Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert bjartsýn/n varðandi fyr-
irætlanir þínar í dag. Gott ráð er að leita
skjóls hjá trúnaðarvini sem þarf engin láta-
læti, þið finnið lausn með samræðum ykk-
ar.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er kominn tími til að slaka á og
taka því rólega. Þú þarft kannski að toga í
spotta bakvið tjöldin, en ferð ekki yfir
strikið í siðferðilegum skilningi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þess að lofa ekki upp í
ermina í ákafa þínum til þess að leggja vini
lið. Lausnin er falin í því að halda fé-
lagslegu jafnvægi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Til þín verður leitað í sambandi við
lausn á viðkvæmu vandamáli. Sána eða
gufubað hjálpar þér við að leysa upp og
sleppa gamalli bræði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Finnist þér of miklar kröfur vera
gerðar til þín gæti það reynst þér nauð-
synlegt að komast í burtu um tíma. Farðu
þér því hægt og leitaðu ráða.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hegðar þér óaðfinnanlega. Ef þú
gengur endalaust á orku þína muntu
brenna út og þá verðurðu engum til gagns.
23. sept. - 22. okt.
Vog Samræður við vini verða spennandi
og uppörvandi í dag. Láttu þér ekki til hug-
ar koma að framkvæma hluti, sem þú ert
innst inni alfarið á móti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vekur athygli annarra og
finnst notalegt að láta hana leika um þig.
Svona atburðir eru gjöf og merki um að þú
sért á réttri leið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er rétt að gangast við mis-
tökum sínum og taka afleiðingunum af
þeim. Fólk breytist og þú ert líka „fólk“.
Farðu í göngutúr og hreinsaðu hugann.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú verður að geta staðið við
þau loforð, sem þú gefur. Láttu reyna á
hugmyndir þínar. Hið sama gildir ekki um
innstæðuna á bankareikningnum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú leggur þig fram við að gera
heimili þitt huggulegra á næstunni. Við-
urkenning frá speglinum eða dagbókinni
gera sálinni mjög gott.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú er komið að því að þú grípir til
sérstakra ráðstafana varðandi útlit þitt og
framkomu. Ef þú ert bjartsýn/n og gefst
ekki upp mun þér takast ætlunarverk þitt
þótt síðar verði.
Sigmundur Benediktsson yrkirum veðurfarið:
Þurrar tíðir þorrinn bjó,
þægur gekk úr hlaði.
Akranes með engan snjó
enn í sólskinsbaði.
Þó á blíðu lítt sé lát
leiðan vana kenni:
Hafa skal á Góu gát,
gustar oft frá henni.
Jón Gissurarson segir á þriðju-
dag, að nánast engin úrkoma hafi
verið síðan fyrir jól, þótt norðanátt
hafi verið ríkjandi í vetur. – „Snjór
er því lítill og enginn t.d. í Hólm-
inum. Heiðríkja hefur hefur verið
undanfarna daga og því sólskin á
daginn:“
Sólin vermir seim og drengi,
sífellt lengist hennar ganga.
Hér er allt í góðu gengi,
gefst því einnig margt til fanga.
Ingólfur Ómar Ármannsson sendi
Vísnahorninu þessar hringhendur:
Ekkert þjakar andans mátt,
óðarkvakið glæðist
ljóðavakan lifnar dátt,
lipur staka fæðist.
Ljóða klingir hróður hér,
halir slyngir una,
óðar syngur vísnaver,
vandar hringhenduna.
Vigdís Hauksdóttir er umdeild,
enda beinskeytt í sínum orðræðum.
Hjálmar Freysteinsson orti:
Margt tókst Vigdísi að vinna
sem var ekki á færi hinna.
Gott dæmi er það,
hún gerði mig að
Evrópusambandssinna.
Hallmundur Kristinsson yrkir:
Frá telpunni Tinnu í Vogum
tárin þau streymdu í bogum.
Er gaman varð grátt
hún grenjaði hátt
með áköfum ekkasogum.
Jón Ingvar Jónsson er á öðrum
nótum:
Veit ég bara varla hvort
versni og breytist tímar,
allir kjafta upp á sport
enda snjallir símar,
þó er sjaldan illa ort
ef það bara rímar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur um veðrið og
limrur um konur
Í klípu
„ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ ÁNETJAST
TÆKNINNI, EN ÞÉR FER FRAM. ÝTTU NÚ Á
PÁSU, TÍMANUM ÞÍNUM ER LÖNGU LOKIÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN ER EIGINLEGA ALVEG
HÆTTUR AÐ HORFA Í AUGUN Á MÉR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera þakklát fyrir
væntumþykju hvort
annars.
LEGGÐU FRÁ
ÞÉR SVERÐIÐ,
HRÓLFUR!
LANDSSAMTÖK GEGN ILLRI
MEÐFERÐ Á DREKUM ERU
MEÐ SKRIFSTOFU HÉR
RÉTT HJÁ!
URRRR... VIÐ HEFÐUM EKKI ÁTT
AÐ LEYFA ODDA AÐ
HORFA Á VARÚLFAMYND.
GOGGÓÓÓ!
Á dögunum hafði Víkverji á tilfinn-ingunni að hann væri í stjörnu-
stríði og ef einhver hefði komið með
eld of nálægt er hætta á að kviknað
hefði í honum og hann sprungið, svo
mikill var hitinn. Hann reyndi að
lækka hitann með því að leggja rak-
an, kaldan þvottapoka að helstu
hitasvæðunum, en við það urðu þau
bara stærri og þar með jókst
íkveikjuhættan og sprengihættan.
x x x
Fréttamenn velta sér stöðugt uppúr því hvað gerist, hvar, hvenær
og hvernig. Flensan sækir líka í staf-
inn „h“, því alvöru flensusjúklingur
er með mikinn hita, hálsbólgu, hósta
og beinverki eða heinverki, eins og
þeir segja fyrir austan. Með þetta í
huga er augljóst að fréttamenn eru í
flensuáhættuhópi og því andar Vík-
verji rólega.
x x x
Það er líka gott að vera fréttamað-ur með flensu vegna þess að
fréttamaðurinn heldur að hann þurfi
að lesa öll blöð, hlusta á alla útvarps-
fréttatíma og horfa á alla sjónvarps-
fréttatíma, en þegar hann er með
flensu hefur hann ekki kraft til þess
að halda á dagblaði, bara ipad, hefur
ekki eirð í sér til þess að hlusta á út-
varp og getur ekki horft á sjónvarp
vegna svima. Flensan gerir honum
sem sagt mögulegt að hlaða batt-
eríin á tvöfaldan hátt, annars vegar
með því að vera laus við daglegt
áreiti og hins vegar með því að vinna
á veikindunum með viðurkenndum
og óviðurkenndum aðferðum. Tveir
fyrir einn með ipadinn við hönd.
x x x
Í vikunni hitti Víkverji konu semsagðist vera með flensu og hefði
verið lengi. Mætti samt alltaf í vinn-
una og smitaði samstarfsfólkið
vinstri hægri. Víkverji benti henni á
að henni væri nær að vera heima og
ná fjandanum úr sér. Það er nefni-
lega engum greiði gerður með því að
flensast upp á aðra. Á tímum að-
halds og niðurskurðar má líka benda
á að flensa er ein besta losunar-
aðferð sem um getur og sá sem ligg-
ur heima með flensu getur verið viss
um að missa nokkur kíló.
víkverji@mbl.is
Víkverji
En öllum þeim sem tóku við honum
gaf hann rétt til að verða Guðs börn,
þeim sem trúa á nafn hans.
(Jóhannesarguðspjall 1:12)
Geislagötu 9, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
ClavinovaCVP605
Snertiskjár, 1327hljóð, 420 taktar,
USBhljóðupptaka ofl.
Kynnið ykkur þettamagnaða
hljóðfæri í verslun okkar í Reykjavík!
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/