Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Side 33
Botn: 4 dl möndlur 3 dl döðlur ½ tsk. sjávarsalt Setjið allt í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til blandan loðir vel saman. Setj- ið blönduna í sílikonform, þrýstið henni vel niður á botninn og upp með hliðum formsins og búið þannig til „skál“ sem nær vel upp á kantana. Fylling: 3 dl kasjúhnetur 2 dl kókosolía 1 dl vatn 1 dl hunang 1 tsk. vanilluduft ½ tsk. himalajasalt 300 g bláber, jarðarber eða hindber Setjið allt nema berin í mat- vinnsluvél eða blandara og látið vélina ganga þar til fyll- ingin verður silkimjúk. Bland- ið síðan berjunum varlega saman við og hellið öllu á kökubotninn sem búið er að móta. Setjið kökuna í frysti í a.m.k. 8 klst. Takið hana út 1-2 klst. áður en hún er borin fram. Bláberjakaka Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gestir matarboðsins voru frá vinstri; Helgi Rúnar Bragason, rekstrarstjóri Ekrunnar, Inga Stella Pétursdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Birkir Örn Stefánsson, sölustjóri 66°Norður á Norður- landi, og húsráðendur sjálfir, Davíð Kristinsson og Eva Ósk Elías- ardóttir, þjónustustjóri Heilsuþjálfunar, Jóhann Davíð Ísaksson, röntgenlæknir á FSA, Elvar Örn Birgisson, yfirröntgenlæknir á FSA, og Hildur Ýr Kristinsdóttir, þjónustufulltrúi hjá VÍS. 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 1 stór ofnsteiktur kjúklingur 1 spergilkálshaus 200 g spínat 4 msk. sýrður rauðlaukur (sjá uppskrift neðar) 2. msk sítrónusafi 3 msk. ólífuolía salt og pipar Hamflettið kjúklinginn, takið hann af beinunum og skerið kjötið í væna bita. Setjið þá í stóra skál. Skerið spergilkálið í bita. Setjið spínat og sýrðan rauðlauk í skálina. Blandið sítrónusafa og ólífuolíu saman, bragðbætið með salti og pipar og hellið yfir. SÝRÐUR RAUÐLAUKUR 1 l vatn 1-2 msk. eplaedik 1-2 msk. hunang 3 rauðlaukar Setjið vatn í pott ásamt ediki og hunangi og látið sjóða. Skerið laukinn í sneiðar og hellið heitri blöndunni yfir. Laukurinn verður bestur ef þetta er gert nokkrum dögum áður en hann er notaður. Hann er svo hitaður upp í potti með svolitlu af leginum. Kjúklinga- og brokkólísalat Fyrir 4 1 stór ofnsteiktur kjúklingur 1 avókadó 2 stórir tómatar 2-3 harðsoðin egg 1 haus romainesalat, má nota aðra tegund af káli 3 msk. sinnepssósa (sjá upp- skrift neðar) pipar Hamflettið kjúklinginn, takið hann af beinunum og skerið kjötið í væna bita. Setjið þá í stóra skál. Skerið avókadó í teninga og tóm- ata, egg og salat í bita. Blandið öllu saman í skálina. Búið til sinnepssós- una og dreifið yfir salatið, bragð- bætið með salti og pipar. SINNEPSSÓSA lífrænt majónes lífrænt sinnep Blandið þessu saman í hlutföll- unum 60% majónes og 40% sinnep. Cobbsalat með sinnepssósu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.