Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 37
Stóru fyrirtækin, eins og CCP og Betware, geti beygt sig undir höftin en litlu fyrirtækin lendi oftar en ekki í vandræðum. „Á undanförnum árum höfum við talað við fjölda fjárfesta sem vildu vita meira um íslensk leikjafyrirtæki eða voru að skoða tilteknar fjárfestingar. Sumir þessara fjárfesta voru mjög nálægt því að setja pening í íslensk fyr- irtæki en það runnu á þá tvær grímur þegar þeir fóru að skoða umhverfið. Þó að höftin eigi ekki að hindra fjárfestingu er tilvera þeirra, ein og sér, nægjanleg til þess að hafa mjög ákveðinn fælingarmátt. Við verðum líka að átta okkur á því að Ísland er í samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Það sem er nýtt og mikilvægt að stjórnvöld átti sig á er að sú kynslóð sem nú er komin út á vinnumarkaðinn og sækist í skapandi greinar, er mjög hreyfanleg. Þetta er kynslóðin sem kaupir ekki geisladiska heldur ger- ist áskrifandi af Spotify. Kaupir ekki DVD-diska, er frekar með Netflix o.s.frv. Það er því lítið mál fyrir það að ganga í störf í öðru landi og flytja. Það pakkar bara í tösku og fer. Við höfum aldrei séð þennan hreyfanleika áður. Það skemmtilega við íslenskan leikjaiðnað er að flestir framleið- endur eru að horfa á erlendan markað, sem þýðir að ekki er verið að bítast um sama litla íslenska markhópinn. Þessi markaður er svo stór að innan samtakanna, sem og á norrænum vettvangi, hafa menn al- veg verið til í að deila upplýsingum á milli sín.“ Næsta bylgja að byrja Ólafur segir að stjórnmálamenn og fjárfestar hafi algjörlega misst af tækifærinu til að magna þann mikla kraft sem er í leikjagerð og skap- andi greinum almennt. „Í stað þess hafa fyrirtæki sem höfðu frábær tækifæri misst af þeim og horfið. Fyrsta bylgjan er yfirstaðin, en sú næsta er rétt að byrja og við ætlum að reyna að nýta okkur það eins og við getum. Þó er stuðning að finna og sam- skipti við stjórnvöld hafa alltaf verið góð. Það vanti bara að stjórn- málamenn sjái stóru myndina. „Það vantar skilning á hvernig þetta hangir allt saman. Það tók Finna svolítinn tíma að ná þessu líka, eftir sína kreppu, en kerfið þeirra nú virkar gríðarlega vel. Það er í raun stórkostlegt að geta byggt upp iðn- að sem er gjaldeyrisskapandi, bygg- ist á menningar- og sagnaarfi þjóð- arinnar, er eftirsóttur af ungu fólki, skapar hálaunastörf og kallar á auk- ið hugvit og meiri menntun. Hvers vegna erum við ekki að gera meira til þess að styðja við þetta og efla,“ spyr hann kannski eðlilega svolítið hissa. 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Winter Sport-leikurinn er eins og nafnið gefur til kynna vetrar- íþróttarleikur þar sem keppt er í helstu íþróttum vetrarólympíuleik- ana. Fría útgáfan leyfir að keppa í þremur keppnum en sé leikurinn keyptur opnast heimur vetrar- íþrótta alveg upp á gátt. Leikurinn er nokkuð skemmtilegur, grafíkin fín en hann er svolítið erfiður. Það er erfitt að ná góðum tökum á honum. WINTER SPORT Taktu þátt í Sotsjí Unroll me er gríðarlega ávanabind- andi leikur sem nær föstum tökum á öllum lausum tíma þess sem nær í hann. Hann einfaldlega hverfur ekki úr huga spilarans. Takmark leiksins er einfalt, koma kúlunni í mark í sem fæstum hreyfingum. Leikurinn hentar öllum alveg frá 10 ára og upp úr. Svona leikir hafa verið kall- aðir klósettleikir og þessi flokkast í fyrsta flokk. Kostar ekkert í google play sem er kostur. UNROLL ME Fyrsta flokks tímaþjófur Robocop-leikurinn er stór- skemmtilegur og gríðarlega vel gerður. Grafíkin er upp á 10 og leikjaspilun sömuleiðis. Hann er ókeypis eins og er í Google play og er það mikill kostur, klárlega er þetta einn allra flottasti leikur sem gerður hefur verið fyrir snjallsíma. Þetta er leikur sem aðdáendur Robocop geta verið stoltir af en kvikmynd um tinmanninn kemur í kvikmyndahús innan skamms. Töffara tinmaður ROBOCOP Tölvuleikjageirinn fór fram úr Hollywood fyrir tíu árum í tekjum. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto 5, sem kom út á síðasta ári, halaði inn einum milljarði dollara á fyrstu þrem- ur dögunum í sölu og kostaði meira í framleiðslu en flestar stórmyndir gera í dag. Avatar er sú mynd sem hef- ur skilað mestum tekjum allra tíma fyrir Hollywood eða sam- tals 2,8 milljörðum dollara. Það tók hana 50 daga að hala inn 600 milljónum dollara. „Þetta lýsir því ágætlega hvað leikja- iðnaðurinn er orðinn stór, sennilega stærri og öflugri en flestir ímynda sér,“ segir Ólafur Andri hjá Betw- are. TÖLVULEIKJAGEIRINN ENN Í ÖRUM VEXTI Stærri en Hollywood Úr tölvuleiknum EVE online. Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 MacBookAir Alvöru afl allandaginn Verð frá:189.990.- MacBookPro Verð frá: 219.990.- MacBook Air...Pro Allt að 12klst Rafhlöðuending

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.