Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 17

Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Færðu ekki nægan svefn, eldist húð þín of hratt? Kynnum Advanced Night Repair. Athugaðu hvað það getur gert fyrir þína húð. Kaupaukinn þinn DAGANA 28.FEBRÚAR- 5.MARS Í HYGEA KRINGLUNNI Glæsilegur kaupauki* fyrir þig ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 6.900 eða meira í Hygea Kringlunni dagana 28. febrúar-05. mars. KAUPAUKINN INNIHELDUR: Daywear Creme SPF 15 - dagkrem sem ver húðina, 15ml Advanced Night Repair Eye - alhliða augnkrem, 5ml Sumtuous Extreme Mascara - svartan maskara sem þykkir og lengir Pure Color Eyeliner Duo - augnblýant, litir Blackened Cocoa og Blackened Black Stress Relief Eye Mask - augnmaska sem lagar þrota og þreytu á augnsvæðinu Pure Color Lipstick - varalit, fulla stærð, litur Sugar Honey Pure Color Eyeshadow - 4 augnskugga í boxi Smart snyrtitösku * Meðan birgðir endast Húsið að Þórunnarstræti 99 á Ak- ureyri, sem hýsti upphaflega Hús- mæðraskóla Akureyrar, öðlast nýtt hlutverk 1. mars n.k. þegar þangað flyst öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk í bænum. Þessi starfsemi hafði áður verið starf- rækt á þremur stöðum á Akureyri, þ.e.a.s. í Skólastíg 5, Árholti við Glerárskóla og Birkilundi 10. „Um mikla breytingu til batn- aðar er að ræða í þjónustu við fatl- að fólk á Akureyri því það telst ótvíræður kostur að hafa alla starf- semina á einum stað og úr Þórunn- arstræti er einnig stutt í margskon- ar afþreyingu sem fólkið nýtir sér,“ segir í tilkynningu frá Ak- ureyrarbæ. Árið 2012 keypti Akureyrarbær 75% eignarhlut ríkisins í húsinu og eignaðist það allt. Húsið er eitt af kennileitum Akureyrar sem Guð- jón Samúelsson húsameistari rík- isins teiknaði. Önnur merk hús á Akureyri eftir Guðjón eru Ak- ureyrarkirkja og Barnaskóli Ak- ureyrar (Rósenborg). Guðjón lauk hönnun Húsmæðraskólans árið 1943. Byggingameistari hússins var Stefán Reykjalín en smíðin hófst 1944 og var húsið vígt 13. október 1945. Öll þjón- usta undir sama þaki Húsmæðraskólinn Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari.  Húsmæðraskólinn fær nýtt hlutverk Háhyrningurinn frægi, Tilikum, mun að öllum líkindum ekki synda um í sjónum við Ísland á næstu ár- um. Líkt og greint hefur verið frá á mbl.is barst sjávarútvegsráðuneyt- inu fyrirspurn frá Tracy E.L. Pou- red hjá Qualia Inc. um miðjan ágúst á síðasta ári, en hún vildi sleppa há- hyrningnum í hafið við Íslands- strendur. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu virðist vera að Tracy hafi ekki umboð til að senda fyrirspurn eða beiðni sem þessa, en háhyrning- urinn dvelur nú í dýragarðinum Sea World í Bandaríkjunum. Málið er því komið af borði Sigurðar Inga Jó- hannssonar, sjávarútvegsráðherra. Tilikum er sagður hafa verið veiddur við Íslandsstrendur, nánar tiltekið í Berufirði, árið 1983. Þá var hvalurinn tveggja ára gamall og er hann því 32 ára í dag. Tilikum hefur drepið þrjár manneskjur, tvo þjálf- ara og gest í dýragarði. Eftir þriðja drápið sýndi Tilikum ekki listir sínar í dýragarðinum SeaWorld í Orlando fyrr en í mars árið 2011. Þjálfarar hans hafa ekki verið með honum í vatninu eftir síðasta drápið árið 2010 og er sérstakur búnaður notaður til að nudda hann í stað snertingar þjálfarans. Háhyrningur- inn hefur getið af sér 21 afkvæmi og eru ellefu þeirra á lífi. larahalla@mbl.is Tilikum ekki væntanlegur Ljósmynd/Wikipedia Sýning Háhyrningurinn Tilikum á sýningu í SeaWorld árið 2009.  Málið komið af borði ráðherra  Tracy E.L. Poured hafði ekki umboð  Háhyrningurinn verður áfram í Sea World Föstudaginn 28. febrúar efnir Rannsóknastofnun í jafnrétt- isfræðum við HÍ til málþings um reynslu og þátttöku kvenna í sveit- arstjórnum. Málþingið ber yf- irskriftina „Að eiga orðið“ og fer fram kl. 14.00–16.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið er haldið í tilefni af sveitarstjórnarkosningunum í maí n.k. Erindi flytja Kristín Ástgeirs- dóttir, framkvæmdastýra Jafnrétt- isstofu, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræð- ingur, Bergljót Þrastardóttir, sér- fræðingur hjá Jafnréttisstofu og Rósa G. Erlingsdóttir, stjórnmála- fræðingur. Að loknum erindum taka við pall- borðsumræður með þátttöku kvenna sem bjóða sig nú fram til setu í sveitarstjórnum. Málþing um þátttöku kvenna í sveitarstjórnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.