Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 52
 Mótettukór Hallgrímskirkju og stjórnandi hans, Hörður Áskelsson, fagna 400 ára afmæli Hallgríms Pét- urssonar með tónleikum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 9. mars. Á þeim flytur kórinn útsetningar ís- lenskra tónskálda við sálma séra Hallgríms og tónlist eftir sam- tímamenn hans. Í tilefni af tónleik- unum var teiknarinn Halldór Bald- ursson fenginn til að ímynda sér hvernig Hallgrímur gæti hafa litið út sem ungur maður og má sjá afrakst- urinn á meðfylgjandi mynd. Hallgrímur ungur á teikningu Halldórs FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Heimsækja Geir í fangelsið 2. Bryndís selur glæsiíbúðina 3. Byrjað að selja miða á Timberlake 4. Vann 253 milljónir króna »MEST LESIÐ Á mbl.is  Breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott er staddur hér á landi í þeim tilgangi að taka upp efni fyrir sjón- varpsþáttaröðina Ainsley Eats the Streets sem hefur göngu sína á Channel 4 í vor. Harriott er þekktur sjónvarpskokkur í heimalandi sínu og hefur m.a. gert hina vinsælu mat- reiðsluþætti Ready Steady Cook og Can’t Cook, Won’t Cook. Í þáttunum Ainsley Eats the Streets flakkar Har- riott um borgir víða um heim, heim- sækir litla veitingastaði, kynnir sér matarvenjur heima- manna og upplifir menningu borg- anna. Harriott verður einn gestadómara Food&Fun mat- reiðslukeppninnar sem fram fer á morgun. Kynnir sér íslenska matarmenningu Á laugardag Norðaustan 8-15 m/s og dálítil él með norðurströnd- inni, lítilsháttar slydda eða rigning austanlands en yfirleitt þurrt og bjart suðvestantil. Hiti 0 til 6 stig, mildast sunnantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomumeira um norðanvert landið en í gær, annars svipað veður. Hiti 0 til 7 stig sunnanlands að deginum, annars um frostmark. VEÐUR Það verða lið Stjörnunnar og Vals sem leika til úrslita í Coca Cola-bikarkeppni kvenna í handknattleik, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í gærkvöldi. Stjarnan lagði þá Gróttu og Vals- konur höfðu betur gegn Haukum. Úrslitaleikirnir í karla- og kvenna- flokki fara fram í Laugardalshöll- inni á morg- un. »2-3 Stjarnan og Valur mætast í úrslitum Þorgerður Anna Atladóttir, landsliðs- kona í handknattleik, hefur glímt við erfið meiðsli í öxl. Hún hefur ekkert getað spilað með norska úrvalsdeild- arliðinu Flint-Tönsberg síðan í nóv- ember og ljóst er að hún spilar ekkert meira með liðinu á tímabilinu. „Ég fór í aðgerð í maí sem hjálpaði mér lít- ið. Ég hef prófað allt nema að hvíla til lengri tíma þannig að ég verð að gera það til að eiga einhverja möguleika,“ segir Þorgerður. »1 Þorgerður frá keppni fram eftir árinu Valsmenn féllu í gærkvöld aftur niður í 1. deild karla í körfuknattleik þrátt fyr- ir hetjulega baráttu í Borgarnesi þar sem tvíframlengja þurfti leikinn áður en Skallagrímur bar sigur úr býtum, 122:120. Stjarnan vann Snæfell í upp- gjöri tveggja liða sem berjast um að komast í úrslitakeppnina, og Haukar unnu Keflavík. Það hafði aðeins topp- liði KR tekist í vetur. »2-3 Valur féll og Stjarnan komst upp fyrir Snæfell ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Mér finnst allt skemmtilegt við að skíða; snjórinn, fara hratt, vinirnir og auðvitað er alltaf gaman að vinna,“ segir Kristófer Berglindarson, þrettán ára skíðakappi í Frakklandi. Hann er mjög efnilegur á skíðum, hefur náð góðum árangri á erlendri grundu og sankað að sér fjölda verðlauna. Um síðustu helgi vann hann til átta verðlauna á enska meistaramótinu í Bormio á Italíu. Þar var hann einnig bestur keppenda yngri en 14 ára og deildi þeim verðlaunum með öðrum sem var jafnhár að stigum. Þá er hann í hópi 130 drengja í Frakklandi sem eru með þátttökurétt á stórmótum. Glímt við meiðsli Meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn hjá Krist- ófer. Fyrir nokkrum árum handleggsbrotnaði hann illa. Þá töldu læknar að jafnvel myndi handleggurinn hætta að vaxa. En betur fór en á horfðist. Þá viðbeins- brotnaði hann fyrir tæpu ári en hefur nú náð fullum styrk enda duglegur að borða hollan mat og er ein- beittur í að koma sér í gott form. Kristófer hefur verið búsettur utan landsteinanna frá þriggja ára aldri. Á sumrin býr hann í Englandi og á veturna í Frakklandi þar sem hann æfir með skíða- klúbbi. Hann æfir stíft til að verða betri á skíðum. Fjölskyldan ákvað að flytjast yfir vetrartímann til Frakklands, m.a. með það fyrir augum að Kristófer gæti stundað skíðaíþróttina af kappi. Hann situr á frönskum skólabekk yfir vetrartímann. „Þetta er mjög erfitt því ég tala ekki frönsku en ég geri mitt besta. Hlusta á kennarana, geri fleiri verkefni til að ná mér upp og það virkar mjög vel.“ Íslenskar skíðabrekkur góðar Í fyrra kom hann til Íslands og keppti í fyrsta skipti á íslensku skíðamóti með prýðisárangri. „Það kom mér á óvart hversu góðar skíðabrekkurnar voru á Ís- landi. Það var rosalega gaman að keppa á Andrésar andar-leikunum,“ segir Kristófer. Hann langar mikið að taka þátt í þeim næstu. Þrátt fyrir ungan aldur er Kristófer kominn með styrktaraðila sem eru að stórum hluta íslensk fyrirtæki með starfsemi sína í Englandi. Þetta eru m.a.: Samskip, Seagold, Lýsi, Atlantic Fresh, jhs, Northcoast Seafood, Samskip, Wow og Lopi. Skíðaáhuginn ristir djúpt. Hann segir að ef hann verði ekki í fullri vinnu við að skíða í framtíðinni langi hann að verða læknir. „En ég þarf ekki að hugsa um það núna, bara að hugsa um að skíða eins hratt og vel eins og ég get og vona að það takist hjá mér.“ Kristófer fór í fyrsta skipti á skíði 7 ára gamall og það var fyrir hreina tilviljun. „Ég fór með ömmu og frænku minni sem var á snjóbretti. Um leið og ég kom á skíðasvæðið og prufaði að skíða þá elskaði ég þetta og vissi að ég vildi bara skíða,“ segir hann glaðlega. Kristófer gat ekki gefið sér lengri tíma til að spjalla því hann þurfti að haska sér á æfingu. Hann lofaði þó að fara varlega í brekkunum því að hans sögn þá er þetta nokkuð hættulegt sport en algjörlega þess virði. Gaman að fara hratt á skíðum  Kristófer er 13 ára íslenskur skíðakappi í Frakklandi sem er kominn með marga styrktaraðila Á verðlaunapalli Kristófer tekur við verðlaunum fyrir besta árangur í stórsvigi. Á skíðum Kristófer vill fara mjög hratt. FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.