Morgunblaðið - 28.02.2014, Page 35

Morgunblaðið - 28.02.2014, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 ✝ Bjarney Haga-línsdóttir fæddist í Hvammi Dýrafirði 23. mars 1919. Hún andaðist á Höfða, hjúkr- unar- og dval- arheimili, Akra- nesi, 19. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hans Hagalín Ás- björnsson, f. 1. maí 1896, d. 14. maí 1964 og Guðmunda Lár- usdóttir, f. 20. júní 1895, d. 27. mars 1985. Þau voru bændur í Bræðratungu í Hvammi Dýra- firði. Bjarney var elst 13 systk- ina. Þau voru í aldursröð: Ása, f. 21.4. 1920, d. 21.1. 1931, Ólöf, f. 27.11. 1921, d. 10.3. 2011, Krist- ján, f. 24.5. 1924, d. 24.8. 2005, Einar, f. 6.7. 1925, d. 2.9. 1977, Steinar, f. 10.9. 1926, Marta, f. 24.8. 1928, Guðrún Helga, f. 3.9. 1929, d. 29.10. 2013, Magnús, f. 14.2. 1921, stúlka, fædd andvana 19.10. 1932, Kristín, f. 28.12. 1933, Lárus, f. 13.12. 1936, alheiður Hekla, Valur Kár, Baldur Kár. c) Eyrún, f. 1975, í sambúð með Flóka Guðmunds- syni. Börn þeirra: Dýrleif Krist- ín, Auður Eldey. 2) Guðrún Sveina María Jónsdóttir, f. 1944, fyrrverandi maki Hörður Jóns- son. Börn þeirra: a) Bjarney, f. 1969, í sambúð með Helga Rúnari Óskarssyni, barn þeirra: Pálmar Óli. Börn Bjarneyjar og Björns Traustasonar eru Hörð- ur og Helen María. b) Pálmar, f. 1971, í sambúð með Agnesi Sig- urðardóttur, barn þeirra Bjarn- ey María. Barn Pálmars og Auð- ar Ólafsdóttur er Hörður Rafnar. c) Kjartan, f. 1974, dótt- ir hans og Stellu Maríu Blöndal er Katrín María. 3) Árni Ásbjörn Jónsson, f. 1950. Bjarney og Jón hófu búskap á Þingeyri árið 1942 en fluttu á Akranes árið 1961. Bjarney starfaði í frysti- húsinu á Þingeyri og einnig við Sjúkraskýlið. Bjarney var þátt- takandi í Kirkjukór Þingeyr- arkirkju sem og kvenfélaginu á staðnum. Á Akranesi vann hún lengst af hjá Akraprjóni við saumastörf. Bjarney starfaði sem sjúkravinur hjá Rauða krossinum. Bjarney verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 28. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Björgvin, f. 11.1. 1938. Eiginmaður Bjarneyjar var Jón Gísli Árnason sjó- maður, f. 14.5. 1917, d. 15.11. 1997. Hann var fæddur að Hval- látrum í Vestur- Barðastrand- arsýslu. Foreldrar hans voru Árni Árnason sjómaður, f. 23.7. 1886 á Láganúpi, V- Barð. d. 27.5. 1921 og kona hans Ágústa Þorbjörg Guðjónsdóttir húsfrú, f. 12.08. 1897 að Hval- látrum, V-Barð., d. 22.09. 1972. Börn Bjarneyjar og Jóns eru: 1) Aðalheiður Ása Jónsdóttir, f. 1942, gift Baldri Magnússyni, f. 1944. Þeirra börn: a) Jón Bjarni, f. 1968, giftur Melanie Adams- ,barn þeirra er Júlíana Silka. Barn Jóns Bjarna og Laufeyjar Geirsdóttur er Ármann Hagalín, sambýliskona hans er Erna Dögg Pálsdóttir. b) Friðmey, f. 1972, gift Vali Ásberg Valssyni. Börn þeirra: Móeiður Ása, Að- Þegar ég hugsa heim á fornar slóðir, þá hópast að mér minningar og ljóð. En best af öllu man ég það þó, móðir. Hve mild þú varst og börnum þínum góð. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlíðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Hvenær sem barn þitt fer úr föðurgarði, fylgir því alltaf móðurhugur þinn. Hann var sú bjarta brynja, sem mig varði, minn besti skjöldur, verndarengill minn. Hann flýgur víða, vakir, er þú sefur. Hann veit, hvað mig á ferðum mínum tefur við syðsta haf og ysta ál. Hann skiptir aldrei skapi, fyrirgefur, og skilur hjartans þagnarmál. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, við biðjum góð- an Guð að umvefja þig kærleika og ást, minningarnar um þig mun- um við varðveita með okkur. Meg- ir þú eiga góða heimkomu. Þínar dætur, Sveina og Ása. Elsku mamma mín, nú ert þú horfinn úr þessum heimi, hugur minn er alltaf hjá þér. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hug- ann, minningarnar fyrir vestan á Þingeyri. Ég vona að þú verðir alltaf hjá mér. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Af heitu hjarta allt ég þakka þér. Þínar gjafir sem þú veittir mér. Mamma, elsku mamma mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma man ég lengst og best hjartað blíða heita hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Þinn sonur, Árni Ásbjörn Jónsson. Eilífa móðir alnáttúrunnar, árla við mætum á gleðifund. Við góða ártíð og gjafir unnar. Gleðilegt sumar, ylhýra sprund. Eilífa móðir alnáttúrunnar, nú ertu komin á sumarkjól. Við Hörpu brosa birkirunnar og brumið faðmar morgunsól. Eilífa móðir alnáttúrunnar, öll við færum þakkargjörð. Og gleðigjafi uppskerunnar er fræjum sáð um alla jörð. Eilífa móðir alnáttúrunnar, þín æska vakir í grænum lund. þar niða lindir lífsins brunnar og ljúfu hjali við marga sprund. Eilífa móðir alnáttúrunnar, yndi og fegurð njótum klökk. Og heilladísin hamingjunnar, hafðu einlæga góða þökk. (Magnús Hagalínsson) Magnús Hagalínsson. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Elsku systir mín. Margt er að þakka, elstu systur af stórum barnahópi, sem oft fengu að njóta skjóls hjá henni. Gestrisin og glöð, með faðminn útbreiddan. Það var svo gott að koma til ykkar Nonna. Þú elskaðir Hvamminn okkar, dalina og fjöllin. Stiklaðir yfir árn- ar, upp í lynggrónar brekkurnar, í berjamó. Þér leið svo vel úti í nátt- úrunni. Hafðu þökk fyrir allt. Marta systir. Í dag verður amma okkar, Bjarney Pálína Hagalínsdóttir, borin til grafar. Hjarta okkar er fullt af þakklæti og ást nú þegar við kveðjum þessa dásamlegu konu. Við þekkjum ekki lífið án hennar en vitum að það var óum- flýjanlegt að einn daginn myndi hún kveðja okkur. Við grátum af söknuði en vitum að nú hefur hún fengið verðskuldaða hvíld eftir langa og góða ævi. Hún var einstök í ömmuhlut- verkinu og vildi allt fyrir barna- börnin sín gera. Hennar heimili var okkar heimili og þar leið okk- ur vel. Hún var alltaf stór hluti af lífi okkar. Jól, áramót, páskar, sumarfrí og svo allir hversdagarn- ir. Amma var alltaf nálæg, alltaf þessi órjúfanlegi hluti af tilver- unni. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp með svona sterka stoð sér við hlið. Við munum ekki til þess að amma hafi skammað okkur þó að tilefnin hafi örugglega verið næg. Hún talaði við okkur af virðingu, útskýrði hlutina og leiðbeindi. Sem foreldri í dag sér maður að það er einmitt árangurríkasta leiðin í uppeldi. Hún lagði mikla áherslu á að gefa okkur að borða. Hún sauð fisk og tókst að láta okkur borða hann með lunknum loforðum um góðan eftirrétt. Við gleymum aldrei brauði á pönnu og kakó- brauði sem enginn gerði eins vel og hún. Amma hafði mikinn áhuga á klæðnaði og tískustraumum. Hún hafði sinn eigin persónulega stíl og bar föt einstaklega vel. Hún saumaði nýjar flíkur, breytti gömlum fötum eða saumaði upp úr þeim af mikilli útsjónarsemi. Hún átti fallegar dragtir, kápur, klúta og skartgripi sem hún prýddi sig með. Amma var svo fal- leg gömul kona að það hlýtur að vera heimsmet á Íslandi. Hún hafði líka áhuga á því að hafa okk- ur fínar og langt fram eftir aldri var hún að kaupa á okkur föt. Allt- af náðu þessi föt að hitta í mark og við sögðum frá því með stolti að hálfníræð amma hefði keypt þessa peysu eða þetta pils og gefið okk- ur. Amma hafði einstaka gáfu til að sjá það fallega í öllum. Það er eitt- hvað sem við viljum tileinka okkur því það gerir heiminn svo miklu betri. Amma var alltaf að hrósa fólki, bæði útlitinu og manngerð- inni og allt sem hún sagði sagði hún af heilum hug. Maður fór út með tvöfalt betra sjálfstraust eftir að hafa heimsótt hana. Amma mátti ekkert aumt sjá og hún vildi vera góð við alla. Vildi hjálpa og deila með sér. Hún var hláturmild og gerði oft grín að sjálfri sér, hafði einstaklega smit- andi hlátur og gat með brosinu lýst upp heilt herbergi. Við vorum hjá henni þegar hún kvaddi þetta líf með dásamlegri reisn. Hún var svo friðsæl og fal- leg á meðan úti geisaði óveður sem mótmælti því að þessi ein- staka kona væri að kveðja. Við er- um þakklátar fyrir að hafa verið með henni á þessari stundu og við erum þakklátar fyrir allt það sem amma hefur gert fyrir okkur og kennt okkur. Við elskum þig, elsku amma Bjarney. Við gleym- um þér aldrei. Þínar, Friðmey og Eyrún. Kveðjustundin er komin, stund sem ég hef kviðið fyrir í langan tíma. Amma var svo stór hluti af mér og því erfitt að hugsa sér lífið án hennar. Hún tók við mér, fjög- urra vikna gamalli, þegar móðir mín stundaði ljósmóðurnám og dvaldi ég hjá henni og afa mest- megnis fram til 10 ára aldurs. Á milli okkar ömmu myndaðist sam- band sem var einstakt í mínu lífi. Amma gaf svo óendanlega mikið. Hún elskaði skilyrðislaust; ást hennar kom fram í mikilli um- hyggju og hlýju. Hún var óþreyt- andi að leiðbeina um allskyns hluti og gaf ómældan tíma og athygli. Hún kenndi mér að lesa og skrifa, yrkja og skrifa sögur, að meta bækur og fara með bænir. Hún hvatti óspart til dáða og hrósaði. Það virtist engu máli skipta hverju lítil ömmustelpa tók upp á, allt var merkilegt og verðskuldaði einlægt og innilegt hrós. Slíkt hvatti og jók sjálfstraust ungrar stúlku. Mikilvægustu lexíur ömmu voru samt faldar í þeim dyggðum sem hún sjálf lifði eftir en þær voru meðal annars dugn- aður, hjálpsemi og samviskusemi. Hún spáði mikið í mataræði og heilbrigði, elti mann með lýsis- skeiðina og lét mann borða græn- meti í stórum stíl. Amma lifði sjálf eftir sínum eigin kenningum enda var hún ávallt hraust og stór- glæsileg. Hún vildi vera vel til fara, líta vel út og það skipti hana máli fram á síðasta dag. Amma var sjálfstæð kona, stóð fast á skoðunum sínum og var óhrædd að fara ótroðnar slóðir. Það má segja að hún hafi rekið sitt eigið hjálparstarf með því að gera upp og þrífa notuð föt og gefa áfram til þeirra sem þröngt var í búi hjá. Hún var framúrskarandi sauma- og handverkskona, saumaði alls- kyns fatnað og seinni árin prjón- aði hún húfur og vettlinga sem henni fannst mjög gaman að gefa. Minningarnar eru margar og ljúfar um gönguferðir með ömmu, ferðir vestur í Dýrafjörð, að sofna hjá henni, kúra og lesa, fjöruferð- ir, yndislegu jólin sem við áttum saman. Allar uppákomurnar sem hún tók þátt í eins og að leyfa mér að reyna að unga út svartfugl- seggjum eða að halda æðarunga. Þegar tvíburarnir mínir komu í heiminn stóð ekki á ömmu, hún var mætt og nánast flutti inn á heimilið. Aðstoð hennar var ómet- anleg og sömuleiðis sú ást og hlýja sem hún sýndi langömmubörnun- um. Jákvætt lundarfar hennar á efri árum var okkur öllum gleði- gjafi allt fram á hennar síðustu stund. Hún kunni að gera grín og ekki síst að sjálfri sér og hláturinn var innilegur og beint frá hjart- anu. Amma kvaddi með reisn í faðmi fjölskyldunnar og var ómet- anlegt að geta verið til staðar þeg- ar kallið kom. Amma, þó svo að við kveðjumst nú verður þú ávallt órjúfanlegur hluti af mér. Efst í huga er þakk- læti fyrir allt það sem þú gafst og skilur eftir. Þú verður ávallt mín helsta fyrirmynd. Þín, Bjarney Harðardóttir. Nú kveð ég elskulegu ömmu mína. Amma Bjarney og Jón afi minn voru stór hluti af mínu lífi. Ég er hreykinn af að hafa verið skírður í höfuðið á þeim báðum. Sem drengur vandi ég daglega komur mínar til þeirra á Jaðar- sbrautina, hjólandi heim á leið frá Brekkubæjarskóla. Þegar ég var fjögurra ára bjargaði amma lífi mínu. Ég var í pössun hjá ömmu og afa og hafði verið með mikla kviðverki. Ég var hins vegar sendur heim af sjúkra- húsinu þar sem ekkert fannst við skoðun. Ég grét engu að síður enn sáran en hætti því skyndilega og virtist sofna. Þegar amma kom heim úr vinnu gerði hún sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu. Það kom enda í ljós að botnlang- inn hafði sprungið. Tæpara mátti það víst ekki standa. Eftir bráða- aðgerð og óvissu í einhverja daga var ég þó talinn úr lífshættu. Þannig á ég skjótum viðbrögðum ömmu líf mitt að launa. Það er ekki að ástæðulausu að við amma vorum tengd órjúfanlegum bönd- um. Amma og afi voru í ferðafélagi á Akranesi og ferðuðust árlega með því vítt og breitt um landið. Einnig fóru þau reglulega vestur í Dýrafjörð. Ávallt buðu þau mér með og hlakkaði ég til þessara ferðalaga ár hvert. Það hendir ósjaldan þegar ég ferðast um landið að ég átta mig á því að ég hef áður komið á þá staði sem fyr- ir augu bera. Takk amma og afi fyrir að kynna mig fyrir landinu okkar góða! Amma var mikil útivistarmann- eskja, hún kenndi mér að ganga á fjöll, fylgja kindagötum og njóta náttúrunnar. Ég man svo vel eftir því hvað hún gaf sér góðan tíma til að finna akkúrat rétta áningar- staðinn í gönguferðum. Hún valdi réttu lautina, með mesta skjólinu og þar gátum við slakað á og notið þess sem fyrir augu bar. Hún dásamaði veðurblíðuna, kenndi mér vísur og að segja sögur. Ég minnist þess sérstaklega þegar hún kenndi mér að borða harð- fisksroð með því að stinga því inn í kolaeldavélina í Parti í Hvammi. Seigt var það undir tönn, en við erum jú Vestfirðingar og þar með var þetta hinn eðlilegasti hlutur í heimi. Nú eða drekka soðið af þverskorinni ýsu, eins og amma kenndi mér líka. Mér fannst alltaf eðlilegur hlut- ur að þvælast um með ömmu, hvort sem var að fara með henni sem krakki í spilavist með eldri borgurum eða í vinnuna í Akrapr- jóni sem þá var við hringtorgið. Sem ungur maður fékk ég mik- inn áhuga á seglbrettasiglingum og gerði út frá bílskúrnum hjá afa og ömmu í mörg ár. Það var ekki langt að fara með seglbrettið þar sem þau bjuggu á Jaðarsbraut- inni, með fyrsta flokks útsýni yfir Faxaflóann. Jón afi og ég litum yf- ir Langasand og út á haf, ræddum vindstig og vindátt. Ákvörðun tek- in og svo var ég rokinn af stað með strengdan reiðann og brettið yfir Langasand og út á haf. Mörgum árum seinna sögðu þau mér að þau hefðu ávallt fylgst með ferð- um mínum í kíkinum góða. Ég á ótal minningar um ömmu og ávallt man ég eftir henni léttri í lund. Amma var yndislega hlý kona og tók alltaf svo vel á móti mér, kyssti og knúsaði. Ég sakna þín amma. Ég vona að þú haldir áfram að fylgjast með mér. Ég verð vakandi fyrir nálægð þinni. Jón Bjarni Baldursson. Bjarney Hagalínsdóttir Ég vann við hlið Guðna í 27 ár og ég minnist þess ekki að fallið hafi styggðaryrði okkar á milli allan þann tíma. Guðni var ein- stakt snyrtimenni, alltaf fínn og strokinn, bíllinn alltaf gljábónað- ur og garðurinn sá fallegasti í þorpinu, en þar átti hún Tóta nú stóran hlut að máli. Minningarnar eru margar, sem tengjast Guðna og Tótu, þau voru mér góðir vinir frá fyrstu tíð, sem og dætur þeirra og fjöl- skyldur. Fyrir þetta er þakkað í dag. Við Svavar sendum fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Guðni minn, þú varst alltaf mesti höfðinginn. Jóhanna. Það er margs að minnast eftir langt samstarf í Búnaðarbankan- um á Hellu. Guðni var öðlingur hinn mesti og okkur öllum mikill leiðtogi, hann kenndi okkur að verða bankafólk. Guðni var hvers manns hugljúfi, þekkti allt og alla með nafni og mótuðust viðhorf okkar til manna og málefna oft á tíðum af viðhorfum hans. Í hugum flestra viðskiptavina var Guðni bankinn og bankinn Guðni. Það örlar enn á þessu við- horfi hjá eldri viðskiptavinum og stundum er haft á orði að tölv- urnar í dag séu ekkert hraðvirk- ari en hann var einn á sínum tíma. Þetta má stundum til sanns vegar færa þegar tækni nútímans klikk- ar. Þegar breytingar urðu í af- greiðslu og tölvurnar tóku yfir var Guðni mjög flinkur að tileinka sér tæknina. Það voru mörg viðvikin sem Guðni einn sá um án þess að eftir væri tekið. Má þar nefna snjó- mokstur, að fáninn væri klár, opnað á réttum tíma, dagsetning- in rétt og að henda ruslinu í lok dags. Samviskusemin var svo mikil að eitt sinn fór hann með ruslið heim, gleymdi sem sagt að setja það í tunnuna við bankann. Hann var glettinn og stríðinn en alltaf á góðlátan hátt svo enginn varð sár þó gantast væri. Það hef- ur sjálfsagt ekki alltaf verið auð- velt að vera lengst af eini karl- maðurinn á gólfinu með allan þennan kvennaskara, og reyna að hafa stjórn á okkur svo við misst- um okkur ekki í blaðri. Þetta fórst honum vel úr hendi eins og flest sem hann tók sér fyrir hend- ur. Okkur leið afskaplega vel saman. Við áttum margar gleði- stundir í vinnunni og utan henn- ar, með mökum okkar í bæjar- ferðum og öðrum viðburðum. Það besta sem við gátum gert ef hald- ið var upp á eitthvað, var að baka pönnsur, það var algjört uppá- hald hjá Guðna. Seint verður full- þakkað að hafa átt hann sem vinnufélaga í svo mörg ár. Guðni var bankamaður af guðsnáð. Þegar Guðni lét af störfum var hans sárt saknað af öllum, bæði starfsmönnum og viðskiptavinun- um sem áttu stundum erfitt með að treysta okkur konunum til að gera hlutina eins vel og hann hafði gert. Guðni var töluglöggur með afbrigðum, mundi öll númer og var fljótur að finna út ef eitt- hvað fór úrskeiðis og sjá hvar vandinn lá. Þetta reyndum við að tileinka okkur eftir megni og megum við þakka leiðsögn hans í því. Svo stóð upp á okkur að passa litlu hlutina sem hann hafði þegjandi og hljóðalaust sinnt eins og áður var sagt. Síðustu árin hjá Guðna hafa verið strembin og sennilega er hann hvíldinni feginn. Honum hefur verið vel fagnað á endur- fundi við ástvini sína, sem horfnir eru á braut. Hann lést á afmæl- isdegi Báru dóttur sinnar. Að leiðarlokum viljum við þakka yndislega samveru og samvinnu í bankanum og votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa með okkur öllum um langa fram- tíð. F.h. samstarfsfólks úr Búnað- arbankanum á Hellu, Erna og Helga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist inn- an skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.