ásamt Valdimari búa þar einnig kötturinn Tinna kúr og lítill páfagaukur. Þá bjó þar einn- ig annar köttur áður en Valdimar kom til sögunnar en sá fékk krabba- mein. „Það var mikil sorg þegar hann drapst. Við erum með myndir af honum uppi á vegg. Eftir að hann fór spurði fólkið mikið hvort það fengi ekki annan kött. Þá fengum við Valdimar og þau eru svo ótrú- lega ánægð með hann. Hér er vel um hann hugsað og hann strýkur sér upp við þau og situr löngum stundum í fanginu á þeim,“ segir Rebekka. Kisi þurfti sjúkraþjálfun  Kötturinn Valdimar á Hrafnistu fótbrotnaði og þurfti á hjúkrun að halda Ljósmyndir/Hrafnista Í endurhæfingu Valdimar þurfti að fara í sjúkraþjálfun eftir fótbrot en hann kunni ekki sérlega vel við það. Góðu vanur Valdimar lætur fara vel um sig á borði hjúkrunarfræðings. Eitt tekur við af öðru, þorrabjór- inn hefur nýlega runnið sitt skeið og nú er páska- bjórinn vænt- anlegur í Vín- búðirnar 5. mars. Alls verða sjö tegundir af páskabjór í sölu þetta árið en þær eru; Víking páskabjór, Páskakaldi frá Bruggsmiðjunni, Víking Páska Bock, Páskagull frá Ölgerðinni, Gæðingur páskabjór, Jesús nr. 24 frá Borg og Þari páskabjór frá Brugghúsi Steðja. Páskabjór verð- ur í sölu fram til 19. apríl. Páskabjórinn væntan- legur í næstu viku Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.