Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Matur og drykkir V ið vildum hafa matseðilinn fjölbreyttan en jafnframt að hægt væri að útbúa eitthvað fyrirfram þar sem um hádegisboð var að ræða. Þannig grillaði ég kjúklinginn og kjötið kvöldið áður og útbjó kökuna,“ segir Davíð Kristinsson heilsuþjálfari en hann og eiginkona hans, Eva Ósk Elíasardóttir, buðu góðum vinum í léttan hádeg- isverð á heimili sínu á Akureyri. Hópurinn sem hittist eru vinir þeirra úr Roundtable 5-klúbbnum. Sá klúbbur er raunar strákaklúbbur sem starfræktur er víðsvegar um landið en makarnir hafa undanfarið tekið meiri þátt í starfseminni. Markmiðið er að sameina fólk úr ólíkum áttum og starfsstéttum en Roundtable er al- þjóðlegt fyrirbæri. „Svokallað vinahorn er látið ganga á milli meðlima klúbbsins og sá sem er með það hverju sinni á að bjóða þeim sem hann vill innan klúbbsins í heimsókn og helst er ætlast til að þú bjóðir fólki heim sem þú umgengst minna í klúbbnum. Þetta er mjög skemmtileg hefð og hefur þjappað hópnum enn betur saman.“ Gestum líkaði maturinn afar vel og Davíð merkti það meðal annars á því að það fór miklu meira af honum en hann bjóst við. Davíð leggur mik- ið upp úr því að nota hrein og lítið unnin hráefni í matinn en sjálfur tók hann mataræði sitt í gegn fyrir rúmlega tíu árum og tók þá meðal annars út mjólkurvörur og glúten úr sinni fæðu. Sjálfur hefur hann aðstoðað fólk við að ná betri tökum á mataræði og gaf nýverið út bókina 30 dagar. Halda þau hjónin oft matarboð? „Okkur finnst gaman að bjóða vinum og fjölskyldu í mat. Við eldum oft steikur og ýmiss konar meðlæti, sushi og svo bara bragð- og matarmiklar súpur. Matseldin gæti flokkast sem áhugamál en maður hefur ekki alltaf tíma. Ég held að lykilatriðið að góðu matarboði sé að bjóða skemmtilegu fólki sem hefur svipaðan húmor og maður sjálfur. Einnig að bjóða upp á mat sem fellur í kramið hjá sem flestum. Það er líka nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort einhver sé með fæðuóþol og hagræða upp- skriftunum eftir því. Það er líka mikið atriði að enda á góðum eftirrétti en hann má auðvitað líka vera hollur,“ segir Davíð. MATARBOÐ HJÁ DAVÍÐ KRISTINSSYNI OG EVU ÓSK ELÍASDÓTTUR Hádegisverð- ur á Akureyri * Ég held að lykilatriðið að góðu matar-boði sé að bjóða skemmtilegu fólki“ LÉTTUR OG SKEMMTILEGUR HÓPUR HITTIST YFIR HÁDEGISVERÐI Í HEIMAHÚSI Á AKUREYRI OG SNÆDDI ALLS KYNS SALÖT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Jóhann Davíð, Elvar Örn og Hildur Ýr gáfu sér tíma í hádeg- inu til að snæða á heimili Dav- íðs og Evu Óskar. Hópurinn til- heyrir svokölluð Roundtable 5. Akureyringarnir Helgi Rúnar Braga- son og Inga Stella Pétursdóttir voru hæstánægð með hin fjölbreyttu salöt sem boðið var upp á. Fyrir 1 1 grilluð lamba- lærissneið provencekrydd, til dæmis frá Him- neskri hollustu, eftir smekk 1 avókadó 1 tómatur ½ paprika 1 bolli spínat Kryddið kjötið og steikið eða grillið eftir smekk og sker- ið í litla bita. Skerið lárperuna í tvennt og takið steininn úr. Skafið innmatinn úr og skerið í teninga. Setjið hann í skálina. Skerið papriku og tómat í bita og bæt- ið því og spínatinu saman við. Bætið ólífuolíu og sjáv- arsalti út á eftir smekk. Lamba- kjötssalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.