Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 25
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Arion banki greiddi 28% meira í
tekju- og bankaskatta í fyrra en árið
2012. Alls greiddi bankinn sex millj-
arða króna í tekju- og bankaskatta í
fyrra, samanborið við 4,7 milljarða
króna á árinu 2012. Höskuldur H.
Ólafsson, bankastjóri Arion banka,
segir að „stórkostleg aukning á op-
inberum álögum“ setji mark sitt á
uppgjör bankans.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær nam hagnaður
bankans 12,7 milljörðum króna eftir
skatta í fyrra, borið saman við 17,1
milljarð króna árið 2012. Fram kem-
ur í ársreikningi bankans að stjórnin
leggi það til að 60% af hagnaði árs-
ins verði greidd út sem arður í ár.
Fram kom í máli Stefáns Péturs-
sonar, framkvæmdastjóra fjármála-
sviðs bankans, á fundi með blaða-
mönnum í gær að bankinn hefði
greitt 3.143 milljónir króna í tekju-
skatt í fyrra, samanborið við 3.633
milljónir króna árið 2012. Tekju-
skattur, eins og hann er settur fram
í ársreikningnum, samanstendur af
20% tekjuskatti af hagnaði og 6%
sérstökum fjársýsluskatti sem lagð-
ur er á hagnað fjármálafyrirtækja
umfram einn milljarð króna. Virkt
tekjuskattshlufall lækkaði aðeins á
milli ára. Það var 18,0% í fyrra en
17,2% árið 2012.
Þá nam bankaskatturinn 2.872
milljónum króna í fyrra en aðeins
1.062 milljónum króna árið 2012.
Stjórnvöld margfölduðu enda skatt-
hlutfallið undir lok árs 2013 til að
fjármagna áform sín um skuldaleið-
réttingar verðtryggðra húsnæðis-
lána. Hlutfallið fór úr 0,1285% í
0,376% en skatturinn leggst á heild-
arskuldir fjármálafyrirtækja.
Höskuldur benti á að skuldirnar
væru fyrst og fremst innlán einstak-
linga og fyrirtækja og því mætti
segja að skatturinn væri að miklu
leyti skattur á innlán. Sem slíkur
myndi hann hafa neikvæð áhrif á
þau kjör og þjónustu sem fjármála-
fyrirtæki geta boðið viðskiptavinum
sínum.
Auk tekjuskatts, hins sérstaka
fjársýsluskatts og bankaskatts
greiða fjármálafyrirtæki einnig
6,75% fjársýsluskatt af launum
starfsmanna. Um er að ræða tiltölu-
legan nýjan skatt en bankinn
greiddi 599 milljónir króna í hann í
fyrra en 466 milljónir árið 2012.
Drómalánin höfðu sitt að segja
Athygli vekur að útlán til við-
skiptavina jukust um tólf prósent
milli ára og námu í lok árs 2013 636
milljörðum króna. Ný útlán jukust
um heil sextíu prósent milli ára og
námu tæplega 120 milljörðum króna
í lok ársins. Fram kom á blaða-
mannafundinum að aukningin í út-
lánum til viðskiptavina hefði einkum
skýrst af nýjum lánum sem bankinn
tók yfir í tengslum við samning milli
Arion banka og Eignasafns Seðla-
banka Íslands um uppgjör á hinu
svokallaða Drómaskuldabréfi. Lán
til einstaklinga vógu um 49% af
heildarlánum til viðskiptavina í árs-
lok en Höskuldur sagði að þetta
hlutfall hefði verið um 25% árið
2010.
Á sama tíma hefur hlutdeild bank-
ans í nýjum útlánum á íbúðalána-
markaði aukist verulega og er hann
þar enn í forystuhlutverki. Markmið
bankans er að hafa lánabókina í
jafnvægi þannig að dreifingin sé
nokkuð jöfn á milli atvinnugreina.
Vandræðalán bankans, sem eru
annaðhvort með sértæka niður-
færslu eða í yfir níutíu daga van-
skilum en hafa ekki verið niðurfærð,
héldu áfram að lækka frá því að þau
náðu hámarki árið 2010. Hlutfall
vandræðalána af útlánasafni bank-
ans var 6,3% undir lok árs 2013 en
53,8% árið 2010. Stefán sagði að
markmiðið væri að ná hlutfallinu
undir 5%. Markmiðinu hefði jafn-
framt verið náð ef ekki hefði verið
fyrir Drómalánin sem bankinn tók
yfir. Sé ekki litið til þeirra var hlut-
fallið 4,5% í árslok 2013.
Greiddi 28 prósentum meira í skatt
Morgunblaðið/Kristinn
Banki Hagnaður Arion banka dróst saman um 4,4 milljarða frá árinu 2012.
Arion banki greiddi sex milljarða króna í tekju- og bankaskatta í fyrra Það er 28% aukning frá
2012 Alls greiddi hann 2.872 milljónir í bankaskatt í fyrra samanborið við 1.062 milljónir árið 2012
Nýskráningar
» Greiningardeild Arion banka
telur líklegt að bankinn muni
standa að fjórum nýskrán-
ingum í Kauphöll í ár.
» Fyrirtækin sem um ræðir
eru Eik, HB Grandi, Reitir og
Síminn.
» Áður hafði bankinn fleytt
Högum á markað.
» Þá telur greiningardeildin
líklegt að Advania, Promes og
Sjóvá verði skráð á markað.
» Framboð á útgefnu hlutafé
gæti aukist um 68 milljarða.
FRÉTTIR 25Viðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
BARNASKÓR - Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á
Barnaskór
6.990,-
Barnaskór
6.990,-
Barnaskór
6.990,-
Blikk ljósa
skór 4.990,-
Blikk ljósa
skór 4.990,-
Blikk ljósa
skór 4.990,-
Blikk ljósa
skór 4.990,-