Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
VINNINGASKRÁ
44. útdráttur 27. febrúar 2014
246 12132 22623 35227 43835 54708 62995 74118
372 12345 23077 35317 44060 55068 63159 74474
811 12790 23955 35537 44397 56777 63176 74788
844 13724 24196 35784 44916 56902 63272 74811
1475 13941 24355 36018 45577 57036 63525 74917
1548 14172 24907 36242 46328 57225 63547 74965
1575 14293 25379 36957 46363 57229 64054 75832
1730 14351 25685 37467 46871 57537 64103 76058
2124 15228 26380 37545 47004 57617 64328 76074
2654 15898 26444 37699 47073 58042 64609 76178
2993 16245 26786 37717 47573 58056 64972 76498
3672 16469 27009 37727 48228 58156 65368 76678
4137 16629 27348 37783 48452 58401 66813 77009
4193 16734 28551 37915 48737 59179 67006 77197
4234 16871 28683 38081 49552 59513 67720 77435
4454 16943 29185 38433 50783 59623 67923 77787
4725 17221 30194 38634 51022 60169 68164 77804
5802 17553 30496 38688 51182 60174 68441 78053
5834 17845 30635 39338 51465 60336 68513 78361
6623 18399 31765 39694 51500 60994 68578 79113
6704 18601 31905 40181 51638 61155 69124 79124
7700 18778 32006 40220 52253 61340 69214 79219
7971 18816 32778 40912 52392 61535 69737 79448
7995 19514 32974 41394 53144 61640 70198 79587
8509 19556 33133 41976 53374 61767 70257 79907
8828 20078 33238 42124 53760 61923 70994 79920
9496 20724 33456 42423 53783 62032 71339
9632 20846 33677 42479 54042 62111 71670
10198 21331 33855 42665 54046 62164 71751
10879 21874 34017 43134 54057 62416 72212
10913 21917 34648 43595 54255 62579 73159
11124 22158 35201 43700 54616 62608 73578
69 9301 17072 27848 37911 45337 55324 66756
83 9439 18080 28945 38122 46469 56202 68327
640 10368 18643 29183 38209 46906 56289 71390
928 10581 20521 29647 40027 47938 57525 72046
2866 10685 21175 30946 40379 48007 58088 74473
2927 10986 21371 31188 40576 49205 58172 74676
3107 10994 22347 31329 40883 49662 60142 74927
3666 11432 22399 32613 40983 51340 60795 76024
3864 14834 23649 33146 41211 52916 61238 76381
4294 15814 24822 33455 42999 52989 62180
7595 16084 24977 34400 44735 53113 62690
7935 16842 26680 36244 45043 53316 62776
8185 16924 27601 37664 45087 53353 63690
Næstu útdrættir fara fram 6. mar, 13. mar, 20. mar & 27. mar 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
13404 44690 62110 72831
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1012 19112 26452 33631 49200 59914
14906 19276 26511 38519 52521 62648
15483 23344 26927 42086 54500 74908
16381 23879 33281 44877 58884 76651
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 5 1 0 1
Í ljósi umræðu síðastliðinna daga
um innflutning á matvælum vilja ís-
lenskir bændur benda á að það er
partur af sjálfstæði þjóðarinnar að
framleiða mat og nýta þær mat-
arauðlindir sem við eigum, eins og
aðrar auðlindir. Aðeins 10% af land-
búnaðarframleiðslu heimsins eru
seld á milli ríkja. Hin 90% eru til
neyslu og vinnslu á heimamarkaði.
Almennt framleiða þjóðir langmest
af sínum mat heimafyrir.
Nægt framboð inn-
lendra matvæla
Stuðningur við landbúnaðarfram-
leiðslu á sér langa sögu hérlendis
og hefur verið framkvæmdur með
ólíkum aðferðum, en megintilgang-
urinn hefur verið sá sami: Að stuðla
að nægu framboði innlendra mat-
væla á hóflegu verði fyrir neyt-
endur. Hið opinbera beitir sömu að-
ferðum við að greiða niður
margvíslega aðra starfsemi eða
þjónustu svo sem mennta- og
menningarstarfsemi, velferðarþjón-
ustu, samgöngur og fjölmargt ann-
að. Notendur greiða þá mun minna
fyrir þjónustuna en hún raunveru-
lega kostar og er það tekið úr sam-
eiginlegum sjóðum landsmanna.
Það er einfaldlega talið sann-
gjarnara og hagkvæmara. Innlend
matvæli kosta með þessum aðferð-
um mun minna en þau myndu ann-
ars gera. Hagkvæmast er eins og
nú er gert að niðurgreiðslan komi
til frumframleiðanda, í þessu tilviki
bónda. Niðurgreiðslan gerir honum
kleift að selja vöruna frá sér á
lægra verði en ella. Það hefur svo
áhrif í gegnum alla virðiskeðjuna
því álagning er jafnan hlutfallsleg
bæði á heild- og smásölustigi. Bæði
sölustigin myndu því taka meira til
sín ef bóndinn þyrfti að selja vör-
una frá sér á hærra verði. Ef allar
niðurgreiðslur yrðu lagðar af og
færu út í vöruverðið má af þeim
sökum ætla að neytendur þyrftu að
greiða meira fyrir sömu vörur í
formi hækkaðs vöruverðs en þeir
greiða nú í gegnum skattkerfið.
Einstakar aðstæður hérlendis
Íslenskur landbúnaður hefur náð
miklum árangri á undanförnum ár-
um og framleiðslan hefur aukist.
Mjólkurframleiðslan hefur þróast
hratt, loðdýrabændur hafa náð
mjög góðum árangri bæði hvað
varðar verð og gæði, ásamt garð-
yrkjubændum, útflutningur á
lambakjöti gengur vel auk þess sem
innlend eftirspurn hefur aukist
verulega og ferðaþjónustan er ört
stækkandi atvinnu-
grein, svo dæmi séu
tekin. Aðstæður okkar
til matvælaframleiðslu
eru einstakar, þó að
þær geti líka verið
óblíðar. Gæðin eru á
hverju strái eins og
einstök náttúra, gott
landrými og gnægð af
hreinu vatni. Í ís-
lenskri matvælafram-
leiðslu er notað ein-
staklega lítið af
sýklalyfjum og engin vaxt-
arhormón. Við erum líka svo lán-
söm að hér eru einstaklega fáir
dýrasjúkdómar.
Landbúnaður byggist á nýtingu
landsins með það að leiðarljósi að
landið geti til frambúðar skapað
verðmæti án þess að gengið sé á
það. Landið er ekki til bara til þess
að vera til. Það þarf að hlúa að því,
hvort sem vinna á af því jarð-
argróða, njóta þess til útivistar eða
nýta það til orkuöflunar. Það þarf
að nýta landið á sem bestan hátt,
þannig að það verði betra á eftir og
þannig að núverandi kynslóðir geti
haft betri not af því.
Matvælaöryggi og gæði
Bændur eru öflugustu fulltrúar
sinnar stéttar. Meginhluti inn-
lendrar búvöruframleiðslu kemur
frá litlum fjölskyldubúum og fer á
innanlandsmarkað. Strangar kröfur
eru gerðar til heil-
brigðis, hreinleika og
rekjanleika matvæl-
anna og fer íslensk
matvælaframleiðsla
fram undir ströngum
stöðlum og því eru
vörurnar með þeim
bestu í heimi hvað
varðar gæði og mat-
vælaöryggi. Neyt-
endur þekkja aðstæð-
urnar sem varan er
framleidd við og gæði
afurðanna er eins og
best verður á kosið. Mikil vakning
hefur orðið meðal neytenda und-
anfarin ár að kaupa matvæli sem
framleidd eru í heimabyggð enda
hefur umhverfið gott af því að mat-
vælin hafi ekki ferðast heimshluta á
milli áður en þau lenda í íslenskum
stórmörkuðum.
Um 12 þúsund störf
tengjast landbúnaði
Íslenskur landbúnaður er mik-
ilvægur fyrir efnahagslíf þjóð-
arinnar og fjöldi starfa tengist land-
búnaði. Framleiðsluverðmæti
greinarinnar er nú metið á 61,5
milljarða króna, það jafngildir tæp-
um 170 milljónum á dag, alla daga
ársins. Um 4800 störf eru í grein-
inni, þar af um 700 á höfuðborg-
arsvæðinu. Mun fleiri störf eru þó í
tengdum greinum sem byggjast á
landbúnaði eins og afurðastöðvar,
sölufyrirtæki, vélasalar, fóður- og
sáðvörusalar, dýralæknar og fjöl-
margir aðrir sem þjónusta greinina
á einn eða annan hátt. Með þeim
meðtöldum má áætla að störfin séu
nær 12 þúsund sem tengjast land-
búnaði. Það munar um slíkt.
Eftir Þórhall Bjarnason
»Hagkvæmast
er eins og nú er
gert að niðurgreiðslan
komi til frumfram-
leiðanda, í þessu
tilviki bónda.
Þórhallur Bjarnason
Höfundur er garðyrkjubóndi og
stjórnarmaður hjá Bændasamtökum
Íslands.
Íslenskur landbúnaður
mikilvægur fyrir þjóðarbúið
Út á hvað gengur
umsóknarferlið að
ESB? Nei, það gengur
ekki út á að gera
samning um aðild
heldur eingöngu að
umsóknarríki sýni og
sanni hvaða lög og
reglur ESB það hefur
tekið upp í eigin lög-
gjöf og geti þar af leið-
andi verið sam-
bandsríki. Allt annað er aukaatriði.
Haldi Ísland áfram aðild-
arviðræðum endar það með því að
við höfum tekið upp öll lög og regl-
ur ESB. Margir vilja að þá verði að-
ildin lögð undir þjóðaratkvæði. Lík-
ur benda til þess að þjóðin felli
aðildina. Hver er þá staðan? Jú, við
verðum aðildarríki án aðildar …
Hversu eftirsóknarverð er sú staða?
Auðvitað vita þeir þetta sem vilja að
við höldum umsókninni til streitu.
Þeir vita að viðræðurnar við ESB
eru aðlögunarviðræður og til þess
eins haldnar að Ísland taki upp lög
og reglur stjórnarskrár ESB, Lissa-
bonsáttmálann.
Markmiðið er ekki samningur
Sumir halda því fram að samn-
ingur við ESB sé meginatriðið. Það
er rangt. Það er einnig rangt og
villandi að benda á samning sem
Norðmenn, Finnar, Svíar og Aust-
urríkismenn gerðu við ESB. Frá því
að þessar þjóðir gerðu aðildarsamn-
ing hefur ESB breytt inntökuregl-
unum og nú er enginn samningur í
boði. Þetta vita auðvitað allir sem
hafa kynnt sér reglur sambandsins
um aðildarumsókn.
Út á hvað ganga þá viðræðurnar
við ESB? Sambandið beinlínis neit-
ar því að þetta séu samninga-
viðræður, kallar þetta aðlög-
unarviðræður. Þeir sem halda öðru
fram fara með rangt mál eða vita
ekki betur.
27 löggjafarþing
verða
að samþykkja
Í stað samninga-
viðræðna hefur ESB
sett saman 35 mála-
flokka eða kafla sem
umsóknarríki þarf að
ræða í smáatriðum og
gangast undir. Við-
ræðunefnd sambands-
ins þarf að vera sátt
við stöðu mála hjá um-
sóknarríkinu. Ekki nóg
með það heldur þurfa öll tuttugu og
sjö löggjafarþing aðildarþjóðanna
að samþykkja. Nóg er að eitt sé á
móti til að vandamál skapist.
Það segir sig sjálft að einstök að-
ildarríki munu ekki sætta sig við að
Ísland fái undanþágur sem öðrum
hafa ekki staðið til boða í málum
sem eru sambærileg.
Þversögnin
Margir vilja að aðlögunarvið-
ræður haldi áfram og efnt verði til
þjóðaratkvæðagreiðslu að þeim
loknum. Það er vel hægt en í þannig
aðferðafræði felst hrikaleg þver-
sögn sem raunar fær mann til að
efast um heilindi þeirra sem halda
þessu fram.
Sé efnt til þjóðaratkvæðis á þessu
stigi er vel hugsanlegt að aðildinni
verði hafnað. Staðan er þá sú að Ís-
land hefur tekið inn í löggjöf sína öll
lög og reglur ESB og er þannig orð-
ið ESB ríki án aðildar. Er það eft-
irsóknarverð staða?
Meginhugsunin
Meginhugsun Evrópusambands-
ins er sú að umsóknarríkið, í þessu
tilviki Ísland, taki upp lög, reglur og
stjórnsýslu sambandsins. Vissulega
er gerður samningur um aðild en í
honum eru almennt engar und-
anþágur frá stjórnarskránni, Lissa-
bonsáttmálanum, nema þær séu
tímabundnar. Þær undanþágur sem
flokkast sem varanlegar eru frá
fyrri tíma, áður en reglum um aðild-
arumsókn var breytt. Þar af leið-
andi eru þær gagnslausar sem rök
um stöðu Íslands og ESB. Engar
undanþágur eru veittar frá grund-
vallaratriðum. Til slíkra heyra til
dæmis sjávarútvegsmál.
Óvissa
Þeir sem ekki skilja aðferðafræði
ESB geta svo sem haldið því fram
að ESB geti gert undanþágur frá
núgildandi reglum. Það er hins veg-
ar ekki einfalt mál því fyrst þarf
báknið í Brussel að samþykkja, síð-
an þarf samþykki löggjafarþinga
tuttugu og sjö aðildarríkja með und-
anþágunni. Nóg er að ein þjóð sé á
móti, þá er málið fallið.
Síðar getur ESB eða aðildarríki
lagt til að fallið verði frá undanþágu
Íslands. Þá gildir einfaldur meiri-
hluti atkvæða, t.d. í ráðherranefnd-
inni. Viljum við Íslendingar sitja
undir slíkri óvissu í stuttan eða
langan tíma? Sá samningur sem vís-
að er til eftir þessar aðlög-
unarviðræður á eingöngu við um
tímabundnar undanþágur sem veitt-
ar eru til að auðvelda umsóknarrík-
inu að gerast aðildarríki. Ekki er
hægt að benda á neinar varanlegar
undanþágur frá Lissabonsáttmál-
anum, stjórnarskrá ESB, eftir að
sambandið breytti umsóknarferlinu,
að minnsta kosti ekki í grundvall-
armálum.
Samningur er aldrei markmið
í aðildarviðræðum við ESB
Eftir Sigurð
Sigurðarson » Það segir sig sjálft
að einstök aðild-
arríki munu ekki sætta
sig við að Ísland fái
undanþágur sem öðrum
hafa ekki staðið til
boða í málum sem
eru sambærileg.
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er rekstrarráðgjafi og
áhugamaður um stjórnmál.