Morgunblaðið - 28.02.2014, Síða 43

Morgunblaðið - 28.02.2014, Síða 43
Á námsárunum var Fríða María þjónn, m.a. á Hótel Borg og vann í versluninni Borð fyrir tvo. Farðar fyrir tísku og tónleika Fríða María hefur starfað sjálf- stætt við förðun frá 1998. Í upphafi vann hún jafnframt við leikhús, hjá Loftkastalanum 1999-2000, og við Þjóðleikhúsið 2000-2005, en hefur síðan starfað alfarið á eigin vegum. Fríða María hefur starfað mest við auglýsingar. Auk þess sinnir hún verkefnum er lúta að tísku og við tónlistarmyndbönd, kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Kvikmyndir sem Fríða María hefur hannað förðun og hár- greiðslu fyrir eru Mamma Gógó og Desember. Auk þess hefur hún séð um förðun fyrir sjónvarpsþættina Allir litir hafsins og Tími norn- arinnar. Hún hefur einnig sinnt verkefnum við tökur á erlendu kvikmyndunum Journey to the Center of the Earth og Hostel Part II. Fríða María hefur, ásamt Guð- björgu Huldísi Kristinsdóttur, haft yfirumsjón með förðun fyrir Reykjavík Fashion Festival und- anfarin tvö ár og sinnir því starfi aftur nú í næsta mánuði. Þá hefur hún unnið í síauknum mæli við förðun fyrir hina ýmsu tónleika, s.s. Jólagesti Björgvins; Minning- artónleika Ellýjar Vilhjálms og Af- mælistónleika Eimskips, og mun farða fyrir KÍTÓN-tónleikana í Hörpunni sem haldnir verða nú um helgina. Fríða María var tilnefnd til Eddu verðlauna fyrir förðun við myndina Mamma Gógó. Allt er best í hófi Fríða María og fjölskyldan ganga töluvert á fjöll og fara á skíði: „Ég er nú ekkert að missa mig í fjallgöngum og skíðabruni. Reyndar er eiginmaðurinn drif- krafturinn á þessum sviðum en ég tek þátt í hvoru tveggja og legg mikið upp úr hreyfingu almennt. Ég er auk þess í hlaupahópi á veg- um Ármanns, stunda Zumba sem er dansleikfimi og held mér í formi í Hreyfingu heilsulind. Að öðru leyti hef ég áhuga á menningu og listum eins og flestir aðrir og leggst í góðar bækur, einkum yfir vetrartímann.“ Fjölskylda Eiginmaður Fríðu Maríu er Al- bert Þorbergsson, f. 19.1. 1974, landfræðingur er starfar á um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar. Foreldrar hans eru Ester Al- bertsdóttir, f. 29.4. 1945, og Þor- bergur Guðmundsson, f. 27.9. 1940, sölustjóri Suzuki á Íslandi. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Fríðu Maríu og Alberts eru Sunneva Líf Albertsdóttir, f. 1.9. 1998, og Þorgeir Atli Alberts- son, f. 2.3. 2003. Bróðir Fríðu Maríu er Ingi B. Poulsen, f. 20.7. 1980, umboðs- maður borgarbúa í Reykjavík. Foreldrar Fríðu Maríu eru Mar- entza Poulsen, f. 10.11. 1950, smur- brauðsjómfrú sem starfrækir veit- ingahúsið Café Flóru í Grasagarðinum, og Hörður Hilm- isson, f. 12.12. 1947, sem starfaði lengst af sem rafvirki. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Úr frændgarði Fríðu Maríu Harðardóttur Fríða María Harðardóttir Fredricka María Gunnarstein húsfr. í Færeyjum Jákob Juul Gunnarstein sjóm. í Vaag í Færeyjum Fridrikka Maria Poulina Gunnarstein veitingak. í Færeyjum Jóhann Hendrik Poulsen sjóm. og vélstj. í Færeyjum, síðar í Rvík Marentza Sunneva Poulsen veitingak. í Rvík Marentza Poulsen húsfr. í Færeyjum Sigurd Polulsen í Búri í Færeyjum Ingveldur Jónsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Einar Björn Sigurðsson verslunarm. í Vestmannaeyjum Alda Björnsdóttir myndlistarkona í Vestmannaeyjum Hilmir Högnason rafvirki í Vestmannaeyjum Hörður Hilmisson rafvirki í Rvík Guðný Magnúsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Högni Sigurðarson kennari íshússtj. og útvegsb. í Vestmannaeyjum Á skíðum Fríða María og Albert í Austurríki í síðasta mánuði. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Guðrún Halldórsdóttir, for-stöðumaður NámsflokkaReykjavíkur, fæddist í Reykjavík 28.2. 1935 og ólst upp í Bjarmahlíð í Laugarásnum. For- eldrar hennar voru Halldór Jónsson trésmiður og k.h., Þorbjörg Jóns- dóttir húsfreyja. Halldór var sonur Jóns Ólafs Ólafssonar, bónda á Másstöðum í Vatnsdal, bróður Ingibjargar Óskar Ólafsson, aðalframkvæmdastjóra KFUM og K á Norðurlöndum. Móð- ir Halldórs var Guðrún Ólafsdóttir, systir Maríu, langömmu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrv. borg- arstjóra og ráðherra. Guðrún lauk stúdentsprófi frá MR 1955, las íslensk fræði, lauk kenn- araprófi frá KÍ 1962 og BA-prófi í dönsku og sagnfræði frá HÍ 1967. Guðrún starfaði við Landsbank- ann um árabil, var kennari við Lind- argötuskóla í 10 ár og forstöðumað- ur Námsflokka Reykjavíkur 1972-2005. Guðrún styrkti mjög Námsflokk- ana og beitti sér fyrir starfsmenntun og réttindum ýmissa láglaunastétta, m.a. á sviði heilbrigðisþjónustu. Þá vann hún mikið starf í þágu flótta- fólks og nýbúa. Hún var sannkall- aður menntafrömuður og einlægur málsvari þeirra sem minnst mega sín. Guðrún átti þátt í stofnun Félags dönskukennara, Skálholtsskóla- félagsins og Íslenska dyslexíufélags- ins, starfaði í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, Delta-Kappa-Gamma – félagi kvenna í fræðslustörfum, tók þátt í störfum Kvennaframboðsins og Kvennalistans og var alþm. Kvennalistans 1990-91 og 1994-95 en sat auk þess á þingi sem vþm., alls á átta þingum. Guðrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, hinni dönsku Dannebrogorðu, hlaut verð- laun Íslensku menntasamtakanna og heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins. Henni til heiðurs var svonefndur Guðrún- arsjóður stofnaður af Reykjavík- urborg við starfslok hennar 2005. Æviminningar Guðrúnar, Að opna dyr, komu út 2006, skráðar af Hildi Finnsdóttur. Guðrún lést 2.5. 2012. Merkir Íslendingar Guðrún Halldórsdóttir 95 ára Magnús Stefánsson 85 ára Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sigurður Björnsson Sigurður Ingvi Ólafsson 80 ára Gísli Vilhjálmur Ákason Guðrún Thorarensen Jóna Kortsdóttir Sverrir Sigurjónsson Unnur Ingibjörg Helgadóttir 75 ára Bára Einarsdóttir Guðný Jónsdóttir Helga Aðalsteinsdóttir Svava Lúðvíksdóttir 70 ára Bergljót Aðalsteinsdóttir Eygló Einarsdóttir Jón Ragnar Austmar Kristín G. Ísfeld Rut Hansen Valgerður Gísladóttir 60 ára Bryndís Snorradóttir Emil Haraldsson Guðbjörg Kr. Steingrímsdóttir Gunnjóna S. Hringsdóttir Kristján Kristjánsson Pétur Ármann Jóhannsson Sigurður Jónsson 50 ára Anna Níelsdóttir Anna Sigríður Jóhannsdóttir Ása Hrönn Kolbeinsdóttir Bergþór Gunnarsson Einar Ármann Harðarson Eyþór Hauksson Helena Leifsdóttir Inga Hildur Yngvadóttir Líney Edda Reynisdóttir Magnús G. Gunnarsson María Ingibjörg Kjartansdóttir Nada Borosak Paulo Jorge R.C. De Barros Rúnar Harðarson Sigurlín Jóna Baldursdóttir Skúli Jónsson Stefanía Ástvaldsdóttir Steinunn I. Stefánsdóttir Steinunn M. Sigurðardóttir Úlfar Ormarsson 40 ára Berglind Brynjólfsdóttir Bjarki Gunnarsson Bryndís Baldvinsdóttir Einar Guðnason Guðrún Tryggvadóttir Hlynur Guðmundsson Koen Kjartan Van de Putte 30 ára Aldís Tryggvadóttir Arnar Söebech Pálmarsson Frejelene Gersanib Palada Hafþór Björnsson Hafþór Guðmundsson Heiðar Sigtryggsson Hergina Dela Cruz Hilmarsson Hjördís Heiða Björnsdóttir Kamila Monika Suplicka Katarzyna Mickiewicz María Birgisdóttir Steingrímur Jón Steingrímsson Til hamingju með daginn 30 ára Jón ólst upp á Seyðisfirði, býr í Reykja- vík og er nú í meist- aranámi í húsamálun. Maki: Agnetha Thomsen, f. 1987, nemi í sálfræði. Börn: Helga Hafdal, f. 2007, og Huginn Hafdal, f. 2011. Foreldrar: Vigdís Helga Jónsdóttir, f. 1959, fisk- verkunarkona og lista- maður, og Sigurður Hauksson, f. 1957, véla- maður. Jón Hafdal Sigurðarson 30 ára Eydís ólst upp á Fáskrúðsfirði, býr þar, lauk prófum frá CBS í Kaupmannahöfn og er að ljúka fæðingarorlofi. Maki: Steinar Grét- arsson, f. 1978, sjúkra- flutningam. og vélstjóri. Börn: Auðunn Þór Stein- arsson, f. 2004 (stjúp- sonur) og Aníta Rós Steinarsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Áslaug Jóns- dóttir, f. 1948, og Heimir Hjálmarsson, f. 1946. Eydís Ósk Heimisdóttir 30 ára Jóhanna ólst upp í Mosfellsbæ, býr í Kópa- vogi, er hjúkrunarfræð- ingur og stundar nú ljós- mæðranám við HÍ. Maki: Jón Ingi Jónsson, f. 1983, flugumferðarstjóri. Dóttir: Lára Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 2010. Foreldrar: Hafsteinn Pálsson, f. 1952, bygg- ingaverkfræðingur hjá umhverfisráðuneyti, og Lára Torfadóttir, f. 1956, kennari. Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 GÆÐA STÁLVASKAR! ELDHÚSVASKAR Í ÚRVALI 1 1/2 hólf með borði stærð: 100x50 cm VERÐ: 28.500,- Þykkt: 0,7 mm Þykkt: 0,7 mm 1 hólf með borði stærð: 79x50 cm VERÐ: 21.499,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.