Morgunblaðið - 28.02.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
26 feb.- 1. mars
af öllum barnavörum
30 %
afsláttur
2 fyrir 1
af barnafatnaði
Íslensk hönnun
100% Hágæða Bómull
Barnadagar
Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220
Vöggusett
Verð frá:
Börnin fá gefi
ns
70x100
4.193 kr
Bangsarúmfö
t
Rúmföt
100x140
Verð frá: 5.243 kr
Búið er að breyta fyrirkomulagi
mataraðstoðar hjá Fjölskylduhjálp
Íslands sem hefur aðsetur í Breið-
holti í Reykjavík.
Allri aðkomu og fyrirkomulagi
hefur verið breytt til að auðvelda
einstaklingum og fjölskyldufólki
heimsóknir. „Nú upplifir fólk sig í
matvöruverslun, þegar það leitar
sér aðstoðar, þar sem viðkomandi
velur sér þau matvæli sem henta.
Skjólstæðingar voru mjög ánægðir
við fyrstu sjálfsafgreiðslu-
úthlutunina,“ segir í frétt frá Fjöl-
skylduhjálpinni.
Áður var það fyrirkomulag hjá
Fjölskylduhjálpinni að matvæli
voru sett í poka sem skjólstæðingar
fengu svo afhenta.
Fjölskylduhjálpin úthlutar mat-
vælum á miðvikudögum.
Úthlutun Nýja fyrirkomulagið er eins og
tíðkast í flestum matvöruverslunum.
Breytt fyrirkomulag
hjá Fjölskylduhjálp
Dr. Haukur Arnþórsson heldur op-
inn hádegisfyrirlestur í stofu 132 í
Öskju, Háskóla Íslands, föstudag-
inn 28. febrúar kl. 12.00-13.15
Fyrirlestur Hauks ber heitið
„Upplýsingasamfélag framtíðar:
tækifæri og hættur“. Í fyrirlestr-
inum er fjallað um hvernig upplýs-
ingasamfélag framtíðarinnar gæti
litið út, þar á meðal hvað einkennir
opið upplýsingasamfélag og hvert
við erum komin, segir í kynningu.
En einnig um hættur netsins sem
eru til dæmis aukið eftirlit með net-
heimum. Að lokum verða fyr-
irspurnir og umræður.
Haukur Arnþórsson er doktor í
rafrænni stjórnsýslu frá HÍ og á að
baki langa starfsreynslu á sviði raf-
ræns lýðræðis og stjórnsýslu.
Hættur og tækifæri
upplýsingasamfélags
Fjallað verður um nýtingu erfða-
upplýsinga í heilbrigðisþjónustu í
málstofu Siðfræðistofnunar í stofu
101 í Lögbergi föstudaginn 28.
febrúar kl. 12-13.30.
Erindi flytja Kári Stefánsson for-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
Magnús Karl Magnússon prófessor
við læknadeild HÍ, Hörður Helga-
son settur forstjóri Persónuvernd-
ar og Salvör Nordal, forstöðumað-
ur Siðfræðistofnunar.
Fundurinn er öllum opinn.
Rætt um nýtingu
erfðaupplýsinga
STUTT
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Áhugi á skiptinámi hefur aukist
verulega á síðastliðnum árum, bæði
meðal íslenskra háskólanema sem
nýta sér tækifærið til þess að leggja
stund á nám í erlendum háskólum og
þeirra erlendu nema sem hingað
koma í skiptinám.
Á síðastliðnum tíu árum hefur er-
lendum skiptinemum við Háskóla
Íslands fjölgað úr 52 í 463. „Við finn-
um mikið fyrir því að áhuginn á Ís-
landi sé að aukast. Margir skipti-
nemar koma til Íslands vegna
menningarinnar, þeir eru búnir að
kynna sér íslenskar bókmenntir og
hljómsveitir og virðast þekkja vel til
landsins,“ segir Harpa Sif Arnars-
dóttir, verkefnastjóri á skrifstofu al-
þjóðasamskipta í HÍ.
Sækja í jarðfræði
Þá segir hún Ísland vera vinsælan
kost meðal jarðfræði- og raunvís-
indanema, sem koma vegna sérstöðu
landsins fyrir rannsóknir. Þjóðverja
segir hún vera sérlega hrifna af
landinu. „Það eru fleiri sem koma
hingað en við sendum út. Skiptinem-
arnir auðga andann í skólanum og
koma inn með nýja þekkingu og sýn
í verkefni sem þeir vinna með ís-
lenskum nemendum.“
Háskóli Íslands á í samstarfi við
um 500 háskóla á ólíkum sviðum í
flestum heimsálfum. Harpa segir
fjölbreytni vera það sem helst megi
græða á skiptinámi. „Við hvetjum
nemendur til þess að velja námskeið
sem ekki eru í boði á Íslandi þannig
geti þeir skapað sér sérstöðu sem
framtíðar starfskraftar. Okkar til-
finning er sú að þetta sé eitthvað
sem vinnuveitendur leita eftir,“ seg-
ir Harpa.
Hún segir marga nemendur sjá
sér leik á borði og sækja um skipti-
nám í dýrum skólum, þar sem gesta-
skólinn felli skólagjöldin niður fyrir
skiptinema. Námið kosti þá ekkert,
sé nemandi skráður við Háskóla Ís-
lands. „Þetta tryggir að vissu leyti
jafnan aðgang að námi, þar sem
margir hafa ef til vill ekki fjár-
hagsleg tök á því að fara í nám er-
lendis séu þeir á eigin vegum.“
Fjárhagsstyrkir í boði
Fjárhagsstyrkir eru í boði fyrir
nemendur og segir Harpa þá ekki
einungis vera fyrir afburðanem-
endur. „Það er ekki gerð krafa um
meðaleinkunn og langflestir komast
að. Aðstaða íslenskra nemenda er
þannig að plássin eru fleiri en nem-
endur. Það er því hægt að segja að
viljinn sé allt sem til þarf.“
Innan Evrópu segir hún flesta
sækjast eftir að fara til Bretlands og
Norðurlandanna þótt önnur lönd séu
einnig í vexti. „Það hefur alltaf verið
vinsælt að fara til Evrópu, en stór
hópur nemenda er nú að fara til Asíu
og Bandaríkjanna auk þess sem
margir sólarþyrstir halda til Spánar
eða Ítalíu.“
Morgunblaðið/Golli
Kynning Skiptinemar við Háskólann í Reykjavík kynna mat frá heimalönd-
um sínum á alþjóðadegi í skólanum fyrir nokkrum árum.
Skiptinámssam-
starf við 500 skóla
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Aðdragandi mótmælafunda er oft
mjög skammur. Boðum er komið í
gegnum samfélagsmiðla og sé hljóm-
grunnur fyrir aðgerðum eða fundum
eru hlutirnir oft fljótir að gerast.
Starf okkar tekur mið af þessu,“ seg-
ir Arnar Rúnar Marteinsson, aðal-
varðstjóri lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Fjöldi fólks hefur mótmælt á
Austurvelli síðustu daga, það er látið
í ljós andstöðu sína við þær ákvarð-
anir í Evrópumálum sem stjórnvöld
hafa tekið. Talið er að yfir 3.000
manns hafi verið á svæðinu á mánu-
dag, en færri eftir því sem liðið hefur
á vikuna. Allstór hópur lögreglu-
manna hefur verið í miðbænum
vegna þessa, undir forystu Arnars
Rúnars Marteinssonar sem hefur
sérþjálfun í mannfjöldastjórnun.
Upplausnin var lærdómsrík
„Við fregnuðum fyrst á sunnu-
dagskvöld að eitthvað stæði til. Slíkt
var þá bara veruleiki sem þurfti að
vinna samkvæmt,“ segir Arnar Rún-
ar. Hann segir að síðustu ár hafi lög-
regluliðinu aflast ágæt þekking á því
hvernig best sé að haga gæslu, t.d. á
Austurvelli, þegar eitthvað er á
seyði. Upplausnarástandið í upphafi
árs 2009 hafi verið lærdómsríkt. Í
kjölfar þess hafi t.d. verið keyptar
færanlegar girðingar sem settar séu
upp við Alþingishúsið ef þarf.
„Við lesum svolítið í hópinn hverju
sinni og löggæslan fer eftir því,“ seg-
ir Arnar Rúnar. „Þrátt fyrir tals-
verðan fjölda fólks á Austurvelli síð-
ustu daga hefur þetta verið mjög
friðsamt, þótt einstaka ólögráða
ungmenni hafi farið út af sporinu. Al-
mennt er ástandið mjög gott og við
höfum til taks góðan og vel þjálfaðan
mannskap. Aðgerðir í fáa daga eru
ekkert mál en standi þær í marga
daga þarf að hugsa málin upp á
nýtt.“
Morgunblaðið/Golli
Austurvöllur Mótmæli við Alþingi fjórða daginn í röð vegna Evrópuumræðunnar á Alþingi.
Lesum svolítið í hópinn
Mótmælt í miðborginni og margir lögreglumenn á svæðinu
Fréttu fyrst á sunnudagskvöld Lærdómur frá 2009
Barátta Fólki fyrir utan Alþingi fækkaði með hverjum deginum.